Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 25
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 25
Kringlunni - Smáralind - Laugavegi
LACOSTE
bolir í úrvali
Spurning: Ég var í partýi um daginn
og var boðin e-tafla en þorði ekki að
prófa hana. Vinkona mín hefur próf-
að hana og segir að þetta sé alveg
óhætt og þeir sem segi að hún sé
hættuleg séu að ýkja. Ég hef
áhyggjur af vinkonu minni og öðrum
krökkum sem eru að nota e-töflur og
langar að vita hvað sé í þessum töfl-
um og hvort það er hættulegt.
Svar: Í e-töflunni eða e-pillunni geta
verið svolítið mismunandi efni en
það sem næstum alltaf er mest af er
MDMA (metýlendíoxýmetamfeta-
mín) sem er efnafræðilega skylt am-
fetamíni. Bókstafurinn e stendur
fyrir enska orðið ecstasy sem þýðir
alsæla. Saga þessa efnis er í stuttu
máli að það var fyrst búið til árið
1912, ólögleg notkun þess sem fíkni-
efnis hófst um 1967 og það fór að
berast til Íslands um 1990. Hér á
landi og erlendis er af og til umfjöll-
un í fjölmiðlum um þetta fíkniefni
þar sem hætturnar við notkun þess
eru dregnar í efa og slíka umfjöllun
má finna á netinu. Slík umfjöllun
kemur stundum frá þeim sem græða
stórfé á að framleiða og selja e-töfl-
ur. Staðreyndin er sú að e-töflur eru
eitt hættulegasta fíkniefni sem við
þekkjum, ef ekki það alhættuleg-
asta. Þetta efni hefur kröftug örv-
andi áhrif á miðtaugakerfið og líkist
að því leyti amfetamíni og kókaíni,
það veldur einnig ofskynjunum í stíl
við LSD og hefur ýmsar fleiri verk-
anir á heilann. Efnið er þekkt af því
að geta valdið dauðsföllum við fyrstu
notkun eftir „venjulega“ skammta,
þ.e.a.s. þá skammta sem seljend-
urnir mæla með og oft eru fórn-
arlömbin ungar konur. Þegar þessi
fórnarlömb koma inn á sjúkrahús
eru þau venjulega í losti, með háan
hita og blóðtappa víðs vegar um lík-
amann og þrátt fyrir bestu fáanlegu
meðferð deyja þau oft innan 1–2 sól-
arhringa vegna útbreiddra líffæra-
skemmda, m.a. á vöðvum, nýrum og
lifur. Dauðsföll af þessum toga hafa
ekki orðið hér á landi svo vitað sé en
í nágrannalöndunum eru þau vel
þekkt og samkvæmt opinberum töl-
um í Bretlandi hafa 25–30 dauðsföll
sem tengjast e-töflum orðið á hverju
ári síðan 1996. Sem betur fer deyja
ekki mjög margir á þennan hátt en
langtímaáhrif efnisins eru ekki síður
áhyggjuefni. E-töflur valda
skemmdum á taugakerfinu sem hafa
lengi verið þekktar í tilraunadýrum
en nú er einnig búið að sýna fram á
þær í fólki. Slíkar skemmdir eru al-
varlegar, þær geta komið eftir notk-
un í mjög stuttan tíma (jafnvel eitt
skipti) og verið langvarandi eða var-
anlegar. Vitað er að truflun verður á
starfsemi taugaboðefnanna serótón-
íns og dópamíns og þessi truflun
veldur einkennum eins og minn-
isleysi, námserfiðleikum, kvíða og
þunglyndi en þar að auki eykst
hætta á Parkinsonsveiki síðar á æv-
inni. Þetta síðasttalda sést greini-
lega í öpum og sterkar vísbendingar
eru einnig um aukna hættu á Park-
insonsveiki í mönnum. Fólk verður
einnig háð e-töflum og þær valda
sterkri andlegri fíkn. Niðurstaðan er
sú að e-taflan er mjög hættulegt
fíkniefni sem getur valdið dauðs-
föllum hjá óvönum neytendum eftir
„venjulegan“ skammt en slíkt er
nánast óþekkt eftir neyslu annarra
algengra fíkniefna. E-taflan getur
þar að auki, jafnvel eftir aðeins einn-
ar nætur neyslu, valdið alvarlegum,
langvarandi eða varanlegum heila-
skemmdum. Áróður um að e-taflan
sé hættulítil á því ekki við rök að
styðjast en þessi áróður hefur vafa-
lítið ýtt undir þá ógnvænlegu aukn-
ingu sem hefur orðið í notkun efnis-
ins.
Hvað er e-taflan?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Langtímaáhrif
áhyggjuefni
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar
með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns-
sonar: elmag@hotmail.com.
Á
ÍSLANDI þjást að minnsta kosti 12.000–
15.000 manns af þunglyndi á hverjum tíma.
Þótt þunglyndi sé mjög algengt gerir fólk
almennt sér litla grein fyrir eðli sjúkdóms-
ins og þar gætir oft misskilnings. Þunglyndi
er ekki merki um dugleysi, heldur algengur og oft lífs-
hættulegur sjúkdómur sem oftast er hægt að ráða bót á.
Fólk veikist oft af þunglyndi mitt í dagsins önn.
