Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ein sú bernskuminning, semmér er hvað kærust teng-ist listamannsferli Sigur-jóns Ólafssonar mynd-höggvara. Móðir mín, Elísabet Jónsdóttir, var ekkja Pét- urs Guðmundssonar, en hann var lengi kennari og skólastjóri á Eyr- arbakka. Þar bjuggu þau lengi við erfið kjör og glugga sem sneri í norður. Þó var dagamunur í lífi þeirra. Móðir mín nefndi einn öðrum fremur. Það var dagurinn sem Að- alsteinn Sigmundsson, kennari sá sem tók við starfi er faðir minn veiktist og lét af kennslu og skóla- stjórn, kvaddi dyra á heimili for- eldra minna og kom færandi hendi. Í haglega gerðri möppu hafði hann komið fyrir myndum er sýndu skóla- starfið á Eyrarbakka. Þær sýndu pilta í leikfimi. Það var samstæður hópur. En svo var ljósmynd, sem vakti undrun og aðdáun og geymist enn í öldungs minni. Hún sýndi lág- vaxinn, snaggaralegan og stefnu- fastan pilt, sem horfir dreymandi augum í átt til ljósmyndarans, sem var nafnkunnur Eyrbekkingur, Haraldur Blöndal, af söngelskri sýslumannsætt. Mappan sem Aðalsteinn afhenti föður mínum á vordegi árið 1920 var geymd sem fjársjóður. Ég minnist enn litskreytingar sem prýddi sum- ar blaðsíður. Á bernsku- og æskuár- um og síðar á unglingsárum mínum og allt meðan móðir mín lifði var mappan með myndum Sigurjóns tekin fram og dáðst að listhneigð hans og rætt um frægð hans og feril. Blöð og tímarit greindu frá sigrum hans á listabraut. Svo kom hann sjálfur til landsins og settist að í Laugarnesi. Í grennd við hvílureit Hallgerðar langbrókar og biskupssetur Stein- gríms Jónssonar vann hann það þrekvirki að höggva harðan stein og meitla þau meistaraverk er hófu hverfið og lyftu braggabyggð lág- kúrunnar í hæðir heimslistar. Heppilegt hásetaefni Hingað streymdu hópar listfræð- inga, almúgi og andans menn, að kynnast myndverkum þessa lág- vaxna kynjamanns, sem var nefndur í sömu andrá og fremstu menn högg- myndalistar á meginlandi Evrópu og Norðurlöndum. Hann, sem ungur að árum hafði verið kjörinn af harð- skeyttum skipstjóra sem heppilegt hásetaefni. Skipstjórinn kvaðst vilja háseta sem væru „litlir, snöggir og fljótir að éta“. Sigurjóni var gefinn slíkur viljastyrkur að langt má leita til samjafnaðar. „Ég skal“ var kjör- orð hans. Uppgjöf var honum fjarri. Staðfesta var stefna hans. Veikindi drógu um skeið úr þreki hans. Hann leitaði athvarfs á Reykjalundi. Með kankvíslegu brosi sagði hann frá eindreginni ósk vist- manna þar um að hann væri skyld- aður til daglegrar vinnu í plastgerð hælisins og framleiddi plastfötur, skóflur og legókubba. Töldu hann ekki eiga að njóta neinna forréttinda með því að komast undan vinnukvöð. Þetta tiltæki vakti Sigurjóni kæti. Hann kumraði stundum þegar hann minntist á þetta, en mér er nær að halda að athæfið hafi sært hann. Sigurjón sýndi mér þá vinsemd að færa mér að gjöf franska bók þar sem skráð eru æviatriði fjölda nafn- kunnra manna. Hann er skráður þar og getið listamannsferils hans. Ís- lendinga sem þar er getið má telja á fingrum annarrar handar. Þá kom Sigurjón eitt sinn og af- henti mér ljósmynd af listaverki er hann hafði höggvið. Gerði hann ráð fyrir að því væri komið fyrir nálægt sjógarðshliðinu á Eyrarbakka. Fram að þessu hefir þó ekkert orðið úr því áformi. Barátta við skarlatssóttina Fyrir alllöngu barst mér í hendur bréfasafn móðursystur minnar Guð- rúnar Jónsdóttur, sem búið hafði í Ameríku. Hún var á sínum tíma heitbundin æskuvini sínum, Þor- steini Erlingssyni. Hann brá við hana heiti, enda fjöllyndur. Guðrún fluttist vestur um haf til bróður síns Halldórs. Hann missti eiginkonu sína Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Keldum