Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 24
Ve st fir ði r Morgunblaðið/Ragna Sara Krossneslaugin í Norðurfirði hefur vakið athygli enda er staðsetning hennar sérstök. Fyrir næstum fimmtíu árum var byggð sundlaug í fjöruborðinu við Krossnes í Norðurfirði. Það var ungmennafélagið Leifur heppni sem átti heiðurinn af framkvæmdinni Undanfarin ár hafa ferðamenn í aukn- um mæli komið í laugina þar sem stað- setning hennar þykir afar sérstök og friðsælt er í nágrenninu. Árni Geir Úlf- arsson í Krossnesi segir að í sumar standi jafnvel til að byggja heitan pott við sundlaugina og að í fyrra hafi hún verið máluð og tekin í gegn. Við laugina er búningsaðstaða og þar eru einnig baukar sem fólk borgar í þegar það kemur í sund. Ekkert rafmagn er við sundlaugina, en hún er opin yfir sum- artímann. Vilji fólk staldra við lengur en til þess eins að skella sér í sund getur það gist í Norðurfirði í gamla kaupfélagshúsinu eða í húsi sem Ferðafélag Íslands er með í Norðurfirði 2. Vistir er hægt að fá í kaupfélaginu í Norðurfirði. Synt í fjöruborðinu  Sundlaugin Krossnesi 524 Norðurfjörður Sími 451 4048 Sæskrímsli, heljarmenni, spænskir mat- reiðslumenn og Vísnavinir eiga það sam- eiginlegt að koma fram á Arnfirðingahátíð- inni Bíldudals grænar sem haldin er í fyrsta skipti í sumar á Bíldudal. Arnfirðingafélagið er upphafsaðili að hátíðinni en síðan sjá félagasamtök á Bíldudal einnig um skipulagningu og fram- kvæmd. Að sögn Helga Hjálmtýssonar, sem sit- ur í hátíðarnefnd Arnfirðingafélagsins, er markmið hátíðarinnar að kynna alla þá starfsemi sem Arnfirðingar eru þekktir fyr- ir og eiga skemmtilega stund saman en ekki síst að vekja athygli á Vestfjörðum sem álitlegum kosti í ferðalögum innan- lands. „Hátíðin fer að mestu fram á Bíldudal en einnig verða farnar sjóferðir um Arn- arfjörð og með rútu í Ketildali. Dagskráin er fjölbreytt, sýning á minjasafninu að Hnjóti í Örlygshöfn, söguleg ljósmynda- sýning, leikrit, gamlar hljómsveitir verða endurvatar og Vala Flosadóttir setur Völu- mót sem er íþróttamót fyrir krakka, hið fyrsta sem haldið er. Þá verður kirkjan opin gestum, golfmót- ið Hamagangur á Hóli verður haldið á sama tíma og settur verður upp markaður handverksfólks. Safnið Melódíur minning- anna verður opið og aflraunakeppni fer fram þar sem heljarmenni reyna sig við bryggjuhamarinn. Þá er á boðstólum veiði- keppni, minningarmessa, Vísnavinir koma fram og síðast en ekki síst verður Bíldudals-Baccalá endurvakinn en það er líklega með elstu vörumerkjum Íslands- sögunnar. Opnaður verður veitingastaður þar sem spænskir matreiðslumenn mat- reiða saltfiskrétti og gestum verður boðið að smakka á. Einnig verður boðið upp á grillað sjávarfang úr firðinum, nýveidd rækja verður soðin á bryggjunni og gest- um boðið að gæða sér á. Sæskrímsli og saltfiskur á Arnfirðingahátíð Morgunblaðið/Ómar Það verður mikið um að vera á hátíðinni Bíldudals-grænar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.