Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 12
Ve st ur la nd Um tíma í sumar mun íslensk fjölskylda búa á Eiríksstöðum og lifa sig inn í lifn- aðarhætti víkinganna, klæðast víkinga- kuflum, borða spónamat, herta þorsk- hausa og annað sem víkingarnir lögðu sér til munns. Börnin munu fara í leiki með legg og skel og berjast með sverð- um. Það eru hjónin Þorgrímur Einar Guð- bjartsson og Helga Elínborg Guðmunds- dóttir, bændur á Erpsstöðum í Dölum, sem hafa tekið þetta hlutverk að sér ásamt fjórum börnum sínum á aldrinum 4–10 ára. Þá mun fjölskyldan mæta með eitthvað af bústofni sínum að Eiríksstöðum í sum- ar og bjóða börnum að nálgast dýrin. „Við verðum með leiðsögn um staðinn frá morgni til kvölds og tökum á móti fólki klædd víkingafatnaði. Leikföngin sem börnin fá miðast við víkingatímann.“ Hjónin munu elda spónamat og nærast á hangikjöti, harðfiski, þurrkuðum þorsk- hausum og súrmeti, svo dæmi séu tekin. Þorgrímur segir að börn hafi ekki síður gaman af því að heimsækja Eiríksstaði en fullorðnir. „Börn sem heimsækja okkur mega gjarnan prófa sverðin, skildi, hjálma og brynjur og stundum stendur þeim til boða að taka þátt í keppni með spýtusverðum, sem hefur mælst vel fyrir hjá börnum frá 9 ára aldri upp að unglingsárum.“ Annars segir Þorgrímur að starf þeirra muni aðallega felast í því að veita gestum leiðsögn um svæðið. Sett verða upp sérstök víkingatjöld í sumar þar sem handverksfólki gefst kost- ur á að bjóða varning til sölu. Hestaferðir Alma Guðmundsdóttir ferða- og atvinnu- málafulltrúi Dalabyggðar segir að í sumar verði boðið upp á tvenns konar hestaferð- ir frá Eiríksstöðum. Önnur ferðin verður tengd sagnaslóð Eiríks rauða, þar sem riðið verður um svæði á Skógarströnd undir öruggri leiðsögn. „Leið þessi er ákaflega falleg og er hægt að fara í styttri sem lengri ferðir.“ Hinar hestaferðirnar verða farnar um Fellsströnd. Gist verður í félagsheimilinu að Staðarfelli, og boðið upp á fæði. Riðið verður með strönd Fellsstrandar, farið á fjörur þar sem margt skemmtilegt ber fyrir augu og dýralíf er fjölskrúðugt. Fjölskylda flytur á safnið og býr að hætti víkinga Morgunblaðið/Jóhanna Alma Guðmunds- dóttir ferðamála- fulltrúi ásamt Þor- grími Einari Guðbjartssyni, en hann mun dvelja á Eiríksstöðum hluta sumars ásamt fjölskyldu sinni.  Eiríksstaðir í Haukadal Sími 434 1118 og 434 1132 www.leif.is ferdamal@dalir.is Eiríksstaðir í Haukadal JÚLÍ 3. Kvöldganga UMSB og Veiðimálastofnunar við Hítará í Borgarfirði Gengið með leiðsögn um fallegt svæði við Hítará. Veiðihúsið skoðað og fræðst um ána. 4.–6. Færeyskir dagar í Ólafsvík Fjölskylduskemmtun með fjölbreyttri dagskrá. 10.–12. Írskir dagar á Akranesi Fjölskylduskemmtun á ýmsum stöðum frá fimmtudegi til laug- ardags. 11.–13. ,,Dalirnir heilla“ - Leifshátíð Víkingahátíð við Eiríksstaði í Haukadal. 17. Kvöldganga UMSB og Veiðimálastofnunar við Flóku í Borgarfirði Gengið með leiðsögn um leynda perlu er nefnist Flóka. 25.–27. Reykholtshátíð í Reykholtskirkju Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju haldin í tengslum við kirkjudag í júlí ár hvert. Sjá www.reykholt.is 25.–27. Á góðri stund í Grundarfirði Fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá 31. Kvöldganga UMSB og Veiðimálastofnunar við Hreðavatn Gengið og fræðst um Hreðavatn og umhverfi þess. ÁGÚST 1.–3. Mannrækt undir jökli á Brekkubæ, Hellnum Snæfellsásmótið, Mannrækt undir jökli, verður haldið í fimm- tánda sinn. Boðið verður upp á fyrirlestra, stutt námskeið, áru- lestur, skyggnilýsingu, miðilstíma, lestur í spáspil, svitahof, frið- arathöfn, jóga, o.m.fl. 3. Söguferðir Sæmundar á Hellissandi Gengið verður á slóðir Víglundarsögu. Heildargangan tekur um 4–5 klst. en hægt er að skipta henni í styttri áfanga. Gengið er mestmegnis á sléttlendi þannig að þetta ætti að henta flestum. 4. Söguferðir Sæmundar í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi Gengið verður um slóðir Eyrbyggju og svipast um í Fróðárhverf- inu. 9. Fornvéladagur á Akranesi á Safnasvæðinu Görðum Hátíð á Safnasvæðinu í tilefni dagsins og skrúðakstur um Akra- nes. 14. Kvöldganga UMSB og Veiðimálastofnunar við Grímsá Gengið með leiðsögn um falleg svæði Grímsár. Fræðst um veið- ina, umhverfi og margt fleira 15.–17. Danskir dagar í Stykkishólmi Á föstudeginum halda bæjarbúar grillveislur í götum sínum og skreyta þær. Laugardagur verður aðaldagurinn með ratleik, messu, skrúðgöngu, skemmtiatriðum og um kvöldið verður grill- veisla og brekkusöngur og bryggjuball. 23. Vörðum leiðina á Safnasvæðinu Görðum Formleg vígsla safns Landmælinga. Vörðuhleðslumeistarar sýna takta sína á Safnasvæðinu Görðum. Ýmsar uppákomur því tengdar. 24. Afmælishátíð í Brimilsvallakirkju Brimilsvallakirkja á Snæfellsnesi verður 80 ára. Hestamenn koma ríðandi til hátíðarinnar. Messa sungin með virkri þátttöku barna og fullorðinna. Að messu lokinni verður grill- og kaffiveisla í risatjaldi við kirkjuna. Leikir og fjöldasöngur. 28. Kvöldganga UMSB og Veiðimálastofnun efna til fræðslugöngu við Langá í Borgarfirði. Dægradvöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.