Morgunblaðið - 20.03.2003, Síða 50
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 49
FÓLK
HOLLENSKI knattspyrnumaður-
inn Marc Overmars hjá Barcelona
segir að hann hafi ekki hug á því að
fara á ný til Englands á næstunni til
að leika þar. Overmars, sem Arsen-
al seldi til Barcelona, hefur verið
orðaður við Liverpool og Manchest-
er United. „Ég er ánægður hjá
Barcelona og vil vera áfram hjá lið-
inu.“
KELD Bordinggaard, aðstoðar-
maður Morten Olsens, landsliðs-
þjálfara Dana, er farinn til Rúmeníu
til að kynna sér aðstæður og skoða
keppnisvöllinn í Búkarest, þar sem
Danir mæta Rúmenum 29. mars.
Leikurinn er afar þýðingarmikill
fyrir Dani, sem hafa hug á að komast
í lokakeppni EM í Portúgal.
ÞAR sem Danir vilja ekki lenda
upp á kant við Rúmena fyrir leikinn,
ætlar Bordinggaard ekki að tjá sig
um völlinn opinberlega fyrir leikinn,
en mun koma ábendingum til réttra
aðila, ef völlurinn í Búkarest er ekki
boðlegur.
MORTEN Olsen, landsliðsþjálfari
Dana, sagði fyrr í vetur að völlurinn í
Búkarest væri líkari kartöflugarði
en knattspyrnuvelli og vildi láta
Bordinggaard kanna völlinn betur.
MICHAEL Owen framherji Liver-
pool getur í kvöld sett met takist
honum að skora á móti Celtic í síðari
leik liðanna í 8-liða úrslitum UEFA-
keppninnar. Owen hefur skorað 20
mörk fyrir Liverpool í Evrópu-
keppninni, jafnmörg og Ian Rush, og
hefur engum leikmanni Liverpool
tekist að skora fleiri mörk fyrir fé-
lagið í Evrópukeppni.
GRAEME Souness knattspyrnu-
stjóri Blackburn og Andy Cole
framherji liðsins hafa náð sáttum en
heiftarlegt rifrildi þeirra á milli á æf-
ingu Blackburn-liðsins á föstudag-
inn varð til þess að Souness valdi
Cole ekki í leikmannahópinn fyrir
leikinn á móti Arsenal á laugardag-
inn. Þeir félagar hittust á fundi í gær
og hreinsuðu andrúmsloftið og þar
með kemur Cole inn í liðið sem mæt-
ir Newcastle um helgina.
FJÁRHAGUR þýska handknatt-
leiksliðsins Eisenach er afar bágur
um þessar mundir og svo kann að
fara að það verði gjaldþrota áskotn-
ist því ekki peningar sem fyrst. Eis-
enach skuldar um 24 millj. króna
auk þess sem stuðningsaðilar þess
hafa hlaupið undan merkjum. Liðið
er einnig nærri fallsvæðinu í 1. deild-
inni og ljóst að takist að bjarga fjár-
hagnum fyrir horn þá bíða þess erf-
iðir tímar því tveir sterkir leikmenn
yfirgefa það í vor, Norðmaðurinn
Johnny Jensen fer til Flensborgar
og Stephan Just til Grosswallstadt.
Miðað við stöðuna þykir sýnt að ekki
komi jafnsterkir menn í þeirra stað.
Þess má geta að Julian Róbert
Duranona lék með Eisenach í nokk-
ur ár undir lok síðustu aldar.
VALUR tryggði sér í gær
Reykjavíkurmeistaratilinn í
meistaraflokki kvenna í
knattspyrnu. Valur og
Breiðablik áttust við í loka-
leiknum í Fífunni í Kópavogi
í gær og skildu liðin jöfn,
1:1. Stigið nægði Valskonum
til að hampa titilinum. Þær
hlutu 10 stig, einu meira en
Íslandsmeistarar KR.
