Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 35
UMRÆÐAN
34 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
K
æri Tony,
Mig langaði til að
skrifa þér lítið bréf,
svona af því að í gær
leit allt út fyrir að
þið George mynduð gefa skipun
um að árásin á Írak skyldi hafin í
nótt sem leið.
Mig langaði til að skrifa þér,
Tony, því að þú hefur verið eitt-
hvað svo grár og gugginn þessa
síðustu dagana. Taldi að þú þyrftir
kannski á uppörvun að halda. Ég
veit að vísu ekki hvort má túlka
þetta bréf mitt sem uppörvun; en
þú mátt allavega vita að fjöldi fólks
ber til þín traust og hefur á þér
trú, hvað sem líður vandræðum
þínum í þinginu sl. þriðjudag.
Það sér auðvitað hver maður að
atburðir lið-
inna vikna
hafa tekið á
þig. Skyldi
engan undra,
það hefur jú
verið sótt að
þér úr öllum áttum og auk þess
getur það varla verið létt verk að
fyrirskipa hernaðaraðgerðir, sem
vitað er að gætu kostað þúsundir
manna lífið.
Slíka ákvörðun tekur enginn
maður með bros á vör, allra síst
maður með jafnsterka siðferð-
iskennd og þú.
Ég segi nú bara; megi guð lofa
að allt fari á besta veg, úr því sem
komið er. Megi ykkur takast að
ljúka þessu stríði á sem fæstum
dögum og að mannfall verði eins
lítið og kostur er.
Gættu þó að því, að með þessu
er ég ekki að segja að ég sé sam-
mála ákvörðunum þínum. Ég er
raunar sammála mörgu því sem
Robin Cook, samstarfsmaður þinn
til margra ára, sagði í þinginu á
mánudagskvöld, þegar hann til-
kynnti afsögn sína úr ríkisstjórn
þinni. Ég einfaldlega hef miklar
efasemdir um þetta stríð. Sá á hins
vegar kvölina sem á völina, og ég
er sannarlega feginn að vera ekki í
þínum sporum, Tony minn.
Eftir stendur hins vegar að ég
ber virðingu fyrir þér og dóm-
greind þinni. Þú hefur sýnt á þeim
sex árum sem eru liðin síðan þú
settist í stól forsætisráðherra að
þú ert vel meinandi maður – ein-
hvern veginn efast maður aldrei
um að þinn „móralski kompás“ sé á
réttum stað. Það er huggun harmi
gegn að þú sért einn foringjanna í
þessu stríði; eins gott að einhver sé
til staðar til að halda aftur af og
hafa vit fyrir stóra séffanum, hon-
um George.
Tony, þú komst sem ferskur
andblær eftir stöðnunina sem ein-
kenndi síðustu valdaár íhalds-
manna. Fáir hafa gert meira til að
ná samkomulagi milli stríðandi
fylkinga á Norður-Írlandi en þú.
Aðgerðirnar sem þú fyrirskipaðir
ásamt Bill, hinum bandaríska, í
Kosovo voru umdeilanlegri, en þú
mátt vita að ég er meðal þeirra
sem tel þig þar hafa breytt rétt við
erfiðar kringumstæður.
Það breytir þó ekki því að eng-
inn hugsandi maður stendur við
hliðarlínuna og fagnar því er ráða-
menn valdamestu ríkja heims
ákveða að efna til stríðs. Þetta veit
ég að þú skilur. Þú hefur líka borið
tilhlýðilega virðingu fyrir þeim
sem eru ósammála stefnu þinni;
sannarlega er ekki hægt að gagn-
rýna þig fyrir að hafa ekki rætt
málið við þjóð þína og fyrir að hafa
ekki reynt að sannfæra hana um
nauðsyn hernaðaríhlutunar. Þú
hefur að vísu kosið að taka kúrs í
andstöðu við afstöðu meginþorra
almennings, en um það snýst víst
forysta í stjórnmálum; að þora að
leiða, í stað þess að elta. Vona bara
að þú hafir rétt fyrir þér.
Því miður er ekki hægt að segja
það sama um ráðamenn í mínu eig-
in landi og um þig; ákvörðun þeirra
um stuðning við áform Bandaríkj-
anna datt af himnum ofan sl.
þriðjudag. Hversu réttmæt sem
afstaða þeirra er þá hefðu þeir
gjarnan mátt eiga meiri díalóg við
þjóð sína um þessi mál.
En ég ætlaði ekki að tala við þig
um Davíð og Halldór. Ég ætlaði að
segja þér að ég trúi því sannarlega
að þú teljir þig vera að gera hið
eina rétta í þeirri stöðu sem nú er
komin upp. Ég þarf ekki að vera
sammála þér, en ég ber allavega
virðingu fyrir því að fyrir þessu
hefur þú sannfæringu.
