Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SUMAR geta landsmenn hugsað sér gott til glóðarinnar því Brimkló mun ganga í endurnýjun lífdaga. „Við ætlum að fara af stað í enda júní, koma fram víðsvegar um land- ið í röskan mánuð,“ sagði Björgvin Halldórsson, forkólfur bandsins, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Endurkoman verður stutt en snörp, en lítið hefur heyrst frá bandinu um langt árabil. Síðast kom bandið saman undir þessu nafni á Sveitaballi á Mölinni, dagskrá sem haldin var á Hótel Íslandi 1994. Brimkló varð til upp úr hljómsveit- inni Ævintýri í kringum 1976 og voru stofnendur, auk Björgvins, þeir Arnar Sigurbjörnsson, Ragnar Sigurjónsson, Hannes Jón Hann- esson og Sigurjón Sighvatsson. Á gjöfulum ferli hljómsveit- arinnar, sem markaði upphaf kántrítónlistar á Íslandi, urðu til ódauðlegir smellir á borð við Ég las það í Samúel, Glímt við þjóðveginn, Skólaball, og Sagan af Nínu og Geira. Björgvin segir bandið muni spila þessi lög og fleiri af þeim fjölda- mörgu sem prýða fimm plötur er komu út í nafni Brimklóar. Bandið tók þó nokkrum mannabreytingum í gegnum tíðina en sú útgáfa sem spila mun í sumar verður: Björgvin Halldórsson, Arnar Sigurbjörnsson á gítar, Ragnar Sigurjónsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson á bassa og Guðmundur Benediktsson á gítar, en þessi samsetning bands- ins lét frá sér tvær plötur á sínum tíma. Björgvin segir einnig líklegt að Þórir Baldursson bætist við sem sjötti meðlimur og leiki á hammond- orgel. „Það getur ýmislegt gerst,“ segir Björgvin. „Sjálfur Sigurjón Sig- hvatsson verður á landinu um þetta leyti og aldrei að vita nema hann taki í bassann.“ Margir aðrir stöns- uðu við í Brimkló, í lengri eða skemmri tíma. Þannig söng Ragn- hildur Gísla. með eitt sinn og Magn- ús Kjartansson, Kristinn Svav- arsson og Jónas R. Jónasson áttu líka stóran þátt í sögu Brimklóar. Björgvin, sem um þessar mundir er að leggja lokahönd á plötuna Ís- landslög nr. 6 segir endurkomuna vera ekki síst fyrir tilstilli Óla Palla á Rás 2: „Fólk hefur í gegnum árin verið að biðja okkur að koma saman aftur. Hann Óli Palli fór að eggja okkur til að gera eitthvað svona. Við ákváðum að slá til og höfum verið á æfingum síðan.“ Björgvin segir endurkomu hljóm- sveitarinnar verða mjög takmark- aða og hvetur því áhugasama til að tryggja sér í tíma pláss á þeim skemmtunum þar sem bandið mun spila. Nánari dagskrá hljómsveitar- innar skýrist þegar líður á sumar. Frumkvöðlar kántrítónlistarinnar á Íslandi aftur á stjá Brimkló brunar um landið í sumar Þessi útgáfa af Brimkló kemst næst þeirri sem spilar saman í sumar. Efst frá vinstri: Haraldur Þorsteinsson, Guðmundur Benediktsson og Björgvin Halldórsson. Ágúst Ágústsson rótari (Gústi rót), Arnar Sigurbjörnsson og Ragnar Sigurjónsson, en þeir Ágúst og Ragnar verða fjarri góðu gamni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafn Gunnlaugsson er þekktur fyrir að fjalla tæpitungulaust um hlutina og heimildarmynd hans um nútíð og framtíð höfuðborgarinnar vakti mikla athygli á síðasta ári. Ekki síst fyrir nýstárlegar hugmyndir og skemmti- lega notkun tölvugerðra mynda. Það kveður við svipaðan tón í Ísland í nýju ljósi, þar sem kvikmyndasmiðurinn, náttúrubarnið og -unnandinn Hrafn geysist um tíma, rúm og Íslandskort- ið – með tölvuna góðu í farangrinum. Hrafn skoðar þróunarsögu lands- ins síðustu tíu þúsund árin, eða frá lokum síðustu Ísaldar og spáir í fram- tíðina eins og honum er einum lagið. Sýnir á athyglisverðan hátt með að- stoð tölvugrafíkur hvernig landið tek- ur breytingum, útfærslu strandlín- unnar, hop jökla ofl. áhugavert. Hvernig náttúruöflin hafa mótað út- litið, svo kemur manneskjan til sög- unnar og byrjar á Öxarárfoss. Þessi aðferð að sýna með grafík hvernig landið leit út og getur hugs- anlega þróast er einföld en áhrifarík og vekur áhorfandann til umhugsun- ar um hvað er að gerast í kringum hann. Hrafn spyr einnig fjölmargra áleitinna spurninga: Hví ekki að opna Almannagjá fyrir fjölskylduvænar skoðunarferðir á heimilisbílnum? Getur manngert, áburðarfrekt og röndótt graslendi á heiðum uppi kom- ið í stað náttúrulegs gróðurs hrúta- berjalyngs og blágresis? Er lúpínan til bölvunar eða blessunar? Er rétt- lætanlegt að markaðssetja af ofur- kappi viðkvæm náttúruvætti? Vita menn í raun um hugsanleg framtíð- aráhrif uppistöðulónanna á skrauf- þurrum öræfunum á Norðurlandi Eystra? Því ekki að halda hrossum og sauðfé í ræktunarhólfum á láglendi? Er ekki nær að girða búfénaðinn af frekar en blikkbeljur landsmanna? Allt eru þetta umhugsunarverðar og þarfar spurningar sem eiga rétt á að dokað sé við þær. Okkur eru sýnd nokkur slæm mis- tök eins og vegsummerkin eftir mis- lukkað loðdýraræktunarævintýri, þ.e. þau sjáanlegu, óhóflegt og til- gangslaust jarðrask og umhverfis- áhrif þeirra. Orkumálin og virkjana- gerðir eru ofarlega á blaði og þrátt fyir allt getum við þakkað okkar sæla fyrir að ekkert varð af martröðinni „Lang stærsta draumnum“, sem kynntur var til sögunnar á öndverð- um sjöunda áratugnum og gekk út á að steypa saman jökulfljótunum þrem á NA.