Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn ✝ Árni Þórir Árna-son fæddist á Akranesi 27. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu, Akra- seli 13 í Reykjavík, 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni B. Sig- urðsson rakara- meistari, f. 23. júlí 1895, d. 19. júní 1968, og Þóra Ein- arsdóttir Möller, f. 20. júlí 1898, d. 7. júlí 1939. Árni Þórir átti ellefu systkini. Þau eru: Einar, f. 23. des. 1921, d. 8. nóv. 2000; Sigurður, f. 24. júlí 1923, d. 14. maí 1999; Þuríður, f. 24. mars 1925, d. 18. jan.1989; Geirlaugur Kristján, f. 24. ágúst 1926, d. 13. júlí 1981; Hreinn, f. 30. ágúst 1931; Hallgrímur Viðar, f. 7. okt. 1936; Rut, f. 19. jan. 1939. Seinni kona Árna B. Sigurðssonar 25. feb. 1985, Melissa Björg, f. 15. jan. 1992. Fyrir átti Árni Þórir El- ínu Eddu Árnadóttur, f. 23. ágúst 1953, maki Sverrir Guðjónsson, f. 10. jan. 1950, börn Ívar Örn, f. 7. feb. 1977, Daði, f. 9. des. 1978. Fyrir átti Þóra Eddu Björnsdótt- ur, f. 10. júlí 1950, sem Árni Þórir gekk í föðurstað, maki Halldór Sigurðsson, f. 6. nóv. 1947, börn Daði, f. 5. mars 1979, Ívar, f. 12. sept. 1986. Árni Þórir ólst upp á Akranesi til 15 ára aldurs er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann lærði vélvirkj- un hjá vélsmiðjunni Héðni og vann þar í 18 ár. Hann var í Bandaríkj- unum árin 1953–1954 og lærði þar uppsetningu vélbúnaðar fyrir frystihús. Árið 1966 fór Árni til Bandaríkjanna til að vinna að upp- setningu véla fyrir íslenska fyrir- tækið Iceland Products í Harris- burg og vann þar síðan til ársins 1977 þegar hann flutti heim. Eftir heimkomuna vann Árni sjálfstætt við uppsetningu á frystivélum víðs vegar um landið. Seinustu árin átti hann við vanheilsu að stríða. Útför Árna Þóris fór fram föstu- daginn 23. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. var Viktoría Markús- dóttir, f. 2. ágúst 1912, d. 13. júlí 1996. Þeirra dætur eru Margrét Ósk, f. 6. feb. 1944, Svanhvít, f. 21. júní 1947; Fjóla, f. 31. mars 1956. Árni kvæntist, 22. sept. 1956, Þóru Erlu Hallgríms., f. 25. okt. 1930. Þeirra börn eru: a) Þórunn Árnadóttir, f. 16. apríl 1957, maki Ívar Ásgeirsson, f. 15. júní 1959, barn Dagný, f. 30. júní 1986; b) Árni Þór Árnason, f. 24. apríl 1959, maki Mimmo Ilvonem, f. 23. mars 1972. Börn Árna frá fyrri samböndum eru Karolína, f. 24. júlí 1981, Kristófer Logi, f. 4. okt. 1987, Ástrós Lind, f. 15 maí 1994; c) Jenný Árnadóttir, f. 13. júlí 1962, maki Jay Manganello, f. 9. maí 1959, börn Þóra María, f. Hann tengdapabbi er fallinn frá, það er eitthvað svo óraunverulegt. Hann, þessi klettur sem ég hélt að ekkert gæti grandað, en maðurinn með ljáinn spyr ekki um það. Árni þurfti líka að játa sig sigraðan eftir hetjulega og snarpa baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Hann tók því með miklu æðruleysi er hann greindist og örvænti ekki sín vegna, en hon- um var efst í huga hvað yrði um fjöl- skylduna sem var honum svo kær, þá er hans nyti ekki við. Kynni okkar tengdapabba hófust fyrir rúmum tuttugu og tveim árum og sannast sagna held ég að honum hafi ekki litist meira en svo á tengdasoninn tilvonandi í upphafi, hann var maður athafna en ekki orða, sem maður þurfti að ávinna sér virðingu og traust hjá, með því að standa sína „plikt“ og sanna að maður væri til einhvers nýtur. Árni var maður frekar sérstakur í háttum, hann var ekki mannblend- inn og undi sér best einn eða með fjölskyldunni. Hann lét yfirleitt frekar