Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 61
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Bátsverjarnir af Röstinni sem björguðust í gær, Gestur Már Gunnarsson og Bergsveinn
Gestsson, móðurbróðir hans, við komuna á Rif á áttunda tímanum í gærkvöldi.
„ÞETTA er minn stærsti dagur á loðnu-
vertíð og er ég búinn að vera í þessu frá
árinu 1966,“ sagði Helgi Jóhannsson,
skipstjóri á loðnuskipinu Siku, við Morg-
unblaðið en hann bjargaði tveimur báts-
verjum af Röst SH-134, sem sökk á svip-
stundu úti fyrir Svörtuloftum á
Snæfellsnesi síðdegis í gær. Mennina sak-
aði ekki og kom björgunarskipið Björg til
móts við Siku og flutti þá til hafnar á
Rifi.
Bátsverjarnir, sem eru frændur frá
Stykkishólmi, voru í skýrslutökum hjá
lögreglunni í Ólafsvík fram eftir kvöldi
og samtal náðist ekki við þá af þeim sök-
um. Er þeir komu í land á Rifi sögðu þeir
fréttaritara Morgunblaðsins að þeir hefðu
verið á leiðinni með Röst til Reykjavíkur,
þegar óhappið varð, þar sem búið var að
selja trilluna þangað. Röst var 30 tonna
trébátur, smíðaður hér á landi fyrir
þremur áratugum.
Loðnuskipið Siku bjargaði bátsverjunum af Röst SH úr sjávarháska
„Minn stærsti
dagur á
loðnuvertíð“
Mannbjörg/12
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
OPINBER heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, til Slóveníu hófst í höfuðborg
landsins, Ljúbljana, í gær. Var forseta og fylgd-
arliði hans vel tekið, en Íslendingar urðu meðal
fyrstu þjóða heims til að viðurkenna sjálfstæði
Slóveníu árið 1991.
Ólafur Ragnar og heitkona hans, Dorrit
Moussaieff, skoðuðu m.a. miðbæ Ljúbljana í gær í
fylgd Peters Krecic, forstjóra Arkitektúrsafnsins.
Þjóðirnar tvær eiga sitt hvað sameiginlegt, þar á
meðal jarðhita, og eru fulltrúar frá íslenskum
orkufyrirtækjum með í för til að kynna Slóvenum
hvernig Íslendingar nýta jarðhita. Vonast forseti
Íslands til að viðræður orkufyrirtækjanna og slóv-
enskra stjórnvalda verði til þess að skapa grund-
völl að samvinnu í framtíðinni.
Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir
Opinber heim-
sókn forseta til
Slóveníu hafin
Slóvenía/6
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði á blaðamannafundi í
gær að oft væri kvartað yfir að
skattleysismörk væru of lág á Ís-
landi. Sú fullyrðing stæðist hins
vegar ekki nánari skoðun því
skattleysismörk væru óvíða hærri
en hér á landi.
Miðað við tölur OECD frá árinu
2000, væru skattleysismörk á Ís-
landi mun hærri en á hinum Norð-
urlöndunum, Bretlandi og flestum
Evrópulöndum. Þannig byrjuðu
Svíar að greiða skatta þegar
tekjur þeirra hefðu náð 6.000
krónum íslenskum, en Íslending-
ar þegar tekjurnar næðu 6.000
sænskum krónum eða um 60.000
íslenskum. Munurinn væri tífald-
ur miðað við árið 2000. Skattleys-
ismörk á Íslandi hefðu síðan
hækkað enn fram til ársins 2003
líkt og sést á meðfylgjandi töflu.
Meðalskattbyrði hjóna
hvað lægst á Íslandi
Geir sagði að há skattleysis-
mörk og hóflegir tekjuskattar yllu
því að íslenskar fjölskyldur
greiddu lágt hlutfall tekna sinna í
tekjuskatta. Einnig yrði að taka
tillit til þess að til viðbótar við
tekjuskatta greiddu einstaklingar
í mörgum OECD-ríkjum ákveðið
gjald af launum sínum til al-
mannatrygginga, sem þekktist
ekki hér á landi. Þau gjöld væru
þegar inni í skatthlutfallinu og al-
mannatryggingar greiddar af
fjárlögum.
Meðalskattbyrði hjóna með tvö
börn í OECD-ríkjunum miðað við
meðaltekjur árið 2001 væri hvað
minnst á Íslandi. Hlutfallið hér er
innan við 15% en tæplega 40% hjá
dönsku meðalhjónunum.
Skattbyrði/Miðopna
5(E!"#
-F//.*
&'..
?7.*
.= //.*
.*
:7+,%
6+.*
...*
.*
.*G
(.7//%=.*%
3'#
<4(, (
Skattleysismörk eru
hvað hæst á Íslandi
STJÓRN SPRON barst í gær til-
kynning um væntanlegt framboð
og krafa um hlutbundna kosningu,
þ.e. listakosningu, til stjórnar
sparisjóðsins frá Pétri Blöndal.
