Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 41 BJÖRN Þorsteinsson (2.185) hef- ur náð forystunni á Meistaramóti Hellis eftir fjórar umferðir af sjö. Hann hefur unnið allar skákir sínar, en í fjórðu umferð sigraði hann Dav- íð Kjartansson (2.260), sem hafði eins og Björn unnið þrjár fyrstu skákir sínar. Önnur úrslit á efstu borðum urðu þau, að Björn Þor- finnsson (2.315) sigraði Guðmund Kjartansson (2.080), Kjartan Maack (1.965) sigraði Sverri Örn Björnsson (1.945) og Dagur Arngrímsson (2.180) sigraði Harald Magnússon (1.550). Staða efstu manna á mótinu er þessi: 1. Björn Þorsteinsson 4 v. 2.–3. Björn Þorfinnsson og Kjart- an Maack 3½ v. 4.–8. Davíð Kjartansson, Patrick Svansson, Dagur Arngrímsson, Kristján Örn Elíasson og Sigurður Ingason 3 v. 9. Jóhann Ingvason 2½ v. + fr. skák. Alls eru 40 keppendur á mótinu. Fimmta umferð verður tefld á fimmtudagskvöld, sú sjötta á mánu- dag og lokaumferðin verður svo tefld fimmtudaginn 27. mars. Taflið hefst alltaf klukkan 19:30. Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a, og eru áhorfendur velkomnir. Leko efstur á Amber- mótinu í Mónakó Tólfta Amber-skákmótið stendur nú yfir í Mónakó. Eins og áður tefla keppendur tvær skákir í hverri um- ferð, eina atskák og eina blindskák. Fjórða umferðin var tefld á þriðju- dag. Peter Leko er með forystu á mótinu, en hann gerði jafntefli, 1–1, við Kramnik í 4. umferð. Kramnik er efstur í blindskákinni, hefur fengið 3½ vinning, en Bareev, Morozevich og Anand eru efstir í atskákinni, hafa allir 3 vinninga. Staða efstu manna í blindskákinni: 1. Kramnik 3½ v. 2.–3. Gelfand og Leko 3 v. Í atskákinni er staða efstu manna þessi: 1.–3. Anand, Bareev og Moroz- evich 3 v. 4. Leko 2½ v. 5.–6. Gelfand og Topalov 2 v. Staðan í heildarkeppninni: 1. Leko 5½ v. 2.–5. Kramnik, Anand, Gelfand og Morozevich 5 v. 6.–8. Bareev, Ivanchuk og Top- alov 4 v. 9. Van Wely 3½ v. 10. Almasi 3 v 11. Shirov 2½ v. 12. Ljubojevic 1½ v. Fallegasta skákin í Linares? Fáar skákir hafa vakið jafnmikla athygli að undanförnu eins og við- ureign þeirra Kasparovs, skák- manns „númer eitt“, og unglingsins Radjabov í Linares. Í fyrsta lagi komst það í heimsfréttirnar þegar hinn 15 ára gamli Radjabov sigraði með svörtu í skákinni og þeim ósigri var ekki auðvelt fyrir Kasparov að kyngja eins og sást á látbragði hans eftir skákina. Til að bæta gráu ofan á svart völdu skákblaðamenn þessa skák síðan fallegustu skák mótsins og var valið tilkynnt í lokahófinu. Þá var Kasparov nóg boðið, þaut upp á sviðið, gekk að hljóðnemanum og hélt þrumuræðu um það óréttlæti sem fælist í því að veita svo illa tefldri skák þessi verðlaun. Hann taldi að eina ástæðan fyrir valinu væri sú, að hann hefði tapað og það fyrir smástrák. Eftir þetta gekk hann að blaðamönnunum sem völdu skákina og veitti þeim smáyfirhaln- ingu. Hvítt: Kasparov Svart: Radjabov Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 a6 Venjulega er leikið hér 7... cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 0–0 10. 0–0–0 a6 11. h4 o.s.frv. 8. Dd2 b5 9. a3 Db6 10. Re2 c4!? Nýr leikur, sem vekur undrun margra, því að venjan er að best sé að halda möguleikum opnum, „halda spennunni“ í stöðunni. Eftir þennan leik verður svartur að treysta á að standast áhlaup hvíts á kóngsvæng. Þekkt leið í stöðunni er 10... h6 (10... Bb7 11. g3 Hc8 12. Bg2 cxd4 13. Rexd4 Rc5) 11. dxc5 Bxc5 12. Red4 Rxd4 13. Rxd4 Dc7 14. 0–0–0 Rb6 15. Da5 0–0 16. b4 Be7 17. Rxb5 axb5 18. Dxb6 Dc3 19. Bd4 Dxa3+ 20. Bb2 Dxb4 21. Hd4 De1+ 22. Hd1 De4 23. Df2 Ba3 24. Hd4 Bxb2+ 25. Kxb2, með jafntefli 20 leikjum síðar (Szefer-Delega, Varsjá 1996). 11. g4!? h5! 12. gxh5 Hxh5 13. Rg3 Hh8 14. f5 exf5 15. Rxf5 Rf6 16. Rg3 Rg4 17. Bf4 Be6 18. c3 Be7 19. Rg5 0–0–0 20. Rxe6 fxe6 21. Be2 -- 21... Rgxe5!? Óvænt fórn, sem kemur Kasparov úr jafnvægi. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af peðinu h2, því að svarti riddarinn á varla afturkvæmt úr þeirri ránsferð, eftir 21... Hxh2 22. Hxh2 Rxh2 23. Rh5 g6 24. Rf6 o.s.frv. Ef til vill gat svartur teflt rólega með 21. – Rh6 o.s.frv. 22. De3 – Kasparov leggur ekki í að taka manninn, enda fær svartur talsvert spil, eftir 22. dxe5 d4, eða 22. Bxe5 Bxe5 23. dxe5 Bc5, ásamt d5-d4 við tækifæri. 22... Rd7 23. Dxe6 Bh4 24. Dg4? – Kasparov gat tekið peðið á d5, t.d. 24. Dxd5 Hde8 (24... Rf6 25. Df5+ Hd7 26. 0–0–0; 24. – Hhe8 25. Bg5) 25. 0–0–0 Bxg3 26. hxg3 Hxh1 27. Hxh1 Hxe2 28. Hh8+ Rd8 29. Da8+ Rb8 30. Bg5 o.s.frv. 24... g5! 25. Bd2 – Eftir 25. Bxg5 Hdg8 tapar hvítur liði. 35. – Hde8 26. 0–0–0 Ra5 27. Hdf1?? – Slæmur afleikur. Eftir 27. Kb1 Dg6+ (27... Bxg3 28. hxg3 Hxh1 29. Hxh1 Rb3 30. Bxg5 Dg6+ 31. Ka2 Hxe2 32. Dxe2 Dxg5 33. De6 Df6 34. Dxd5) 28. Ka2 Rb3 29. Bf3 Dc2 30. Df5 Dxf5 31. Rxf5 Rxd2 32. Hxd2 Kc7 33. Bxd5 á hvítur gott peð yfir. 27... Rb3+ 28. Kd1 Bxg3! 29. Hf7 – Ef hvítur drepur til baka á g3 tap- ar hann miklu liði vegna máthótunar á c1: 29. hxg3 Dg6 30. Bc1 Db1 31. Dxg5 Hhg8 32. Df4 He4 33. Dh6 Hg6!, eða 29. Dxg3 Dg6 30. Bc1 Db1 31. Dxg5 Rxc1 32. Dxc1 De4 33. Dc2 Hxh1 o.s.frv. 29. – Hd8 30. Bxg5 – Ekki 30. Dxg3 Dg6 og svartur hótar bæði 31. – Db1+ og hróknum á f7. 30. – Dg6 31. Df5 Dxf5 32. Hxf5 Hdf8 33. Hxf8+ Rxf8 Hvítur getur ekki drepið á g3, því að hrókurinn á h1 er óvaldur. 34. Bf3 Bh4 35. Be3 Rd7 36. Bxd5 He8 37. Bh6 Rdc5! Eða 38. dxc5 Hd8, ásamt 39. – Hxd5 o.s.frv. 38. Bf7 He7 39. Bh5 Rd3 og hvít- ur gafst upp. Hann á litla von um björgun, t.d. 40. Kc2 Hh7 41. Bg6 (41. Bg4+ Kd8 42. Be3 He7 43. Bh6 ¤f2 44. Hg1 ¤xg4 45. Hxg4 He2+ 46. Kd1 He1+ 47. Kc2 Bf6) 41. – Hxh6 42. Bxd3 Hf6 43. Be2 Hf2 44. Kd1 Kd7 o.s.frv. Björn Þor- steinsson efst- ur á Meistara- móti Hellis Björn Þorsteinsson SKÁK Hellisheimilið, Álfabakka 14a MEISTARAMÓT HELLIS 10.–27. mars Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is Þorsteinn var kominn vel á miðjan aldur þegar hann hóf sjálfstæða kaupsýslu. Til marks um fyrirhyggju hans og heiðarleika skilaði lítil snyrti- vöruverslun hærri upphæðum í sam- eiginlega sjóði landsmanna en gam- algrónar stórverslanir jafnframt því sem hagur fjölskyldunnar blómgað- ist. Starfsfólki sínu reyndist Þor- steinn hollur húsbóndi og sýndi því gott fordæmi eins og öðrum sem höfðu af honum náin kynni. Stella stóð bjargföst við hlið hans og fylgd- ist með hverju spori en hvorki bárust þau á né söfnuðu að sér vegtyllum. Hagur barnanna þriggja og síðar barnabarnanna stóð ævinlega í fyr- irrúmi og hjá þeim áttu einstæðingar úr fjölskyldum beggja öruggt skjól. Aðrir nutu góðs af góðvild þeirra og hjartarými þótt ekki færi hátt. Kannski felst dálítil mótsögn í þeim orðum Krists að hinir hógværu muni landið erfa en nú á kveðjustund birtist sannleikur þeirra í allri sinni fegurð. Við afkomendur afa og ömmu á Skólavörðustíg 13 sjáum nú á bak góðum frænda og auðugum í dýpsta skilningi þess orðs. Eftir ánægjulegt kvöld með honum og fjölskyldu hans fyrir fáum vikum fann ég til gleði yfir því að enn væri til óskert athvarf frá æskuárunum. Vissulega voru stof- urnar í Faxaskjóli þrengri en í barns- minninu en þar stóðu enn gömlu gild- in, sem Steini og Stella höfðu byggt á og ávaxtað með hógværð og farsæld. Honum var jafnvel hlíft við hrum- leika ellinnar og auðnaðist að kveðja okkur með þeirri heiðríkju hugans sem hann hafði hlotið í vegarnesti. Hans mun ég jafnan minnast er ég heyri góðs manns getið. Guðrún Egilson. Nú tekur afi mér ekki lengur opn- um örmum í Faxaskjólinu. Þótt sárt sé að kveðja er ljúft að minnast ótal góðra stunda, gönguferða með afa niður á höfn í glampandi