Að þú hafir hag allra íbúa heims-
ins þrátt fyrir allt í fyrirrúmi.
Hið sama get ég ekki sagt um
vin þinn, hann George. Mér finnst
George alls ekki hafa farið fram í
Íraksmálunum – eða öðrum mál-
um – með þeim hætti að maður
geti borið til hans mikið traust.
Eiginlega er ég stundum bara svo-
lítið hræddur við George. Ég veit
það á við um fleiri.
Ég þarf ekki að segja þér, þú
veist það eins vel og ég, að það er
djúpt á vantraustinu sem fjöldi
fólks ber til George. Sjálfsagt ertu
sammála mér um að það eitt, að
stór hluti íbúa heimsins treystir
ekki forseta valdamesta ríkis
heimsins, er slæmt. Einkum og sér
í lagi þegar hann er nýbúinn að til-
kynna um stríð eins og það sem nú
er að hefjast. Slíkur maður verður
að njóta trausts.
Ég skil auðvitað að árásin 11.
september 2001 sitji enn í Banda-
ríkjamönnum. En sjálfum finnst
mér eins og þeir búi til rök til að ná
fyrirfram ákveðinni niðurstöðu.
Þeir hafa til dæmis – til að réttlæta
aðgerðir gegn Írak – reynt að
tengja saman Írak og al-Qaeda,
samtökin sem stóðu fyrir árás-
unum 11. september, en ekki verið
sannfærandi í þeim málflutningi.
Ég heyrði Robin Cook líka lýsa
þeirri skoðun að þú hefðir aldrei
þurft að lenda í þeirri stöðu sem þú
ert nú, að þurfa að senda unga,
breska menn í stríð, ef Al Gore
hefði verið dæmdur sigur í forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum
haustið 2000. Að við værum ekki á
leið í stríð ef Bush hefði ekki orðið
forseti.
En skítt með Al Gore, ef aðeins
þú, kæri Tony, værir leiðtogi hins
frjálsa heims, en ekki George!
Nema hvað. Allt framansagt
ætti auðvitað að skýra hvers vegna
fólk eins og ég leggur allt sitt
traust á þig, minn kæri Tony. Þú
verður að hafa hemil á George, þú
verður að tryggja að þetta fari
ekki allt til fjandans. Ábyrgð þín er
mikil. Ég vona að þú standir undir
henni.
Ég treysti
á þig, Tony
Það er huggun harmi gegn að þú sért
einn foringjanna í þessu stríði; eins gott
að einhver sé til staðar til að halda aft-
ur af og hafa vit fyrir stóra séffanum,
honum George.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
ÞAÐ dylst víst engum hve staða
Íslands í umheiminum hefur gjör-
breyst á einum áratug eða svo. Al-
þjóðavæðingin er á hvers manns
vör og hún snertir alla þætti þjóð-
lífsins. Þar vega þó mest viðskiptin,
efnahagsleg undirstaða þjóðfélags
sem flytur meira út af framleiðslu
sinni en flestar aðrar þjóðir. Þátt-
taka okkar í alþjóðavæðingunni í
efnahagslegu tilliti hefur tekist vel
vegna þess að það fór saman, að
EES-samningurinn kom til fram-
kvæmda og mörkuð var alhliða
heillavænleg stefna í efnahagsmál-
um. Pólitískur og efnahagslegur
stöðugleiki voru forsenda aðgerða,
sem hafa leyst þjóðfélagslegan
kraft úr læðingi í opnu alþjóðlegu
umhverfi með þátttöku í frjálsum
innri markaði ESB að undirstöðu.
Að mörgu hefur þurft að gæta á
skömmum tíma og hér skal vikið að
miklum breytingum og þróun utan-
ríkisþjónustunnar í ráðherratíð
Halldórs Ásgrímssonar sl. tvö kjör-
tímabil. Tilefni skrifa minna eru
ósanngjörn ummæli um uppbygg-
inguna og störfin í utanríkisþjón-
ustunni, sem stundum heyrast. Má
þar taka sem dæmi orð sem féllu í
sjónvarpsþætti í sl. viku hjá þeim
Guðmundi G. Þórarinssyni, verk-
fræðingi og fyrrv. alþingismanni,
og Jóni Magnússyni, lögmanni. Þó
senn fari að fjúka yfir spor mín á
þeim vettvangi, stendur utanríkis-
þjónustan mér nærri og því fer
fjarri að ég vilji að ósanngjarnri
gagnrýni í garð ráðuneytisins eða
ráðherrans sé látið ósvarað. Guð-
mund hef ég þekkt lengi og á ekki
von á að deila við hann um augljós
hagsmunamál. Jón, sem ég þekki
ekki, hef ég heyrt manna best út-
skýra í sjónvarpi að landslög hafi
breyst alfarið til mesta batnaðar
við innleiðingu allra EES-gjörninga
fjórfrelsisins. Ég hefði því haldið,
að lögmaðurinn fagnaði því líka að
kollegar mínir á sendiráðinu í
Brussel og ráðuneytið og þá ekki
síður fulltrúar annarra ráðuneyta
og ríkisstofnana hafa í EES-málinu
lyft grettistaki í þjóðarhag. Þetta
langstærsta sendiráð okkar er að
sjálfsögðu kostnaðarsamt og vona
ég að menn sjái að þar er fé vel
varið.
