Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 40
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 39
vina sinna, ekki bara í orði heldur í
verki, alltaf tilbúinn að hjálpa. Ég
man ekki til þess að ég hafi flutt milli
húsa án þess að Óli væri mættur
fyrstur manna til að hjálpa, alltaf með
bros á vör og glettnina í augunum.
Mínar minningar eru svo margar
að fylla myndu heila bók en það ætla
ég ekki að gera, þær eru fyrir mig.
Ástæðan fyrir þessum orðum mínum
er þakklæti til Óla fyrir allt það sem
hann hefur verið mér og gert fyrir
mig. Við áttum margar skemmtilegar
stundir, fyrst með lítil börn en þau
Auður eignuðust sex yndisleg börn
sem í dag eiga erfitt og syrgja mikið
en þessi fjölskylda hefur alltaf staðið
þétt saman í blíðu og stríðu. Börnin
okkar Jónasar hafa alltaf litið á Óla og
Auði sem sérstaka vini sína því Benni
okkar er fæddur á sama degi og Siggi
eldri sonur þeirra, aðeins ári seinna,
og svo kom Jonna á afmælisdegi Óla
þegar hann var 25 ára og henni hefur
alltaf þótt það dálítið flott, að vera af-
mælisgjöf á stórum degi. Við gátum
alltaf skemmt okkur vel saman og
alltaf höfðum við nóg að tala um. Óli
var grallari, við áttum marga drauma
sem mökum okkar þóttu ekki alltaf
jafn snjallir og okkur þóttu, t.d. þegar
við tókum upp á því fyrir margt löngu
að safna fyrstadagsumslögum, já við
vorum að leggja fyrir til ellinnar og
ætluðum okkur stóra hluti með safn-
inu, planað hvað auðæfin skyldu not-
uð í. Þá var gaman, mikið hlegið og oft
var gert svolítið grín að okkur en það
gerði ekkert til. Óli var með smádellu,
sem sé hann varð að eignast ýmis raf-
magnstæki og var fljótur að læra á
þau. Einu sinni var það dósaopnari,
Auði þótti það nú heldur langt gengið
en í dag er hún ánægð með gripinn
sem léttir verkin. Við Óli spáðum
mikið í bíla, má alveg kalla það bíla-
dellu, og tvisvar fórum við og keypt-
um okkur eins bíla, bara ekki sama
litinn, og við vorum ánægð með bílana
okkar. Óli var snyrtipinni og það kom
svo sannarlega í ljós á bílunum, alltaf
stífbónaðir og vel um þá hugsað. Það
er ekki hægt að tala um Óla án þess
að tala um Auði, þau voru ekki aðeins
hjón heldur líka bestu vinir, gerðu
alla hluti saman. Þau voru myndarleg
og rausnarleg í öllu sem þau gerðu og
alltaf samtaka. Óli taldi aldrei eftir
sér að keyra fjölskylduna hingað og
þangað og þegar hún stækkaði voru
ófáar ferðirnar sem hann fór til Kefla-
víkur til að sækja eða fara með fólkið
sitt sem var að fara eða koma frá út-
löndum. Þær voru líka ófáar ferðirnar
sem Óli og Auður fóru með Láru syst-
ur hans og Björgu móðursystur um
bæinn og landið, það var alveg magn-
að hvað þau með sitt stóra heimili
gátu alltaf fundið tíma fyrir þær, enda
var oft viðkvæðið hjá Láru ef henni
var boðin hjálp: Hann Óli minn gerir
það.
Ég get ekki sleppt því að minnast á
kokkinn hann Óla, þar var hann svo
sannarlega á réttri hillu, þótti gaman
að elda og þá sérstaklega veislumat
fyrir sitt fólk, alltaf jafn stórtækur,
hvar sem á var litið. Með stórt heimili
segir það sig sjálft að það þurfti oft að
vinna mikið til að hafa í sig og á en í 40
ár vann Óli hjá Kassagerðinni. Árin
þar segja allt um hve vel liðinn hann
var, vandaður og traustur maður sem
stóð alltaf við sitt. Það eru margir í
sömu sporum og við í dag, sorgmædd-
ir og daprir, hugur okkar er hjá Auði
og fjölskyldunni allri, þeirra er miss-
irinn og sorgin mest, við biðjum guð
að styrkja þau og blessa.
