Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGFÉLAGIÐ sunnan heiða og Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari og Pétur Björnsson kvæða- maður halda tónleika í Salnum í dag kl. 17. Stjórnandi er Kári Gestsson. Á efnisskrá er aðallega íslensk tón- list, þar á meðal nýtt verk, Stemmur, sem Gunnsteinn Ólafsson tónskáld samdi fyrir kórinn. Söngfélagið Sunnan heiða, er blandaður kór sem starfað hefur í nokkur ár. Að stofni til er þetta kór Svarfdælinga í Reykjavík en kórnum hefur bæst liðauki, meðal annars úr kórum SPRON og RARIK. Á efnisskrá er aðallega íslensk tónlist, þar á meðal verk Gunnsteins. Um verkið segir hann í efnisskrá tónleikanna: „Tónverkið Stemmur var samið í byrjun árs 2003 að beiðni Söng- félagsins sunnan heiða og stjórn- anda þess, Kára Gestssonar. Verkið átti að byggjast á kvæðalögum sem Kvæðamannafélagið Iðunn hefur kveðið frá því á fjórða áratug 20. ald- ar. Óskað var eftir að verkið yrði fyr- ir kór ásamt einsöngvara og kvæða- manni, Ólafi Kjartani Sigurðarssyni óperusöngvara og Pétri Björnssyni, félaga í Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Ég átti í pússi mínu níu stemmur sem Steindór Ander- sen hafði eitt sinn kveðið fyrir mig. Ég tók fram upp- skrift mína á lög- unum og samdi kórverkið svo til í einum áfanga. Lögin féllu hvert að öðru eins og þau hefðu alltaf átt að sameinast í einni tónsmíð. Á öldum áður kváðu kvæðamenn yfirleitt einir. Þegar Kvæðamanna- félagið Iðunn var stofnað hófst ný tegund kvæðamennsku, svokallaður samkveðskapur. Forsöngvari kvað stemmuna og hinir tóku undir. Í tón- verkinu er leikið með þessa hefð samkveðskapar. Forsöngvarinn, Ólafur Kjartan, kynnir stemmurnar og hinir taka undir. Á þessu eru þó undantekningar. Þannig birtist eitt sinn kvæðamaður og kveður huldu- konunni lof, einn og án þess að nokk- ur taki undir; þar fer aldagamall nið- ur stemmunnar sem laugaði hlustir þjóðarinnar í sjö hundruð ár.“ Aldagamall niður stemmunnar Gunnsteinn Ólafsson LEIKSÝNING Möguleikhússins áVöluspá eftir Þórarin Eldjárn hefurvakið mikla athygli víða um heim áþeim þremur árum sem liðin eru frá frumsýningu. Leikarinn Pétur Eggerz og sellóleikarinn Stefán Örn Arnarsson sem tek- ur virkan þátt í sýningunni eru nýkomnir heim úr þriggja vikna leikferð til Norður-Ameríku þar sem þeir sýndu Völuspá 21 sinni á þremur leiklistarhátíðum í Philadelphiu og Pittsburg í Bandaríkjunum og Toronto í Kanada. Frábærar móttökur og mikill áhugi „Það sem stendur upp úr eftir þessa ferð er hversu vel var tekið á móti okkur alls staðar og hversu ánægðir áhorfendur voru með sýn- inguna. Áhuginn á öllu því sem íslenskt er og hinum forna texta sem Þórarinn byggir leik- verkið á er greinilega mjög mikill og sumir lögðu heilmikla fyrirhöfn á sig til að sjá sýn- inguna,“ segir Pétur Eggerz. Hann segir að það hafi verið tilviljun hvern- ig tókst að samræma boð frá þessum þremur hátíðum þar sem ekki hafi verið neitt samráð eða skipulag um það. „Þetta eru allt stórar og miklar hátíðir sem vel eru þekktar alþjóðlega en áherslur eru mismunandi. Við hófum ferð- ina með þátttöku í alþjóðlegu barnaleikhúshá- tíðinni í Philadelphiu þar sem áherslan var að mestu leyti norræn í ár. Þarna voru því sýn- ingar frá hinum Norðurlöndunum auk okkar og við sýndum níu sinnum á einni viku, 8 sýn- ingar voru fyrirhugaðar en bætt var við einni vegna mikillar aðsóknar. Hátíðin í Toronto, Musicools, er eiginlega meira tónlistarhátíð en leikhúshátíð en í ár var hún helguð leikhústónlist og nokkuð langt er síðan okkur var boðið að koma á þessa hátíð en gátum ekki þegið boðið fyrr en núna. Þetta er mjög stór hátíð og gríðarlega vel skipulögð. Þarna var mikið rætt um hvernig koma eigi tónlist á framfæri við börn og leikhúsið er eitt af bestu tækifærunum til þess.