Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 56
Hátíðin Bjartir dagar sem haldin verður í Hafnarfirði 1.–23. júní hefur að leiðarljósi að skemmta bæjarbúum og gestum, auk þess að koma hafnfirskum listamönnum og hafnfirskri menningu á framfæri. Um 500 manns taka þátt í um 50 dagskrár- atriðum. Bjartir dagar hefjast formlega á 95 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. Í tilefni Bjartra daga og afmælis bæj- arins verður menningarhús fyrir ungt fólk opnað í gamla bókasafninu í Mjósundi, en sem kunnugt er hafa Regnbogabörn að- setur á efri hæð hússins. Rekstur húss- ins verður í höndum Tómstundaskrifstofu Hafnarfjarðar en hluti af dagskrá hátíðar- innar verður haldin í húsinu. Fleiri viðburðir sem nefna má í Hafn- arfirði í sumar eru Ratleikur, sem upplýs- ingamiðstöð bæjarins stendur fyrir í átt- unda sinn. Ratleikskortið fæst í upplýsingamiðstöðinni og er bæði um að ræða léttan leik og garpagöngu, segir Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrú. Í sumar, nánar tiltekið frá 15. júní, verð- ur líka boðið upp á álfaleiðsögn tvisvar sinnum á dag í fylgd Sigurbjargar Karls- dóttur, klukkan 10 og 14. Verið er að end- urgera Huliðsheimakortið og segir Jón Halldór að það muni koma út í nýrri út- gáfu, á ensku og þýsku innan tíðar, en eldra kortið er til á íslensku. Áhugi á álfaleiðsögn fer vaxandi meðal Íslendinga, segir Jón Halldór. Erla Stefánsdóttir er með álfaleiðsögn einu sinni á ári, á Jónsmessu. Morgunblaðið/Jim Smart Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Marín Hrafnsdóttir menningarfulltrúi, Halla G. Erlends- dóttir, höfundur merkisins, Ása B. Snorradóttir, formaður menningarmálanefndar, og Símon Jóhannsson, fulltrúi í nefndinni, með merki Bjartra daga. Bjartir dagar og álfaleiðsögn Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar Sími 565 0661 Opið 9-18 virka daga og 9-14 um helgar www.lava.is Sigurbjörg Karlsdóttir, sími 694 2785 Isafold Travel Sími 544 8866 www.isafoldtravel.is info@isafoldtravel.is Íslenskir fjallaleiðsögumenn Vagnhöfða 7b Sími 587 9999 www.mountainguide.is mountainguide@mountainguide.is Ferðaskrifstofan Ísafold býður upp á skemmtilegar dagsferðir frá Reykjavík austur í Biskupstungur og víðar. Um er að ræða ævintýra- og menningarferðir í senn, segir Jón Baldur Þorbjörnsson, einn forsvarsmanna Ísafoldar. Lagt er af stað klukkan 9 árdegis og haldið heim klukkan 22 að kvöldi í síðasta lagi. Farið er í gufubað, kíkt á Geysi, snætt í fallegu rjóðri og gengið til þess að bæta melt- inguna, svo dæmi sé tekið. Einnig er boð- ið upp á flúðareið í Þjórsá og gúrkusnafs í Reykholti, svo fleira sé nefnt. Fleiri dags- ferðir í svipuðum dúr eru mögulegar með Ísafold, segir Jón Baldur ennfremur, svo sem í Landmannalaugar og Þórsmörk. Gönguferðir Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða líka dagsferðir frá Reykjavík. Dæmi eru styttri gönguferðir um Hengilssvæðið og Heið- mörk og 10-15 klst. ganga á Hvannadals- hnjúk. Farið er daglega frá Reykjavík í styttir ferðirnar í sumar, segir Jón Gauti Jónsson, talsmaður fjallaleiðsögu- manna, en sumardagskráin er sneisafull af ferðum, að hans sögn. „Í næsta nágrenni við Reykjavík er gamla megineldstöðin Hengill, eitt öflug- asta háhitasvæði landsins. Merktir stíg- ar gera auðvelt að nálgast skemmtileg hverasvæðin og liggja þaðan í átt að Reykjadal, þar sem áhugasamir geta skellt sér í bað. Litríkt og fjölbreytilegt gönguland sem vert er að skoða,“ segir hann. Gönguferð á hæsta tind landsins er fremur auðveld tæknilega en tekur drjúgt af úthaldinu. „Enginn gleymir slíkri ferð, og allmargir fara á hverju ári. Veður er úr- slitaþáttur í sambandi við slíka fjall- göngu; ólíklegt er að einhver einn dagur sé endilega góður til uppgöngu. Því er nauðsynlegt að ætla sér rúman tíma.“ Morgunblaðið/Golli Hvannadalshnúkur í Öræfajökli er 2.119 metra hár og á engan sinn líka á Íslandi. Dagsferðir frá Reykjavík Morgunblaðið/Golli Su ðv es tu rla nd Gestakort Reykjavíkur er möguleiki sem mörgum Íslendingum sést yfir, en það veitir frían aðgang í sund og strætó og að flestum söfnum og sýningum. Gildistíminn er skráður á kort- ið, sem er létt og handhægt eins og greiðslukort. Einnig er veittur afsláttur á völdum veit- ingastöðum og í verslunum. Gestakortið gildir í einn, tvo eða þrjá sólarhringa og kostar 1.000,1.500 og 2.000 krónur. Gestakort Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.