lítið fyrir sér fara á manna- mótum, ekki vegna feimni eða óframfærni, síður en svo. Hann ein- faldlega hafði ekki þörf fyrir að tala um heima og geima við ókunnuga, án þess að í því fælist nokkur lítils- virðing af hans hálfu gagnvart við- komandi fólki. Hann var bara eins og honum var eiginlegt að vera, en þeir sem kynntust honum nánar fundu að traustari vin og félaga var ekki hægt að hugsa sér. Hann stóð með sínum hvað sem á gekk og ekk- ert var honum óviðkomandi ef eitt- hvað bjátaði á. Árni var vélsmíðameistari að mennt og starfaði við fagið alla sína starfsævi, fyrst í vélsmiðjunni Héðni þar sem hann ávann sér mikla virð- ingu samstarfsmanna sinna fyrir einstaka vandvirkni og útsjónar- semi, hann aflaði sér sérþekkingar á sviði frystitækni sem varð til þess að hann var eftirsóttur til smíða á stórum frystikerfum í hraðfrysti- húsum um allt land. Hróður hans barst víða og þar kom að Árni flutt- ist með fjölskylduna til Bandaríkj- anna þar sem hann starfaði um ell- efu ára skeið hjá Iceland Products í Harrisburg við fag sitt. Eftir heim- komuna starfaði Árni síðan sjálf- stætt við frystikerfi uns hann lét af störfum. Hann var hamhleypa til vinnu og honum lét best að vinna einn og í stórum skorpum, hann var kominn upp fyrir allar aldir og vann sleitulaust langt fram á kvöld meðan á hverri törn stóð, síkvikur og at- hugull. Nákvæmur og vandvirkur var hann með afbrigðum, svo unun var á að horfa, þess vegna vildi hann helst vinna einn, þá hafði hann yfirsýn yf- ir alla þætti verksins, vissi að allt var pottþétt. Öðruvísi leið honum ekki vel. Enda hefði hann getað sagt við sjálfan sig, eftir hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur, hversu lítið eða ómerkilegt sem verkið var: Ég gerði eins vel og mér var unnt. Vandvirkni hans endurspeglaðist svo í því að hann var með eindæm- um snyrtilegur. Hús þeirra hjóna ber af, alltaf allt viðhald í toppstandi og tandurhreint og snyrtilegt hvar sem á er litið, líka þar sem enginn sér. Bíl hans man ég ekki eftir að hafa séð öðruvísi en það væri hægt að spegla sig í honum, sama hvaða árstími var. Mér er það minnisstætt að ég og vinnufélagi minn áttum einu sinni erindi inn í bílskúr til Árna. Bílskúrsdyrnar opnast og mér verður litið á félaga minn, sem star- ir opinmynntur inn í bílskúrinn, þar sem allt var í einstakri röð og reglu, þrátt fyrir að Árni væri þar alltaf að vinna við ýmis verkefni. Segir hann svo við mig um leið og hann snarast úr skónum: „Hér fer ég ekki inn á skónum, það er hægt að éta upp af gólfinu.“ Þegar við hjónin hófum húsbygg- ingu var ekki að sökum að spyrja, Árni var mættur og vildi vita hvað hann ætti að gera. Hann vann sleitulaust um margra mánaða skeið við bygginguna með sínu vanalega verklagi, kom eldsnemma og var sí- fellt að, vandvirkur og nákvæmur á öll smáatriði sem ýmsum hefði ef- laust þótt tómt pjatt en ekki Árna, hann gerði alltaf allt eins vel og hann gat. Þar raunverulega kynntist ég honum almennilega og lærði að meta mannkosti hans til fulls. Ég reyndi að tileinka mér afstöðu hans til verka og vandvirkni þótt ekki kæmist ég í hálfkvisti við hann, en engu að síður varð okkur vel til vina á þessu tímabili og gekk ljómandi vel að vinna saman. Fyrir þennan skóla verð ég honum ævinlega þakk- látur. Síðan var það í vetur að ég fékk tækifæri til þess að endurgjalda honum þótt í litlu væri alla hans ómetanlegu hjálp gegnum tíðina, með því að leggja fyrir þau hjónin