Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 28
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 27
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur ákveðið að setja á laggirnar
ráðgjafarhóp um listkennslu í skól-
um.
„Ráðuneytið hefur ekki haft
slíkan hóp starfandi til þessa en nú
hef ég ákveðið að leita til Banda-
lags íslenskra
listamanna um
tilnefningu í
slíkan ráðgjafar-
hóp sem geti
verið ráðuneyt-
inu innan handar
um þróun list-
náms í grunn-
og framhalds-
skólum. Mikil-
vægt er að í slík-
um hópi sitji fulltrúar allra helstu
listgreina og að hver fulltrúi hafi
virkt bakland í sinni listgrein. Bréf
með beiðni um tilnefningar í þenn-
an hóp verður sent BÍL á næstu
dögum,“ sagði Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra á fundi um
stöðu leiklistar í grunnskólum og
framhaldsskólum í vikunni.
Ráðherra sagðist ennfremur
gjarnan vilja skoða ýmsa mögu-
leika til að efla leiklist í skóla-
kerfinu. „Til greina kæmi að gera
tilraun til að skilgreina leiklist-
arkjörsvið á listnámsbraut ef
áhugi reynist fyrir hendi og fela
einhverjum skóla að þróa slíkt
nám.
Einnig kæmi til greina að líta á
verkefnið Tónlist fyrir alla sem
fyrirmynd að verkefni sem nefna
mætti Leiklist fyrir alla. Markmið
slíks verkefnis væri að efla tengsl
milli leikhússins og skólanna.“
Ráðgjafar-
hópur um
listkennslu
Tómas Ingi Olrich
ÓÐALSBÓNDINNPúntila á viðkunnuglegtvandamál að
stríða. Hann er alkóhólisti.
Og líkt og margir alkóhól-
istar breytir hann al-
gjörlega um persónuleika
þegar hann er undir áhrif-
um; þessi harðneskjulegi,
tilfinningalausi og harð-
drægi atvinnurekandi og
stóreignamaður breytist
nefnilega í barnslegan
öðling sem sóar fé á báða
bóga í fylleríum sínum,
treystir bílstjóranum sín-
um Matta fyrir úttroðnu
peningaveskinu og vill allt
fyrir alla gera. Hann vill
gifta dóttur sína Evu
hverjum þeim sem hún
elskar þegar hann er fullur
en þegar rennur af honum
krefst hann þess að hún
giftist tilgerðarlegum
ráðuneytisfulltrúa. Hann á
sannarlega við vandamál
að stríða. Vandamálið er
kannski bara spurning af
höfundarins hálfu hvort sé
meira vandamál; að vera
tilfinningalaus kapítalisti
eða sífullt góðmenni. Og
eru þetta yfirhöfuð þær
ósættanlegu andstæður
sem hér er gefið í skyn?
Það er Theódór Júl-
íusson sem fer með hlut-
verk Púntila og Bergur
Þór Ingólfsson leikur bíl-
stjórann Matta, hið sígilda
tvíeyki leikhússins um breyskan
húsbónda og snjallan þjón birtist
hér í útfærslu Brechts, sem hann
byggði á sögum og ófullgerðu leik-
riti finnskrar vinkonu sinnar Hellu
Wuolijoki.
Skrifað í skugga einræðis
Leikritið skrifaði Brecht í
skugga síðari heimsstyrjald-
arinnar sumarið og haustið 1940 á
heimili Wuolijoki, herragarðinum
Marlebekk (Kásala) í Finnlandi
þar sem Brecht dvaldi í útlegð frá
Þýskalandi Hitlers. Leikritið var
ekki frumsýnt fyrr en 8 árum síð-
ar í Zürich í Sviss. Það hefur síðan
verið eitt af vinsælustu leikritum
Brechts og annað af tveimur leik-
ritum hans sem íslensk atvinnu-
leikhús hafa séð ástæðu til að svið-
setja oftar en einu sinni. Hitt er að
sjálfsögðu Túskildingsóperan.
