Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 9 Laugavegi 63 sími 5512040 30-80% afsláttur af inni- og útikerum, skálum, súlum o.fl. á löngum laugardegi Glæsilegur sumarfatnaður Kjólar, dress og jakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Langur laugardagur 20% afsláttur af undirfötum frá Marie Joe Póstsendum Fyrir helgi Stuttbuxur og ermalausir bolir Stærðir 36-42 og 44-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag til kl. 18 Sumarlagerútsala Allt að 70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum meðan útsalan stendur Augustsilk Augustsilk  Sölusýning á Grand Hóteli v. Sigtún í dag, laugardag, frá kl. 12-17 Peysusett og v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Langerma bómullarnáttföt. Kremin frá Natures Gate. Engin kort www.laxmann.com föstudaginn 20. júní til mánudagsins 23. júní sími 562 1000 www.utivist.is Aukaferð í Lónsöræfi Fararstjóri Gunnlaugur Ólafsson Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, langan laugardag frá kl. 10-17. Hrásilkið er komið aftur! Náttúruhvítt og drapplitað Ýmis tilboð Bókahilla (95 þ.) Sófi (125 þ.) o.fl. Pottery Barn borðstofusett f. 6 (50 þ.) Upplýsingar í síma 820 0595 Til sölu HALDINN var sérstakur kynning- arfundur á vegum Landsbjargar og umferðarstofu, á Kvartmílubraut- inni í Hafnarfirði sl. fimmtudag, þar sem ungir alþingismenn fengu m.a. að taka þátt í bremsu- vegalengdarmælingum. Að sögn Jóhanns K. Jóhanns- sonar, verkefnisstjóra hjá Lands- björg, er brýnt að ungt fólk sé sér meðvitandi um þá staðreynd að erf- itt getur reynst að stjórna bíl sem kominn er á ákveðinn hraða ef eitt- hvað óvænt gerist. „Afleiðingarnar af því þegar menn lenda í bílslysi á miklum hraða eru hrikalegar. Menn eru ekki aðeins að stefna eig- in lífi í hættu heldur allra í kringum sig. Það er fyrir utan eignatjón sem af þessu hlýst. Allir sem fara út í umferðina eru dauðlegir og slysin gera aldrei boð á undan sér,“ segir hann. Á myndinni má sjá ungu þing- mennina Guðlaug Þór Þórðarson og Dagnýju Jónsdóttur búa sig und- ir ökuprófið. Blásið til umferðar- átaks Morgunblaðið/Arnaldur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og tilraunir til þjófnaða, skjalafals og fjársvik. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 12 mánaða fangelsi en Hæstiréttur leit til þess að brotin voru mörg og vörðuðu sum tölu- verðar fjárhæðir. Hafði maðurinn, sem var síbrotamaður, margsinnis verið dæmdur fyrir ýmis auðgunar- brot, meðal annars í Hæstarétti ár- in 2001 og 2002. Samkvæmt sakavottorði manns- ins hefur hann frá árinu 1975 geng- ist undir fjórar sáttir og hlotið 37 refsidóma, þar af fimm vegna um- ferðarlagabrota og 32 fyrir ýmis hegningarlagabrot, einkum þjófnað, fjársvik og skjalafals. Í dómi Hæstaréttar segir að með þessum dómsmálum hafi hann hlotið óskil- orðsbundið fangelsi í samtals 19 ár og 9 mánuði. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari sótti málið og verj- andi mannsins var Hilmar Ingi- mundarson hrl. 18 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota LÝSTAR kröfur í þrotabú Ís- lenskra ævintýraferða nema tæp- um 80 milljónum króna en skipta- fundur fór fram á föstudag í seinustu viku. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota í febrúar sl. en skömmu áður hafði ferðaskrifstofuhluti rekstrarins verið seldur fyrirtæk- inu Íslandi DMC, sem rekur ferða- skrifstofuna Destination Iceland, og við sölu afþreyingarferða tók Afþreyingarfélagið ehf. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar lögmanns, sem er skipta- stjóri þrotabúsins, á eftir að taka endanlega afstöðu til allra krafna en aðeins hluti þeirra hefur verið samþykktur. Af nærri 80 milljóna króna lýstum kröfum nema for- gangskröfur rúmum 42 milljónum og almennar kröfur eru upp á tæp- ar 37 milljónir króna. Meðal stórra kröfuhafa eru Búnaðarbanki Ís- lands, BSÍ Hópferðabílar, Ísjepp- ar, Olís, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Arngrímur Hermanns- son, einn eigenda Íslenskra ævin- týraferða og stofnandi Addís á sínum tíma. Næsti skiptafundur hefur verið boðaður 30. júní næst- komandi. Íslenskar ævintýraferðir urðu til í upphafi árs 2001 við sameiningu ferðaþjónustufyrirtækjanna Add- ís, Bátafólksins, Langjökuls og Vélsleðaleigunnar Geysis. Síðar sama ár keypti fyrirtækið svo inn- anlandsdeild Samvinnuferða- Landsýnar úr þrotabúi þess félags. Fyrirtækið bauð upp á afþreying- arferðir fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, þ.á m. bátasiglingar, jeppaferðir og vélsleðaferðir, auk almennrar ferðaskrifstofuþjón- ustu. Ísland DMC ehf. er í eigu stærstu sérleyfishafa á ferðum til og frá Reykjavík, auk Knúts Ósk- arssonar og nokkurra smærri hlut- hafa, og er til húsa í Umferðarmið- stöðinni, BSÍ. Afþreyingarfélagið er í eigu nokkurra einstaklinga er stundað hafa jeppaferðir á hálend- ið. Þrotabú Íslenskra ævintýraferða Lýstar kröfur tæpar 80 milljónir LANDSVIRKJUN hefur samið við hóp sjö íslenskra og erlendra fyr- irtækja um eftirlit með bygging- arframkvæmdum við Kárahnjúka- virkjun. Tilboð hópsins hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna, að frátöldum virðisaukaskatti. Í fyrirtækjahópn- um eru Mott McDonald Ltd., sem er í forsvari, Norconsult AS, Sweco International AB, Línuhönnun, Hnit, Fjarhitun og Coyne et Bell- ier. Eftirlitið nær yfir verk sem varða stíflurnar við Kárahnjúka, að- rennslisgöng og göng að Jökulsá í Fljótsdal. Tvö tilboð bárust frá fyr- irtækjahópum sem tóku þátt í út- boði að undangengnu forvali sl. vet- ur, að því er fram kemur á vef Kárahnjúkavirkjunar. Samið um eftirlit við Kárahnjúka ♦ ♦ ♦ mbl.is VIÐSKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.