Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 39
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur Jónas Sig-urðsson verk-
stjóri fæddist í
Reykjavík 8. nóvem-
ber 1934. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 11. mars
2003. Foreldrar hans
voru Esther Helga
Ólafsdóttir, f. 30.
september 1900, d.
16. desember 1973,
og Sigurður Pétur
Guðbjartsson bryti, f.
10. desember 1900, d.
29. ágúst 1959, þau
voru ættuð frá Þing-
eyri og Hrauni á Ingjaldssandi.
Systkini Ólafs eru: 1) Lára Inga, f.
11. júlí 1922, d. 12. febrúar 2003. 2)
Bára, f. 1. mars 1928, d. 31. maí
1982. 3) Halldóra, f. 24. mars 1936.
4) Jónas, f. 4. ágúst 1937. 5) Helga,
f. 11. nóvember 1940.
Hinn 6. mars 1954 kvæntist Ólaf-
ur Jónas eftirlifandi eiginkonu
sinni Auði Gunnarsdóttur, f. 20.
nóvember 1934. Foreldrar hennar
voru Gunnar Kristinsson, f. 23.
september 1913, d. 11. janúar 1982,
og Svanhildur Guðmundsdóttir, f.
4. apríl 1912, d. 28. apríl 1996. Börn
1960, dætur þeirra eru Halla
Guðný, f. 15. nóvember 1981, Elísa-
bet Helga, f. 6. febrúar 1990, og
Ólafía Auður, f. 6. janúar 1998. 5)
Esther Helga fulltrúi hjá Europay,
f. 31. mars 1964, maki Georg Sverr-
isson, f. 9. nóvember 1956, börn
þeirra eru Viktor Þór, f. 10. desem-
ber 1987, Sverrir Ólafur, f. 30. mars
1994, og Eva Björg, f. 2. maí 1996.
6) Gunnar Guðmundur, starfsmað-
ur Kassagerðarinnar, f. 15. septem-
ber 1965, dóttir hans fyrir hjóna-
band er Tinna Líf, f. 27. ágúst 1987,
maki Linda Hilmarsdóttir, f. 2. des-
ember 1967, dætur þeirra eru Auð-
ur Kristín, f. 9. nóvember 1993,
Melkorka Mist, f. 23. júlí 1995,
Alexandra Aagot, f. 23. júlí 1995, d.
23. júlí 1995, Ísabel Diljá, f. 24. júní
1998, og Alexandra Von, f. 4. apríl
2001.
Ólafur Jónas ólst upp í Reykjavík
og fór ungur að árum að vinna sem
léttadrengur og messi á farþega-
skipinu Heklu við hlið föður síns. Í
átta ár vann hann við útkeyrslu og
lagerstörf hjá heildsölunni Skjald-
berg.
Í nóvember 1961 hóf hann störf
hjá Kassagerð Reykjavíkur, fyrst
við útkeyrslu og lagerstörf og síðan
sem verkstjóri. Hann lét þar af
störfum 31. desember 2001 vegna
aldurs eftir 40 ára starf.
Útför Ólafs verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ólafs og Auðar eru: 1)
Svanhildur María,
skólastjóri Korpu-
skóla, f. 13. desember
1953, maki Eðvarð
Ingólfsson, f. 26. júní
1950, synir þeirra eru
A) Sigmar Þór, f. 26.
mars 1972, sambýlis-
kona Margrét Frið-
riksdóttir, f. 16. ágúst
1972, dætur þeirra eru
Aðalheiður María, f. 3.
september 1991, og
Emelía Rán, f. 24.
október 1994. B) Ólaf-
ur Páll, f. 24. júlí 1978.
2) Sigurður Pétur, fjárgæslumaður
hjá Landsvirkjun, f. 13. mars 1956,
maki Agnes Steinarsdóttir, f. 9.
febrúar 1959, börn þeirra eru Arn-
ór, f. 13. október 1979, Ólafur Jón-
as, f. 26. september 1982, og Sig-
urbjörg, f. 21. ágúst 1986. 3) Lára
Inga, bókari hjá Flugfélaginu Atl-
anta, f. 8. júlí 1960, maki Ólafur
Bjarni Pétursson, f. 22. apríl 1959,
börn þeirra eru Ómar Örn, f. 26.
mars 1980, og Auður, f. 9. október
1982. 4) Björg Sigrún, skólaritari
Korpuskóla, f. 11. mars 1962, maki
Erlendur Traustason, f. 16. apríl
Elsku pabbi, það er sárt að sitja
hér og skrifa um þig minningargrein.
