Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hann vill endilega launa ykkur lífgjöfina, hvort viljið þið að hann komi með strák eða stelpu? Gullmótið í stúlknaknattspyrnu Þúsund börn að eltast við bolta GULLMÓTIÐ íknattspyrnu verð-ur haldið í Kópa- vogi þriðju helgina í júlí, 19.–20. júlí nánar tiltekið. Þetta er gríðarlega mikið knattspyrnumót, en sér- staða þess er þó einkum sú, að þetta er stúlknamót og keppendur allt frá 19– 20 ára og niður í 5 til 6 ára á stangli. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Afl- vaka, er formaður ung- linganefndar knattspyrnu- deildar Breiðabliks og er því nokkurs konar fram- kvæmdastjóri Gullmóts- ins. – Þetta er orðið nokkuð gamalt mót, ekki satt? „Jú, það verður haldið í nítjánda skipti í sumar. Við sem stöndum að þessu móti, knattspyrnudeild Breiðabliks með aðstoð og fulltingi gífurlegs fjölda einstak- linga úr röðum fjölskyldna knatt- spyrnukrakka í Kópavogi, tölum gjarnan um það okkar í millum að þetta mót sé vagga kvenna- knattspyrnu á Íslandi. Til marks um það er að flestar okkar bestu knattspyrnukonur léku sína fyrstu leiki á Gullmótinu.“ – Fyrir hvaða aldursflokka er mótið? „Eiginlega alla, þ.e.a.s. það er keppt í 6. flokki þar sem kepp- endur eru niður í 5–6 ára og upp í 2. flokk þar sem elstu stúlkurnar eru 19–20 ára.“ – Hversu fjölmennt er þetta mót ykkar? „Þetta er mjög stórt mót og dalurinn okkar allur undirlagður. Í fyrra voru keppendur upp undir eitt þúsund talsins og þetta voru lið hvaðanæva af landinu. Við vorum með lið frá Bolungarvík, Siglufirði, víða að af Austfjörðum, Vestmannaeyjum og víðar. Þar kemur þverskurðurinn fram.“ – Hafa verið erlend lið á mótinu? „Já, það hafa komið lið erlendis frá og verið getur að svo verði í sumar. Næsta sumar verður Gullmótið haldið í tuttugasta skipti og þá er stefnt að vinabæj- arþátttöku.“ – Hefur mótið farið stækkandi ... og eru engin takmörk fyrir því hvað þið getið tekið á móti mörg- um? „Jú, mótið hefur verið að hlaða utan á sig. Það er hins vegar ekki hægt að hlaða utan á það enda- laust. Ég myndi halda að við ætt- um í erfiðleikum með að halda mót fyrir fleiri en um það bil 1.200 þátttakendur. Við erum því innan markana enn.“ – Svona mót hlýtur að þurfa gífurlega skipulagningu? „Það er óhætt að segja það og rétt að það komi fram, að öll vinna við það er unnin í sjálfboða- vinnu. Það eru um 700 ungmenni undir merkjum knattspyrnu- deildar Breiðabliks og þetta er mikið og öflugt starf. Þetta eru bæði strákar og stelpur og Gullmót- ið er meðal annars fjáröflunarmót fyrir knattspyrnudeildina. Það eru foreldrar þessara barna sem að koma að skipulagningunni og framkvæmdinni og mér er óhætt að segja að flestir foreldr- ar knattspyrnubarna í Breiða- bliki komi að þessu móti að meira eða minna leyti. Það er auk þess orðið þannig að mjög stór hópur þessara foreldra hefur orðið mikla reynslu í sínu starfi, geng- ur í sömu verkin ár eftir ár og það tryggir að skipulagið helst ævinlega og allt fer vel fram. Það er gríðarlega mikið óeigingjarnt starf sem þarna er unnið og fleiri hundruð manns sem koma þar að, enda er verið að tala um gæslufólk, skipuleggjendur, fólk sem kemur að mat, dómara og ritstjórn mótsblaðs sem gefið er út. Þetta er svo viðamikið að það ganga vaktir á sumum sviðum.