Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 13.30 kl. 3, 6 og 9. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  HK DVSV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 500 kr Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patrik Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari. 400 kr Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 5.40. B.i. 12  Kvikmyndir.com  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið SV MBL Kvikmyndir.is 500 kr Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 3.50, 8 og 10. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 2. Ísl. texti. 400 kr Sú saga gengur fjöllunum hærra að Demi Moore hafi átt vingott við sjálfan As- hton Kutcher sem landsmenn þekkja helst úr þáttunum Svona var það ’76. As- hton er heilum 15 árum yngri en hin fertuga Demi, og hefur fyrr- verandi eiginmaður hennar, leik- arinn Bruce Willis, oftar en ekki lýst yfir óánægju sinni með að Demi skuli vera að leggja lag sitt við unga menn, en hún hefur þeg- ar átt aðdáendur á borð við hinn strákslega sæta Colin Farrel og köngulóarstrákinn Tobey Ma- guire. … Óþekktarormurinn Em- inem hefur fengið á sig enn eina málshöfðunina, – að þessu sinni frá fyrrverandi skólabróður sem segir Eminem hafa lagt sig í einelti og gert sér skólavistina sem vítisdvöl. Mælirinn fylltist síðan þegar rapp- arinn með ljósa hárið notaði nafn sækjanda, DeAngelo Bailey, í ein- um af söngtextum sínum. Rapp- arinn vill hins vegar meina að þessu hafi verið öfugt farið og DeAngelo hafi eitt sinn lumbrað svo á honum að glókollurinn fékk blóðnasir. … Catherine Zeta Jones hefur víst hafið ærlegt heilsuátak. Leikkonan mun víst hafa tekið svo nærri sér ummæli þess efnis að hún hefði fitnað þeg- ar hún gekk með barn sitt sem kom í heiminn í liðnum mánuði að hún mun nú gera gangskör í sínum málum. Katrín kveðst aftur á móti ekki ætla að ofgera sér í megr- uninni og líkamsræktinni enda segir hún að slíkt leiði einungis til þess að vaxtarlagið fari aftur úr skorðum um leið. Hún hefur enda þjóna, barnfóstrur og einkaþjálfara á hverju strái svo hún getur stund- að hreyfingu rösklega en skyn- samlega án þess að vera klyfjuð af hversdagsamstri. FÓLK Ífréttum NÚ hafa Ástralar bæst í hóp þeirra fjölmörgu þjóða sem vilja taka þátt í teiknimyndaævintýrinu, og hafa gert teiknimynd í fullri lengd. Myndina byggja þeir á gömlu ástr- ölsku ævintýri Töfrabúðingnum eftir Norman Lindsay. Myndin er ekkert stórkostlegt listverk, hún er lítil en bara ansi lífleg og hjartnæm. Þar segir frá kóalabirninum Búa blágóma, er foreldrar hans hurfu frá honum fyrir um tíu árum. Þótt vinir hans segi þá löngu dána, ákveður Búi að halda af stað í leit að þeim. Á leið- inni kynnist hann skipstjóranum Villa, mörgæs og töfrabúðingnum sjálfum, sem öll vilja hjálpa Búa. Sagan er falleg og flestir krakkar ættu að tengja auðveldlega við löng- un Búa til að finna foreldra sína. Kar- akterarnir eru skemmtilegir, „litlu“ óvinirnir fyndnir bjánar og stóri óvin- urinn ógeðslegur, óhuggulegur og ógnvekjandi. Allt sem til þarf til að gera skemmtilega ævintýramynd, sem börn og fullorðnir ættu að geta haft gaman af. Nokkur lög eru í myndinni og þau eru bara býsna skemmtileg og gríp- andi, sem og stefin. Einnig eru þau mjög vel flutt af íslensku leikurunum, og kann tónlistarstjórinn Esther Talía Casey greinilega til verka. En í heildina tekst raddsetningin mjög vel, og persónurnar eru sannfærandi. Teikningarnar eru frekar gamal- dags, en hinar skemmtilegustu þó. Án þess að vera viss, þá grunar mig hins vegar sterklega að myndin hafi verið sýnd af DVD diski. Getur það verið? Þegar myndin hófst eftir hlé, birtist stórt „PLAY“ merki efst í hægra horni. Einnig var myndin óvenjulega ferköntuð, eins og hún hefði verið sniðin að sjónvarpsskján- um, og stundum var greinilegt að það vantaði hluta myndarinnar inn á tjaldið. Er þetta einhver ný stefna, eða eiga börn ekki rétt á „alvöru“ bíó- upplifun? Ef grunsemdir mínar reyn- ast ekki á rökum reistar biðst ég af- sökunar. Búi og vinir hans í leit að mömmu og pabba. Lífleg og hjartnæm KVIKMYNDIR Smárabíó og Laugarásbíó Leikstjórn: Karl Zwicky. Handrit: Harry Cripps eftir skáldsögu Norman Lindsay. Leikstj. ísl. raddsetn: Ólafur Egill Egilsson. Ísl. raddir: Guðjón Davíð Karlsson, Björgvin Franz Gíslason, Ólafur Egill Egilsson, Björn Thors, Jó- hannes Haukur Jóhannesson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Stefán Hallur Stefánsson, Esther Talía Casey og Ilmur Kristjánsdóttir. 80 mín. Ástralía. 2000. TÖFRABÚÐINGURINN/ THE MAGIC PUDDING Hildur Loftsdóttir Færeyingafélagið fagnaði 60 ára afmæli fyrir röskri viku og var haldin ærleg skemmtun af því til- efni. Dagskráin hófst með fyrirlestrum sem haldnir voru í Menn- ingarhúsinu við Fjöru- krána í Hafnarfirði. Þar voru flutt erindi um færeyska dansinn, færeysk kvæði og upp- haf flugsamgangna í Færeyjum auk þess sem stiginn var fær- eyskur þjóðdans. Um kvöldið var haldin veisla að Hótel Loftleiðum þar sem boðið var upp á ýmsar veitingar og „duras- naps“. Breiðfirð- ingakórinn tók lagið og stiginn var dans eins og Færeyingum einum er lagið við und- irleik hljómsveit- arinnar Twilight. Marentza Polsen, Þórólfur Árnason borgarstjóri og kona hans Margrét Baldursdóttir lágu ekki á liði sínu í dansinum. Færeysk gleði og menning Félagar úr Hafnardansfélaginu, elsta dans- félagi Færeyja, stíga bandadans af stakri snilld. Elín Wang, formaður Færeyingafélagsins, af- hendir Rólant Dal-Christiansen heiðurs- félagabréf, en tveir nýir heiðursfélagar voru tilnefndir í tilefni af afmæli félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.