Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við Snorrabraut í Reykja-vík hefur nú í rúmlegaeitt ár verið starfræktútibú frá bandarískafyrirtækinu NimbleGen Systems. Fyrirtækið framleiðir DNA-örflögur (DNA microarrays), en slíkar flögur hafa valdið byltingu í erfðarannsóknum. Viðskiptavinir NimbleGen Systems eru m.a. hin þekkta rannsóknarmiðstöð Cold Spring Harbor í New York-ríki og NASA, geimferðastofnun Banda- ríkjanna. NimbleGen Systems var stofnað í Madison í Wisconsin-ríki í Banda- ríkjunum, sem sprotafyrirtæki við Wisconsin-háskóla. Þar fundu sam- eindalíffræðingar nýjar aðferðir við að skoða mikið magn af erfðaefninu, DNA, í einni tilraun, með því að nota svokallaðar örflögur. „DNA- örflögur höfðu þá verið framleiddar í nokkur ár, en þeir fundu fljótlegri og ódýrari aðferð við smíðina,“ segir Sigríður Valgeirsdóttir, for- stöðumaður rannsóknarstofu NimbleGen Systems á Íslandi. DNA-örflögur eru í raun gler- plötur á stærð við smásjárgler, 7 x 2 sm að stærð. Í miðju glersins er rað- að mörg hundruð þúsund mismun- andi DNA-bútum, eða þreifurum. DNA er búið til úr fjórum nitur- bösum, adeníni, gúaníni, cýtósíni og týmíni, sem oftast ganga aðeins und- ir bókstöfunum A, G, C og T. Það ræður svo einkennum hvers gens hvernig þessar einingar DNA- kjarnsýrunnar raðast. Þúsundir, jafnvel hundruð þúsunda, slíkra ein- inga eru í hverju geni. Við gerð DNA-örflögu er niturbösum blandað saman á mismunandi hátt til að búa til ólíka og misstóra DNA-búta. Bút- arnir eru því sýnishorn úr ákveðnum genum, sem áhugaverð þykja til rannsókna hverju sinni. „Við getum til dæmis sett mismunandi búta úr þekktu krabbameinsgeni á flöguna. Flagan er svo látin parast við DNA- eða RNA-sýnishorn úr lífveru og þá fást upplýsingar um ástand þessa tiltekna gens í lífverunni. Með þess- ari tækni getum við í raun skoðað ástand og virkni hvaða gens sem er og hvaða lífveru sem er, svo fram- arlega sem genamengi lífverunnar er nokkuð vel þekkt,“ segir Sigríður. Þekkingin sem fékkst við rað- greiningu genamengisins í mann- inum og fjölda annarra lífvera nýtist beint við gerð örflögu. Sigríður út- skýrir tæknina nánar: „Við getum búið til tvær nákvæmlega eins flög- ur. Svo er hægt að rannsaka annars vegar erfðaefni úr sjúklingi og hins vegar erfðaefni úr heilbrigðum ein- staklingi. Þegar örflögurnar eru látnar parast við þessi tvö mismun- andi sýni getur komið fram annað mynstur í sýni hjá sjúklingnum en í sýni úr heilbrigða einstaklingnum. Það mynstur veitir okkur marg- víslegar upplýsingar, til dæmis hvort orðið hefur stökkbreyting í einhverju geni eða hvernig tjáningu tiltekinna gena er háttað. Breyt- ingar í erfðaefninu eru greindar með flúorljómandi efnum sem bindast við DNA og gefa þannig mynd af því sem á sér stað inni í frumunni. Úr einni örflögu er þannig hægt að fá ógrynni upplýsinga um ástand þess sýnis sem sett var á flöguna.“ 800 þúsund DNA-bútar á flögu NimbleGen Systems býr til marg- víslegar flögur. „Sumar rannsókn- arstofur búa til eigin örflögur, en okkur hefur tekist að raða DNA- bútum miklu þéttar á flögurnar en aðrir hafa gert. Við getum sett allt að 800 þúsund DNA-búta á eina flögu, sem eykur mjög þær upplýs- ingar sem fást úr hverri tilraun. Okkar tækni gerir það líka að verk- um að við erum fljót að hanna og smíða DNA-flögurnar í samræmi við áhugasvið vísindamanna hverju sinni.“ NimbleGen Systems á Íslandi framleiðir núna um fjögur hundruð DNA-örflögur á mánuði og sér fram á mjög aukin afköst á árinu. Fyrir- tækið er með sjö vélar í framleiðslu þessa stundina, sem sjá um að smíða DNA-búta á örflögur og tekur allt frá þremur og upp í átta klukku- stundir að gera hverja flögu. Á hverjum degi eru gerðar ýmsar mis- munandi flögur, með sýnishornum erfðaefnis úr mismunandi lífverum og með mismörgum DNA-bútum á hverri flögu. Rannsóknarstofur byrja gjarnan viðskipti sín við NimbleGen Systems á að panta nokkrar flögur til prufu. Sigríður Valgeirsdóttir segir að það sé alltaf ánægjulegt þegar rann- sóknarstofur hafa samband að lokn- um slíkum prófunum og gera samn- ing um mun stærra verkefni. Dýr tækni en árangursrík DNA-örflögur hafa valdið bylt- ingu í rannsóknum. „Vísindamenn hafa skoðað sýnishorn úr genum í áratugi. En hver tilraun tók kannski 2–3 daga og skilaði eingöngu upplýs- ingum um eitt gen. Núna er hægt að skoða tugi þúsunda gena í einni tilraun, svo upplýsingarnar eru gífurlegar. Svo getur að vísu tekið einhverja daga að reikna út úr niður- stöðunum með töl- fræðilegum út- reikningum og í raun byggjast öll skref í smíði og notkun örflaga á mjög öflugri tölvu- tækni.