“ – Hvað með alla þessa hópa ut- an af landi, hvar gista þeir og hvað er gert fyrir þessa krakka fyrir utan að skipuleggja fyrir þá knattspyrnumót? „Það er gist í Smáraskóla. Fyr- ir utan knattspyrnuna þá hafa alltaf verið kvöldvökur og grill- veislur. Við ætlum að þessu sinni, og væntanlega framvegis, að liðka þetta form eitthvað til. Það er nefnilega erfitt að finna það skemmtanaform sem hentar jafn- vel samtímis fyrir 5–6 ára og 19– 20 ára. Þessir hópar geta gert sumt sameiginlega, en við ætlum að brjóta þetta meira upp fyrir eldri stelpurnar, 16 til 20 ára. Ein hugmyndin er að efna til skemmtimóts innanhúss þar sem valið verður upp á nýtt í lið og stelpurnar geta spilað leiki með stelpum úr öðrum liðum. Fleiri hugmyndir eru undir smásjánni.“ – Er fullskipað á mótið eða er- uð þið enn að taka við umsókn- um? „Við erum enn að taka við um- sóknum. Það er auðvit- að betra að lið séu skráð með fyrirvara, en það er lengi hægt að komast að.“ – Er ekki styrkleika- skipt til að ekki sé verið að valta yfir slakari lið? „Jú, það er ekki spurning. Þetta eru 7 manna lið og leikið þversum yfir hálfan völl. Það eru a-lið og b-lið og þegar raðað er í riðla þá eru a-lið saman og b-lið saman. Við leggjum áherslu á að allir fái að keppa mikið, þannig að lágmarksleikjafjöldi sé ekki undir 6 leikjum.“ Ari Skúlason  Ari Skúlason fæddist á Hellis- sandi 8. janúar 1956. Hann nam hagfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Árósum. Hann lauk námi árið 1983 og starfaði þá í nokkur ár í kjararannsókna- nefnd og í eitt ár við félagsmála- stofnun Árósa. Á árunum 1988– 2001 var hann hagfræðingur og framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, ASÍ, en árið 2001 réðst hann til Aflvaka sem framkvæmdastjóri og þar starf- ar hann enn. Áhersla á að allir fái að keppa mikið FJÖLDI barna og unglinga hefur löngum haft sumarvinnu af að gæta barna. Sú var tíðin að ekki var spurt um aldur barnfóstra en það vita ekki allir að óheimilt er að ráða börn yngri en 15 ára til barnagæslu. Þetta kemur fram í samantekt Vinnueftirlits ríkisins um lágmarksaldur fyrir störf við barnagæslu, sem er aðgengileg bæði á heimasíðu Vinnueftirlits- ins og heimasíðu Árvekni. Herdís Storgaard, fram- kvæmdastjóri Árvekni, telur að það hafi orðið mikil vitundar- vakning í þessum málefnum með- al almennings á liðnum árum. Hún segir að á hverju vori og sumri berist fjöldi símtala, fyr- irspurna og athugasemda um ald- ur barnfóstra. Að hennar sögn stóð Árvekni nú í vetur fyrir því að kalla saman umboðsmann barna, fulltrúa frá Vinnueftirliti ríkisins og fulltrúa frá Rauða krossi Ís- lands til að ræða þessi mál. Í kjöl- farið vann Vinnueftirlitið fyrr- greinda samantekt úr þeim lögum og reglugerðum sem gilda um vinnu barna og unglinga og færði inn á heimasíðu sína. „Við hjá Ár- vekni höfum í langan tíma vitað af þeirri staðreynd að tiltölulega ung börn séu að gæta sér yngri barna. Það hefur lengi verið talið eðlilegt á Íslandi að börn séu að passa börn, sem er náttúrlega ekki eðli- legt. Þessu þarf að breyta,“ bendir Herdís á. Ónógt eftirlit orsök slysa Hún segir að