Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 57

Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 57
Lack Of Trust Lack of Trust heitir dauðarokksveit úr Reykjavík. Sveitarmenn eru Sigurvin Eð- varðsson söngvari/öskrari, Ingvar Sæmunds- son gítarleikari, Egill Þór Hallgrímsson bassa- leikari, Torfi Már Guðbjartsson gítarleikari og Gunnar Þór Einarsson trommuleikari. Meðal- aldur sveitarmanna er sautján ár. Dáðadrengir Dáðadrengir eru af höfuðborgarsvæðinu. Liðsmenn eru Karl Ingi Helgason hljómborðsleikari og rödd, Helgi Pétur Hannesson trommuleikari, Atli Erlendsson rödd og básúna, Björgvin Karlsson rödd og Sindri Eldon Þórsson bassaleikari. Þeir leika að sögn electroboogie-hiphop og eru á ýmsum aldri, allt frá 17 til 22. Músíktilraunir á nýjum stað Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir er haldin í 21. sinn. Árni Matthías- son segir frá keppninni sem fram heldur í Hinu húsinu í kvöld. MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, verður fram haldið í kvöld sem er þriðja tilraunakvöldið af fimm. Tilraunirnar eru nú haldnar í 21. sinn og hafa hingað til verið í Tónabæ nema úrslitakvöldin hafa sum verið haldin annars staðar. Í kvöld verður aftur á móti breyting á enda eru nú Tónabær og Hitt húsið í sam- starfi og skipta með sér kvöldum. Fyrstu til- raunakvöldin að þessu sinni, 6. og 13. mars sl., voru þannig haldin í Tónabæ en í kvöld keppa ellefu hljómsveitir í Hinu húsinu um sæti í úrslitum sem haldin verða í Austurbæ 21. mars. Hljómsveitirnar keppa um hljóðverstíma að vanda og velur sigursveitin á milli þess að fá 30 tíma í hljóðveri Thule eða útgáfusamn- ing hjá Eddu útgáfu. Fyrir annað sætið eru tveir sólarhringar í Stúdíói Sýrlandi eða fjór- ir sólarhringar í Stúdíói Grjótnámunni og þriðja sæti gefur 25 tíma í hljóðveri Geim- steins. Talsvert er einnig af aukaverðlaunum. Efnilegasti hljómborðsleikari/forritari fær úttekt úr Tónastöðinni, efnilegasti trommari úttekt úr Hljóðfærahúsinu, efnilegasti bassa- leikari sömuleiðis, efnilegasti gítarleikari út- tekt úr hljóðfæraversluninni Rín, efnilegasti söngvari/rappari Shure hljóðnema úr Tóna- búðinni og bjartasta vonin fær úttekt frá Pfaff. Öll tilraunakvöldin hefjast kl. 19.45 og fyrsta hljómsveit byrjar að leika kl. 20. Svo verður einnig í kvöld í Hinu húsinu. SLF Narfar SLF Narfar er rappsveit skipuð þeim Erlingi Erni Hafsteinssyni og Valtý Bjarka Valtýs- syni sem rappa, og Davíð Kristjánssyni sem sér um tölvur og takta. Lena Lena heitir rokksveit úr Keflavík skipuð þeim Björgvini Ívari Baldurssyni bassaleikara, Herði Þórðarsyni trommuleikara og Kjartani Þórðarsyni gítarleikara og söngvara. Þeir eru allir á sautjánda árinu. Kismet Úr Reykjavík og Kópavogi kemur hljóm- sveitin Kismet sem í eru Petre Manolescu gít- arleikari og söngvari, Steindór Haraldsson trommuleikari, Ragnar Lárusson gítarleikari og söngvari og Matthías Arnalds bassaleikari og söngvari. Meðalaldur þeirra er rúm sautján ár. Flirt Flirt heitir rokktríó úr Kópavogi. Það skipa Sigurður Hannesson trommuleikari, Guð- laugur Gíslason gítarleikari og söngvari og Árni Magnússon bassaleikari. Þeir eru allir fæddir fyrir nítján árum. Lunchbox Lunchbox er hljómsveit úr Mosfellsbæ sem leikur melódískt pönkrokk. Í henni eru þeir Brynjar Konráðsson trommuleikari, Andrés Lárusson bassaleikari, Egill Kári Helgason gítarleikari, Eiður Steindórsson söngvari og Einar Kristján Bridde gítarleikari. Meðal- aldur þeirra er tuttugu ár. Diluted Frá Selfossi kemur hljómsveitin Diluted sem leikur metalcore. Liðsmenn eru Hafþór Magnússon trommuleikari, Kári Guðmunds- son söngvari, Gísli Einar Ragnarsson og Atli Steinn Hrafnkelsson, sem leika á gítara, og Friðrik Brynjar Friðriksson bassaleikari. Meðalaldur þeirra er rúm sautján ár. Danni og Dixielanddvergarnir Danni og Dixielanddvergarnir er hljómsveit úr Reykjavík skipuð Snorra Haraldssyni saxófónleikara, Kristjáni Hrannari Pálssyni píanóleikara, Arnljóti Sigurðssyni bassaleik- ara, Örvari Erling Árnasyni trommuleikara og Daníel Þresti Sigurðssyni trompetleikara. Meðalaldur þeirra félaga er tæp sautján ár og þeir leika djasssveiflu með grúvívafi. Still not Fallen Still not Fallen er hljómsveit úr Reykjavík sem leikur metalcore. Hana skipa gítarleikararnir Gunnar Cortes og Ragnar Már Nikulásson, trommuleikarinn Sigurður Orri Jóns- son, bassaleikarinn Jón Otti Sigurðs- son og söngvarinn Haukur Már Guð- mundsson. Meðalaldur þeirra er rúm átján ár. Einangrun Rock ’n’ roll-sveitina Einangrun skipa Birgir Ólafsson, sem leikur á trommur, Haraldur Gunnar Matthías- son, sem leikur á gítar og syngur, Ingi Ernir Árnason, sem leikur á bassa, og Kristófer Eðvarðsson, sem leikur á gítar. Þeir félagar eru flestir á sautjánda árinu, en einn á því sex- tánda. 56 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16 Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Aukasýningar vegn a fjölda áskoranna 4 sýningardagar eftir SV MBL HK DV HJ MBL  SG Rás 2 Radio X Kvikmyndir.com HK DV  Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 2Tilnefningar til Óskarsverðlaunabesti leikari í aukahlutverki: Christopher WalkenBesta Tónlist - John Williams Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12. 7 Bestamyndársins BestileikstjóriRoman Planski Besti leikari íaðalhlutverki:Adrian Brody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV 1/2 SK Radíó X  Kvikmyndir.com Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN Sýnd kl. 6 og 8. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.15 OG 10.10. B. I. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private R- yan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. 1/2 HL Mbl 1/2 Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL  Kvikmyndir.is SG DV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.