Elsku Óli, við Jónas þökkum þér
yndislega samveru liðinna ára, minn-
ingarnar eru okkar og við þær mun-
um við ylja okkur í framtíðinni. Bless-
uð sé minning góðs manns.
Helga.
Þegar við systkinin settumst niður
til þess að ræða þig, elsku afi, þá byrj-
uðum við á að rifja upp gamla tíma
með þér og þá fórum við að skelli-
hlæja yfir öllum þeim prakkarastrik-
um sem þú beittir okkur jafnan þegar
þú hittir okkur. Enn þann dag í dag
þá bíðum við eftir því að þú komir og
lemjir á gluggann á eldhúsinu heima
hjá okkur svo það fari ekki á milli
mála að þú sért kominn í heimsókn.
En því miður þá er búið að taka þig
frá okkur og minningarnar verða því
að taka við og getum við sagt þér að
þær eru margar og allar góðar því þú
varst einn yndislegasti maður sem
hefur gengið á þessari jörð. Er það
mikill missir fyrir okkur, fjölskylduna
og ættingja að missa svona yndisleg-
an mann sem lífsgleðin og ástin skein
af í hvívetna.
Elsku afi, við vitum að þér líður vel
og viljum við kveðja þig með þessum
sálmi:
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur
hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi drottins bý ég
langa ævi.
(24. Davíðssálmur.)
Sofðu rótt, engillinn okkar.
Ómar Örn og Auður Ólafsbörn.
Elsku afi. Okkur þykir óendanlega
vænt um þig og höfum aldrei saknað
neins eins mikið og þín. Þegar þú
knúsaðir okkur fastast, hlóst hæst af
öllum, sast í stólnum þínum og naust
þess að hrjóta yfir masinu í okkur og
allt hitt sem við metum svo mikils.
En nú er víst tíminn kominn sem
við breiðum yfir þig sængina, óskum
þér góðrar nætur og biðjum Guð að
geyma þig.
Við munum alltaf geyma minn-
inguna um þig í hjarta okkar.
Þínar
Halla Guðný, Elísabet Helga
og Ólafía Auður.
Mig langar í fáum orðum að kveðja
Óla föðurbróður minn.
Óli var einstaklega glettinn og
skapgóður maður, og stutt var í
stríðnina hjá honum. Hann stríddi
mér nú ekki svo sjaldan á því að hann
hefði fengið mig í afmælisgjöf, og
þegar hann yrði fimmtugur og ég
tuttugu og fimm þá færi hann með
mig á ball og ég yrði að dansa við
hann allt kvöldið. Þetta fannst mér nú
alveg voðalegt þegar ég var lítil, að
þurfa að dansa við gamlan karl heilt
kvöld, þó fannst mér nú flott að vera
afmælisgjöfin hans Óla frænda. Þessi
hugsun breyttist svo með tímanum og
gat ég svo alveg hugsað mér að dansa
við Óla þegar ég var orðinn tuttugu
og fimm ára. Óli var svo erlendis á
þessum merkisdegi okkar beggja, en
hann hafði engu gleymt og sendi mér
afmælisgjöf í tilefni dagsins.
Ég á líka góðar minningar frá því
þegar Auður og Óli komu í heimsókn
til okkar í Mosgerðið í gamla daga. Í
þá daga tíðkaðist að börnin væru far-
in að sofa þegar gestirnir kæmu, en
við fengum alltaf að vaka eftir Auði og
Óla, því þau gáfu sér alltaf tíma til að
heilsa uppá okkur og gefa okkur sæl-
gæti í poka.
Elsku Auður og fjölskylda, um leið
og ég kveð Óla frænda minn, sendi ég
ykkur öllum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu
sorg.