sól. Afi í skapi sem hæfði veðrinu og við nutum blíðunnar og fegurðar vorsins. Ég minnist afa og ömmu í sömu sólinni, kaffibrún og sæl saman í garðinum. Ég minnist samverustunda í búðinni; barn með unaðslegan ilm af kremum og ilmvötnum í vitum, unglingur að afgreiða með afa. Hann stóð jafnan vaktina við hlið annars starfsfólks og var vakinn og sofinn í rekstrinum sem hann sinnti af einstakri alúð. Ég minnist afa í faðmi fjölskyldu og vina í stofunni sinni við góða andlega og lík- amlega heilsu á 85 ára afmælinu að- eins mánuði áður en hann lést. Fjölskyldan var afa mikils virði. Hann vakti yfir velferð hennar og naut þess að vera samvistum við hana. Faxaskjólið var samkomustað- urinn og þangað voru allir velkomnir. Afi hafði gaman af því að hitta fólk, spjalla og spila. Hann var kletturinn sem alltaf var hægt að treysta á og leita til. Alltaf kom hann með góðar og skynsamlegar ábendingar á sinn rólega og jarðbundna hátt og leit oft öðrum augum á málin en maður sjálf- ur. Afi lá aldrei á skoðunum sínum. Hann fylgdist vel með í pólitík og var trúr sínum flokki á hverju sem gekk. Hann hafði sinn smekk á tískunni og gott auga fyrir því sem fór vel. Ef ein- hver tískuflíkin féll honum ekki í geð hafði hann orð á því en var líka fljótur að hrósa því sem honum þótti fallegt. Hann var einstakt snyrtimenni og bar umhverfi hans þess glöggt vitni. Hann naut ferðalaga innanlands og utan og alltaf komu þau amma glöð og ánægð úr ferðalögum, færandi hendi. Enginn gleymdist þótt fjöl- skyldan stækkaði og barnabörn og barnabarnabörn bættust í hópinn. Í mínum huga stendur afi fyrir hreinskipti, dugnað, heiðarleika og sanna gleði yfir fegurð náttúrunnar og öllu því góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Betri fyrirmynd er vand- fundin. Ég er þakklát fyrir hvað afi var lengi hjá okkur og að sonur minn fékk að kynnast langafa sínum og njóta samvista við hann. Nýr kafli er hafinn og við sem eftir lifum reynum að feta í fótspor afa með því að lifa lífinu af sama æðru- leysi og honum var eiginlegt og halda í heiðri gildum kynslóðar sem nú er að hverfa. Guðný Ragnarsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA PETERSEN, Flókagötu 25, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu- daginn 21. mars kl. 15.00. Bernhard Petersen, Anna María Petersen, Elsa Petersen, Bogi Nilsson, Othar Örn Petersen, Helga Petersen, Ævar Petersen, Sólveig Bergs og ömmubörn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför systur okkar, SÓLVEIGAR JÓNSDÓTTUR frá Patreksfirði, Dalbraut 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbrautar 27 fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Hafliði Jónsson, Björgvin Jónsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur stuðning og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu minnar, móður okkar, stjúp- móður, tengdamóður, ömmu og dóttur, GUÐBJARGAR HERMANNSDÓTTUR, Hávegi 15, Kópavogi, Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir ómetanlega umönnun og kærleika. Gylfi Björgvinsson, Sigmundur Hjörvar Gylfason, Martha Dís Brandt, Sveinn Viðfjörð Aðalgeirsson, Davíð Hermann Brandt, Guðrún Áslaug Einarsdóttir, Sigurbjörg Lilja Gylfadóttir, Karl Gerhard Hafner, María Bóel Gylfadóttir, Hjörtur Hjartarson, Daníel Friðgeir Sveinsson, Andri Karlsson Hafner, Markús Karlsson Hafner, Aðalbjörg Jónsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR pípulagningameistara, frá Látrum í Aðalvík, áður til heimilis í Akurgerði 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3A, Hrafnistu Reykjavík, fyrir góða umönnun í veikindum hans. Anna Steinunn Jónsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Elín Snæbjörnsdóttir, Jón Árni Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.