Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 53 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 6 OG 10. Sýnd kl. 2, 4, 5, 6, 8, 10 og 11. B.i. 12. / Powersýningar kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i.12. / Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12. I 4.  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT Rás 2 KVIKMYNDIR.IS „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ „SÖGUSVIÐIÐ er Grensásvegur 12 árið 1969,“ segir Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður. Hann er að lýsa fyrir blaðamanni innihaldi nýs lags Stuðmanna, sem nú er farið í spilun og heitir „Halló, halló, halló“ og er samið sem sumarlofsöngur hinn mesti. Í laginu er veran í fyrsta diskóteki landsins rifjuð upp, en þar þurftu menn að kljást við dyraverði, bíða af sér veður og vinda utandyra og leggja á sig ýmiskonar puð til að komast inn á blikkandi ljósagólfið. „Hinn séríslenski biðraða-vandi var þá í hámarki og það var Bjössi dyravörður sem þarna réð því sem hann vildi ráða,“ útskýrir Jakob. „Það voru einkum yngismeyjar sem fengu náð fyrir hans augum á með- an við, renglulegu skólapiltarnir, máttum gera okkur það að góðu að dúsa utan dyra mestanpart kvölds- ins.“ Hann segir að þá hafi jafnan fjöl- mennur kór orgað fyrir utan dyrn- ar: „Halló, halló, halló, á ekki að hleypa inn?“ Þessar línur prýða einmitt viðlag nýja lagsins sem aukreitis nefnir til sögunnar helstu hetjur þessa tíma- bils; fólk á borð við Barry White, Boney M og Gladys Knight. „Þessi óður vitnar í hefðirnar, jafnhliða því að blanda saman ljúf- sárum endurminningum úr fortíð, kurteislegri tillitssemi við nútíðina og óþreyjufullri eftirvæntingu varð- andi nánustu framtíð,“ segir Jakob og lýsir því að Stuðmenn séu nú með heilmikið af nýju efni í farteskinu sem þeir hyggist kynna á næstunni. Sköpunarkrafturinn í hópnum sé þá jafn og vaxandi og framundan séu tveir snarborulegir túrar hjá þessum fullveðja ungmennum eins og hann orðar það sjálfur. Stuðmenn fagna sumri með nýju lagi „Halló, halló, halló“ Stuðmenn eru gjarnir á að bregða sér í dulargervi, eins og hér sést. TENGLAR ..................................................... www.studmenn.com DAVID Bowie hefur alltaf dansað á jaðri þess hefðbundna og oft fetað ótroðnar slóðir í listsköpun sinni. Sumir myndu ef til vill segja að hann væri snarruglaður og vissulega hefur hann daðrað við geðveikina á köflum. Bróðir hans, Terry Jones, reyndar stjúpbróðir, átti við andlega ann- marka að etja og framdi sjálfsmorð árið 1985. Því er kannski ekki að undra að listamanninum hafi verið efnið hug- leikið. Titillinn Aladdin Sane segir sína sögu, en hann er borinn fram eins og „A lad insane“, eða „vitfirrtur drengur“. Viðlag titillagsins er spurn- ingin „Who will love Aladdin Sane?“ Sumir segja að „A lad insane“ sé Terry. Aladdin Sane var fyrsta plata Bowies sem náði toppnum á breska vinsældalistanum en um þetta leyti voru vinsældir hans gríðarlegar. Árið áður hafði platan The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars komið út og um leið hafði ein frægasta fígúra rokksögunnar, Ziggy Stardust, orðið til. Hálfgerður Ziggy Bowie lét gervið ekki fjúka, að minnsta kosti ekki alveg, við útgáfu Aladdin Sane. „Ég var eiginlega að reyna að segja skilið við Ziggy með hálfum huga. Þetta var ekki staðföst tilraun til þess. Annars vegar var ég tregur til að gefa svo vinsælt fyr- irbæri upp á bátinn en hins vegar vildi ég að sumu leyti helst láta staðar numið,“ hefur Bowie sagt um plöt- una. Á þessum tíma var hann líka far- inn að hafa mikinn áhuga á sálar- tónlist og tilraunastarfsemi, en hljómsveitin (Kóngulærnar) vildi helst spila hefðbundið rokk og ról. Eitt laganna á Aladdin Sane, „Drive In Saturday“, samdi Bowie upphaflega fyrir hljómsveitina Mott the Hoople, til að fylgja eftir laginu „All the Young Dudes“, sem hann hafði fært sveitinni á silfurfati skömmu áður og hafði á móti fært henni vinsældir á ný. Bowie ákvað hins vegar að setja það á eigin plötu, en það mun vera vegna þess að Ian Hunter, aðalmanninum í Mott the Hoople, líkaði ekki útsetningin hjá höfundinum. Hunter viðurkenndi svo, í viðtali við tímaritið Uncut árið 1998, að útsetning Bowies hefði auðvitað verið sú eina rétta. Þriðja mest selda platan Aladdin Sane er oft talin til bestu verka Bowies, gjarnan sem fjórða besta plata hans á eftir Ziggy Star- dust, Hunky Dory (næsta plata á undan Ziggy) og Low. Hún er þriðja mest selda plata þessa höfuðsnillings, á eftir Ziggy og Hunky Dory. Undirritaður kynntist plötunni um sumarið 1991, þegar hann var að vinna á lager hjá heildsölunni Þýsk- íslenska. Lagið „Drive In Saturday“ verður ávallt í huga hans tengt bragð- inu af svokölluðum súkkulaðisvepp- um, sem heildsalan flutti inn. Um þetta leyti keypti hann sér heilt plast- fat af slíkum sveppum af vinnuveit- anda sínum, á heildsöluverði, og klár- aði á óhugnanlega skömmum tíma. Á meðan var hlustað á Aladdin Sane. Núna, tólf árum síðar, eru tilfinn- ingar blendnar þegar kynni við þessa plötu eru endurnýjuð. Hún endist nefnilega ekki svo vel. Lögin eru frekar einföld að gerð; „Jean Genie“ er nokkuð leiðigjarnt rokklag og „Watch That Man“ sömuleiðis. Loka- lagið, ballaðan „Lady Grinning Soul“, er aftur á móti hrein snilld og tví- mælalaust besta lag plötunnar. Tit- illagið er líka afbragð og hin lögin þokkaleg. Hér er Bowie auðvitað dæmdur á eigin mælikvarða og platan miðuð við bestu verk hans, sem er í sjálfu sér ósanngjarnt. Slakari verk þessa höf- uðsnillings bera höfuð og herðar yfir flest annað í popptónlist síðustu ára- tuga. Vitfirrtur drengur og þrítugur Aladdin Sane kom út fyrir rúmum 30 árum, hinn 13. apríl 1973. Í til- efni af því er komin á markað vegleg afmæl- isútgáfa plötunnar sem margir telja til bestu verka listamannsins. Henni fylgir diskur með aukalögum og heil bók um gerð plötunnar. Tónlist á sunnudegi Arnar Eggert ThoroddsenÍvar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.