Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 41

Morgunblaðið - 29.05.2003, Side 41
Hjálmur festur, sólgleraugu upp, sólar- vörn á nefi, hjólabuxur, hjólavettlingar og stigið á sveif. Leiðin liggur á hálendið, en áður en lagt er upp í t.d. 4 daga og 3 nátta ferð ber að huga að ýmsu, fyrir utan þjálf- un. Áríðandi er að velja farangur vel og mæla þyngd, hvert aukakíló sígur í. Gott er að fara með rútu áleiðis. 1. ÁÆTLUN: Gera góða ferðaáætlun eftir að hafa skoðað kort og spurst fyrir um aðstæður; árfarvegi, skála. Skilja eftir ferðaáætlun hjá ábyrgum vini. 2. HJÓL: Ekki er talið snjallt að fara á al- veg nýju hjóli í nokkurra daga ferð. Betra að fara á hjóli sem knapinn þekkir. Hjólið þarf að vera vel smurt og yfirfarið, á góð- um dekkjum. Bögglaberi, vatnheldar tösk- ur og poki eru undir farangur. 3. VERKFÆRI: Bætur, aukaslanga, aukadekk, keðjulás, gír og bremsuvírar, nokkrir litlir boltar með ró, tape og drag- bönd. Pumpa, affelgunarsett, keðjulykill, teinalykill, lítill skiptilykill og 8 og 10 mm lyklar. Kaupa má líka sett sem er í vasa- hnífastærð og inniheldur sexkanta, skrúf- járn, flatt og stjörnu og jafnvel töng. 4. FATNAÐUR: Góðan vind- og vatns- heldan fatnað. Ef hjólreiðamaður á ekki skóhlífar er nauðsynlegt að hafa með sér plastpoka til að setja yfir skóna. Ekki er snjallt að hjóla í bómull næst líkamanum, ull eða öndunar-flík er betri. Mjög gott er að hafa fleiri þunnar flíkur með, frekar en eina þykka. Muna vettlinga, húfu, ullar- sokka og góða skó. Ef hjólin bila illa eru skórnir aðal-varaútbúnaðurinn til að vera í á langri leið í grófu landslagi. 5. DRYKKIR: Vatnsbrúsi; kanna vel hvernig vatnsmálum er háttað á svæðinu. Duftkaffi, te, súkkulaðiduft, orkudrykkir eða annað sem má blanda út í vatn. 6. MATUR: Allt sem er fljótsoðið. Gott að ákveða aðalmáltíðir fyrirfram svo að ekki sé of mikið tekið með; pasta, núðlur, hrísgrjón (fljótsoðin), sojahakk til að setja út í og þurrmat. Pylsur eða bjúgu til að hafa fyrstu dagana og brytja út í pastað. Fínt að taka með sér litlu ostana (pepper- oni, papriku) til að bæta út og eyða gervi- bragðinu. Rúgbrauð, flatkökur, fjallabrauð og kex. Álegg: sneiddur ostur, hnetusmjör og annað handhægt. Nasl; þurrkaðir ávextir, orkusúkkulaði eða súkkulaði. Prímus, pottar, kveikjari, þvottalögur. 7. ANNAÐ: Tjald, svefnpoki og dýna. Vaselín til að bera á nuddsár, plástur og teykjubindi. Langbylgjuútvarp til að fylgj- ast með veðri.Vasahníf, kort í plasti, átta- vita og aukateygju eða bandspotta. Mik- ilvægt er að reyna ekki of mikið á sig fyrsta daginn. Sett saman með hjálp Öldu Jónsdóttur og fleiri hjólreiðamanna. Morgunblaðið/RAX Glaður hjólreiðamaður á Fjallabaksleið nyrðri. Hjólað á hálendinu TENGLAR ................................................... http://www.mmedia.is/ifhk/ http://www.bicycling.com/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.