Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 33
minn félagi. Einn góðan veðurdag, í glampandi sólskini, varð ég vör við „lögguna“ sem ók með blikkandi ljósum. Ég vék til hliðar til þess að hindra ekki verði laganna. Þá kom það í ljós að þeir áttu erindi við mig! Mér var gert að fara út úr bíl mín- um og beðin um að setjast upp í lög- reglubílinn. Ég gekk að honum og sagði um leið að mikið væri nú gam- an að fá að setjast upp í lögreglubíl, því að maðurinn minn sálugi hefði verið lögreglumaður. Þeim stökk ekki bros, þessum tveim ungu mönn- um, og báðu mig um að setjast aftur í bílinn, sem ég átti bágt með. Erindi þeirra við mig, þennan bjarta sumardag,var að á minna mig á að keyra með ljós! Ég svaraði bros- andi og sagði að þetta væri nú gott hjá þeim að stöðva okkur gamla fólk- ið, þeir ættu að gera meira af því. Best væri ef þeir tækju sig til og sett- ust upp í bílinn hjá manni til þess að kanna aksturslagið og leiðbeina ef ástæða væri til. En heilsunni hnignar með ár- unum. Ég þurfti að fara í mjaðmaað- gerðir og var svo óheppin að fara endurtekið úr mjaðmalið. Þá fór ég í alvöru að velta vöngum yfir því hvort ekki væri kominn tími til að hætta akstri. Gat ég hugsað mér að hætta að keyra, þar sem frelsið og sjálf- stæðið var mér svo mikilvægt? Þetta var erfið ákvörðun, en eftir 50 ára akstur ákvað ég að hætta. Það var tími til kominn, enda verð ég 85 ára á þessu ári. Ég þakka fyrir öll árin, sem ég hef haft bæði gagn og gaman af akstri, og þakka Guði fyrir að hafa aldrei valdið slysum. Ég viðurkenni að þetta voru erfið tímamót. Nú er ég öðrum háð varð- andi akstur, en er heppin að fjöl- skyldan er ólöt að keyra mig og ekki má gleyma að til eru leigubílar og þjónusta við aldraða. Þannig að þó að bílnum sleppi þarf það ekki að leiða til einangrunar. Ég legg til að aldraðir ökumenn taki sjálfir skynsamlega afstöðu og hætti akstri áður en þeir valda sjálf- um sér og öðrum tjóni. Auk þess legg ég til að markvisst verði kannaðir aksturshæfileikar eldri borgara. Til dæmis mætti hafa skipulögð námskeið með verklegum æfingum í umferðinni. Eins og við vitum eru margir aldraðir sem aka án þess að vera færir um það og af því stafar mikil slysahætta. Það er fleira sem þarf að athuga en ljósa- notkun í glampandi sól. Höfundur er eldri borgari. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 33 www.hofdi.is OPIÐ HÚS Lautasmári 39 - Kópavogi Í dag milli kl. 14 og 17 býðst fólki að skoða sérlega rúm- góða og vel skipulagða 84 fm íbúð á annarri hæð. Þvottahús er í íbúð. Frábær staðsetning, stutt t.d. í Smáralindina og alla þjónustu. Verð 11,9 millj. Úlfhildur mun taka á móti ykkur með heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Smáralind - 1. hæð Sími 565 8000 Opið í Smáralind í dag á milli kl. 12-18 Vel staðsett og spennandi skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Síðumúlanum sem er tilbúið fyrir fyrirtækið þitt að flytja inní strax í dag. Um er að ræða ca 221 fm skrifstofuhæð stúkuð upp í 6 mjög rúmgóðar og bjart- ar skrifstofur og móttöku, skjalaherbergi, 2 salerni, eldhúsaðstöðu og ræstikompu. Fullkomnar net- og símatengingar í stokkum. Nýr dúkur á gólfum. Rýmið er laust og tilbúið undir rekstur. Húsnæðið hentar einnig ef fleiri en eitt fyrirtæki eða einyrkjar vilja taka sig saman og hafa m.a. sameiginlega móttöku. Góð aðkoma að húsi, næg bílastæði fyrir ofan og neðan húsið. Upplýsingar gefur Björgvin í síma 698 2567, eða Guð- jón í síma 896 9620. HAGSTÆÐ KJÖR EF SAMIÐ ER STRAX!! Síðumúli 13 - Til leigu Skúlagata 17, Rvík  595 9000 Hlíðasmári 15, Kóp.  595 9090 holl@holl.is • www.holl.is Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Glæsil., fullbúið einb. á einni hæð m. innb. bílskúr, heildarstærð 235 fm. Glæsileg eign hönnuð af arkitektum m. vönduðum innréttingum og gólfefnum. Mögul. að nýta bílskúr sem séríb. Frábær staðsetning í enda botnlanga. Áhv. hagst. lán. Verð 24,5 millj. Skúli og Sigurrós bjóða gesti velkomna milli kl. 14 og 17. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Gerðakot 5 - Bessastaðahreppi Opið hús í dag frá kl. 14-17 Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Veitingarekstur til sölu Til sölu er veitingarekstur í Hafnarfirði auk fasteignarinnar sem hýsir starfsem- ina. Um er að ræða þekktan veitingastað með stöðugan rekstur, sem býr að föstum viðskiptavinum og sérhæfir sig í heimatilbúnum mat. Miklir möguleikar fyrir rétta aðila. Allar nánari upplýsingar veitir Óskar. 3256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.