Stundum er erfitt að greina það frá venjulegri óánægju
eða kreppu í einkalífinu. Fyrst heldur einstaklingurinn
og læknir oft að veikindin séu líkamleg. Með ítarlegum
spurningum fæst þó yfirleitt örugg greining. Það er af-
ar mikilvægt því að langflestir sem þjást af þunglyndi
geta fengið áhrifaríka meðferð. Ef þunglyndið greinist
ekki leiðir það til óþarfra þjáninga og jafnvel sjálfsvígshættu.
Oft fær fólk þunglyndi eftir mikið álag, til dæmis eftir ástvinamissi eða
langvarandi ofreynslu. En það getur líka komið eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Margir ganga aðeins í gegnum eitt þunglyndisskeið um ævina, sem
getur tekið vikur eða mánuði, en hjá öðrum tekur þunglyndið sig upp aftur
og aftur. Sumum hættir einkum við þunglyndi í skammdeginu.
Þeir sem veikjast af þunglyndi fá ekki allir sömu einkennin. Dapurleiki
og vonleysi eru ekki alltaf mest áberandi. Sumir finna mest fyrir framtaks-
leysi og deyfð, aðrir verða eirðarlausir. Önnur algeng einkenni eru svefn-
truflanir og margs konar líkamlegir kvillar. Margir finna fyrir tómleika og
tilfinningadeyfð, eiga erfitt með að einbeita sér eða eru þjakaðir kvíða eða
ótta. Veikin leggst misjafnlega þungt á fólk en getur lamað allt daglegt líf.
Ættingjar og vinir eru oft ráðalausir, börn og makar líða fyrir ástandið og
því er mikilvægt að grípa sem fyrst inn í sjúkdómsferlið.
Þunglyndi batnar langoftast við meðferð
Núorðið eru til árangursríkar aðferðir til að ráða bót á þunglyndi. Með
samtalsmeðferð og lyfjagjöf er hægt að veita mjög áhrifaríka meðferð.
Mikilvægt: Ef þú ert í vafa um hvort þú þjáist af þunglyndi skaltu leita til
heilsugæslunnar þinnar, bráðamóttöku geðdeilda eða til sjálfstætt starf-
andi sérfræðinga.
Heldur einu sinni of oft en of sjaldan.
Samantekt: Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur, verk-
efnisstjóri hjá Landlæknisembættinu. Frá Landlæknisembættinu.
Heilsan í brennidepli
Þunglyndi er
engin ímyndun
Þunglyndi
tengist oft
miklu álagi
BÖRN og unglingar, sem verða fyrir
barðinu á einelti, eru mun líklegri en
önnur börn til að verða þunglynd og
jafnvel leggjast í sjálfsmorðshugleið-
ingar en önnur börn og á það sérstak-
lega við um stúlkur, að því er kemur
fram í nýrri rannsókn, sem gerð var í
Hollandi.
Rúmlega 40% stúlkna, sem sögðust
oft verða fyrir því að vera lamdar,
sparkað væri í þær, þeim hótað eða
þær uppnefndar, kváðust vera þung-
lyndar og 25% sögðu að þær hug-
leiddu sjálfsmorð, að því er kemur
fram í könnuninni, sem birtist í fag-
tímaritinu Pediatrics. Þessar tölur
voru aðeins ívið lægri þegar fórnar-
lömbin urðu fyrir óbeinara einelti á
borð við það að vera virt að vettugi,
skilin útundan og baktali. 35%
stúlkna, sem urðu fyrir einelti af því
tagi, kváðust þunglynd, en 21% hugs-
aði um sjálfsmorð.
Dæmið snerist algerlega við í hópi
stúlkna, sem sögðust nánast aldrei
verða fyrir einelti. Aðeins 6% þeirra
kváðust finna fyrir þunglyndi og 4%
sögðust hafa hugsað um sjálfsmorð.
Einelti hefur einnig alvarleg áhrif á
drengi, en þau eru ekki jafn tíð og hjá
stúlkum. 22% drengja, sem iðulega
urðu fyrir barðinu á einelti, kváðust
þunglynd, en 28% þeirra, sem höfðu
orðið fyrir óbeinu einelti. Um 3%
drengja, sem ekki höfðu orðið fyrir
einelti, voru þunglynd. Rúmlega 13%
drengja, sem höfðu orðið fyrir beinu
einelti, kváðust hugsa um sjálfsmorð,
en 18% þeirra, sem höfðu orðið fyrir
barðinu á óbeinu einelti.
Auka þarf eftirlit með
einelti í öllum myndum
Marcel F. van der Wal, sem vinnur
að rannsóknum við heilsugæsluna í
Amsterdam og leiddi eineltisrann-
sóknina, sagði að þessar niðurstöður
sýndu að kennarar og skólayfirvöld
þyrftu að gefa einelti í öllum myndum
meiri gaum og ætti það sérstaklega við
um óbeint einelti. Til dæmis væri al-
mennt ekki litið á það sem einelti þeg-
ar börn væru útilokuð félagslega, eða
talið að það væri ekki jafn skaðlegt.
Í rannsókninni var kannað sálarlíf
þeirra, sem leggja í einelti. Rúmlega
10% drengja, sem lögðu aðra í einelti,
kváðust hugsa um sjálfsmorð, en það
gerðu aðeins 3% drengja, sem ekki
lögðu aðra í einelti.
Könnunin náði til 4.811 barna á
aldrinum níu til þrettán ára.
Reuters
Fórnarlömb
eineltis þjást oftar
af þunglyndi