Pétur segir að með framboðinu sé
verið að gæta hagsmuna stofnfjár-
eigenda.
Viljum að stofnfjáreigendur
geti fengið sanngjarnt verð
„Við sem að þessu stöndum vilj-
um að stofnfjáreigendur geti fengið
sanngjarnt verð fyrir stofnfé sitt,
eins og vonir stóðu til á síðasta
sumri, en þær vonir rættust ekki.
Við erum að bjóða upp á valkost,
svo stofnfjáreigendur geti valið
nýja menn í stjórn. Það er auðvitað
ekki nema eðlilegur þáttur í lýð-
ræðinu. Hvati að þessu framboði
eru símhringingar og tölvuskeyti
frá fjölda stofnfjáreigenda,“ segir
Pétur.
Að sögn Jóns G. Tómassonar,
stjórnarformanns SPRON, er
þetta í fyrsta skiptið í rúmlega 70
ára sögu sparisjóðsins sem þetta
gerist. Hann segir að gert sé ráð
fyrir þessum möguleika bæði í lög-
um og reglum SPRON og því muni
þessi kosning fara fram.
Snýst um framtíð
sparisjóðsins
Aðalfundur SPRON verður
haldinn næstkomandi miðvikudag.
Jón segir að stjórn SPRON hafi
vitað af því að til hafi staðið að
fram kæmi ósk um hlutbundna
kosningu til stjórnar sjóðsins, og
því hafi stjórnin verið búin að und-
irbúa lista sem boðinn verður fram
til stjórnarkjörs. Listinn sé boðinn
fram með fulltingi stjórnarinnar
og starfsmannafélagsins. Á listan-
um eru: Jón G. Tómasson, Hildur
Petersen, Árni Þór Sigurðsson,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ari
Bergmann Einarsson.
Jón segir að stjórn SPRON telji
að þetta mál snúist um framtíð
sparisjóðsins og sjálfstæða starf-
semi hans og framþróun á kom-
andi árum. Vöxtur og góð arðsemi
af slíkum rekstri sé besta trygg-
ingin sem stofnfjáreigendur fái
fyrir góðum arði. Stjórnin muni
gera tillögu um það á aðalfund-
inum í næstu viku að greiddur
verði 18% arður af stofnfjárbréf-
um, framreiknuðum, og auk þess
5% verðlagsuppfærsla sem sé
heimilt samkvæmt lögum. Raun-
ávöxtun verði því samtals 23%,
verði tillaga stjórnarinnar sam-
þykkt.
Jafnframt hafi verið unnið að
því að kanna möguleika á verð-
mætaaukningu í viðskiptum með
stofnfjárbréf, en stjórnin vilji fara
að réttum lögum í því efni.
Tveir listar í kjöri
til stjórnar SPRONÁRNI Kristjánsson,píanóleikari og fyrr-verandi tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins, er lát-
inn, 96 ára að aldri.
Árni fæddist á
Grund í Eyjafirði 17.
desember 1906 og
stundaði tónlistarnám í
Berlín og Kaupmanna-
höfn á árunum 1923 til
1932. Hann hóf
kennslu við Tónlistar-
skólann í Reykjavík
árið 1933 og gegndi
jafnframt stöðu skóla-
stjóra skólans frá 1936
til 1956. Hann var aðstoðarskóla-
stjóri frá 1956 til 1959 og var sama
ár ráðinn tónlistarstjóri Ríkisút-
varpsins. Gegndi hann því starfi til
1975.
Á ferli sínum hélt Árni fjölda tón-
leika hérlendis sem erlendis sem
einleikari og kom einnig fram með
öðrum tónlistarmönnum. Þá hljóð-
ritaði hann mikið af píanóleik sínum
fyrir útvarp og lék inn á eina hljóm-
plötu. Árni gegndi
fjölda annarra starfa
og sat m.a. í stjórn
Sinfóníuhljómsveitar
Íslands og Bandalags
íslenskra listamanna.
Þá stofnaði hann Fé-
lag íslenskra tónlistar-
manna og var formað-
ur félagsins um skeið.
Hann sinnti einnig
ritstörfum og annaðist
m.a. útgáfu á verkum
Matthíasar Jochums-
sonar. Þá liggur eftir
hann ritgerðasafnið
Hvað ertu tónlist, sem
kom út 1986. Einnig þýddi hann og
skrifaði bækur um öndvegistón-
skáld, nú síðast bók um Beethoven,
sem kom út á síðasta ári. Árni hlaut
margskonar viðurkenningar fyrir
störf sín og var m.a. sæmdur hinni
íslensku fálkaorðu þrívegis.
Eftirlifandi eiginkona Árna er
Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Þau
eignuðust þrjú börn og eru tvö
þeirra á lífi.
Árni Kristjánsson
píanóleikari látinn