Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 31
Þ
AÐ var með nokkurri
eftirvæntingu sem ég
fylgdist með fréttum
Ríkissjónvarpsins sl.
laugardagskvöld og
ekki að ástæðulausu. Fyrr um dag-
inn höfðu samningar um mestu
framkvæmdir Íslandssögunnar
verið undirritaðir á Reyðarfirði.
Kostnaður við byggingu þessara
mannvirkja er gríðarlegur, bæði
vegna Kárahnjúkavirkjunar og
einnig vegna byggingar álvers Al-
coa í Reyðarfirði. Þessar fram-
kvæmdir verða atvinnulífi lands-
manna gríðarleg lyftistöng og eiga
eftir að stuðla að aukinni hagsæld
og velmegun í landinu um fyr-
irsjáanlega framtíð. Austfirðingar
fá sinn langþráða skerf en þeir hafa
lengi beðið eftir átaki í atvinnu-
málum þar eystra.
Eins og flestir vita hafa deilur
staðið um þetta mikla átak í at-
vinnumálum landsmanna, þótt mik-
ill meirihluti sé þeim meðmæltur.
Eðlilegt er að svo viðamiklar fram-
kvæmdir séu umdeildar, ekki síst
þegar umhverfisáhrif fylgja þeim,
eins og í þessu tilviki. Fjölmiðlar,
og þá ekki síst Ríkissjónvarpið,
hafa gert hverskyns mótmælum og
gagnrýni ítarleg skil og hefur bæði
Austfirðingum og fleirum þótt
nokkuð á skorta að ýtrasta hlut-
leysis væri gætt í umfjöllun þessa
fjölmiðils um málið.
Við undirritun samninganna á
laugardaginn var orðið ljóst að
ákvörðun um hátt í 200 milljarða
króna framkvæmdir hafði verið
tekin. Mér hefði þótt eðlilegt að
Ríkissjónvarpið hefði sett upp sér-
staka fréttastofu fyrir austan til að
greina ítarlega frá þessum áfanga
og varið a.m.k. hálfum fréttatím-
anum í frásögn af atburðinum, birt
viðtöl við hlutaðeigandi, sýnt mynd-
ir af hátíðarhöldum sem fram fóru í
Fjarðabyggð o.s.frv.
Undrun mín var því mikil þegar
aðalfréttin um undirritun samninga
vegna mestu framkvæmda Íslands-
sögunnar var innan við tvær mín-
útur að lengd. Reyndar fylgdi viðtal
við bæjarstjóra Fjarðabyggðar
með í lok fréttatímans, en ekki var
eytt svo miklu sem einu orði á Val-
gerði Sverrisdóttur, iðnaðarráð-
herra, á þessum tímamótum, sem
þó hefur borið hitann og
þungann af málinu und-
anfarin misseri. Ekki
einu orði.
En áfram leið frétta-
tíminn. Um miðbik
fréttanna var ítarleg
frétt um meðafla upp-
sjávarveiðiskipa sem
veiða í flottroll. Ekki var
frekar en fyrri daginn
hirt um að leita viðbragða eða skýr-
inga útgerðarinnar eða sjómann-
anna sem þessar veiðar stunda. Í
aðalatriðum var um sömu frétt að
ræða og verið hafði í Ríkisútvarp-
inu klukkan sex þennan sama dag.
Fréttamaðurinn bætti reyndar
byggðakvóta inn í fréttina og
tengdi hann málinu með algerlega
óskiljanlegum hætti. Nefna má að
þessu máli höfðu áður verið gerð
skil í fréttum útvarpsins og í Auð-
lindinni, auk annarra fjölmiðla.
Látið var í það skína að útgerðin
væri með óhreint mjöl í pokahorn-
inu með því að segja að fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna hefði
„viðurkennt“ að uppsjávarveiði-
skipin hefðu fengið bolfisk við veið-
arnar. Ekki var reynt að afla upp-
lýsinga um það hvernig málið er
vaxið í raun. Staðreyndin er sú að
sl. haust urðum við varir við tilvik
þar sem síldveiðiskip fengu bæði
bolfisk og seiði í flottroll. Þegar
þessar fréttir bárust höfðum við
forgöngu um að málið yrði skoðað
með það í huga að koma í veg fyrir
að slíkir atburðir endurtækju sig.