parket. Árni var þá orðinn of veikur til þess að taka virkan þátt í vinnunni en hann lifnaði allur við meðan á verkinu stóð og fylgdist vel með hvernig miðaði. Alltaf mun ég minnast þess hve hann ljómaði allur með blik í auga þegar við vorum að ræða mögulegar lausnir á hinum ýmsu verkþáttum. Að endingu vil ég segja að ég lít á það sem mikil for- réttindi að hafa fengið að eiga hann sem tengdapabba, lærimeistara og ekki síst góðan vin. Ívar Ásgeirsson. Árni Þórir Árnason, tengdafaðir minn, lést á heimili sínu aðfaranótt 5. maí sl. Árni og Þóra, eiginkona hans, byggðu sér glæsilegt heimili í Akraseli eftir að þau fluttu heim frá Bandaríkjunum. Þar bjuggu þau í ellefu ár og vann Árni þá í verk- smiðu SÍS í Harrisburg. Heimili þeirra hjóna hefur alla tíð borið þess merki að þar byggi ákaflega smekk- víst og snyrtilegt fólk. Enda gætti Árni þess ávallt að hafa allt hreint og snyrtilegt í kringum sig. Bílar þeirra hjóna báru þess einnig góð merki og maður hafði það oft á til- finningunni að hann hreinsaði þá eftir hverja notkun. Árni var mjög laginn og útsjónarsamur við allar viðgerðir. Ef eitthvað bilaði í fjöl- skyldunni og menn réðu ekki sjálfir við að laga það var oft haft samband við Árna sem alltaf var tilbúinn að hjálpa. Þau voru ófá skiptin sem Árni kom heim til mín og lagaði ýmislegt sem farið hafði úrskeiðis. Árni var einn af þeim mönnum sem alltaf þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni. Vegna langvarandi veikinda varð Árni að hætta að vinna við iðn sína fyrir nokkuð mörgum árum. Hann tók sér þá það fyrir hendur að gera við töskur. Hann kom sér upp ákaf- lega snyrtilegri og hagkvæmri að- stöðu í bílskúrnum heima hjá sér og vann þar við töskuviðgerðir í nokkur ár. Eitt af því sem einkenndi Árna var það að ef eitthvað stóð til að gera gerði hann það strax. Einu sinni þegar Þóra var að fara eitt- hvert út úr húsinu að útrétta nefndi hún að það væri ef til vill sniðugt að mála panelvegg í ganginum. Þegar Þóra kom stuttu síðar heim var búið að mála vegginn. Ég held að Þóra hafi því oft reynt að passa sig að segja ekki upphátt hvað væri snið- ugt að gera nema hún væri alveg viss. Ég tel mig mjög lánsaman að hafa tengst Árna og Þóru og er þeim ævarandi þakklátur fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur Eddu og strákana. Megi algóður Guð styrkja og leiða Þóru, börn og barnabörn. Blessuð sé minning Árna Þóris Árnasonar. Halldór Sigurðsson. Mig langar að minnast með nokkrum orðum míns kæra vinar Árna Þórs Árnasonar, en hann lézt 5. maí sl. eftir þung og erfið veik- indi. Ég kynntist Árna fyrst fyrir margt löngu, þegar hann gekk að eiga frænku mína og uppeldissystur Þóru Erlu. Það var mikil gæfa að fá að kynnast þessum góða dreng og eiga hann að vini ævina alla. Þau stigu líka sitt gæfuspor á þeim degi Árni og Þóra, samhent og samrýnd hafa þau gengið gegnum lífið. Stoð og stytta hvors annars. Minningarnar renna gegnum hugann. Minningin um ferðina til þeirra í Harrisburg í Bandaríkjun- um var alveg sérstök. Þau tóku svo höfðinglega á móti okkur og gerðu allt fyrir okkur. Það var einhver æv- intýrablær yfir lífinu þeirra þarna úti. Allt var spennandi og við vorum ung og glöð. Önnur minning kemur upp í hug- ann um góðar stundir sem við átt- um, það er heima í Akraselinu. Árni búinn að laga kaffi á sinn sérstaka hátt og við sitjum við eldhúsborðið og spjöllum saman. Það voru ynd- islegar stundir. Árni var afar góður verkmaður. Snillingur