Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 23 www.casa.is NYTT! STINNARI HÚD Á ADEINS 2 VIKUM Nytt NIVEA Firming Body Cream Q10 me tveimur kóensímum líkamans Q10 plús R gera hú ina stinnari ásamt ví a gefa henni raka me sérvöldum umönnunarolíum. Gef u ér tíma, dekra u vi ig og hú ín ver ur stinnari á a eins 2 vikum. Finndu muninn! Parketslípun-parketlögn Þjónusta í 16 ár Lökkum vax-olíuberum og bæsum viðargólf. Notum aðeins gæðalökk og -olíur. Gerum föst verðtilboð Beykir ehf., Sími 892 8656 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu sætin til Mallorca þann 9. júní í eina eða 2 vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessari fegurstu eyju Miðjarðarhafsins. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brott- för hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 41.961. Bókaðu meðan enn er laust 26. maí – Uppselt 9. júní – 18 sæti 16. júní – Uppselt 23. júní – 23 sæti 30. júní – Uppselt 7. júlí – 29 sæti 14. júlí – 11 sæti 21. júlí – Uppselt Stökktu til Mallorca 9. júní frá kr. 39.963 það var ekki öðrum að skipa en mjer og 15 ára stúlku, sem við eigum. Hún er elst af þeim sem heima eru, næst Jóni. Þau eru 8 lifandi með honum. Önnur okkar þurfti að gera verkin, en hin að stunda veika barnið og mömmu. Svo var þetta eintómt stríð þang- að til í janúarlok. Börnin veiktust í sóttinni og mamma lá lærbrotin en jeg skreiddist á fætur með veikan mátt til að hjúkra og elda einhvern mat (því 15 ára stúlkan veiktist) svo við gætum lifað, við vorum nefnilega sóttkvíuð og enginn fékkst til að hjálpa utan ein kona sem þvoði fatnaðinn fyr- ir náð því allir urðu hræddir við hana eptir að hún fór að þvo. Jeg gat ekki sótt vatnið. Maðurinn minn gerði það, en hann er nú svo heilsutæpur að hann gat það ekki nema litla stund. (Svo fengum við loxins dreng til að bera það að dyrunum). Og er hann (Pjetur) mikið lakari til heilsu síðan þetta stríð var alltsaman. Hann hefur látið lækni skoða sig og hann seg- ir að það sjeu taugarnar sem sjeu svo búnar að gefa frá sjer, og sömu niðurstöðu hafa þeir helst komist að með mig. Við vorum nú illa komin á fleiri en einn hátt í vetur. Við erum nefnilega nýbúin að fá hjeraðslækni, fyrrverandi hjeraðslæknirinn sagði af sjer sökum elli og vanheilsu svo það var ekki um lækni að gera nema þennan nýa, hinn vill ekki gegna þó flestir vilji nú leita hans. Hann gerði það þó fyrir mig að koma til mín nóttina sem jeg veiktist, en svo aftók hann að koma meir fyrst sóttin var, hinn stundaði börnin, en ekki leit hann við mjer þar sem jeg lá fyrir framan veika barnið af því hann vissi að hinn var sóttur, en jeg leitaði þess sem er læknir allra meina og bað hann að líkna og hjálpa þeim sem enginn vildi hjálpa. Og þegar jeg fór að klæða mig til að gegna mínum verkum, en fann að jeg gat það ekki var það mitt fyrsta verk á morgnana að biðja Guð að gefa mjer styrk til að inna af hendi það sem jeg átti að gera og hann bænheyrði mig og jeg er sannfærð að það sem jeg hefði annars ekki getað gat jeg fyrir kraft bænarinnar. Jeg er nú furðanlega komin til heilsu. Það er þetta sem jeg finn að jeg má ekki við mikilli áreynsluvinnu og ekki við geðshræringum eða mikilli andlegri áreynslu. Það hefir líka læknirinn sagt mjer síð- an, að jeg þyrfti að hafa hægt, helst að taka mjer hvíld. Mamma er nú kom- in til góðrar heilsu nema að hún er hölt og orðin eins og þú veist svo gömul að það er ekki að vonast eptir því hjeðan af að hún komi til að gera nema sessvinnu meðan hún sjer það. Börnin eru öll komin til heilsu nema elsta stúlkan finnur alltaf smávegis til liðagigtar síðan hún lá og mjer kemur það svo illa að jeg má þessvegna ekki beita henni til verka. Guði sje lof. Hann hefur leitt okkur fram úr þessu öllu.