Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 30
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 29
S M U
Stærsti enskumælandi háskólinn í Sviss býður
Æðri Diplómu/BA- gráðu/MA- gráðu í:
Viðskiptastjórnun Bankarekstri Hótelstjórnun
Ferðaþjónustu Viðburðastjórnun
Stjórnun heilsulinda Markaðsstjórnun
• Frábær aðstaða í heimsborginni Montreux við Genfarvatn
• Nemendur frá 60 löndum
• Möguleikar á hraðferðarnámi
• Bein innganga í BA/MA nám
• Hagstæð pakkagjöld, innifalin kennsla og húsnæði
Swiss Management University
Nám fyrir viðskiptaleiðtoga framtíðarinnar
SMU EUROPE, Rudolfplatz 6, D - 50674 Koeln
sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 - 5211
Hafið samband við: SMU EUROPE
smueurope@smu-ch.com www.smu-ch.com
FJARAN er óviðjafnanlegog heillar bæði börn ogfullorðna til leiks og fróð-leiks. Hún er kjörið efni
til notkunar í grunnskólum og
reyndar framhaldsskólum líka.
Kennarar fara gjarnan í fjöruna
með nemendum og þar er hægt að
fræða og einnig að tína jurtir, steina
eða fjörudýr, og rannsaka síðar í
skólastofunni. Einnig er snjallt að
taka ljósmyndir svo ekki þurfi að
raska neinu.
Námsgagnastofnun opnaði nýjan
námsvef í liðinni viku sem nefnist
Fjaran og hafið. Á vefnum er fjöl-
breyttur fróðleikur um lífverur sem
lifa í fjörum og hafinu. Þar er líka
mikið myndefni, teikningar, ljós-
myndir og myndbönd.
Núna má finna texta þar um
u.þ.b. 110 lífverur, ýmis veiðarfæri,
milli 40 og 50 myndbandsbúta, ljós-
myndir af stærstum hluta lífver-
anna auk skýringateikninga og
leikja.
Meginmarkmiðið með vefnum er
að kynna nemendum lífríki fjörunn-
ar og hafsins og nýta til þess kosti
margmiðlunar. Vefurinn er einkum
ætlaður grunnskólanemendum frá
5. bekk en hvernig hann er nýttur
veltur á efnistökum og áherslum í
kennslunni.
Fjaran og hafið er efni sem á að
henta vel bæði fyrir einstaklinga og
hópa í þemaverkefni af ýmsum toga,
jafnt sem grunnefni og ítarefni.
Efnið er unnið í samvinnu Náms-
gagnastofnunar og Hafrannsókna-
stofnunar.
Lífríki fjörunnar
Blaðamaður gekk í fjöruna á
vefnum og hófst ferðin í klettafjör-
unni sem helst er að finna þar sem
nokkurs brims gætir og þar sem
fjaran er fyrir opnu hafi. Þar er fjöl-
breytt líf bæði dýra og þörunga.
Brim og undirlag hefur líklega
langmest áhrif á hvers konar lífríki
er að finna í fjörunni. Þar sem brim
er mikið eru flestar lífverur fastar
við botninn en hreyfanlegar lífverur
geta þó þrifist þar í skjóli undir
þanginu. Eftir því sem brimið
minnkar eykst fjöldi hreyfanlegra
lífvera í fjörunni.
Á klettafjöruvefnum má fræðast
um þörunga, fugla, spendýr og önn-
ur dýr, þjóðsögur og jafnvel fara í
gagnvirka spurningaleiki.
Upplitaður þörungur
Hér er dæmi um þörung: „Sjóar-
kræða er rauðþörungur sem er 5 til
10 cm á hæð með greinum sem eru
um 0,4 til 0,8 cm á breidd. Hún vex
upp af skífulaga festu. Sjóarkræða
er óreglulega kvíslgreind og eru
greinarnar rennulaga. Þegar sjóar-
kræðan er fullvaxin eru separ á
greinunum og eru flestir þeirra inni
í rennunni. Greinarnar eru stinnar
og geta verið uppundnar eða hlykkj-
óttar. Sjóarkræða er dumbrauð,
svört eða rauðbrún á litinn. Ef hún
lendir í sterku sólarljósi getur hún
upplitast og orðið ljósrauð eða gul-
leit. Þar sem sjóarkræða vex mjög
þétt líkist hún samfelldri mosa-
þembu.“
Krían er algeng í klettafjörunni,
en hún er einn af þeim fuglum sem
geta sagt nafnið sitt og má heyra
hvernig hún segir það á vefnum. Þá
er hægt að fræðast um heimkynni
hennar, fæðu, æxlun, nýtingu og
fleira. Sama er að segja um lundann
og sendlinginn.