-horninu. Sá draumur hefði hugsanlega orðið okkar versta martröð. Ferðamannaiðnaðurinn básúnar ótæpilega ósnortna og hreina náttúru landsins og virðist trúa því og við Ís- lendingar almennt viljum trúa því. Ef við horfum í kringum okkur blasir annað við. Því miður eru alltof fáir jafnkjarkaðir og Hrafn, ef menn lyfta tökuvélum blasir einatt við okkur dýrðlegt póstkortalandslag, enda nóg af því á okkar fagra landi. En við megum ekki snúa blinda auganu að þeirri staðreynd að í engu landi Evr- ópu hefur gróðri verið jafn gjörspillt af mannavöldum. Oft af illri nauðsyn, oft af gáleysi. Hugmyndir Hrafns um Háborg Ís- lands, upphitaða vegi á hálkublettum og vegskála á snjóþungum köflum á hálendisvegum framtíðarinnar er ágætur vísindaskáldskapur. Ísland í nýju ljósi er skemmtileg og athygl- isverð blanda slíkra skáldamála, mar- traða og veruleika um fjöregg þjóð- arinnar. Bölvun og bless- un í náttúrunni SJÓNVARP Sjónvarpið Íslensk heimildarmynd. Höfundur og leik- stjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Aðstoð við handrit: Ari Kristinsson og Trausti Vals- son. Stjórn tölvu og myndvinnslu: Ari Kristinsson. Tölvubrellur: Egill Vignisson ofl. Hljóð: Kjartan Kjartansson. Tónlist- arval og klipping: Hrafn Gunnlaugsson. F.I.L.M. 2003. RUV. 2003. ÍSLAND Í NÝJU LJÓSI Sæbjörn Valdimarsson Heimildarmyndin verður endursýnd í Sjónvarpinu á morgun kl. 12.05. Stóra svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Nýja svið NAPÓLÍ 23 - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson, Matthias Hemstock, Eyvind Kang Lau 14/6 kl. 15.15 15:15 TÓNLEIKAR - FERÐALÖG Bergmál Finnlands: Poulenc hópurinn Lau 14/6 kl. 15:15 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Níu verk keppa til úrslita Áhorfenda verðlaun - DJ Daddi diskó Í kvöld kl. 20 - Miðaverð kr. 2.000. AÐEINS ÞETTA EINA SINN. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 13/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING Í VOR DON GIOVANNI EFTIR W. A. MOZART ÓPERUSTÚDÍÓ AUSTURLANDS Su 15/6 kl. 17 Má 16/6 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15. júní kl. 21, Hótel Borgarnes fim 19. júní kl. 21, Félagsh. Valhöll Eskifirði lau 19. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisf. Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is Fjölbreyttur sérréttamatseðill Sérsalur fyrir hópa leitið tilboða Eldhúsið er opið 11.30 til 23.00 Borðapantanir í síma 568-0878 LAUGARDAGURINN 7. JÚNÍ Kl. 18.15 Barokktónleikar Gloria eftir Vivaldi Hvítasunnukantatan Erschallet, ihr Lieder, BWV 172 eftir Bach. Einsöngvarar: Rannveig Sif Sigurðardóttir sópran, Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt, Þorbjörn Rúnars- son tenór og Davíð Ólafsson bassi. Kammerkór- inn Schola cantorum. Barokkhljómsveitin Das Neue Orchester frá Köln. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Kr. 2.000. SUNNUDAGURINN 8. JÚNÍ Kl. 20.00 Orgeltónleikar: Olivier Latry frá Notre Dame í París, einn frægasti organisti heims, leikur tónlist eftir Bach, Franck, Vierne, Dupré o.fl. auk þess að spinna á Klais- orgel Hallgrímskirkju. Kr. 2.000. MÁNUDAGURINN 9. JÚNÍ Kl. 20.00 Lokatónleikar Kirkjulista- hátíðar Mótettur meistara Bachs, BWV 225 - 230. Einar Jóhannesson klarinettuleikari frumflyt- ur Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveinsson á milli mótettanna. Mótettukór Hallgrímskirkju Das Neue Orchester frá Köln Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Kr. 2500. HALLGRÍMSKIRKJA Miðasölusími 510 1000 Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní HARMUR PATREKS eftir Auði Haralds Frumsýning lau. 7. júní kl. 20 2. sýn. sun. 8. júní kl. 20 3. sýn. fös. 13. júní kl. 20 4. sýn. lau. 14. júní kl. 20 Dansleikhús með ekka frumsýnir LÍNEIK OG LAUFEY lau. 14. júní kl. 14 lau. 14. júní kl. 16 sun. 15. júní kl. 14 Miðaverð kr. 500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.