Jóhanna Jónasdóttir.
Ólafur Jónas Sigurðsson, verk-
stjóri, andaðist 11. mars sl. á sextug-
asta og níunda aldursári.
Ólafur fór ungur að árum til sjós
hjá föður sínum, Sigurði Guðbjarts-
syni, bryta hjá Skipaútgerð ríkisins.
Síðan vann hann á Keflavíkurflugvelli
um tíma en gerðist bifreiðastjóri,
fyrst hjá heildverslun Sigurðar
Skjaldberg en eftir það hjá Kassa-
gerð Reykjavíkur. Megintíma starfs-
ævi sinnar vann hann hjá Kassagerð
Reykjavíkur, í upphafi við akstur og
tækjastjórn en varð verkstjóri að
nokkrum árum liðnum og til æviloka.
Það er hverjum vinnuveitanda
ómetanlegt að hafa starfsmenn sem
vinna þeim allt hið besta áratugum
saman og eru óhvikulir í tryggð við
vinnustað sinn og sýna trúmennsku í
starfi í hvívetna. Þessar dyggðir
sýndi Ólafur í verki er hann af miklu
snarræði og harðfylgi, einn síns liðs,
kom í veg fyrir stórbruna í Kassa-
gerðinni er eldur kom upp þar, fyrir
allnokkrum árum. Fyrir þetta afrek
hlaut hann virðingu og traust eigenda
og lof annarra.
Ólafur Jónas kynntist ungur eftir-
lifandi konu sinni, Auði Gunnarsdótt-
ur frá Múla við Suðurlandsbraut, sem
elst er Múlasystkina hinna yngri.
Bjuggu þau fyrst í Múla og eignuðust
þar elsta barn sitt en eftir það á
tveimur stöðum í austurbæ Reykja-
víkur þar til þau fluttu í Breiðholtið að
Grýtubakka 6. Geta má þess, að
amma Auðar var ein Breiðholts-
systra, sem svo voru kenndar í
Reykjavík um fyrri aldamót.
Hjónaband Ólafs og Auðar var far-
sælt og eignuðust þau sex börn og eru
barnabörn og barnabarnabörn fjöl-
mörg. Þau hjón hlúðu mjög að börn-
um sínum og fjölskyldum þeirra.
Ætla má að ekki hafi sá dagur liðið að
þau hafi ekki með einum eða öðrum
hætti fylgst með og aðstoðað ein-
hvern úr þessum stóra hópi og allir
hafa niðjarnir átt athvarf hjá þeim að
sækja í.
Við færum eftirlifandi eiginkonu og
niðjum öllum og öðrum ástvinum ein-
lægar samúðarkveðjur.
Hörður Gunnarsson frá Múla
og fjölskylda.
Fyrir tæpum fimmtíu árum voru
þrjár ungar konur að stíga sín fyrstu
skref til hjúskapar. Þegar hver um
sig taldi sig hafa fundið hinn eina
rétta hófst tilhugalífið og meðan á því
stendur er lítill tími til annars. Nú
fljótlega fóru börnin að fæðast og þá
kom að því mikilvægasta í lífi hverra
hjóna, að velja sér vini þar sem vin-
átta og virðing ríkir um líf hvert ann-
ars. Það er eins og að finna sér höfn
eða kasta lífankeri til að taka af
stærstu boðaföll og brimsjói lífsins.
Næst var að stofna saumaklúbb.
Við herramennirnir þrír sem urð-
um þess aðnjótandi að verða lífsföru-
nautar þessara glæsikvenna komum
allir úr ólíku umhverfi, en náðum
fljótlega saman og biðum oft með
óþreyju eftir næsta saumaklúbbi til
að ræða lífsins gagn og nauðsynjar,
að vísu eftir löglegan mætingatíma.
Það var ánægjuleg tilfinning að sjá
heimilin skarta því besta sem efni og
aðstæður leyfðu á hverjum tíma.