Spendýrið í fjörunni er útselur. Í
kaflanum um þjóðsögur kemur fram
að uppruna selsins megi rekja til
þess að Faraó Egyptalandskonung-
ur veitti Móse og gyðingum eftirför
yfir Rauðahafið og drukknaði þar
með öllu liði sínu. En sem kunnugt
er úr biblíunni urðu konungur og
allir liðsmenn hans að selum og því
eru beinin í selnum svo lík manns-
beinum.
Nökkvar eru lindýr
Önnur fjörudýr eru mörg eins og
t.d. nökkvi: „Nökkvar eru lindýr,
skyldir kuðungum og samlokum.
Þegar horft er ofan á nökkva sést að
þeir eru flatvaxnir og sporöskju-
laga. Flestar tegundir eru 0,5 til 4
cm á lengd en til eru tegundir sem
verða mun stærri. “
Blaðamaður lætur þessa snöggu
fjöruferð nægja en þetta er aðeins
brotabrot af því metnaðarfulla efni
sem er á þessum vef. Þar er einnig
fjallað um skjólgóða fjöru, grunn-
sævi, landgrunn, uppsjó, haf-
strauma og veður.
Einnig eru aðgengilegir listar yfir
allar þær lífverur sem fjallað er um
á þessum vef, kennsluhugmyndir,
myndbandalisti og margt fleira.
Námsgagnastofnun/ Fjölbreyttur fróðleikur um lífverur sem lifa í
fjörum og hafinu er kominn á Netið. Gunnar Hersveinn gekk í fjöruna og
skoðaði þörunga, dýr og fugla og notaði gagnvirkt efni ætlað nemendum.
Fjaran og hafið á vefnum
Morgunblaðið/Jim Smart
Fylgst með opnun fjöru og hafs á vef, fyrir hönd Námgagnastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar: Karl Gunn-
arsson, Tryggvi Jakobsson, Ármann Kr. Ólafsson og Jóhann Sigurjónsson.
Framúrskarandi vefur um
fjöruna og hafið opnaður
Fræðsluefni um margvísleg dýr og
fugla er t.d. að finna á þessum vef
LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN á Hvanneyri hefur
gengið í Samband evrópskra skóla í landslags-
arkitektúr (ECLAS = European Council of Landscape
Architecture Schools).
Markmið sambandsins er að efla samvinnu milli
menntastofnana í Evrópu þar sem landslagsarkitektúr
í viðtækum skilningi er kenndur, efla umræðu, stuðla
að aukinni samvinnu í kennslu og rannsóknum og ná
utan um sérþekkingu innan Evrópu eins og kostur er.
Stjórnendur LBH líta á það sem mikinn styrk að geta
tekið þátt í þessu samstarfi. Þannig er hægt að fylgjast
með faglegri umræðu innan Evrópu auk þess sem önn-
ur Evrópulönd vita af náminu á Íslandi.
Einnig hefur verið ákveðið að LBH taki þátt í
Evrópuverkefninu LE:NOTRE sem styður samvinnu
evrópskra háskólamanna til að móta starfssvið
landslagsarkitekta á 21. öld. Þetta er í fyrsta skipti sem
EU fjármagnar slíkt verkefni, en það er til þriggja ára,
frá október 2002 til 2005, og nær til um 80 háskóla í 30
Evrópulöndum. Verkefnið er fjármagnað af EU í
gegnum Erasmus/Sókrates-áætlanirnar og
heildarkostnaður er áætlaður 1.125.000 evrur.
Verkefnið ber nafn Frakkans André Le Notre, en
hann mótaði garðinn í Versölum. Á sínum tíma stóð
hann fyrir nýsköpun í hönnun og útfærslu ásamt nýrri
tækni og tengingu þekkingar ýmissa fagsviða. Í þessu
nýja verkefni stendur LE: NOTRE fyrir „Landscape
Education: New Opportunities for Teaching and Re-
search in Europe“ sem leggja má út á íslensku sem
„Menntun í landslagsfræðum: Ný tækifæri í kennslu og
rannsóknum í Evrópu“.
