Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AFTURKÖLLUN Jökuls ehf. á upp- sögn 50 starfsmanna mun að lík- indum ekki hafa áhrif á endanlega niðurstöðu um framtíð rekstrarins á Raufarhöfn. Guðný Hrund Karls- dóttir, bæjarstjóri, telur þó að þessi aðgerð kunni að gefa málsaðilum lengri frest til þess að leita úrræða. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Brims hf., sem er ráðandi hluthafi í ÚA, sem á Jökul ehf., segir mestar líkur á að þetta sé einungis tímabundin aðgerð. „Ef ekkert nýtt kemur fram í viðræðum okkar við fulltrúa starfsmanna er líklegt að það verði bara óbreytt staða í þessu máli,“ segir Guð- brandur. ASÍ sendi forsvarsmönnum Jök- uls bréf á miðvikudaginn þar sem því var haldið fram að ólöglega hefði verið staðið að uppsögnunum og þess krafist að þær yrðu dregn- ar til baka. Forsvarsmenn Jökuls telja að rétt hafi verið að málum staðið en vilja fremur draga upp- sagnirnar til baka en að láta reyna á lögmæti þeirra fyrir dómstólum. Slíkt væri aðeins til þess fallið að auka óvissuna. Ekki látið átölulaust ef illa er staðið að hópuppsögnum Pálína Auðbjörg Valsdóttir, for- maður Verkalýðsfélags Raufar- hafnar, fagnar því að uppsagnirnar hafi verið dregnar til baka og segir mikilvægt að ASÍ-verkalýðsfélög láti það ekki átölulaust ef illa er staðið að hópuppsögnum. Hún telur afturköllunina vera viðurkenningu á því að ólöglega hafi verið staðið að verki. Forsvarsmenn Jökuls munu óska eftir fundi með forsvarsmönnum starfsmanna og verkalýðsfélögum strax eftir helgi til þess að fara yfir stöðu mála. Uppsagnir Jökuls dregnar til baka Hefur ekki áhrif á stöðuna STARFSHÓPUR um atvinnuvand- ann á Raufarhöfn, sem skipaður er fulltrúum Byggðastofnunar, félags- málaráðuneytis og iðnaðarráðuneyt- is, vinnur nú að tillögum til lausnar þeim vanda sem skapast hefur í kjöl- far uppsagna hjá Jökli ehf. Nefndin heimsótti Raufarhöfn í vikunni og átti fundi með sveitarstjórn og fleir- um. Gert er ráð fyrir að einhverjar tillögur starfshópsins muni liggja fyrir strax eftir helgi. Bjartsýni um lausn mála Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var mikill samhljómur á milli aðila á fundunum á Raufarhöfn og nokkur bjartsýni um að lausnir finnist sem gagnast muni sveitarfé- laginu. Hugmyndir eru uppi um stofnun starfshóps sem skipaður yrði fulltrúum ráðuneytisins, Byggðastofnunar, sveitarfélagsins og Brims hf. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur afturköllun uppsagna ekki áhrif á vinnu starfshópsins. Um er að ræða lausnir vegna hins bráða vanda sem nú ríkir og heilsteyptari áætlun til lengri tíma. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðaustur- kjördæmis, segist ánægð með ferð starfshópsins til Raufarhafnar sl. fimmtudag: „Ég er mjög ánægð með hve vel gærdagurinn nýttist hópn- um. Starfshópurinn fékk mjög góðar móttökur á Raufarhöfn og það eru allir af vilja gerðir en það er augljóst að þetta er ekki einfalt mál.“ Valgerður telur að ríkið hafi ákveðna skyldu til þess að aðstoða sveitarfélög sem lenda í svo miklum hremmingum. „Það sem mér finnst mikilvægast er að það eru allir að leggja sig fram og það er góður andi í þessu þrátt fyrir þessa miklu erfið- leika. Þetta er mjög fámennt byggð- arlag og áfallið verður þetta stórt. Stjórnvöld hafa því ákveðnar skyld- ur til þess að reyna að stýra þessu í réttan farveg.