Þessa dagana hefðir þú átt að vera
með okkur öllum og mömmu að
standsetja nýju íbúðina sem þið
mamma fluttuð í laugardaginn 8.
mars sl. Þú hlakkaðir svo til að flytja
og eyða síðustu æviárunum við hlið
mömmu og við báðum öll og vonuðum
að slíkt gæti orðið að þið fengjuð
a.m.k. tíu ár saman í friði og ró frá
vinnu og amstri hversdagsins. En þú
varst orðinn veikari en nokkurt okkar
vildi trúa enda deyja pabbar ekki. Í
mínum huga ert þú þó ekki farinn frá
okkur heldur aðeins fluttur á annað
tilverustig þar sem þú heldur áfram
að fylgjast með okkur, styrkja og
vernda ásamt ömmu Löllu, Bubbu og
öllum hinum sem farin eru.
Minningarnar hrannast upp, bæði
þær sem ég man sjálf og einnig það
sem þið mamma sögðuð okkur. Þið
kynntust ung, 16 ára, en þá fór
mamma í skemmtiferð með farþega-
skipinu Heklu þar sem þú varst að
vinna sem messi. Það varð ást við
fyrstu sýn og alla tíð síðan. Þú sagðir
oft bæði við mömmu og okkur að þú
værir alveg jafnástfanginn af henni
og fyrst þegar þú hittir hana. Þið vor-
uð óaðskiljanleg og samhent í öllu
sem þið tókuð ykkur fyrir hendur,
sjálfum ykkur nóg og þurftuð á eng-
um öðrum að halda. Það hefur verið
yndislegt og lærdómsríkt að fylgjast
með ást ykkar og hvernig þið hafið
gefið af henni til barna, tengdabarna,
ættingja og vina.
Saman áttuð þið ást, þolinmæði og
kraft sem birtist í óþreytandi um-
hyggju og aðstoð ykkar við bæði
börn, tengdabörn, barnabörn, barna-
barnabörn og foreldra ykkar áður en
þeir dóu og síðast en ekki síst í aðstoð
ykkar og umhyggju fyrir „gömlun-
um“ í Fellsmúlanum, ömmu Löllu og
Bubbu, allt þar til þær fóru yfir móð-
una miklu. Saman fóruð þið og „göml-
urnar“ í leikhús, út að borða, í styttri
ferðalög og bíltúra og skemmtuð ykk-
ur mjög vel. Allt þetta tölduð þið al-
veg sjálfsagt og ekki þakkarvert, það
væri hluti af lífinu að við mannfólkið
hugsuðum hvert um annað á óeigin-
gjarnan hátt.
Það varð stutt á milli ykkar systk-
inanna, þín og ömmu Löllu, aðeins
mánuður. Þið hafið alla tíð verið óað-
skiljanleg, annaðhvort hist eða talað
daglega saman í síma, en mér finnst
nú að þið hefðuð getað sleppt því að
deyja saman líka, en það er mín eig-
ingirni. Ég veit og trúi að bæði amma
Lalla og Bubba ásamt öðrum ættingj-
um hugsa vel um þig hinum megin á
Þrastarstíg 9. Við hin hérna megin
höfum fundið fyrir ykkur síðustu
daga á margvíslegan hátt og vitum að
þið eruð með okkur og styrkið okkur
og verndið. Við systkinin, tengda-
börn, barnabörn og barnabarnabörn
höfum myndað skjaldborg um
mömmu og munum vernda hana,
styrkja og elska eins og þú hefðir gert
og gerir enn.
Þín dóttir
Svanhildur.
Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig
með sárum söknuði. Mér var það mik-
ils virði og forréttindi að fá að kynnast
þér. Þessar síðustu stundir sem við
áttum með þér voru ljúfsárar og eru
þær geymdar í hjarta mínu um alla
framtíð en jafnframt voru þessar
stundir okkur öllum huggun í sorg-
inni, að fá að vera hjá þér og kveðja
þig. Hvíl þú í friði, minn elskulegi
pabbi.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Þín
Björg Sigrún (Bubba).
Elsku pabbi og afi.
Í óvæntar stefnur oft örlögin venda,
og örvænting grípur þá mennina köld.