þær raddir hafi heyrst að ekki væri hægt að fá 15 ára einstaklinga til þess að passa börn, en segist viss um að sú sé ekki raunin nú þegar atvinnu- ástandið sé erfitt. „Aðalmarkmið- ið með því að kalla saman þennan hóp var að finna leiðir til að koma þeim upplýsingum á framfæri til foreldra að lög í landinu mæla svo fyrir að börn undir 15 ára aldri séu ekki ráðin til barnfóstru- starfa. Slys á börnum má oftast rekja aðallega til þess að þau eru ekki undir nægilegu eftirliti. Börn undir 12 ára aldri hafa hvorki líkamlegan né andlegan þroska til að gæta að sjálfum sér og hvað þá öðrum. Það er þetta sem er aðaláherslan, að fólk skilji þetta og fari að hegða eftirliti sínu með börnum eftir þessu,“ segir Herdís. Aðspurð segir hún að foreldar geti innan ákveðinna skynsemis- marka látið börn gæta að öðrum börnum á kvöldin. Hún segir við- kvæðið vera meðal foreldra, þegar jafnvel 10 ára börn eru skilin eftir heila kvöldstund með smábörn, að tíu ára barnið sé nú svo skynsamt. Hún bætir við að sá möguleiki gleymist gjarnan að ýmislegt geti komið fyrir. „Fólk þarf að spyrja sig ákveð- inna spurninga um getu barnfóstr- unnar til að ráða við óvænt atvik. Á heimasíðu Árvekni, www.ar- vekni.is, er að finna samantekt um atriði sem foreldrar þurfa að fara yfir með barnfóstrunni áður en barnið er skilið eftir í umsjá henn- ar,“ bendir hún á og hvetur for- eldra til þess að kynna sér þau nánar. Börn yngri en 15 ára starfi ekki við barnagæslu Gæsluvarðhaldsúrskurður yf- ir manni um tvítugt, sem ját- að hefur aðild að ráni í Spari- sjóði Kópavogs, hefur verið framlengdur til 26. maí. Lög- reglan í Kópavogi óskaði eftir lengri framlengingu en dóm- ari varð ekki við þeirri ósk. Ránið var framið 16. maí en maðurinn var tekinn höndum um kvöldið eftir að myndir af honum höfðu birst í sjón- varpi. Ránsfengurinn hljóp á hundruðum þúsunda og hefur ekki fundist. Gæslu- varðhald framlengt GUÐMUNDUR Gunnarsson varendurkjörinn formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands á 15. þingi sam- bandsins sem haldið var fyrir skömmu. Anna Melsteð, sem situr í miðstjórn sambandsins, segir að um- ræðan á þinginu hafi verið mjög góð. Engin átök á þinginu „Það voru engin átök á þinginu nema síður sé,“ sagði hún aðspurð. Hún sagði að rekstrarvandamál skólakerfis rafiðnaðarmanna og dómsmál vegna fyrrverandi skóla- stjóra hefði komið til umræðu á þinginu, „en það kom á óvart að þingfulltrúar töldu ekkert vantalað í þeim efnum“. Hún sagði að svo virt- ist sem þingfulltrúar litu svo á að þau mál tilheyrðu fortíðinni enda hefði áhersla verið lögð á framtíðina í um- ræðum á þinginu. Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á þinginu, m.a. lagði þingið áherslu á að fyrirhugaðar skatta- breytingar yrðu ekki skiptimynt í stað „réttmætra launahækkana í komandi kjarasamningum“, eins og það er orðað. Ný miðstjórn var kjörin á þinginu og urðu þau nýmæli að konur komu í fyrsta sinn inn í stjórnina. Þær eru Anna Melsteð, formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði, og Anna Nína Stefnisdóttir, varaformaður Félags íslenskra símamanna. Skattabreytingar verði ekki skiptimynt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.