Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 56

Morgunblaðið - 29.05.2003, Síða 56
Hátíðin Bjartir dagar sem haldin verður í Hafnarfirði 1.–23. júní hefur að leiðarljósi að skemmta bæjarbúum og gestum, auk þess að koma hafnfirskum listamönnum og hafnfirskri menningu á framfæri. Um 500 manns taka þátt í um 50 dagskrár- atriðum. Bjartir dagar hefjast formlega á 95 ára afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar. Í tilefni Bjartra daga og afmælis bæj- arins verður menningarhús fyrir ungt fólk opnað í gamla bókasafninu í Mjósundi, en sem kunnugt er hafa Regnbogabörn að- setur á efri hæð hússins. Rekstur húss- ins verður í höndum Tómstundaskrifstofu Hafnarfjarðar en hluti af dagskrá hátíðar- innar verður haldin í húsinu. Fleiri viðburðir sem nefna má í Hafn- arfirði í sumar eru Ratleikur, sem upplýs- ingamiðstöð bæjarins stendur fyrir í átt- unda sinn. Ratleikskortið fæst í upplýsingamiðstöðinni og er bæði um að ræða léttan leik og garpagöngu, segir Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrú. Í sumar, nánar tiltekið frá 15. júní, verð- ur líka boðið upp á álfaleiðsögn tvisvar sinnum á dag í fylgd Sigurbjargar Karls- dóttur, klukkan 10 og 14. Verið er að end- urgera Huliðsheimakortið og segir Jón Halldór að það muni koma út í nýrri út- gáfu, á ensku og þýsku innan tíðar, en eldra kortið er til á íslensku. Áhugi á álfaleiðsögn fer vaxandi meðal Íslendinga, segir Jón Halldór. Erla Stefánsdóttir er með álfaleiðsögn einu sinni á ári, á Jónsmessu. Morgunblaðið/Jim Smart Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Marín Hrafnsdóttir menningarfulltrúi, Halla G. Erlends- dóttir, höfundur merkisins, Ása B. Snorradóttir, formaður menningarmálanefndar, og Símon Jóhannsson, fulltrúi í nefndinni, með merki Bjartra daga. Bjartir dagar og álfaleiðsögn Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar Sími 565 0661 Opið 9-18 virka daga og 9-14 um helgar www.lava.is Sigurbjörg Karlsdóttir, sími 694 2785 Isafold Travel Sími 544 8866 www.isafoldtravel.is info@isafoldtravel.is Íslenskir fjallaleiðsögumenn Vagnhöfða 7b Sími 587 9999 www.mountainguide.is mountainguide@mountainguide.is Ferðaskrifstofan Ísafold býður upp á skemmtilegar dagsferðir frá Reykjavík austur í Biskupstungur og víðar. Um er að ræða ævintýra- og menningarferðir í senn, segir Jón Baldur Þorbjörnsson, einn forsvarsmanna Ísafoldar. Lagt er af stað klukkan 9 árdegis og haldið heim klukkan 22 að kvöldi í síðasta lagi. Farið er í gufubað, kíkt á Geysi, snætt í fallegu rjóðri og gengið til þess að bæta melt- inguna, svo dæmi sé tekið. Einnig er boð- ið upp á flúðareið í Þjórsá og gúrkusnafs í Reykholti, svo fleira sé nefnt. Fleiri dags- ferðir í svipuðum dúr eru mögulegar með Ísafold, segir Jón Baldur ennfremur, svo sem í Landmannalaugar og Þórsmörk. Gönguferðir Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða líka dagsferðir frá Reykjavík. Dæmi eru styttri gönguferðir um Hengilssvæðið og Heið- mörk og 10-15 klst. ganga á Hvannadals- hnjúk. Farið er daglega frá Reykjavík í styttir ferðirnar í sumar, segir Jón Gauti Jónsson, talsmaður fjallaleiðsögu- manna, en sumardagskráin er sneisafull af ferðum, að hans sögn. „Í næsta nágrenni við Reykjavík er gamla megineldstöðin Hengill, eitt öflug- asta háhitasvæði landsins. Merktir stíg- ar gera auðvelt að nálgast skemmtileg hverasvæðin og liggja þaðan í átt að Reykjadal, þar sem áhugasamir geta skellt sér í bað. Litríkt og fjölbreytilegt gönguland sem vert er að skoða,“ segir hann. Gönguferð á hæsta tind landsins er fremur auðveld tæknilega en tekur drjúgt af úthaldinu. „Enginn gleymir slíkri ferð, og allmargir fara á hverju ári. Veður er úr- slitaþáttur í sambandi við slíka fjall- göngu; ólíklegt er að einhver einn dagur sé endilega góður til uppgöngu. Því er nauðsynlegt að ætla sér rúman tíma.“ Morgunblaðið/Golli Hvannadalshnúkur í Öræfajökli er 2.119 metra hár og á engan sinn líka á Íslandi. Dagsferðir frá Reykjavík Morgunblaðið/Golli Su ðv es tu rla nd Gestakort Reykjavíkur er möguleiki sem mörgum Íslendingum sést yfir, en það veitir frían aðgang í sund og strætó og að flestum söfnum og sýningum. Gildistíminn er skráður á kort- ið, sem er létt og handhægt eins og greiðslukort. Einnig er veittur afsláttur á völdum veit- ingastöðum og í verslunum. Gestakortið gildir í einn, tvo eða þrjá sólarhringa og kostar 1.000,1.500 og 2.000 krónur. Gestakort Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.