Svo örskjótt um kvöld var þín ævi á enda,
er örendur féllstu frá ástvinafjöld.
Ég sit hérna einmana og syrgi þig hljóður,
og sendi þér bæn þegar dagurinn dvín.
Þú varst mér fjársjóður fagur og góður,
faðir minn, ég sárt sakna þín.
(Höf. ók.)
Þinn sonur
Gunnar Guðmundur Ólafsson
og fjölskylda.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Þessir síðustu dagar síðan tengda-
pabbi kvaddi þennan heim hafa verið
ákaflega erfiðir fyrir alla fjölskyld-
una. Minningarnar hrannast upp og
margs er að minnast. Ég kynntist Óla
og Auði fyrir 26 árum, þá aðeins 17
ára gömul. Þegar ég hitti þau í fyrsta
sinn fannst mér þau alltof ungleg til
að eiga öll þessi börn. Ástæðan var nú
reyndar sú að þau hittust aðeins sex-
tán ára gömul og fóru snemma að
koma sér upp fjölskyldu. Mér fannst
þau alltaf svo ástfangin og ánægð
með hvort annað. Allur þeirra frítími
fór í það að vera samvistum við hvort
annað og fjölskylduna – það var
þeirra áhugamál, þau þurftu ekki
meir.
Óli þurfti alla tíð að vinna mikið til
að framfleyta þessari stóru fjölskyldu
og taldi það ekki eftir sér. Hann var
ánægður ef nóg var að bíta og brenna
og best leið honum þegar öll börnin
og barnabörnin voru komin í kring
um hann og hver talaði í kapp við ann-
an. Þá átti hann nú til að sofna í stóln-
um með allan hópinn í kringum sig og
sagði að það væri svo gott að sofa við
malið.
Ég var ung þegar ég missti pabba
minn og þegar ég kynntist þessari
nýju fjölskyldu var mér tekið þannig
að mér fannst ég hafa eignast nýjan
pabba. Óli tók utan um mig og sagði
hátt og skýrt að það þýddi ekkert fyr-
ir hann Sigga að koma með aðra konu
í fjölskylduna. Hann var alveg ein-
staklega bóngóður og ekki var nú
sagt nei við soninn ef hann þurfti að fá
lánaðan bílinn til að heimsækja kær-
ustuna. Stóru stundirnar í lífi Óla var
að kalla alla fjölskylduna í mat um jól-
in og naut hann sín þar við að elda og
töfra fram dýrindis steikur sem hann
var búinn að leggja alla sína alúð og
metnað í að gera sem best. Hann var
höfðingi heim að sækja og stóðu dyrn-
ar ætíð opnar fyrir gesti. Ein jólin
lenti hann í því að kaupa kjöt sem
reyndist alls ekki gott. Hann var al-
veg niðurbrotinn maður í langan tíma
á eftir og jólin voru bara ónýt og tal-
aði hann um þetta í mörg ár . Ég hef
oft dáðst að því hve Óli og Auður voru
samrýnd í öllu sem viðkom fjölskyld-
unni. Þau höfðu mikinn metnað fyrir
hönd barna og barnabarna og auðvelt
var fyrir alla að koma til þeirra og
ræða málin og segja frá sínum
draumum því þau hvöttu alltaf við-
komandi til að láta drauma sína ræt-
ast og sögðu ætíð: – Þú uppskerð það
sem þú sáir. Enda studdu þau við
bakið á börnum sínum á meðan þau
voru í skóla með því skilyrði að þau
sýndu árangur. Heimili þeirra var
opnað fyrir tengdabörnin og við öll
látin finna hversu velkomin við vor-
um. Það hefur verið erfitt að horfa á
Óla svona mikið veikan þessar síðustu
vikur og við héldum alltaf í vonina um
að hann myndi ná heilsu og komast í
nýju íbúðina þar sem þau hjónin ætl-
uðu að eyða saman ævikvöldinu. Þau
voru búin að hlakka til þess tíma í
mörg ár. Óli barðist þessi síðustu ár
við ýmsa sjúkdóma og oft voru erfiðir
tímar en lífsviljinn var mikill og
þrjóskan en því miður verður stund-
um ekki við neitt ráðið þrátt fyrir all-
ar tækniframfarirnar.
