Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 26
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 25
SYSTIR Jóhanna hefur starfað við
St. Fransiskusspítalann í Stykk-
ishólmi í 39 ár og hinn 23. mars
mun hún fara aftur til Hollands og
dveljast þar í framtíðinni. Systir Jó-
hanna kom frá Hollandi hinn 1.
mars 1964 og var þá að fylgja ann-
arri systur.
Hún ætlaði að dvelja hér í sex vik-
ur, en áhugi hennar á Íslandi hefur
enst henni þangað til nú og hefur
hún allan þennan tíma verið tilbúin
að hjálpa öðrum. Hún gegndi fjöl-
mörgum störfum á sjúkrahúsinu og
var yfirmaður í eldhúsinu þar í 27
ár eða þangað til hún fór á eft-
irlaun. Eftir það beindist áhugi
hennar að þeim sem áttu bágt.
Hún var dugleg að heimsækja
sjúka og þá sem einmana voru í
bæjarfélaginu. Hennar einkenni
eru einlægni og hlýja sem Hólm-
arar kunna að meta. Hún hverfur
nú til æskustöðvanna og mun dvelja
á systraheimili í Hollandi.
Haldin var kveðjustund á St.
Fransiskusspítalanum laugardag-
inn 15. mars þar sem vinir í Hólm-
inum mættu til að þakka henni fyrir
hjálpina og samfylgina á þeim árum
sem hún hefur starfað í Stykkis-
hólmi. Henni barst m.a. eftirfarandi
kveðja:
Á kveðjustund er margs að minnast hér
minningar tengdar lífinu og þér.
Þakkarblær um hugi fólksins fer.
Þú finnur hann hér … góðan mín.
Stjarnan í austri skær í hug þinn skín.
Og Stykkishólmur, hann mun sakna þín.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Systir Jóhanna hefur starfað við St. Fransiskusspítalann í 39 ár. Hún sá um
orgelleik í katólsku kirkju systranna um langan tíma. Á myndinni er hún
að leika síðustu sálmana á orgelið áður en hún heldur til Hollands.
Systir Jóhanna kveður
eftir 39 ára þjónustu
Stykkishólmur
HUGMYNDIR eru nú uppi um að
byggja nýja gistiálmu við Hótel Hér-
að á Egilsstöðum og verða sextíu
herbergi á hótelinu ef af verður.
Stjórn Ásgarðs hf. sem á hótelið er
þessa dagana að kynna eigendum
arðsemiskönnun vegna fyrirhugaðr-
ar stækkunar.
Á aðalfundi Ásgarðs í apríl nk.
verður svo tekin endanleg ákvörðun
um hvort af þessu verður. Áætlanir
Ásgarðs gera ráð fyrir allt að tvö-
földun gistirýmis hótelsins með því
að byggja við til norðurs álmu með
tuttugu og fjórum herbergjum.
Stefnt yrði að því að hefjast handa í
vor þannig að taka mætti nýju álm-
una í notkun vorið 2004.
Tiltölulega einfalt mun vera að
stækka hótelið, því að núverandi
þjónusturými, eldhús, fundarsalir,
bar og afgreiðsla geta annað fleiri
herbergum, en þau eru nú þrjátíu og
sex talsins. Hótelið var opnað fyrir
fimm árum og eru stærstu eigendur
þess Flugleiðir og Flugleiðahótel,
sem eiga 37% hlut, Austur-Hérað
sem á 20% og Byggðastofnun með
18% hlut.
Flugleiðir hafa rekið húsið og leigt
það af Ásgarði ehf. sem byggði það.
Þensluáhrif vegna stórframkvæmda á Austurlandi
Hótel Hérað stækk-
ar svo um munar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hugmyndir eru uppi um að stækka Hótel Hérað á Egilsstöðum um tuttugu
og fjögur herbergi. Lokaákvörðun um það verður tekin af eigendum hót-
elsins í apríl og verða alls 60 herbergi á hótelinu eftir stækkunina.
Egilsstaðir
IMPREGILO, ítalska verktakafyrirtækið sem byggja
mun aðrennslisgöng og stíflu í Kárahnjúkavirkjun, hefur
opnað skrifstofu á Egilsstöðum. Auglýst hefur verið eftir
starfsmanni á skrifstofuna, en fyrirtækið ætlar sér að
flytja aðalskrifstofur sínar inn á virkjunarsvæðið þegar
starfsemi þess við Kárahnjúka verður komin í fullan
gang.
Þegar nær dregur mun Impregilo ráða fleira fólk til
skrifstofustarfa, en áætlanir gera ráð fyrir að allt að
1.000 manns muni vinna hjá fyrirtækinu í tengslum við
Kárahnjúkavirkjun meðan á byggingu hennar stendur.
Impregilo opnar
skrifstofu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Impregilo, ítalska verktakafyrirtækið sem byggja mun
aðrennslisgöng og stíflu í Kárahnjúkavirkjun, hefur
opnað skrifstofu á Egilsstöðum.
Egilsstaðir
tilbo›!frábærí mars erekkertstofngjaldí gsm
fylgirinne
ign3.000 kr.
völdumsímum*** Samanlag›ur afsláttur af síma, ni›urfellt stofngjald
og 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i.
** 500 kr. inneign á mánu›i í sex mánu›i.
flú sparar allt a›11.200 kr.*
flú sparar allt a›6.200 kr.*
2.000 kr. á mánu›i í
12 mánu›i vaxtalaust
sony ericsson t68i
tilbo›sver›: 28.980 kr.
MMS ,WAP, GPRS, LITASKJÁR o.fl.
léttkaupútkr.4.980
léttkaup
1.500 kr. á mánu›i í
12 mánu›i vaxtalaust
nokia 3510i
tilbo›sver›: 19.980 kr.
MMS, WAP, GPRS, LITASKJÁR,
FJÖLTÓNA HRINGING o.fl.
útkr.1.980
MMS
MMS