Sviðsetning Leikfélags Reykjavík-
ur að þessu sinni er þriðja upp-
færslan hérlendis en áður hafa
Þjóðleikhúsið og Leikfélag Ak-
ureyrar tekið Púntila og Matta til
sýningar.
„Þetta leikrit leynir verulega á
sér,“ segir Bergur Þór og rifjar
upp að fyrstu viðbrögð sín við
verkinu hafi verið að finnast það
einfalt í sniðum. „Eins konar
dæmisaga, þar sem Matti vinnu-
maður væri svo ótrúlegur besser-
visser að það væri varla hægt að
leika hann sem persónu. Svo þegar
við byrjum að vinna sýninguna og
ég fer að skoða Matta betur kem-
ur annað í ljós, hann er í klemmu
milli þess að njóta góðs af gæsku
hins fulla húsbónda síns eða láta
renna af honum og tryggja þar
með afkomu sína á vissan hátt þótt
Púntíla svívirði hann og niðurlægi
þegar hann er allsgáður.“
Theódór tekur undir þetta og
segir Púntila vera margslungna
persónu sem engan veginn er jafn
einföld og hún lítur út fyrir að
vera. „Þetta er ekki spurning um
hvítt og svart. Góður fullur og
vondur edrú. Þetta er miklu flókn-
ara en svo. Það sem gerir Púntila
að spennandi verkefni að glíma við
er sú mótsögn að gagnvart áhorf-
endum á hann samúð þeirra þegar
hann er fullur en þeir skilja gjörð-
ir hans þegar hann er allsgáður.
Okkur líkar kannski ekki við að-
ferðina, hörkuna og tillitsleysið en
við teljum okkur skilja að þetta er
nauðsynlegt til að reksturinn á
fyrirtækinu, búinu, gangi.“
Leitað í huga hins
sósíalíska skálds
Við rifjum upp að sósíalistinn
Berthold Brecht hafi stundum ver-
ið sagður hafa viðurkennt með
þessu leikriti að mannjöfnuð væri
ekki hægt að sýna í verki nema
missa dómgreindina í leiðinni.
Þegar rennur af Púntila rekur
hann fyrirtæki sitt af hörku og
skynsemi en drukkinn er hann
góður en vitlaus. „Þetta er grund-
vallarmisskilningur á efni verks-
ins,“ segir Bergur Þór. „Það sem
ég tel hafa vakað fyrir Brecht er
að sýna hversu hættulegt það er
þegar veiklundaður og sjúkur ein-
staklingur fær of mikið vald. Hann
fer illa með það og misbeitir því og
þá gildir einu hvort hann er undir
áhrifum áfengis eða ekki.“
Theódór tekur undir þetta og
bætir við að Brecht skrifi verkið
þegar ægivald Hitlers hafi skekið
heimsbyggðina og því ekki und-
arlegt að þetta hafi leitað á huga
hins sósíalíska skálds. „Púntila tel-
ur sig auðvitað vera að gera það
sem rétt er en þegar einstakling-
urinn er veiklundaður getur slíkt
orðið hættulegt þegar því fylgir of
mikið vald yfir lífi og limum ann-
arra.“
Bergur bætir við að atburðir í
veröldinni í dag séu einmitt þess
eðlis að slíkar hugsanir verði sér-
staklega áleitnar og einstaklingar
með of mikil völd geti reynst sam-
félagi þjóðanna hættulegir.
Alþýðlegur gamanleikur
„Þrátt fyrir þennan alvarlega
undirtón er Púntila og Matti í
rauninni alþýðlegur gamanleikur
og góð skemmtun,“ segir Theódór.
„Það er auðvitað sammerkt öllum
góðum leikritum að þau eru hvort-
tveggja í senn, góð skemmtun og
efni til umhugsunar.“
Tónlist skipar stóran sess í sýn-
ingunni í anda Brechts en það vek-
ur athygli að í stað hefðbundinnar
tónlistar Kurts Weils hefur finnski
tónlistarmaðurinn Matti Kallio
samið nýja tónlist sérstaklega fyr-
ir þessa sýningu við söngtexta
Guðmundar Ólafssonar. Tón-
skáldið tekur fullan þátt í sýning-
unni og leikur á harmonikku og
gæðir sýninguna anda hinna þús-
und vatna Finnlands, tímalaus
saga um breyska fyllibyttu sem
ráðskast stefnulaust með fólk og
fénað að geðþótta sínum.
Sjúkur
maður með
mikil völd
Bergur Þór Ingólfsson og Theódór Júlíusson leika Matta og Púntila.
Á stóra sviði Borgarleikhússins verður í
kvöld frumsýnt gamanleikritið Púntila
bóndi og Matti vinnumaður eftir Bertold
Brecht. Hávar Sigurjónsson ræddi við
Theódór Júlíusson og Berg Þór Ingólfsson,
sem fara með titilhlutverkin.
havar@mbl.is
Eftir Bertold Brecht. Þýðing:
Þorsteinn Þorsteinsson. Guð-
mundur Ólafsson samdi söng-
texta.
Leikarar: Theódór Júlíusson,
Bergur Þór Ingólfsson, Nína
Dögg Filippusdóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Gísli Örn
Garðarsson, Björn Hlynur Har-
aldsson, Valur Freyr Einarsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Marta
Nordal, Guðrún Ásmundsdóttir.
Tónlist: Matti Kallio
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Lýsing: Kári Gíslason
Búningar: Helga I. Stef-
ánsdóttir
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Leikstjóri: Guðjón Pedersen
Púntila bóndi
og Matti
vinnumaður
Margrét Helga Jóhannsdóttir fer með
hlutverk Sprútt-Emmu í sýningunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Höfundur tónlistar, Matti Kallio, og höfundur söngtextanna, Guðmundur
Ólafsson leikari, taka báðir þátt í sýningunni í Borgarleikhúsinu.
Slunkaríki, Ísafirði Nú stendur yfir
sýning á verkum listnemanna Auðar
Jörundsdóttur, Dagbjartar Drífu
Thorlacius, Halldórs H. Guðmunds-
sonar, Harnar Harðardóttur og
Röðuls Reyrs Kárasonar ásamt
verkum Tuma Magnússynar mynd-
listarmanns. Yfirskrift sýning-
arinnar er: Óvænt ánægja. Opið er
kl. 16-18 fimmtudaga til sunnudaga
til 23. mars.
Kaffitár, Bankastræti Nú stendur
yfir sýning Ágústu Oddsdóttur á
lágmynd í röð myndverka sem hún
hefur unnið að undanfarið.
Ágústa starfar við myndlist í
Reykjavík. Hún útskrifaðist frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands,
1997. Sýningin stendur til 10 maí.
Vínbarinn, Kirkjutorgi Ljós-
myndasýning Inger Helene Bóas-
son, Landslag líkamans, er fram-
lengd til 1. júní.
Í DAG
Þjóðerni í þúsund
ár? hefur að
geyma safn greina
eftir unga fræði-
menn af ýmsum
sviðum hug- og fé-
lagsvísinda og
takast þeir á við
spurningar sem
tengjast íslensku
þjóðerni og sögu þess. Meðal þess
sem tekið er til athugunar eru sjálfs-
myndir fyrir daga nútímaþjóðern-
ishyggjum, mótun þjóðernis og hug-
myndir Íslendinga um stöðu sína
meðal þjóða heimsins.
Ritstjórar eru Jón Yngvi Jóhanns-
son, Kolbeinn Óttarsson Proppé og
Sverrir Jakobsson.
Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bók-
in er 255 bls., prentuð í Gutenberg.
Verð: 3.200 kr.
Greinasafn
Ein mynda Inger Helene Bóasson.