Elsku tengdamamma, börn og af-
komendur, ég veit að þið eigið erfitt
núna og það verður tómarúm hjá okk-
ur öllum en við munum ylja okkur við
góðar minningar um yndislegan eig-
inmann, föður, afa og langafa og
þökkum fyrir öll árin sem við fengum
að vera samvistum við hann.
Barnabörnin Arnór Bjarki, Ólafur
Jónas og Sigurbjörg þakka besta afa í
heimi fyrir allar samverustundirnar
og kveðja afa með miklum söknuði.
Agnes Steinarsdóttir.
Nú er ljósið dagsins dvín,
þótt dauðinn okkur skilji,
mér finnst sem hlýja höndin þín
hjarta mínu ylji.
Myndin þín hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
Þótt okkur finnist ævin tóm
er ástvinirnir kveðja,
minninganna mildu blóm
mega hugann gleðja.
(Ágúst Böðvarsson.)
Í dag kveð ég elskulegan tengda-
föður minn, Ólaf Jónas Sigurðsson,
með söknuði og þakklæti fyrir allt
sem líf hans gaf mér og fjölskyldu
minni.
Ég bið góðan Guð að vaka yfir
tengdamóður minni og styrkja í
hennar miklu sorg.
Sofðu rótt, nafni minn.
Ólafur Bjarni Pétursson.
Óli, vinur minn og mágur, hefur
kvatt þetta líf svo alltof, alltof fljótt og
eftir sitjum við sorgmædd og ósátt.
Erfið veikindi liðinna mánaða eru
að baki en Óli hafði verið á sjúkrahúsi
að mestu síðan um áramót. Hann var
svo duglegur, ætlaði sannarlega að
vinna þessa lotu eins og hinar fyrri en
því miður tókst það ekki. Alla leguna
var sama æðruleysið og allan tímann
sama hugsunin, að komast aftur
heim. Óli og Auður höfðu nýlega flutt
af Grýtubakkanum þar sem þau
höfðu búið yfir 30 ár en Óli minn náði
aldrei að flytja inn í nýju íbúðina, því
miður. Þegar ég fyrst kom inn í fjöl-
skyldu Óla var það heimili ykkar Auð-
ar sem ég kom á. Þið tókuð svo vel á
móti mér og ég fann hversu velkomin
ég var, síðan þá eru liðin mörg ár en
vinátta okkar hefur alltaf verið söm
og allar stundir sem við höfum átt
saman hafa verið gleðistundir.
Við vorum svo heppin að eiga sam-
an eina kvöldstund á heimili okkar nú
fyrir stuttu er Óli fékk að fara heim
um stund, það var yndislegt og núna
finnst mér dálítið einkennilegt að
svona lokaðist þessi hringur sameig-
inlegra stunda í þessu lífi, fyrsta
heimsókn mín til ykkar en síðasta
heimsókn þín til okkar. Óli var vinur
ÓLAFUR JÓNAS
SIGURÐSSON
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HÓLMFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR
aðalbókari,
Arnartanga 17,
Mosfellsbæ,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn
18. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigvaldi Friðgeirsson,
Þorvaldur Flemming Jensen, Solveig Barbro Asmussen,
Ríkharður Flemming Jensen, Elva Björk Sigurðardóttir,
Aðalsteinn Þór Guðmundsson, Hrönn Þorsteinsdóttir,
Áróra Kristín Guðmundsdóttir
og ömmubörn.
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
HENNÝ DRÖFN ÓLAFSDÓTTIR,
lést á heimili sínu mánudaginn 17. mars.
Útför hennar fer fram frá Landakirkju laugar-
daginn 22. mars kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent
á Samtök gegn sjálfsvígum, reikningur nr.
314-26-59, kt. 690998-2707, í minningu sonar hennar, Sveins Péturs-
sonar.
Pétur Sveinsson,
María Pétursdóttir,
Aðalheiður Pétursdóttir, Friðjón Jónsson,
Erla Björg Pétursdóttir, Þórey Guðmundsdóttir,
Guðni Þór Pétursson,
barnabörn, tengdamóðir
og aðrir aðstandendur.
Pétur Sveinsson
María Pétursdóttir,
Aðalheiður Pétursdóttir, Friðjón Jónsson,
Erla Björg Pétursdóttir, Gísli Elíasson,
Sigurður Freyr Pétursson, Þórey Guðmundsdóttir,
Guðni Þór Pétursson,
barnabörn, tengdamóðir og aðrir aðstandendur
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS