Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 41
Hjálmur festur, sólgleraugu upp, sólar- vörn á nefi, hjólabuxur, hjólavettlingar og stigið á sveif. Leiðin liggur á hálendið, en áður en lagt er upp í t.d. 4 daga og 3 nátta ferð ber að huga að ýmsu, fyrir utan þjálf- un. Áríðandi er að velja farangur vel og mæla þyngd, hvert aukakíló sígur í. Gott er að fara með rútu áleiðis. 1. ÁÆTLUN: Gera góða ferðaáætlun eftir að hafa skoðað kort og spurst fyrir um aðstæður; árfarvegi, skála. Skilja eftir ferðaáætlun hjá ábyrgum vini. 2. HJÓL: Ekki er talið snjallt að fara á al- veg nýju hjóli í nokkurra daga ferð. Betra að fara á hjóli sem knapinn þekkir. Hjólið þarf að vera vel smurt og yfirfarið, á góð- um dekkjum. Bögglaberi, vatnheldar tösk- ur og poki eru undir farangur. 3. VERKFÆRI: Bætur, aukaslanga, aukadekk, keðjulás, gír og bremsuvírar, nokkrir litlir boltar með ró, tape og drag- bönd. Pumpa, affelgunarsett, keðjulykill, teinalykill, lítill skiptilykill og 8 og 10 mm lyklar. Kaupa má líka sett sem er í vasa- hnífastærð og inniheldur sexkanta, skrúf- járn, flatt og stjörnu og jafnvel töng. 4. FATNAÐUR: Góðan vind- og vatns- heldan fatnað. Ef hjólreiðamaður á ekki skóhlífar er nauðsynlegt að hafa með sér plastpoka til að setja yfir skóna. Ekki er snjallt að hjóla í bómull næst líkamanum, ull eða öndunar-flík er betri. Mjög gott er að hafa fleiri þunnar flíkur með, frekar en eina þykka. Muna vettlinga, húfu, ullar- sokka og góða skó. Ef hjólin bila illa eru skórnir aðal-varaútbúnaðurinn til að vera í á langri leið í grófu landslagi. 5. DRYKKIR: Vatnsbrúsi; kanna vel hvernig vatnsmálum er háttað á svæðinu. Duftkaffi, te, súkkulaðiduft, orkudrykkir eða annað sem má blanda út í vatn. 6. MATUR: Allt sem er fljótsoðið. Gott að ákveða aðalmáltíðir fyrirfram svo að ekki sé of mikið tekið með; pasta, núðlur, hrísgrjón (fljótsoðin), sojahakk til að setja út í og þurrmat. Pylsur eða bjúgu til að hafa fyrstu dagana og brytja út í pastað. Fínt að taka með sér litlu ostana (pepper- oni, papriku) til að bæta út og eyða gervi- bragðinu. Rúgbrauð, flatkökur, fjallabrauð og kex. Álegg: sneiddur ostur, hnetusmjör og annað handhægt. Nasl; þurrkaðir ávextir, orkusúkkulaði eða súkkulaði. Prímus, pottar, kveikjari, þvottalögur. 7. ANNAÐ: Tjald, svefnpoki og dýna. Vaselín til að bera á nuddsár, plástur og teykjubindi. Langbylgjuútvarp til að fylgj- ast með veðri.Vasahníf, kort í plasti, átta- vita og aukateygju eða bandspotta. Mik- ilvægt er að reyna ekki of mikið á sig fyrsta daginn. Sett saman með hjálp Öldu Jónsdóttur og fleiri hjólreiðamanna. Morgunblaðið/RAX Glaður hjólreiðamaður á Fjallabaksleið nyrðri. Hjólað á hálendinu TENGLAR ................................................... http://www.mmedia.is/ifhk/ http://www.bicycling.com/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.