Þegar Halldór Ásgrímsson tók
við þessu ráðherrastarfi fyrir átta
árum, erfði hann þær vanrækslu-
syndir að frá þeim tíma að ég kom í
utanríkisþjónustuna, einum þrjátíu
árum áður, höfðu verið opnaðar
sendiskrifstofur í lágmarki við al-
þjóðastofnanir og eitt sendiráð, þ.e.
í Kína. Það er fyrir það að þakka
að nú eru allar fastanefndirnar við
alþjóðastofnanirnar mannaðar með
tilliti til þess að nýta aðild Íslands
og gæta hagsmuna okkar. Horft er
fram á við um að vinna að setu
okkar í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Og auðvitað þurfti að
bæta við nýjum sendiráðum. Japan
er í efnahagslegu tilliti annað
stærsta land heims og stórmark-
aður fyrir okkur. Tókýó er mjög
dýr borg, ef ekki sú aldýrasta. Var
það röng ákvörðun frá sjónarmiði
hagkvæmni að bíta í það súra epli
og kaupa þetta fokdýra sendiráð í
stað þess að borga himinháa húsa-
leigu? Það má þá alltaf selja fast-
eignina og taka hinn kostinn. Og
ætla að umræddur 300 fm móttöku-
salur á nýja sendiráðinu í Berlín
verði ekki kærkomin aðstaða til að
kynna útflutning, ferðaþjónustu og
íslenska list. Ég vona bara að
þarna verði góður flygill. Án þess
að gera úttekt á þeim málum öllum
vil ég fullvissa fólk um, að það er
líka rétt hagsmunagæsla að vera
með virka sendiráðsstarfsemi í
Helsinki og Ottawa, svo dæmi séu
nefnd. Það er einfaldlega í fleiri
horn að líta og við því var brugðist.
Það getur verið að ég hafi mis-
skilið eitthvað í umræddri sjón-
varpsumræðu, en ég held þó, að því
hafi verið haldið fram, að þessi um-
svif okkar gætu sem mest farið
fram í tölvupóstsamskiptum. Mitt
hugmyndaflug nær ekki til þess að
skilja hvernig slíkar sendingar frá
óþekktu fólki ættu að ná til við-
bragða réttra aðila og hafni ekki í
einhverri bréfakörfu. Hitt er svo
annað og meira mál, að íslenska ut-
anríkisþjónustan stenst trúlega
mæta vel allan samanburð í sam-
bærilegri notkun tölvutækninnar,
þ.m.t. í svokölluðum bréflausum
samskiptum með gríðarlegri mið-
lægri skjalavistun, fjarfundatækni
og heimasíðurekstri. Varðandi það
síðastnefnda verður það þá að fá að
flakka með, að þegar við hófum þá
starfsemi í Washington og skrá-
settum iceland.org voru þá aðeins
eitt eða tvö önnur sendiráð þar
með heimasíður, sem eru ótrúlega
öflugur upplýsingagjafi.
Breytingar og stækkun utanrík-
isþjónustunnar hefur verið með
þeim hætti að þessi störf eru með
ólíkindum afkastameiri og skilvirk-
ari en fyrr. En þó þetta kosti í
heild vissulega mikið fé, og þá sér-
staklega þegar um dýrar fjárfest-
ingar er að ræða, er kostnaðurinn
við utanríkisþjónustuna þó ekki
umfram það 1% af heildarútgjöld-
um á fjárlögum, sem mig minnir að
verið hafi fyrr í tíðinni. Þá má
væntanlega segja að utanríkisþjón-
ustan fylgi eðlilega í vexti þjóð-
félagsins.
Halldór Ásgrímsson hefur gegnt
starfi utanríkisráðherra lengur en
nokkur starfsbræðra hans í Evrópu
eða Norður-Ameríku og staðið
dyggilega vörð um hagsmunamál
Íslands. Á hans vakt hefur utanrík-
isþjónustan verið í góðum höndum
með að geta svarað kalli nýs tíma.