“ Fram hefur komið að vandi Rauf- arhafnar sé ekki einstakur og ekki útilokað að svipaður vandi kunni að koma upp annars staðar. Valgerður telur að málið sé vandmeðfarið og að lausn málsins þurfi ekki endilega að fela í sér mikil útgjöld úr ríkissjóði. „Nú verður bara að komast í gegn- um helgina og sjá svo til hvað hægt verður að leggja fram,“ segir Val- gerður. Leiða saman aðila „Við þurfum ekki endilega alltaf að sjá þetta fyrir okkur eins og þetta séu eingöngu framlög frá ríkinu. Það er nú stundum sem ríkið getur látið gott af sér leiða með því að leiða sam- an aðila. Það væri það besta í stöð- unni. Það má segja að málið sé tví- þætt, annars vegar að hafa eitthvað til að hverfa að þegar skilin verða, þegar fólkið missir vinnuna. Hins vegar þarf að móta tillögur sem gætu leitt af sér að þarna yrðu til framtíðarstörf og hugsanlega eitt- hvert nýtt fyrirtæki. Það þarf að tryggja að það verði ekki algjört tómarúm,“ segir Valgerður. Hún kveðst vonast til þess að ÚA eða Brim hf. komi að málum: „Það er rétt að hafa í huga að ÚA hefur látið þau orð falla að það komi til greina að taka þátt í uppbyggingu atvinnu- lífs ef það er eitthvað sem fyrirtæk- inu finnst vera til framtíðar. Það eru því jákvæðir punktar í þessu.“ Margrét Vilhelmsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jökuls ehf., staðfestir að Brim hf. sé tilbúið til þess að taka þátt í starfshópi um lausn á atvinnu- vandanum á Raufarhöfn. Tillögur starfshóps um atvinnuvanda Raufarhafnar gætu legið fyrir eftir helgi Brim hf. taki þátt í aðgerðum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson REKSTUR Kjötmjöls ehf. í Hraun- gerðishreppi á Suðurlandi hefur verið afar erfiður eftir að kúariðan kom upp í Evrópu fyrir tæpum þremur árum og heimsmarkaðs- verð á kjötmjöli hrundi. Torfi Ás- kelsson, framkvæmdastjóri Kjöt- mjöls, segir að fyrirskipun land- búnaðarráðherra í vikunni um innköllun á áburðinum Bruma úr verslunum bæti ekki rekstrarstöð- una. Brumi hefur verið í dreifingu frá árinu 2001 og frá þeim tíma selst tæplega fimm tonn, þar af tæp tvö tonn á síðustu vikum. Torfi reiknar með að innkalla þurfi ríflega hálft tonn sem legið hafi á lager. Málefni fyrirtækisins hafa verið til umfjöllunar í ríkissstjórn og verða að öllum líkindum á dagskrá næsta fundar eftir helgi, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Þar getur framtíð fyrirtækisins ráðist, en til umræðu er að breyta rekstri Kjötmjöls í eyðingarverk- smiðju fyrir slátur- og dýraúrgang. Til að tryggja þann rekstur hefur komið til tals að setja á svonefnt úr- vinnslugjald á sláturúrgang en breyta þarf lögum til að svo megi verða. Morgunblaðið hefur undir hönd- um bréf sem ráðherra sendi for- ráðamönnum Kjötmjöls í lok maí sl. Var bréfið sent í kjölfar fundar þeirra með ráðherra um rekstrar- vanda fyrirtækisins. Guðni segir að verði ekkert aðhafst muni rekstur Kjötmjöls stöðvast innan skamms tíma. Þar eru hugmyndir Kjötmjöls um samning við hið opinbera um kaup á kjötmjöli til notkunar í skóg- rækt og landgræðslu ekki taldar raunhæfar miðað við ríkjandi að- stæður. Því sé þeim möguleika hafnað. Segist ráðherra vera reiðubúinn, í samstarfi við um- hverfisráðherra, að leggja nauðsyn- lega vinnu í að kanna með hvaða hætti rekstrarstoðum verði komið undir starfsemi Kjötmjöls en þá í formi eyðingarverksmiðju. „Hef ég í hyggju að gera ríkisstjórn Íslands grein fyrir málinu á næsta fundi hennar og setja í framhaldinu upp starfshóp skipaðan fulltrúum ráðu- neytanna og þeim aðilum sem eðli- legt er að aðkomu eigi að málinu, s.s. Bændasamtök Íslands. Slík breyting á rekstri fyrirtækisins þyrfti m.a. að grundvallast á úr- vinnslugjöldum