Breiðablik komst yfir í
leiknum með marki Hjördís-
ar Þorsteinsdóttur en Rut
Bjarnadóttir jafnaði metin
fyrir Hlíðarendaliðið og þar
við sat.
Selfoss er með ungt og efnilegtlið. Við vorum kannski sjálfum
okkur verstir framan af leik, vor-
um í „ströggli“ til
að byrja með en eft-
ir 15 mínútna leik
tókum við okkur á
og kláruðum þetta
eins og menn. Við vorum ekki al-
veg rétt innstilltir í byrjun, en slíkt
vill gerast,“ sagði Ágúst Jóhanns-
son, þjálfari Gróttu/KR eftir leik.
Grótta/KR á eftir tvo erfiða leiki
við Þór á útivelli og FH á heima-
velli. „Það er fínt að vera komnir í
5. sætið og því ætlum við að halda,
en til þess þurfum við að vinna
bæði Þór og FH. Það verður erfitt
verkefni, það er á hreinu. En ég
var feginn að ná þessum tveimur
stigum í kvöld. sSelfyssingar byrja
á að taka Alexanders Petersons úr
umferð og gaf það góða raun þar
sem Selfyssingar leiða. Grótta/KR
skoraði sín fyrstu þrjú mörk úr vít-
um en síðan þegar leið á hálfleik-
inn, tóku gestirnir á sig rögg og
þreytan fór að síga á fáa leikmenn
Selfyssinga. Í hálfleik var staðan
12:19.
Gestirnir mættu grimmir til
leiks í upphafi seinni hálfleiks, og
skoruðu þeir 12 mörk á móti 1
marki heimamanna fyrstu 20 mín-
úturnar. Eftir það slökuðu Gróttu-
menn á og hvíldu lykilleikmennina.
Selfyssingar löguðu stöðuna aðeins
síðustu mínúturnar.
Hjá heimamönnum var Ívar
Grétarsson þeirra besti maður og
stjórnaði hann leik Selfyssinga
ágætlega á miðjunni og mátti oft á
tíðum sjá fallegar sóknir í fyrri
hálfleik. Hjá Gróttu/KR voru það
Páll Þórólfsson og Petersons sem
stóðu sig einna best, en þrátt fyrir
að vera tekinn úr umferð var Pet-
ersons síógnandi fyrir utan. Sverr-
ir Pálmason skoraði grimmt fyrir
Gróttu, en hann var með 9 mörk í
gærkvöldi.
„Ég er mjög ánægður með fyrri
hálfleikinn hjá okkur, við vorum að
fá „slúttin“ úr hornunum og það
var það sem við þurftum. Í seinni
hálfleik datt síðan botninn úr þessu
hjá okkur. Þeir tóku Ramúnas út
og við lendum í sömu vandræðum
og í allan vetur. Markvarslan var
ekki eins og hún á að vera og þeg-
ar þetta allt spilar saman er út-
koman þessi. Þá eru einnig búin að
vera mikil veikindi hjá okkur, en
það er kannski engin afsökun. Við
eigum eftir ÍBV úti og HK heima,
við stefnum auðvitað að sigri úti í
Eyjum,“ sagði Ívar Grétarsson,
besti maður Selfyssinga í gær-
kvöldi.
Selfoss engin hindrun
GRÓTTA/KR skaust upp í 5. sæti Esso-deildarinnar í handknattleik,
eftir stórsigur á Selfyssingum í gærkvöldi, 36:19. Selfyssingar áttu
þó í fullu tré við Gróttu/KR fyrstu 15 mínútur leiksins sem heima-
menn leiddu, en Selfoss skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Hins veg-
ar var aldrei spurning hver færi með sigur af hólmi í seinni hálfleik,
en þá skoruðu Gróttumenn 17 mörk á móti 7 mörkum Selfyssinga,
þar af skoruðu gestirnir 12 mörk á móti 1 marki heimamanna fyrstu
15 mínútur seinni hálfleiks.
