Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 33                      !  ! "    !   # $% &'# #   $% '  ()  *& *+*  # && && *+ & # Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 www.casa.is www.fotur.net ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson FORSETNINGAR í ís-lensku eru að ýmsuleyti vandmeðfarnarenda er rétt notkun forsetninga trúlega það atriði sem veldur útlendingum sem læra íslensku einna mestum örð- ugleikum. En það eru ekki ein- ungis útlendingar sem lenda í hremmingum að þessu leyti, rétt notkun forsetninga getur einnig vafist fyrir Íslendingum. Ég þyk- ist reyndar hafa séð þess ýmis merki að nokkurrar óvissu gæti í nútímamáli um notkun forsetn- inga. Nú er það auðvitað svo að notkun forsetninga hefur breyst töluvert í aldanna rás en hér verður ekki um það rætt. Mig langar hins vegar að víkja að til- teknum breytingum sem varða kerfið sem að baki liggur, breyt- ingum sem rekja má til erlendra áhrifa. Áður en komið verður að slíkum atriðum er nauðsynlegt að minnast örstutt á tiltekna þætti í forsetningakerfi íslensku. Forsetningar eru m.a. notaðar til að finna hlutum, verknaði eða hugsun stað í umhverfi sínu. Því má segja að hugtökin staður (í tíma og rúmi), hreyfing og stefna gegni mikilvægu hlutverki í kerf- inu. Þannig förum við á fund, er- um á fundi og komum af fundi eða við förum í leikhús, erum í leikhúsi eða komum úr leikhúsi. Hins vegar förum við til Akur- eyrar eða komum frá Akureyri og bréf er frá manni eða eftir at- vikum til manns. Þannig hafa myndast samstæðurnar á (þf.) – á (þgf.) – af (þgf.); í (þf.) – í (þgf.) – úr (þgf.) og til (ef.) – frá (þgf.). Notkun fer í stórum drátt- um eftir því orði sem forsetning- arnar eru notaðar með og er hún (eða hefur verið) reglubundin í íslensku. Í öðrum tungumálum eru notaðar hliðstæður sem sam- svara íslensku að merkingu en ekki búningi, t.d. e. from-to og d. fra-til. Í talmáli og einnig í fjöl- miðlum gætir nokkuð erlendra áhrifa á notkun forsetninga, einkum virðist mér forsetningin frá sækja á á kostnað forsetning- arinnar fyrir. Sem dæmi um þetta má nefna: ?leysa e-n frá kvöð [undan] [release from]; ?smitast frá e-m [af] [infected from (person); by disease]; ?fjölbreytt efni frá [úr] öllum heimshornum; ?flytja ger- eyðingarvopn frá landinu (Afgan- istan); ?efni/upplýsingar frá vefn- um [af/(úr)]; ?fréttir frá öllum heimshornum; ?kaupa e-ð frá e-m [af]; ?dæmi frá öllum grein- um þjóðlífs [úr] [from all sect- ors]; ?fyrirtæki frá [úr] fjár- málageiranum; ?sleppa óskaddaður frá [úr] árekstri [e. from]; ?koma í veg fyrir að um 1800 tonn af saltpéturssýru lækju út í Rínarfljót frá [úr] hol- lenska skipinu Dæmi þessi eru öll raunveru- leg í þeim skilningi að þau eru fengin úr fjölmiðlum (blöðum, út- varpi, sjónvarpi). Nú kann sum- um að þykja þessi dæmi full- boðleg en ég leyfi mér að merkja þau með ? og innan hornklofa hef ég tilgreint þær forsetningar sem ég kysi að nota. Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessari þróun því að segja má að hún læðist að okkur, slík dæmi bera það ekki alltaf með sér að um erlend áhrif er að ræða. Enn fremur er hér um að ræða kerf- isbreytingu fremur en einstakar eða einangraðar breytingar enda þurfa þeir sem áhuga hafa á ekki að lesa lengi, orðasambönd af þessum toga blasa daglega við í fjölmiðlum. Nokkurs annars eðlis eru hins vegar orð og orða- sambönd sem eiga sér beinar er- lendar fyrirmyndir, t.d.: ?vernda e-n/e-ð gegn vatni/tölvuþrjótum [< e. against]; ?halda e-u gegn e-m [< e. hold against] og ?halda frá e-m upplýs- ingum [< e. keep from]. Dæmi af þess- um toga eru að mínu viti orðfræðileg en hin mál- fræðileg (setningafræðileg). Úr handraðanum Ýmis orð og orðasambönd í ís- lensku sækja þá líkingu sem að baki liggur til daglegra starfa og í sumum tilvikum má ætla að þau beri ekki með sér uppruna sinn. Af þessum toga er orða- sambandið vilja ekki/ekkert hafa/ eiga saman við e-n að sælda. Sögnin að sælda = sálda merkir ‘sigta í sáldi’ og er hún kunn í beinni merkingu í elsta máli, t.d. sælda mjöl og sælda silfur, en einnig í óbeinni merkingu ‘hrista’: sælda e-n eða hrista sem hveiti. Elstu dæmi um orða- tiltækið eru frá 17. öld: eiga e-ð saman við e-n að sælda og má hugsa sér merkingarþróunina með eftirfarandi hætti: sælda saman ‘sigta saman’ > ‘vinna saman’ > ‘hafa samvinnu við’ > ‘hafa afskipti af’, þar sem sögnin eiga merkir ‘þurfa’. Bein merk- ing orðasambandsins er því ‘vilja ekki þurfa að vinna með e-m við sáld’ en óbein, og sú eina sem kunn er í nútímamáli, er ‘vilja ekki (þurfa að) hafa afskipti af e-m’. Elstu dæmi um afbrigðið með hafa er frá 18. öld: þér hafið ekki haft neitt óhreint við hann saman að sælda. Í nútímamáli virðast afbrigðin með eiga og hafa notuð nokkuð jöfnum hönd- um, oftast með sögninni vilja. Til gamans skal þess getið að einnig er kunnugt afbrigðið hafa e-ð saman við e-n að saldra (18. öld). Í talmáli og einnig í fjöl- miðlum gætir nokkuð er- lendra áhrifa á notkun for- setninga. jonf@hi.is Panta›u fermingarskeyti› í síma 1446 e›a á siminn.is. Einnig er hægt a› panta skeyti fram í tímann – flau ver›a borin út á fermingardaginn. siminn.is Myndirnar á skeytin eru s‡ndar á bls. 11 í Símaskránni. siminn.is panta›u símskeyti› á netinu Heillaóskaskeyti Símans er sígild kve›ja á fermingardaginn Hamingjuóskir! __ A. Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Kærar kve›jur. __ B. Bestu fermingar- og framtí›aróskir. __ C. Hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra. Kærar kve›jur. __ D. Hamingjuóskir til fermingarbarns og fjölskyldu. Kærar kve›jur. Bú›u til flína eigin kve›ju e›a n‡ttu flér me›fylgjandi tillögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.