“ Tamara Bernstein, gagnrýnandi dagblaðs- ins National Post í Toronto, sagði sýninguna dæmi um „tærustu frásagnarlist sem ætti vafalaust rætur að rekja til fornrar norrænnar sagnahefðar. Allt leggst á eitt, þéttriðið hand- rit, frábær leikur og framúrskarandi notkun á tónlist. Áhorfendur voru heillaðir af dýpt efn- isins og einfaldleika sýningarinnar.“ Stefán Örn hefur á undanförnum árum fært sig æ meira yfir til leikhússins og tekið þátt í þremur sýningum Möguleikhússins og leikur nú einleikinn Tónleik á vegum þess þar sem hljóðfærið skipar aðalhlutverkið ásamt hljóð- færaleikaranum. „Leikhúsið er frábær miðill til að færa börnum og reyndar fullorðnum líka tónlistina. Það var mjög skemmtilegt að hitta svona margt tónlistarfólk á hátíðinni sem hef- ur svipaðar skoðanir á möguleikum leikhúss- ins til miðlunar tónlistar.“ Þriðja og síðasta hátíðin var alþjóðleg barnaleikhúshátíð í Pittsburg þar sem leikið var í risastóru tjaldi. „Það voru dálítil viðbrigði að koma úr hátæknivæddu leikhúsinu í Tor- onto í tjaldið í Pittsburg en mestu viðbrigðin voru þó þegar við sýndum eina sýningu í 150 ára gömlu óperuhúsi í Lancaster í Pennsylv- aníu, Fulton Opera House. Þetta er mjög fal- legt og sögufrægt leikhús þar sem stjörnur á borð við Söruh Bernard, Al Jolson, Önnu Pavl- ovu með Ballet Russe og W.C. Fields stigu á svið á árum áður. Það var mjög sérstök tilfinn- ing að standa á sviðinu í þessu leikhúsi,“ segir Pétur og Stefán Örn tekur undir það. Þeir bæta því við að helsti styrktaraðili há- tíðarinnar í Pittsburg hafi verið stórfyrirtækið Alcoa sem hefur höfuðstöðvar sínar þar í borg. „Okkur var boðið að koma í höfuðstöðvarnar og ræða við starfsmenn fyrirtækisins um Ís- land. Þar dundu á okkur spurningarnar og var greinilegt að vel hafði verið fylgst með þróun mála í Íslandi í sambandi við fyrirhugað álver í Reyðarfirði.“ {Völuspá} var frumsýnd fyrir 3 árum á Listahátíð í maí 2000. Sýningar eru orðnar 149 og 150. sýning verður sérstök hátíðarsýning í Möguleikhúsinu við Hlemm sunnudagskvöldið 1. júní kl. 20. „Okkur finnst við hæfi að fagna þessum áfanga. Sýningin hefur farið mjög víða á þess- um þremur árum, við höfum sýnt í Rússlandi, í Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Álands- eyjum og eina ferð fórum við um Íslend- ingabyggðir í Kanada á síðasta ári. Við sýnum á sænsku og ensku auk íslensku sem gerir áhorfendum kleift að tileinka sér efnið án vandræða.“ Pétur segir að Reykjavík og höfuðborg- arsvæðið sé reyndar það sem orðið hafi hvað mest útundan í sýningum fram að þessu. „Enn hafa ekki nema tiltölulega fáir grunnskólar í Reykjavík fengið sýninguna en við höfum aft- ur á móti sýnt hana mjög víða úti á landi und- anfarna vetur og næsta vetur vonum við að Grunnskólar Reykjavíkur taki betur við sér, því þá verðum við enn með Völuspá á ferðinni.