Helgi
Valberg
skrifar
Ljóst að Þorbergur Aðalsteins-son, sem tók við FH, á dög-
unum hefur náð að rífa upp sjálfs-
traust leikmanna
FH. Hefur þeirunn-
ið fjóra af þeim
fimm leikjum sem
hann hefur stýrt
þeimí. Mikið var í húfi fyrir heima-
menn FH í gær og þeir virtust gera
sér vel grein fyrir því. Drifnir áfram
af baráttujaxlinum Hálfdáni Þórð-
arsyni sýndu þeir strax að eingöngu
sigur kæmi til greina. Engu að síð-
ur voru Mosfellingar sprækir í byrj-
un og komust í 4:3 eftir að Reynir
Þór Reynisson í marki þeirra varði
tvö vítaskot. Menn voru sókndjarfir
þó að mörkin væru ekki mörg því
markverðir beggja liða stóðu sig vel
á milli stanganna. Um miðjan hálf-
leik misstu gestirnir einbeitinguna í
nokkrar mínútur og Hafnfirðingar
gengu strax á lagið og náðu mest
fimm marka forystu þegar Logi
Geirsson skoraði átta af 10 síðustu
síðustu mörkunum fyrir hlé.
Hafnfirðingar byrjuðu síðari hálf-
leikinn af krafti og náðu aftur fimm
marka forystu en slökuðu síðan full-
mikið á klónni og þó að nokkuð væri
dregið úr baráttuþreki gestanna
tókst þeim saxa á forskotið niður í
tvö mörk, 23:21, rétt eftir miðjan
hálfleik. Það var nóg til að FH-ing-
ar skerptu duglega á baráttunni og
leiðir skildu.
„Við tókum þetta með hörkuvörn,
sérstaklega í síðari hálfleik en
sjálfstraustið hjá okkur er á réttu
róli og þegar við náum svona vörn
getum við mjög mikið,“ sagði Magn-
ús markvörður sem átti stórleik í
markinu með 24 skot varin. „Ég
hugsa ekkert um úrslitakeppnina
ennþá, það er allt önnur keppni og
við tökum einn leik fyrir í einu. Við
erum enn ekki öruggir þangað og
verðum að halda áfram en þetta er
allt á réttri leið þó að ýmislegt megi
bæta. Leikir okkar voru köflóttir í
vetur og margir góðir en nú er
sjálfstraustið komið, menn eru farn-
ir að þora að taka almennilega á
þessu og fórna sér í leikinn.“ Magn-
ús, Hálfdán og Logi voru lang-
atkvæðamestir hjá FH.
„Við erum í erfiðri og leiðinlegri
stöðu þegar við höfum að engu að
keppa nema stríða hinum liðunum,“
sagði Daði Hafþórsson, sem skoraði
fjögur mörk fyrir Mosfellinga. „Þá
er erfitt að koma réttum baráttu-
anda í leikmenn og okkur vantaði
einbeitinguna eins og svo oft í vetur
en við leyfum öllum að spila og
reynum að hafa gaman af þessu. Við
förum samt í alla leiki til að gera
okkar besta þar til yfir lýkur.“ Hjá
Aftureldingu byrjaði Reynir Þór vel
en missti taktinn. Daði stóð fyrir
sínu einsog Sverrir Björnsson en
tveir ungir piltar, Hrafn Ingvarsson
og Einar Ingi Hrafnsson, áttu góða
spretti.