Utanríkisþjónustan
á breyttum tímum
Eftir Einar
Benediktsson
„Breytingar
og stækkun
utanríkis-
þjónust-
unnar hefur
verið með þeim hætti
að þessi störf eru með
ólíkindum afkastameiri
og skilvirkari en fyrr.“
Höfundur er fv. sendiherra.
NÚ stendur yfir undirskrifta-
söfnun gegn lögleiðingu fíkniefna,
hið þarfasta framtak sem vonandi
nær til tugþúsunda í landi okkar
þar sem viti borið fólk lætur í ljós
ótvíræðan vilja sinn til að sporna
við þeim ókjörum. Raunar spyr
maður sig að því, hvort hennar sé
virkilega þörf, hvort heilbrigð
skynsemi og heilbrigð lífssýn geti
verið svo á flæðiskeri stödd hjá
einhverjum, að þeim detti slík lög-
leiðing í hug, en svarið því miður
það, að ótrúlega margir virðast
ganga með öll skilningarvit harð-
frosin gagnvart afleiðingunum.
Einfeldningsleg rökin um ofsa-
gróða fíkniefnasala og að betra sé
að hafa þetta uppi á borðinu og í
dagsljósinu og því eigi undan að
láta eru svo fráleit, að maður
freistast stundum til að halda að
annarlegir hagsmunir séu að baki.
Ef við yfirfærum þetta á annað
með sömu fráleitu fullyrðingunum
þá ættu auðvitað engar lagatak-
markanir að vera til, engar haml-
andi aðgerðir gegn hvers konar af-
brotum s.s. ölvunarakstri og raun-
ar sjálfsagt að hafa bara engin lög
í landi sem takmarka „athafna-
frelsi“ fólks.
Sú undraröksemd er notuð enn
einu sinni og er svo sem alþekkt í
svo mörgum málum, að af því að
eitthvað er vandamál og enginn
neitar því og af því að of margir
lenda í skelfilegum málum út af
brotum á löggjöfinni að ógleymdri
sjálfri neyzlunni, þá sé bara bezt
að gefa öllu lausan tauminn og láta
undan vandamálunum í stað þess
að snúast gegn þeim og freista
þess að vinna bug á þeim.
Málið er aðeins það að tilslökun-
in, „frelsið“, leiðir aðeins af sér
margföldun vandamálanna og um
slíkt eru ótalin dæmi eða þykir
mönnum ekki sem vandinn sé nógu
stór eða hvað?
Hamlandi aðgerðir, vandað laga-
umhverfi eru nefnilega helzt til
halds þegar snúast þarf gegn
vanda sem þeim, er af fíkniefn-
unum stafar og vissulega er nú
þegar ægilegur.
Það var t.d. athyglisvert í vand-
aðri alþjóðlegri rannsókn sem ný-
lega var birt um fjölda þeirra sem
falla í valinn árlega af völdum
vímuefna, þar sem tóbakið er mik-
ilvirkast örlagavalda, en áfengið
fylgir í humáttina, að þar kemur
fram sú athyglisverða staðreynd
að hamlandi aðgerðir m.a. varð-
andi aðgengi hafi meiri áhrif til
góðs en fræðslu- og forvarnarstarf
og er þó engan veginn gjört lítið
úr því.
Ekki síður mundi þetta eiga við
um hin ólöglegu fíkniefni enda
væri löggjafinn með lögleiðingu
þeirra að lýsa því yfir að neyzla
þeirra væri sjálfsögð og beina
þeim skilaboðum alveg sér í lagi til
unga fólksins sem enn er þá á mót-
unarskeiði að fyllsta velþóknun
löggjafans fylgi þar með.
Bindindissamtökin IOGT lýsa
yfir fullum og óskoruðum stuðn-
ingi við þessa þörfu undirskrifta-
söfnun og skora á almenning að
sýna óþurftaröflunum vilja þjóð-
arinnar í þessum efnum.
Látið eindreginn vilja í ljós með
undirskrift ykkar og stuðlið þann-
ig að skilaboðum til þeirra sem
ráða að láta í engu að vilja þeirra
sem hyggjast beina æskunni á
braut fíkniefna, því bak við fag-
urgala „frelsis“hjals þeirra býr
fláttskapurinn einn.
Látið vilja
ykkar í ljós
Eftir Helga
Seljan
„Látið ein-
dreginn vilja
í ljós með
undirskrift
ykkar.“
Höfundur situr í stjórn IOGT
á Íslandi.