“ Í haust verður svo frumsýnt enn eitt nýtt verk hjá Möguleikhúsinu sem hefur skapað sér mikla sérstöðu og viðurkenningu fyrir að sýna nánast eingöngu ný og frumsamin leikrit fyrir börn og unglinga. „Við höfum fengið danska leikstjórann Thorkild Lindebjerg í lið með okkur til að búa til verk sem heitir Tveir menn og kassi. Bjarni Ingvarsson leikur ásamt okkur Stefáni Erni en tónlist skipar stóran sess í sýningunni og gerir Stefán Örn að ómissandi manni í Möguleikhúsinu og verður í fjórum sýningum okkar í haust, Völuspá, Heið- arsnældu, Tónleik og Tveimur mönnum og kassa,“ segir Pétur Eggerz að lokum. Mikill áhugi fyrir Ís- landi og goðafræðinni Stefán Örn Arnarsson og Pétur Eggerz ásamt kynningarfulltrúa Alcoa í Pittsburg. Möguleikhúsið með Völuspá í Norður-Ameríku SÖNGVASEIÐUR verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og ákveðið hefur verið að hafa tvær aukasýningar að auki, á mánudag og þriðjudag. Söngleikurinn var valinn áhugaverðasta áhugaleiksýningin á leikárinu og er sýning Litla leik- klúbbsins og Tónlistarskólans á Ísa- firði. Alls koma um sjötíu manns að sýn- ingunni og er þetta viðamesta áhugasýningin sem valin hefur verið til sýningar í Þjóðleikhúsinu til þessa. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, sem jafn- framt samdi dansa. Höfundur leik- myndar er Messíana Tómasdóttir og lýsingu hannaði Sveinbjörn Björns- son. Tónlistar- og kórstjóri er Beáta Joó. Um tónlistarflutning sér hljóm- sveit Tónlistarskóla Ísafjarðar og hljómsveitarstjóri er Janusz Frach. Aukasýningar á Söngvaseið Þjóðmenningarhús Sýningu á verkum Vilborg- ar Dagbjartsdóttur, sem verið hefur Skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu, lýkur í dag, sunnudag. Sýningar í Þjóðmenningar- húsi eru opnar kl. 11–17 alla daga. Ókeypis aðgangur á sunnudögum. Sýningu lýkur 20 í kvöld. Hljóðfæraleikarar eru Guðmundur Sigurðsson, Gunnar Hrafnsson, Kjartan Valdemars- son, Pétur Grétarsson og Sig- urður Flosason. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Einnig mun Þóra Sif Friðriksdóttir syngja nokkur lög en hún lauk nú nýverið fyrsta stigs prófi í söng. Aðalverk tónleikanna er eftir danska tónskáldið John Høybye og heitir Håb (Von). Það er í 8 köflum og efni textans er boð- skapur páskanna. Verkið er sam- ið fyrir kór, einsöngvara, orgel, píanó, altsaxófón, bassa og slag- verk. Kórinn var beðinn að flytja þetta verk á tónleikum 25. júní fyrir NMPU-ráðstefnu hér, en það eru samtök norrænna tónlistar- uppalenda, kórstjóra og tónlistar- EIVÖR Pálsdóttir syngur með Gradualekór Langholtskirkju kl. kennara. Tónskáldið verður að- algestur ráðstefnunnar ásamt finnska kórstjóranum Erki Po- hjola, stofnanda hins kunna Ta- piolakórs. Auk þess verða fluttar þjóð- lagaútsetningar eftir Jón Ásgeirs- son, verk eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Jakob Hallgrímsson o.fl. Um mánaðamótin ágúst– september fer kórinn í tónleika- ferð til Finnlands, en hann þáði boð um að vera gestur á Symp- atti-kórahátíðinni. Sex barnakór- ar frá fjórum heimsálfum eru boðnir á hátíðina sem felst í sam- eiginlegum tónleikum gestakór- anna í upphafi og við lok hátíð- arinnar en auk þess er skipulögð viku tónleikaferð fyrir hvern kór um Finnland. Morgunblaðið/Árni Torfason Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir á æfingu með Gradualekór Langholtskirkju fyrir tónleikana. Á kontra- bassa leikur Gunnar Hrafnsson. Eivör Pálsdóttir syngur með Gradualekórnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.