“ Örflögutæknin er dýr en á hinn bóginn þá fást miklar upplýsingar úr hverri tilraun og æ fleiri vís- indamenn beita þessari aðferð við rannsóknir. „Þeir sem nýta sér þessa tækni eru aðallega vísinda- hópar víða um heim og lyfjafyrir- tæki sem nota m.a. örflögur til að kanna áhrif lyfja. Í því skyni eru gjarnan notaðar frumuræktanir eða tilraunadýr svo sem mýs eða rottur. Tilraunadýr fá þá til dæmis ákveðin lyf í tiltekinn tíma og að þeim tíma liðnum er tekið sýni og RNA úr sýn- inu látið parast við örflögu. Af flög- unni er svo hægt að lesa mynstur sem sýnir tjáningu gena sem svar við lyfinu.“ DNA-örflögurnar hafa verið mik- ið notaðar við krabbameinsrann- sóknir til að fá mynd af þeim mun sem er á erfðaefni heilbrigðra ein- staklinga og sjúkra. Þær hafa líka verið notaðar til að bera saman sýni úr einstaklingum með sama sjúk- dóm í því skyni að greina sjúkdóma í undirflokka og meta ákjósanlega lyfjameðferð. Þá má nefna að DNA- örflögur nýtast til dæmis við veiru- rannsóknir, eins og rannsóknir á HABL-veirunni sem nú herjar í As- íu. „Nú er búið að raðgreina erfða- efni veirunnar og því hægt að taka búta úr genamenginu og raða á ör- flögu. Veirurnar stökkbreyta sér ört, en með örflögutækni er hægt að fá á fljótvirkan hátt upplýsingar um hin ýmsu stökkbrigði veirunnar, m.a. til að kanna hvaða stökkbrigði eru hættulegri en önnur með tilliti til sjúkdóma. Einnig væri mögulegt að nota örflögur til að greina hvort einstaklingar hafa sýkst af tiltekinni veiru eða ekki.“ Sigríður segir að þegar Nimble- Gen Systems smíði örflögu þá nálg- ist fyrirtækið upplýsingar um gena- mengi í gagnabönkum á Netinu, en vinni aldrei beint með genamengi þeirrar lífveru sem örflögurnar eigi við um. „Hver bútur, sem við setjum á flöguna, er ef til vill 20 basar að lengd, svo við erum aldrei nálægt því að smíða heilt gen heldur aðeins sýnishorn úr genum.“ Sigríður segir að NimbleGen Systems sjái ekki eingöngu um framleiðslu á flögum, því fyrirtækið framkvæmi líka þjónusturannsóknir og sendi viðskiptavinum sínum nið- urstöðurnar. „Þessi hluti starfsem- innar hefur vaxið hratt. Við erum samt ekki að skoða lífsýni úr ákveðnum sjúklingum, heldur eru þetta dulkóðaðar upplýsingar um DNA eða RNA, sem hefur verið meðhöndlað sérstaklega fyrir til- raunina. Öll forvinna þessara rann- sókna fer fram hjá NimbleGen Syst- ems í Madison eða hjá viðskiptavinunum sjálfum.“ Cold Spring Harbor til Íslands Frá stofnun NimbleGen Systems hefur fyrirtækið haft mikið samstarf Fyrirtæki í Reykjavík framleiðir DNA-örflögur sem eru notaðar til rannsókna um allan heim Hægt að skoða tugi þús- unda gena í einni tilraun DNA-örflögur eru notaðar til rannsókna um allan heim. NimbleGen Systems hefur haslað sér völl á þeim vett- vangi og framleiðir flögur sínar í Reykjavík. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Sig- ríði Valgeirsdóttur, forstöðu- mann NimbleGen Systems á Íslandi, um framleiðsluna og framtíðarhorfur. NimbleGen Systems framleiðir DNA-örflögur með mis- munandi þéttleika DNA-búta (þreifara). Fjöldi bútanna getur verið allt að 800 þúsund (lengst til vinstri), al- gengasti þéttleikinn er 195 þúsund (miðja) en sumar ör- flögurnar geyma 85 þúsund búta (lengst til hægri). Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður Valgeirsdóttir, forstöðumaður NimbleGen Systems á Íslandi, segir verkefnin hafa verið næg og enn fleiri séu framundan. DNA-örflögur eru glerplötur á stærð við smásjárgler, 7x2 sm að stærð. Á þeim geta leynst allt að 800 þúsund DNA-bútar, eða þreifarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.