á sláturúrgang og verður nauðsynlegt að huga að lagabreytingum í þessu sambandi,“ segir í bréfinu. Guðni segir við Morgunblaðið að Ísland hafi mikla sérstöðu í heim- inum í vörnum gegn dýrasjúkdóm- um og öryggi gagnvart neytendum sé ávallt í fyrirrúmi. Þegar Kjöt- mjöli hafi á sínum tíma verið veitt rekstrarleyfi hafi legið strangt bann við að nýta mjölið fyrir dýr til manneldis og ströng skilyrði sett fyrir notkunar til áburðargjafar eða fóðurs. „Við viljum hafa alla varúð í mál- inu, þannig að landbúnaðurinn og íslenskir neytendur njóti vafans. Því var ákveðið að stöðva alla sölu á þessum áburði og innkalla hann. Þetta er fyrst og fremst varúðar- ráðstöfun, ekki að menn trúi að hér sé nokkur hætta á ferðum. Emb- ætti yfirdýralæknis óskar eftir að varan verði innkölluð og við tökum undir það og biðjum fólk að skila áburðinum inn,“ segir Guðni Ágústsson. Skiljum ákvörðun ráðherra Torfi Áskelsson segir að eigend- ur Kjötmjöls hafi fullan skilning á ákvörðun landbúnaðarráðherra um innköllun vörunnar, ekki síst í ljósi nýs riðutilfellis í Ölfusi. Eins og staðan sé í dag sé ekki annað hægt en að binda vonir við að áform ráð- herra um að tryggja breyttan rekstur nái fram að ganga. For- ráðamenn Kjötmjöls hafi ítrekað sett fram hugmyndir um að koma á úrvinnslugjaldi sláturafurða. Gjald- ið muni byggja upp sjóð sem tryggi eyðingu sláturúrgangs og Kjötmjöl ehf. sé tilbúið í þann rekstur. Torfi segir að frá ársbyrjun 2001 hafi heimsmarkaðsverð á kjötmjöli lækkað úr 35 krónum kílóið niður í eina krónu. Rekstrargrundvöllur sé í raun brostinn og fyrirtækið „á hausnum“, segir Torfi, en helstu eigendur Kjötmjöls, sem stofnað var haustið 2000, eru Sorpstöð Suð- urlands, Sorpa, Hraungerðishrepp- ur, Gámaþjónustan, Sláturfélag Suðurlands og Reykjagarður. „Við höfum verið að byggja upp markað með sölu á Bruma og salan verið að aukast síðustu vikur. Við gátum ekki búist við þessu riðutil- viki og ekkert hægt að segja við þessu í sjálfu sér. Við vorum farnir að undirbúa framleiðslu á svona áburði í kögglaformi en ekkert verður af því. Við bíðum bara eftir niðurstöðu stjórnvalda,“ segir Torfi. Hætta á riðusmiti Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir við Morgunblaðið að sala á Bruma til almennrar notk- unar hafi verið án vitundar embætt- isins á síðasta ári og í hitteðfyrra. Nýlega hafi verið vakin athygli embættisins á málinu. Eðlilegra hefði verið að forráðamenn Kjöt- mjöls hefðu borið það undir emb- ættið hvernig varan yrði seld og merkt. Halldór segir það vera mjög vill- andi að tala um áburðinn sem „al- hliða fóður fyrir allan gróður“. Var- an megi ekki nokkrum hætti fara sem fóður í jórturdýr, það sé alvar- legasti hluti málsins þó að ekki sé vitað um dæmi þess að skepnur hafi etið Bruma. Hættan á því geti hins vegar verið til staðar. Halldór segir ennfremur hættu á að riðusmitefni hafi borist í kjöt- mjölið vegna tilfellis sem kom upp nýlega í Ölfusi. Það geti hafa gerst sl. haust þó að riðueinkenni hafi ekki komið fram fyrr en nýverið. Meðal annars af þessum sökum hafi verið gripið til aðgerða með vísan til laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og reglugerðar um með- ferð og nýtingu á sláturúrgangi og dýraúrgangi. Kjötmjöli ehf. gert að hætta sölu áburðarins Bruma og innkalla hann úr verslunum Framtíð fyrirtækisins til umræðu í ríkisstjórn Kjötmjöli verði breytt í eyðingarverksmiðju og úr- vinnslugjald sett á sláturúrgang með lagabreytingu Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.