í höndunum og fátt sem hann gat ekki lagfært eða bætt. Hann var kappsamur og vildi gera hlutina strax. Hreinskiptinn var hann og heiðarlegur, gat verið dulur en átti til kátínu og gleði á góðum stundum. En heimilið var hans griðastaður. Hvergi leið honum betur en heima enda heimakær með afbrigðum. Heimilið var líka fagurt. Húsbónd- inn þessi snillingur í höndunum og húsmóðirin einstök smekkkona. Verkstæðið hans í húsinu gerði líka sitt. Hann undi sér vel innan um öll verkfærin sín, þar var snyrti- mennskan í öndvegi. Og nú ert þú horfinn, kæri vinur. Ég kveð þig og þakka þér vináttuna, sem aldrei bar skugga á. Við fjölskyldan vottum Þóru, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Megi blessun Guðs fylgja ykkur. Erla Sigurjónsdóttir. Myndin skerpist og spannar lið- lega hálfa öldina. Frumbýlisárin í Vogunum koma fyrst í hugann, en þar vorum við Árni Þór og Þóra ná- grannar á annan áratug með ung- viðið okkar á efstu hæðum í hálf- byggðum húsum við ómalbikaða götu, að þess tíma hætti í Reykja- vík. Árni þór var hæfileikaríkur og fjölhæfur maður og mikill verkfræð- ingur í hugsun. Handverkshefðin virtist honum í blóð borin og hann var fundvís á einfaldar lausnir, átt- aði sig fljótt á því hvað gera þurfti og gekk í verkið af festu og æðru- leysi og leysti það þannig af hendi að varla varð betur gert. Hann starfaði lengst af sem vél- tæknifræðingur hjá sjávarafurða- deild Sambandsins og tók við starfi hjá nýstofnuðu fyrirtæki þeirra í Harrisburg í Bandaríkjunum. Árin liðu og að því kom að við hjónin og táningurinn okkar heim- sóttum „Villta vestrið og þá að sjálf- sögðu Þóru og Árna, sem þá höfðu búið þar og starfað í mörg ár, ásamt hópi af framsæknum íslendingum, sem þarna unnu brautryðjendastarf. Árni Þór leiddi okkur um þessa stóru og glæsilegu verksmiðju og við fundum til þjóðarstolts, þegar okkur varð ljóst hve þarna var að gerast merkur kafli í sögu okkar og þeir miklu möguleikar sem þarna voru í augsýn. Þetta voru ljúfir og athafnasamir dagar í hitabylgjunni í Harrisburg og við vorum drifin í fræðsluferð um Pennsylvaníu, á slóðir þrælastríðsins í Gettysburg. Árni brá sér í hlutverk leiðsögu- manns um þetta glæsilega og áhrifa- ríka sögusafn og mér er til efs að at- vinnumaður hefði gert því betri skil. Þegar þetta rifjast upp vekur það undrun mina hvað mögulegt reynd- ist að fræðast um Bandaríkin á þessum eina sólarhring. Því um kvöldið horfðum við á réttarhöldin yfir Nixon forseta í sjónvarpinu og fengum þar með samtímasöguna „beint í æð“. Árni og Þóra vour samhent hjón og um margt lík. Það ríkti rausn- arskapur, glaðværð og sjarmi á heimili þeirra hvar sem það stóð og þau áttu miklu afkomendaláni að fagna. Þrátt fyrir alvarlegan heilsubrest hin síðustu ár hélt Árni sínu hraust- lega útliti til hins síðasta og gat not- ið umhyggju fjölskyldunnar á heim- ili sínu. Það vorar fallega og grasflötin við húsið þeirra við Akra- sel virðist grænni og litsterkari en aðrar og tveir stórir og tignarlegir grágrýtissteinar fanga augað. Þóru og fjölskyldunni og öllum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hulda Jósefsdóttir. ÁRNI ÞÓRIR ÁRNASON Árni minn, beztu þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ömmu Sollu. Amma ljómaði alltaf þegar hún minntist á ferðirnar sínar til ykkar í Ameríku, sérstaklega rósagarðinn í Hersheys. Sólveig Manfreðsdóttir. HINSTA KVEÐJA Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.