Haldnir voru fundir með sjáv-
arútvegsráðuneytinu, Hafrann-
sóknastofnuninni og Fiskistofu og
óskað eftir úttekt á vandanum og
aðgerðum til að bregðast við. Í
framhaldinu hefur verið gripið til
svæðalokana o.fl. til þess að draga
eftir föngum úr hættunni á með-
afla. Í byrjun febrúar var málið
rætt í stjórn LÍÚ og í framhaldi af
þeim fundi óskaði LÍÚ eftir því
bréflega að meðafli við þessar veið-
ar yrði athugaður, hvernig við
mætti bregðast og um reglur um
meðferð meðafla gagnvart afla-
marki. Stefna LÍÚ er skýr hvað
það varðar. Meðafla á að telja til
kvóta. Það er því afar ósanngjarnt
þegar reynt er að gefa í skyn að
samtök útvegsmanna hafi reynt að
komast hjá því að taka á málinu.
Það var ekki neitt að viðurkenna,
samtökin sjálf höfðu frumkvæði að
því að taka málið upp.
Það er þekkt að á einstaka svæð-
um getur hætta á meðafla verið fyr-
ir hendi. Það er þó breytilegt eftir
árum. Flestir skipstjórar gera sér
grein fyrir hættunni og ef vart
verður við meðafla flytja þeir sig á
önnur mið.
Í þessum tveimur tilvikum er
fréttamat og meðferð Ríkissjón-
varpsins á málefnunum afar um-
deilanlegt. Ég tel að fagmennska
hafi ekki ráðið ríkjum í mati á gildi
áðurnefndra frétta og að á þessum
fjölmiðli ríki neikvæð viðhorf í garð
atvinnulífsins.
Neikvæð viðhorf í
garð atvinnulífsins
Eftir Þorstein Má
Baldvinsson
Höfundur er forstjóri Samherja.
’ Ég tel að fagmennskahafi ekki ráðið ríkjum í mati
á gildi áðurnefndra frétta og
að á þessum fjölmiðli ríki
neikvæð viðhorf í garð at-
vinnulífsins. ‘
na, þ.e.
esti mæli-
.
m 2–3%
sem hann
um tekju-
æru fjár-
r þar sem
milli ára
f saman-
a. Ef ein-
kjur nemi
abilinu að
nig skatt-
nu 1995 er
tíu hópa
m 10 pró-
tekjurnar
r hæstar
ar hvaða
attalögum
uhóp. Að-
di ekki að
itt komið
eins og
afi haldið
t væri að
litla eða
sem er at-
flu er hve
sem eru
sti hlutinn
þessarar
t að allir
gði Geir.
kun virð-
1993–94
stu tekju-
þeir sem
af sínum
ynjar. Það
er hægt að fara einhverjar slíkar
leiðir,“ bætti hann við.
Skatttekjur hins opinbera
óvíða lægri en á Íslandi
Geir sagði að skatttekjur hins
opinbera, þ.e. bæði ríkis og sveitar-
félaga, væru lægri hér á landi en í
flestum öðrum Evrópulöndum.
Þetta ætti við hvort sem miðað
væri við árið 2001 eða 2002. Full-
yrðingar um að skattbyrðin hafi
aukist meira hér á landi en í flest-
um öðrum OECD-ríkjum segi
þannig ekki nema hálfa söguna.
Aðspurður sagðist Geir efa að
það gæti verið rétt sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, talsmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði í ræðu sinni í
Kópavogi á mánudag að skattbyrði
hefði hvergi aukist jafnmikið og
hér á landi hjá OECD-ríkjunum frá
árinu 1995.
