Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 36
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 35
FASTEIGNASALAN GIMLI – GRENSÁSVEGI 13
SÍMI 570 4800 • FAX 570 4810
TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR
ÁRNI STEFÁNSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
GIMLI GIMLI
SÉRHÆÐIR
SILUNGAKVÍSL- SÉRHÆÐ Í TVÍ-
BÝLI Vorum að fá í sölu gullfallega 153,6
fm efri sérhæð í tvíbýli með aukarými í
kjallara (stórt svefnherb., baðherb. og
þvottahús í kjallara) og 31 fm bílskúr. Stofa
og borðstofa, arinn í stofu. Sérlega rúm-
góð svefnherbergi. Upptekin loft. Glæsilegt
útsýni. Áhv. húsbr. og byggsj. 4,2 millj.
Verð 20,3 millj.
4RA HERBERGJA
GALTALIND - LAUS STRAX Vorum
að fá í einkasölu 4ra herb. alls 106,9 fm
endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Tvennar
svalir. Fallegt útsýni. Lyklar á Gimli. Áhv. 5
millj. húsbr. Verð 14,9 millj.
ÞINGHÓLSBRAUT - KÓPAV. Nýtt á
skrá. Vel skipulögð 63 fm risíbúð í tvíbýli á
þessum eftirsótta stað. Þrjú svefnherbergi
og stofa. Búið er að endurn. ofna og ofna-
lagnir ásamt rafmagnstöflu. Kubbaparket
og flísar á gólfi. Verð 9,9 millj. Áhv. 6,5 millj.
STÓRARGERÐI - LAUS STRAX
Nýtt á skrá. Falleg og mikið endurnýjuð 106
fm 4ra herb. endaíbúð með glæsilegu út-
sýni. Þrjú rúmgóð svefnherbergi og stór
stofa. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf.
Falleg innrétting í eldhúsi og parket á öll-
um gólfum nema eldh. Búið er að endurn.
járn á þaki ásamt gler í íbúð. Verð 13,1
millj. Áhv. 4,5 millj. LYKLAR Á GIMLI.
3JA HERB.
NJÖRVASUND + BÍLSKÚR
LAUS STRAX Nýtt á skrá. 89 fm íbúð
með sérinngangi auk 28 fm bílskúrs. Innan
íbúðar eru 3 svefnherbergi og stofa. Búið
er að endurn. ofnalagnir, járn á þaki. 10
ára gamalt. Verð 11,6 millj.
KLAPPARSTÍGUR - LYFTUHÚS-
NÆÐI Sérlega falleg og rúmgóð 3ja herb.
íbúð á 3. h. í lyftuhúsnæði. Á gólfum eru fal-
legar steinflísar og parket. Í heild sérlega
falleg og rúmgóð íb. í húsi byggðu 1992.
Húsvörður sér um allt daglegt viðhald á
húsinu. Verð 16,8 millj. Áhv. 10,0 millj.
KAUPENDALISTI GIMLI
Höfum verið beðnir að útvega ákveðnum kaupendum eignir í eftirtöldum hverfum:
Einbýli á Reykjavíkursvæðinu allt að kr. 35 millj. Vantar 2ja íbúða hús á stór-Reykja-
víkursvæðinu. Verð allt 30,0 millj. Sérbýli í Kópavogi eða Garðabæ allt að kr. 25-30
millj., sérhæð, par/raðh. eða einb. Lágmark 110 fm í vesturbæ. Verð allt að 25,0 millj.
Íbúð á svæði 104 eða 108. Verð allt að 14 millj. Raðhús á einni hæð í Árbæjarhverf-
inu. Höfum fjölda kaupenda á skrá að öllum stærðum eigna. Vinsamlegast hafið
samband við Grétar, Sveinbjörn eða Hákon.
Hafðu samband, það kostar ekkert.
SÍÐUSTU tólf ár hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn leitt ríkisstjórn
undir styrkri forystu Davíðs Odds-
sonar. Á þessum tólf árum hefur
náðst gríðarlegur árangur á Ís-
landi. Verðbólgan var beisluð og
festa komin á ríkisfjármál.