Á þriggja ára skeiði verkefnisins er markmiðið að
taka stórt skref fram á við hvað varðar gæði og umfang
samskipta í evrópskri háskólakennslu og rannsóknum í
málaflokkum er varða landslag.
Landslags-
arkitektúr
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
Kyn: Karl
Aldur: 15 ára
Spurning: Þarf maður endi-
lega að taka stúdentspróf fyrir
kerfisfræðinám?
Svar: Oft er kerfisfræðinám á
háskólastigi en þó er það ekki
einhlítt. Stúdentspróf er oftast
skilyrði fyrir inngöngu í há-
skólanám. Ekki krefjast þó allar
námsleiðir stúdentsprófs, sbr.
uppbyggingu iðnnáms.
Á Íslandi er kerfisfræði kennd
við tölvunarfræðideild Háskól-
ans í Reykjavík. Hún er skipu-
lögð sem fjögurra anna nám og
hægt að útskrifast að því námi
loknu. Einnig er hægt að bæta
við sig þriðja árinu og útskrifast
með BS-próf í tölvunarfræðum.
Inntökuskilyrði í HR er að um-
sækjandi hafi lokið stúdents-
prófi eða sambærilegu prófi.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
býður upp á nám í kerfisfræði.
Er það ætlað þeim sem sjá um
rekstur og viðhald upplýs-
ingakerfa hjá litlum og með-
alstórum fyrirtækjum. Námið er
skipulagt sem 420 kennslu-
stunda námskeið. Á vefsetri TV
kemur m.a. fram um inntöku-
skilyrði að gert sé „ráð fyrir
góðri almennri tölvuþekkingu,
ásamt góðri enskukunnáttu.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
áskilur sér rétt til að forprófa
(inntökupróf) þátttakendur sé
þess þörf“ (sótt 27.2. 2003).
Í náms- og starfsvali er mik-
ilvægt að geta leitað upplýsinga
um námsframboð og þekkja til
vinnumarkaðarins og starfa.
Slíkar upplýsingar er t.d. að
finna á Iðunni. Fróðlegt getur
verið að skoða starfslýsingar
sem m.a. eru aðgengilegar á
vefsetri Rannsóknaþjónustu
Háskóla Íslands. Þar kemur
m.a. fram að kerfisfræðingur
annast „skipulagningu tölvu-
verkefna, metur og greinir þarfir
fyrirtækja hvað varðar tölvuvæð-
ingu, hannar og forritar hug-
búnað og annast uppsetningu
og viðhald tölvukerfa“.
Á Vísindavef Háskóla Íslands
er að finna svar við spurning-
unni um hver sé munurinn á
starfi tölvunarfræðinga og kerf-
isfræðinga.
Leitið frekari upplýsinga um
kerfisfræði hjá ofangreindum
aðilum. Ræðið einnig við náms-
ráðgjafa um hvaða námsleiðir
vekja áhuga ykkar.
Nám og störf
TENGLAR
.......................................
www.ru.is/td
www.tv.is
www.vidskipti.hi.is/page/
JobsA#merki37
www.visindavefur.hi.is
Námsgaganastofnun og Hafrannsóknarstofnunin gerðu vefinn
Fjaran og hafið. Hér eru þau nefnd sem unnu að gerð hans.
Karl Gunnarsson skrifaði texta um veiðarfæri og lífverur aðra en
fugla, Þórir Haraldsson skrifaði um fugla og Stefanía Björnsdóttir
samdi spurningar. Ljósmyndir tóku Erlendur Guðmundsson, Jóhann
Óli Hilmarsson, Karl Gunnarsson, Matthías Bjarnason og Sigurgeir
Jónasson. Jón Baldur Hlíðberg er höfundur teikninga af lífverum en
Kári Gunnarsson teiknaði í leikina. Rétthafar myndbanda eru: Neð-
ansjávar ehf., Matthías Bjarnason og Kvik hf.
Útlitshönnun: Jóhann Heiðar Jónsson. Þjöppun myndefnis:
ONNO ehf. Forritun og vefgerð: Hildigunnur Halldórsdóttir og Rún-
ar Unnþórsson. Ritstjóri: Hafdís Finnbogadóttir.
http://www.namsgagnastofnun.is:8080/hafid/ er slóðin og er hún
öllum opin, skólum og einstaklingum. Kennarar geta nýtt sér vefinn
og sömuleiðis heimilin.
Um höfunda vefjarins
TENGLAR
.....................................................
http://www.namsgagnastofn-
un.is:8080/hafid/
guhe@mbl.is