„Ef það er rétt þá er það áreið-
anlega vegna þess að efnahagsupp-
sveiflan hérna var tvisvar til þrisv-
ar sinnum meiri en hún var annars
staðar. Það er ekkert athugavert
við það, finnst mér, að tekjur hins
opinbera, ríkis og sveitarfélaga,
hækki við svoleiðis aðstæður. Er-
um við ekki bara fegin því að fá ein-
hverja peninga til að standa undir
allri samneyslunni sem við gerum
svo hinn daginn kröfu um? Ég held
að það sé ágætt. Meginatriðið er að
við ofgerum ekki skattstofnunum
og leiðum fólk ekki út í undanskot
og þess háttar,“ sagði Geir.
Aðspurður hvort ekki væri kom-
inn tími til að lækka skatta þar sem
tekjur fólks hafi aukist mikið á
undanförnum árum sagði Geir að
það hafi ríkisstjórnin einmitt gert.
„Það sem er þá einmitt framundan,
ef það gengur vel með efnahags-
málin að öðru leyti, er bara að
halda því áfram. Þá getur ágrein-
ingur manna snúist um það hvar
eigi að bera niður við að lækka
skatta en ekki hvort eigi að gera
það. [...] Það er enginn sérstök
ástæða til þess að ríkissjóður sé
rekinn með bullandi afgangi eftir
að hann er búinn að koma sér vel
fyrir hvað varðar skuldir jafnt sem
skuldbindingar,“ sagði Geir.
Hækkun persónuafsláttar
ómarkviss aðgerð
Aðspurður hvaða leið Sjálfstæð-
isflokkurinn vilji fara til að lækka
skatta sagði hann að það yrði kynnt
síðar. Hann sagði hækkun persónu-
afsláttar ómarkvissa aðgerð ef til-
gangurinn væri að bæta kjör þeirra
sem lægstar tekjur hafi. „Í fyrsta
lagi gerir slík aðgerð ekkert fyrir
þá sem eru undir skattleysismörk-
um. Í öðru lagi þá fer hún upp allan
tekjuskalann og hjálpar jafn mikið
þeim sem eru með 1,5 milljónir
króna á mánuði og þeim sem eru
með 70.000 krónur,“ sagði Geir.
Sagði hann skynsamlegra að
lækka skatthlutfallið „líka vegna
þess að þá minnka jaðaráhrifin. Þá
minnka þau neikvæðu áhrif sem
jaðarskatturinn hefur á vinnufram-
boðið á vinnumarkaði. Við erum að
horfa fram á það á næstu árum að
hér verður mikil eftirspurn eftir
vinnuafli og þá eigum við að búa
okkar skattkerfi þannig úr garði að
það hvetji fólk frekar til að vinna en
letji,“ sagði Geir.
„skattalækkun vera skattalækkun“
skattbyrði
meiri tekjur
2
!!"#$%%&
45 6 $
,$+
!
#
$
%
&
'
$
(
!
)
*
+
)
8%%8
<==>
$
$8 <?/8///
008@=A
) <?/8///
.>8>B0
) /
CB8.<<
) /
C=B8>0.
)
8%%8
<==>
$
$8 AA/8///
<A>8B/>
)
AA/8///
<.?8<B?
*2
) /
C<=8?<=
2
) /
C.0>8A.B
2
)
( ) '()
*
$%%
#
+
,
,
/
00
$%%
<A/
<0>
<0/
<.>
<./
<<>
<</
</>
<//
=>
=/
? D=@ D=B D== D// D/< D/.
% (
A/
0>
0/
.>
./
<>
</
>
/
6>
%&+ ) ,!
%&+ - !.
+,, ,,0!1 ', &, ! - 0
A/
0>
0/
.>
./
<>
</
>
/
9!:" &,</2
ÞAÐ er mikill misskilningur hjá
Ólafi Sigurgeirssyni hrl. að mál-
flutningi mínum og Framboðs
óháðra í Suðurkjördæmi í þjóð-
lendumálum sé beint gegn ein-
hverjum hagsmunahópum í þágu
annarra aðila eins og hann heldur
fram í Mbl. 18. þ.m.