Ríkisstjórnin hefur hafið nýtt
hagvaxtarskeið með mikilli upp-
byggingu og niðurgreiðslu skulda.
Kaupmáttur, eftir skatta, hefur
aukist um þriðjung frá 1994, eða í
níu ár samfleytt. Á þessum tíma
hafa skattar og vextir lækkað og á
móti hafa barnabætur og persónu-
skattur hækkað og persónu-
skatturinn nú að fullu millifær-
anlegur milli hjóna. Hvernig er
þetta hægt? Jú, með lágri verð-
bólgu ár eftir ár skapast stöðug-
leiki sem gerir það að verkum að
hægt er að lækka álögur hins op-
inbera. Hér á Íslandi er efnahags-
legur stöðugleiki, eins og best ger-
ist hjá þeim þjóðum sem við svo
gjarnan berum okkur við. Til
marks um þetta má sjá að erlend
fyrirtæki sjá sér hag í að starfa
hér á landi.
En til hvers er þá verið að minn-
ast á þetta, ef allt hefur verið
svona gott? Jú, gallinn er sá að
fólk á mínum aldri, fólk sem er að
koma yfir sig þaki og hefur verið
að vaxa úr grasi sl. tíu ár, man
ekki eftir því hvernig var hér á Ís-
landi þegar verðbólgan réð öllu.
Þegar foreldrar minnar kynslóð-
ar voru að hefja búskap var allt
öðruvísi umhorfs hér á landi. Þá
var Ísland ekki eitt af ríkustu
löndum heims. Þá gat fólk ekki
treyst á að afborganir skulda væru
þær sömu mánuð eftir mánuð. Þá
var ekki sá aðgangur að lánsfé
sem er í dag. Frelsið var ekki það
sama. Uppbyggingin á Íslandi sl.
ár hefur verið gríðarlega hröð og
mikil og það er í eðli okkar Íslend-
inga að aðlagast fljótt og vel. Af
þeim sökum finnst okkur að hlut-
irnir hafi alltaf verið þarna, en svo
er ekki.
Það skiptir öllu máli að Sjálf-
stæðisflokkurinn leiði næstu rík-
isstjórn. Vinstristjórnir á Íslandi
hafa alltaf verið dæmdar til að
tapa. Engin þeirra hefur haldið út
heilt kjörtímabil. Síðasta vinstri-
stjórn rýrði lífskjör. Hækkun
skatta, kaupmáttarskerðing, mikil
verðbólga og sundrung voru ein-
kenni þeirrar ríkisstjórnar. Þjóðin
var mun fátækari þegar vinstri-
stjórnin 1988–1991 var við völd. Þá
voru tækifærin ekki þau sömu og í
dag.
Það á almennt við um vinstri-
stjórnir á Íslandi að þær halda
ekki eins vel um fjármálin, ríkisút-
gjöldin aukast og samhliða hækka
skattarnir. Af fréttum að dæma
undanfarið, þegar verið er að
blekkja almenning með því að
hækkun skatta hafi átt sér stað í
tíð núverandi ríkisstjórnar, mætti
halda að fréttamenn væru ekki í
sama veruleika og við hin. Og þeg-
ar vinstrimenn tala um sömu
„skattahækkanir“ mætti halda að
þeir væru byrjaðir að gefa okkur
vísbendingar um stöðuna eftir
nokkur ár, komist þeir að. Þeir eru
komnir fram úr sér. Lélegir spá-
dómar það.
Ég vara við því að vinstrimenn
fái tækifæri. Ég vara jafnframt við
því að þeim verði gefinn kostur á
að taka frá þjóðinni þann ávinning
sem ríkisstjórnir Davíðs Oddsson-
ar hafa fært henni.
Sjálfstæðisflokkurinn er kjöl-
festan í íslenskum stjórnmálum.
Tryggjum að svo verði áfram.
„Tækifæri dagsins,
draumar forfeðranna“
Eftir Ingvar P.
Guðbjörnsson
„Síðasta
vinstristjórn
rýrði lífs-
kjör.“
Höfundur er frambjóðandi í 10. sæti
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
kjördæmi.
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is