Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 45
44 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er vægast sagt undarlegt að
nýtingaraðferðir á síldinni skuli ekki
vekja athygli í fjölmiðlum. Sam-
kvæmt staðfestum upplýsingum sem
ég hef gefa 100 þúsund tonn af
bræddri síld í mjöli 1,6 milljarða
króna um þessar mundir í söluverð-
mæti.
Þetta vakti athygli mína, ekki síst
vegna ástands í atvinnumálum
þjóðarinnar og að verðmæti sjávar-
afla dróst saman um 7,1% á síðasta
ári. Sjávarútvegsráðherra hvatti ný-
verið til aukinnar verðmætasköpun-
ar í sjávarútvegi og benti á nauðsyn
þess að ná hámarksarði úr greininni,
sem er reyndar fullyrt að sé gert í
dag.
Hver er stefnan?
Síld er herramannsmatur og af
fjölmörgum talin vera mikið lostæti
þegar hún er krydduð og sett í dósir
eins og við getum keypt hana í versl-
unum. Ég fór því í næstu búð og
kannaði verðið á unnum síldarvör-
um. Þar stóð þyngd síldarinnar utan
á pakkningunni og eftir að hafa tekið
nokkrar prufur komst ég að því að
verðið var án vsk. 1.119 krónur kíló-
ið. Fyrir 100 þúsund tonn fást því
111,9 milljarðar króna!
Ef tekið er tillit til venjulegra af-
falla og miðað við heildsöluverð án
vsk. tel ég að hér séu verðmæti til út-
flutnings um 55,95 milljarðar króna.
Þarna eru auðæfin.
Ef við setjum 5,95 milljarða í
markaðsmál eru eftir 50 milljarðar í
söluverðmæti (gjaldeyri).
Mismunur á mjöli og síld í dós er
því 48,4 milljarðar.
· Ég spyr því: Hvernig hefur þjóð-
in efni á því að fara svona með verð-
mætin?
· Hver tekur þessar ákvarðanir
um vinnsluaðferðir?
· Hví er þessum tækifærum
sleppt?
· Núna fyrir kosningar væri vert
að skoða hvað við erum að gera,
hvert við stefnum í atvinnumálum.
· Hverjar eru afleiðingarnar?
· Ef ekki verður hugarfarsbreyt-
ing hjá þessari þjóð mun illa fara.
· Ég óska eftir umræðu um þessi
mál.
ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON,
framkvæmdastjóri,
Eyjabakka 7,
Reykjavík.
50 milljarða
verðmæti brætt
í 1,6 milljarða
Frá Árna Birni Guðjónssyni
ÞAÐ hafa verið að birtast greinar í
Morgunblaðinu að undanförnu, t.d.
frá Salvöru Nordal, Ólínu Sveins-
dóttur, Tryggva Jakobssyni og
kannski fleirrum, sem allar sýna
fram á hvernig Kaupþing hefur sog-
að til sín sparifé og lífeyri almenn-
ings með góðum ráðum „sérfræð-
inga í fjárfestingum“ .
Í mörgum tilfellum hefur spariféð
rýrnað um 15 til 35 % og heimsend
blá teppi ekki breytt neinu þar um,
samanber bréf Salvarar Nordal.
Árið 2000 ákváðum við hjónin að
ræða við „sérfræðinga“ Kaupþings
um hvort ekki væru til hagstæðari
leiðir til að ávaxta uppsafnað sparifé
okkar í gegnum árin en að salta það
inn á bankabók, eins og í gamla
daga, þótt ekki væri um stórar upp-
hæðir að ræða.
Í apríl var rætt um bréf í Ísl.
erfðagreiningu, þau væru að vísu
„ennþá á gráu svæði“, en þetta væri
framtíðin, sagði „sérfræðingurinn“.
Við hjónin ákváðum að fylgja góð-
um ráðum og léttum á bankabókinni
um kr. 500.000 og fjárfestum í Ísl.
erfðagreiningu. Verðmæti þessarar
eignar mun nú vera nálægt kr.
15.000 eftir 3 ára ávöxtun.
Vegna hinnar smitandi bjartsýni
þeirra Kaupþingsmanna ákváðum
við að ræða við þá aftur í sept. sama
ár. Þá fengum við upplýst um sér-
lega góðan ávöxtunarmöguleika, það
væru Einingarbréf 9 (ekki Eining-
arbréf 7 sem auglýst eru þessa dag-
ana). Þessi bréf hefðu gefið af sér 20
til 25 % ávöxtun fyrri hluta ársins
(árið 2000). Tekið var fram að þetta
væri mjög há prósenta og væru líkur
til þess að hún lækkaði eitthvað í
framtíðinni, en greinilegt væri að
þessi bréf mundu í öllu falli gefa
mjög góðan arð.
Eftir góðar viðræður féllum við
fyrir þessari framtíðarsýn, léttum
enn á bankabókinni og fjárfestum
fyrir 1.000.000 í Einingarbréfum 9.
Verðmæti þessara bréfa nú í febr.
2003, eftir 3 ára ávöxtun, mun vera
um kr. 670.000.
Þetta tilskrif nú er tilkomið vegna
margra yfirlýsinga forsvarsmanna
Kaupþings í fjölmiðlum, þar sem
þeir þvo hendur sínar, jafnvel að fólk
ráði sér sjálft og eigi ekki að láta
Kaupþingsmenn hafa vit fyrir sér,
það geti sjálfu sér um kennt.
Kaupþing er nú dag eftir dag með
heilsíðuauglýsingar í Morgun-
blaðinu þar sem þeir dásama Eining-
arbréf 7 (ekki 9). Við hjónin höfum
því miður ekki efni á frekari kaup-
um.
Hverjir eru það sem hafa fengið
sitt pund svo vel ávaxtað hjá Kaup-
þingi, að forustan og allir starfs-
menn (sérfræðingarnir) hafi unnið
til svokallaðra kaupauka, sem hjá
fjármálafyrirtæki hlýtur að þýða góð
ávöxtun peninga? Peninga hverra?
GUÐMUNDUR
SIGURÞÓRSSON,
fyrrverandi deildarstj.,
Breiðuvík 2, Reykjavík.
Kaupþing enn
Frá Guðmundi Sigurþórssyni
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.