Nafnorðatökin: Auður og Óli,
Gunnar og Lillý, Systa og Palli, Alma
og Sveinn urðu öllum fjölskyldumeð-
limum töm og ég held að megi segja
að þetta hafi verið með fyrstu orð-
unum sem börnin lærðu. Alma og
Sveinn komu nokkru seinna inn í fé-
lagsskapinn og fluttu til Svíþjóðar
fyrir um þremur árum. Ýmsir komu
og fóru úr þessum félagsskap en
kjarninn stóð af sér öll veður og
stendur enn.
Fyrir rúmum fjórum árum var
höggvið stórt skarð í félagsskapinn
þegar Páll Andreasson (maður Systu)
lést langt um aldur fram aðeins 68 ára
gamall og var hans sárt saknað. Ekki
ríkir minni sársauki og söknuður nú
þegar Ólafur fellur frá fyrir einum
harðasta vágesti mannkynsins.
Ólafur var ekki bara vinur vina
sinna, hann var frábær heimilisfaðir
og starfskraftur sem hvert einasta
fyrirtæki gat óskað sér að hafa í
starfi, enda hlaut hann margar við-
urkenningar fyrir störf sín hjá Kassa-
gerð Reykjavíkur sem hann starfaði
hjá lengst af sínum starfstíma. Hann
var ákaflega greiðvikinn maður og
þær voru ófáar ferðirnar sem hann
keyrði konur okkar Palla fram og aft-
ur í saumaklúbbinn þegar við vorum
forfallaðir og fjarri góðu gamni og
það var ósjaldan sem hann var með
búslóð okkar félaganna á herðum sér
í húsnæðishraki frumbýlisáranna.
Það er erfitt að kveðja eftir svo
langa og trausta vináttu enda sár
söknuður í brjósti okkar sem þessa
kveðju sendum.
Elsku Auður, við sendum þér og
fölskyldu þinni okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Gunnar, Lillý, Guðríður,
Alma og Sveinn.
Faðir minn,
DÓSÓÞEUS TÍMÓTHEUSSON,
lést á Arnarholti, Kjalarnesi, fimmtudaginn
13. mars.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 21. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja,
Rannveig Ísfjörð.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELLERT RÖGNVALDUR EMANÚELSSON,
Faxabraut 36C
Keflavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Kelfavíkurkirkju föstudaginn
21. mars kl. 11.00.
Soffía Ellertsdóttir, Tómas Tómasson,
Emanúel Ellertsson, Lísa Ellertsson,
Pétur Lúðvíksson, Karin Uglenes
og barnabörn.
Elskulegur sambýlismaður minn og fósturfaðir,
bróðir okkar, faðir og afi,
SIGURÐUR FRIÐRIK SIGURÐSSON,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Gauta-
borg mánudaginn 3. mars s.l., verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn
21. mars kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
minningarsjóð Sigurðar hjá íslenska söfnuðinum í Gautaborg,
sjá nánar: www.kirkjan.org .
Ásta Georgsdóttir,
Aron Kári,
Magnea Sigurðardóttir,
Jón Sigurðsson,
börn og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
BJÖRN EINARSSON
frá Mýnesi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 17. mars.
Einar Örn Björnsson,
Björn Björnsson, Jónína Eyja Þórðardóttir,
Hjörleifur Björnsson,
barnabörn og systkini.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA KONRÁÐSDÓTTIR,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
sunnudaginn 16. mars sl.
Jarðsett verður frá Hveragerðiskirkju laugar-
daginn 22. mars kl. 14.00.
Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, Ólafur Hannes Kornelíusson,
Björn Guðjónsson, Ásta Gunnlaugsdóttir,
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, Óskar Elíasson,
Sigurður Guðjónsson, Ólöf Geirmundsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir, Ómar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
ÁRNI KRISTJÁNSSON
píanóleikari,
Hávallagötu 30,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfara-
nótt miðvikudagsins 19. mars.
Fyrir hönd vandamanna,
Anna Guðrún Steingrímsdóttir.