“ Rík sjálfræðisþrá Amma mín, sem móðir mín segir að hafi lærbrotnað, var að sækja fisk í fjöruna þegar hestur veittist að henni og felldi hana. Hún hét Guð- rún Jónsdóttir. Var frá Sauðtúni í Fljótshlíð, fædd 1840. Hún eignaðist börn með afa mínum Jóni óðals- bónda og alþingismanni, Eyvindar- múla í Fljótshlíð. Guðrún amma fór milli bæja þar eystra, bundin vist- arbandi eins og önnur vinnuhjú. Hún var stórhuga og hafði ríka sjálf- ræðisþrá í brjósti. Þessvegna sendi hún sýslumanninum í Rangárvalla- sýslu 2 krónur og bað hann að senda sér án tafar lausamennskubréf. Svona er stutt síðan þrælahald tíðk- aðist á Íslandi. Hér fylgir ljósrit af beiðni ömmu minnar um lausn und- an vistarbandi. Móðir mín, Elísabet, var hag- mælt. Henni var létt um að kasta fram vísum. Hún kvað m.a. um börn sín: Ásta grætur, Auða hrín úti veðrið blæs og hvín. Ekki er hægt að sofa um sinn, samt það þráir hugur minn. Nágranni fjölskyldunnar, Þórður, var mágur Gísla Jónssonar, sem var ömmubróðir Jóns Múla og þeirra systkina. Gísli var hljómlistarmaður og leikari. Hann var oft kallaður Gísli Tuborg. Hafði áður starfað í þeirri deild Thomsensmagasíns. Systir hans var kona Þórðar í Kára- gerði. Þórður var barngóður. Hann gaf Nellý systur minni þeytispjald og kaus sér að launum koss á kinn og klapp á vangann. Móðir mín kvað: Hann Þórður gaf Nellý þeytispjaldið og þiggja vildi’ann svo endurgjaldið og það var kossinn og klappið með hjá Káragerði það hafði skeð. Um Ásgeir, sem sótti oft í fjöruna og kom þaðan rennvotur, kvað hún: Hnappaslitinn slóði, slítur allt af sér votur vöðusóði veit hvar bleytan er finnist forin engin fer hann niður að sjó mamma mædd við drenginn margoft í hann sló. Um Guðmund, sem hændist mjög að Simson ljósmyndara og töfra- manni sagði hún: Að hunanginu hænist hann á höfðingjana mænir hann. Í kotinu heima er löngum leitt því lítið mamma getur veitt. Simson hafði þann sið að bjóða börnum hunang, sem þeim þótti hið mesta sælgæti. Þá sýndi hann þeim töfrabrögð margskonar og var hinn ljúfasti í viðkynningu. Hann fór til Ísafjarðar. Þar andaðist hann há- aldraður. Eldur í Kaupinhöfn rituð á Eyrarbakka Það telst til tíðinda í íslenskri bók- menntasögu og má gjarnan nefna á menningarhátíð að eitt bindi Ís- landsklukku Halldórs Laxness var ritað á Eyrarbakka. Guðmundur Daníelsson, rithöfundur og skóla- stjóri léði Halldóri íbúð sína í Ass- istentshúsi. Þar mun hann hafa ritað 3. bindi verksins „Eldur í Kaupin- höfn“. Í bókarlok ritar Halldór: „Eyrarbakka 22. júní 1945.“ Minnismerki um drukknaða sjómenn. Sigurjón hafði ætlað því stað í sjógarðshliðinu á Eyr- arbakka. Í vörslu PP. Höfundur er þulur. Bréf Guðrúnar Jónsdóttur frá Sauðtúni í Fljótshlíð til sýslumanns Rangárvall- arsýslu um lausn vistarbands. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.