á Rangárvöllum. Guð- rún gætti barna þeirra Halldórs og Ingibjargar. Hún lést háöldruð á elliheimili í Cleveland á 98. aldursári 19. febrúar 1951. Bréfasafn hennar geymir margvíslegan fróðleik. Hér er birtur stuttur kafli úr bréfi móður minnar. „Garðhúsum 17. apríl 1918 Elsku systir. Það er orðið æði langt síðan jeg hef skrifað þjér, og helsta or- sökin til þess er að lífið hefir gengið fremur erviðlega og þá er svo leitt að skrifa vinum og vandamönnum því bréfið verður þá tómt rauna raus, sem aðeins hryggir þann sem fær það. Ann- arsvegar er heilsu minni þannig varið að jeg á mjög vont með að skrifa vegna þess það ofþreytir hugsunina. Jeg fæ svima og höf- uðverk og öll hugsun verður ómöguleg svo að jeg hætti að muna hvaða stafi jeg á að skrifa þegar jeg er búin að skrifa litla stund. Jeg hef ekki vitað sjálf hvað þessu hefur valdið fyrr en í vetur, að jeg veiktist snögglega. Skarlatssóttin gekk hjer á heimili okkar í vetur. Byrjaði fyrir vetur og var sótthreinsað í janúarlok. Börnin eru 7 heima. 6 af þeim veiktust af sóttinni. Fyrsta barn- ið sem veiktist var 5 ára gömul stúlka sem heitir Steinunn, eftir þeirri sem dó. Hún varð svo veik að við hugðum henni ekki líf og jeg gat ekki fengið að sofna vær- an dúr nótt eptir nótt. Þá varð það sem jeg veiktist svo snögg- lega að fólkið hjelt jeg myndi bráðdeyja. Læknirinn sagði það stafaði frá hjartanu og það kæmi af ofþreytu og svefnleysi. Jeg væri svo slitin og hefði mikið meira á hendi en heilsunni væri fært. Hjartað gat nefnilega varla sitt hlutverk. Það vildi hætta starfi og af því leiddi veikindi í öllum líkamanum, skjálfta, hend- urnar hvítnuðu upp og mér lá við köfnun. Hann, læknirinn flýtti sjer eftir meðulum og sagði að gefa mjer þau með hálftíma milli- bili, þá leið þetta frá í bili. Þó var jeg veik. Öll máttfarin og þessi óþægilegi hjartabarningur. Jeg lá í 3 vikur. Þá varð jeg að klæða mig því mamma lærbrotnaði og Fjársjóðir æskunnar Sýningin Portrett – Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, sem opnuð var í Húsinu á Eyrarbakka í gær og er liður í Menningarviku Árborgar, vakti bernskuminningar í huga Péturs Péturssonar, sem naut þess að skoða myndir Sigurjóns í æsku. Pétur Guðmundsson og Elísabet Jónsdóttir ásamt börnum sínum. Guðmundur, símritari og loftskeytamaður; Ásgeir, sjómaður og verkamaður, afgreiðslumað- ur í vörugeymslu Eimskipafélags Íslands; Tryggvi, bankamaður, síðar banka- stjóri Búnaðarbankans í Hveragerði, Auður, húsmóðir í Hólabrekku, Garði; Ásta; Nellý, húsmóðir í Miðhúsum, Mýrum, Steinunn Bergþóra, húsmóðir Reykjavík. Haraldur Blöndal mun hafa tekið ljósmyndina árið 1918. 20 ára aldursmunur var á þeim hjónum, Elísabet er fertug, Pétur sextugur. Nellý er sú sem aðstoð- aði móður sína í veikindum. Steinunn Bergþóra telpan sem veiktist hastarlega. Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka 9. maí 1920, vorið sem sýning Sigurjóns var haldin. Sigurjón hlýtur að vera á myndinni. Þar eru allmörg systkini greinarhöf- undar, Ásgeir, Auður, Tryggvi og Steinunn. Aðalsteinn Sigmundsson kennari, helsti hvatningamaður og vinur Sigurjóns, situr við hlið Jakobínu Jakobsdóttur kennara. Ljósmynd/Haraldur Blöndal Sigurjón Ólafsson stendur hjá teikningum sínum á fyrstu listsýningu sinni á Eyrarbakka. Myndin af Sigurjóni var ein margra úr skólastarfi sem færðar voru Pétri Guðmundssyni að gjöf frá samkennurum hans í maímánuði árið 1920. Æviatriði Sigurjóns Ólafssonar í uppsláttarritinu „Who’s Who in Europe“, gefið út í Brussel 1961–1962. Sigurjón gaf bókina greinarhöfundi og áritaði hana. Bókin er 2.680 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.