FH tók áttunda
sætið af Fram
SJÁLFSTRAUSTIÐ var sannarlega í lagi hjá FH-ingum þegar þeir
fengu Aftureldingu í heimsókn í Kaplakrika í gærkvöldi og þá var
ekki að sökum að spyrja. Mosfellingar, sem eiga ekki möguleika á
að komast í úrslitakeppnina, náðu þó að hanga í Hafnfirðingum
fram í síðari hálfleik en þá skildu leiðir endanlega. FH-ingar unnu
31:23 og skutust upp fyrir Fram í 8. sæti deildarinnar en ef þeir
bjóða uppá svipaða baráttu aftur er ljóst að möguleikar þeirra á að
halda því mikilvæga sæti eru miklir. Síðustu tveir leikirnir munu
skilja milli feigs og ófeigs en auk FH berjast Grótta/KR, HK, Þór frá
Akureyri og Fram einnig um fjögur laus sæti í deildinni – eitt situr
eftir.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Valur
Reykja-
víkur-
meistari
FYLKIR hyggst vekja karladeild
félagsins í handknattleik til lífs á
nýjan leik og ætla Árbæingar að
senda lið til keppni á næsta tíma-
bili. Þessa dagana eru forráðamenn
Fylkisliðsins að þreifa fyrir sér á
leikmannamarkaðnum og safna liði
og eins stendur yfir leit að þjálfara.
Efstur á óskalista Árbæinga í þjálf-
arastarfið er Haukamaðurinn Hall-
dór Ingólfsson og hafa Fylkismenn
þegar rætt við hann um að taka að
sér starfið og leika jafnframt með
liðinu.
„Já, þetta hefur verið viðrað við
mig en málið er ekki komið lengra
en það. Ég ætla bara að skoða þetta
í rólegheitum en fyrst ætla ég að
einbeita mér að komandi verk-
efnum með Haukunum enda úr-
slitakeppnin framundan. Ég neita
því samt ekki að það hefur blundað
í mér að fara út í þjálfun svo ég úti-
loka ekkert í þessu sambandi,“
sagði Halldór við Morgunblaðið í
gær.
Samningur Halldórs við Hauka
er uppsegjanlegur eftir hvert tíma-
bil og því er ekkert því til fyrir-
stöðu að Halldór söðli um og taki að
sér að þjálfa og spila með Fylkis-
mönnum á næstu leiktíð.
Sigmundur Lárusson, einn
þeirra sem er í forystu Fylk-
ismanna að endurvekja karlaliðið,
sagði við Morgunblaðið í gær að
allt væri á fleygiferð í Árbænum og
stefnt væri á að mæta með öflugt
lið til keppni næsta haust.
„Það er 100% öruggt að við verð-
um með lið á næsta tímabili. Við er-
um þessa dagana að negla saman
lið og ég get lofað því að það verður
miklu sterkara en það lið sem lék
síðast í 1. deildinni. Það er mikill
hugur í okkur,“ sagði Sigmundur.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að Fylkismenn séu í við-
ræðum við Heimi Örn Arnarson,
fyrrum leikmann KA, sem leikur nú
með norska 1. deildarliðinu
Haslum, og þá hyggjast Fylkis-
menn reyna að fá Róbert Julian
Duranona til liðs við sig en hann
leikur þessa dagana með þýska lið-
inu Wetzlar.
Karladeild Fylkis var lögð niður
eftir tímabilið 2000–01 en þá léku
Fylkismenn í 2. deild en voru tíma-
bilið á undan í efstu deild. Ekki er
hægt að segja að árangur Árbæj-
arliðsins hafi verið glæsilegur þessi
ár. Liðið hlaut 2 stig í 1. deildinni
1999–2000 en ekkert stig í 2. deild-
inni árið eftir.
Halldór og Duranona til Fylkis?
Halldór Ingólfsson
HJÁLMAR Þórarinsson,
knattspyrnumaðurinn efnilegi
úr Þrótti í Reykjavík, dvelur
þessa dagana hjá hollenska
Heerenveen, sem er í 11. sæti
úrvalsdeildarinnar þar í landi.
Honum var boðið þangað til
reynslu og hann verður þar
fram að helgi. Hjálmar, sem er
nýorðinn 17 ára gamall, hefur
þegar skorað þrjár þrennur
fyrir Þróttara í Reykjavík-
urmótinu og deildabikarnum á
þessu ári en hann lék talsvert
með meistaraflokki félagsins í
fyrra þó hann væri enn í 3.
flokki.
Hjálmar
hjá Heer-
enveen