Framboð óháðra í Suður-
kjördæmi er fyrst og fremst að
leggja áherslu á að vernd eign-
arréttar þegnanna er grundvall-
aratriði í íslenskum rétti enda
stjórnarskrárbundin réttindi allra
þegna landsins.
Skilgreining afnotaréttar
Þjóðlendulögin í sjálfu sér verða
ekki skýrð sem brot gegn eigna-
rétti og þarmeð stjórnarskrá held-
ur sú kröfugerð og aðför sem gerð
er að þinglýstum eignarrétti
bænda og annarra jarðeigenda af
hálfu fjármálaráðherra bæði fyrir
Óbyggðanefnd og nú fyrir Héraðs-
dómi Suðurlands.
Tilgangur með setningu þjóð-
lendulaga var fyrst og fremst að
skilgreina betur eignar- og afnota-
rétt að afréttum og almenningi á
hálendi landsins og jafnframt að
draga efstu mörk eignarjarða
gagnvart „hálendislínum“. Þetta
er auðlesið af nákvæmri og vand-
lega unninni greinargerð sem
fylgdi með lagafrumvarpinu.
Ef Ólafur Sigurgeirsson heldur
að löggjafinn hafi ætlað að taka á
hagsmunum einhverra sérstakra
þjóðfélagshópa með setningu þess-
ar ákveðnu laga er það mistúlkun
og háalvarlegt ef hann flytur þjóð-
lendumál fyrir dómstólum f.h.
fjármálaráðherra með því hug-
arfari.
Gagnrýni Framboðs óháðra í
Suðurkjördæmi er spegilmynd af
þeim sjónarmiðum sem mæta mér
um allt land frá fólki sem getur
með engu móti skilið að þeir rík-
isstjórnarflokkar sem nú sitja við
völd skuli efna til illdeilna við
bændur hringinn í kringum landið
með lögfræðingum fjármálaráðu-
neytisins að reyna að hafa af þeim
þinglýstan eignarrétt á bújörðum.
Nú er nóg komið
Óbyggðanefnd hefur nú fellt
einn úrskurð um þjóðlendulínur í
Árnessýslu. Niðurstaða þess úr-
skurðar er sú í meginlínum að
Óbyggðanefndin byggir á meira
en aldargömlum þinglýstum
eignarétti bændanna. Nefndin hef-
ur fyrst og fremst sett þjóðlendu-
mörk milli efstu marka jarða í
sýslunni og afrétta og almenninga
á hálendinu. Þetta er í samræmi
við tilgang þjóðlendulaga og gert í
ágætri sátt við bændur víðast
hvar.
Þess vegna er nóg komið – að
áfrýja þessum úrskurði til dóm-
stóla með ýtrustu kröfum er ítrek-
un á yfirgangi ríkisins inn á þing-
lýstar eignarjarðir bænda.
Ef lögfræðingar fjármálaráðu-
neytisins komast upp með að
ganga með þessum hætti á stjórn-
arskrárvarinn eignarrétt bænda
að bújörðum þá er eitthvað meira
en lítið að í íslenskum stjórn-
málum og embættisfærslu
Gildandi lagareglur og venjur
tryggja frjálsa umferð útivist-
arfólks og ferðamanna um hálendi
landsins, afrétti og almenninga og
þau svæði önnur sem áhugaverð
kunna að þykja í þeim tilgangi
Og lögmanni fjármálaráðuneyt-
isins og Skotveiðifélagsins til
huggunar nær þessi umferð-
arréttur einnig til skotveiðimanna
en undirritaður telst vera einn úr
þeirra hópi.
Þjóðlendulög
og túlkun þeirra
Eftir Kristján
Pálsson
„Þess vegna er nóg komið – að áfrýja
þessum úrskurði til dómstóla með
ýtrustu kröfum er ítrekun á yfirgangi
ríkisins inn á þinglýstar eignarjarðir
bænda.“
Höfundur er alþingismaður og
skipar 1. sæti Framboðs óháðra
í Suðurkjördæmi.