Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .d es ig n. is © 20 03 Salmíakbragð Mildur sykurlaus Sítrónubragð Mildur og ljúfur sykurlaus Orginal Frískandi sterkur sykurlaus Lakkrísbragð Frískur og góður Piparmyntubragð Ferskur og góður sykurlaus Orginal Frískandi sterkur XCO Heildverslun Sími 581 2388FF INNDU MUNINNSEX TEGUNDIR ina að hún léti Suu Kyi og stuðnings- menn hennar lausa tafarlaust. „Það er ótækt og svívirðilegt að [fólkinu] sé haldið í einangrun,“ sagði í til- kynningunni. Tveir þekktir bandarískir þing- menn, repúblikaninn Mitch Mc- Connell og demókratinn Dianne Fen- stein, mæltust jafnframt til þess að viðskiptabann yrði sett á Burma í kjölfar herferðar herforingjastjórn- arinnar gegn lýðræðissinnum um liðna helgi. Auk þess lýstu þau áhyggjum sínum af velferð Aung San Suu Kyi og fóru fram á að stjórnin skýrði frá ástandi hennar. McConnell sagðist vonast eftir því að refsiað- gerðir gegn herforingjastjórninni ismanna SÞ mun Razali, sem ráðgerir að dvelja fjóra daga í Rangoon, að öllum líkindum snúa taf- arlaust til baka fái hann ekki leyfi til að hitta stjórnarandstöðuleiðtogann hið fyrsta. Bandaríkin segja handtöku Suu Kyi hafa verið skipulagða Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að rannsókn á staðnum þar sem Suu Kyi var hand- tekin um síðustu helgi benti til þess að „óþokkar“ er tengdust herfor- ingjastjórn Burma hefðu skipulagt fyrirsát fyrir henni. Þá sagði í yfirlýs- ingu frá ráðuneytinu að óskað hefði verið eftir því við herforingjastjórn- SENDIFULLTRÚI Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Razali Ismail, kom í gær til Rangoon í Burma í þeim til- gangi að tryggja að Aung San Suu Kyi, foringi stjórnarandstöð- unnar í Burma og friðarverðlauna- hafi Nóbels, yrði látin laus úr haldi herforingja- stjórnarinnar í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Að- spurður sagðist Razali eiga „raun- hæfan möguleika“ á að fá að hitta Suu Kyi. Razali mun tjá herforingjastjórn- inni að láti hún Suu Kyi ekki tafar- laust lausa eigi hún reiði alþjóðasam- félagsins á hættu. Að sögn embætt- fengju „breiðan alþjóðlegan stuðn- ing“. Bretar aðvara búrmönsk stjórnvöld Jack Straw utanríkisráðherra Bretlands tók í sama streng og sagði yfirvöldum í Burma að sleppa Suu Kyi og stuðningsmönnum hennar þegar í stað og taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna. Þá sagði hann „áríðandi“ að Razali fengi fullt leyfi til að hitta stjórnarandstöðuleiðtog- ann og hennar fólk. „Neiti stjórnin að veita Razali slíkt leyfi mun alþjóðlegt samfélag túlka það sem vísvitandi höfnun og búrmönsk yfirvöld verða að gera sér grein fyrir því að slíkt mun hafa afleiðingar,“ sagði hann. Enn fremur fóru mannréttinda- samtökin Amnesty International þess á leit við stjórnvöld í Burma í gær að þau létu af handtökum stjórn- arandstæðinga og slepptu þeim sem hnepptir voru í varðhald um liðna helgi. Mjög misvísandi fréttir eru af því hve margir létust í átökunum sem blossuðu upp milli fylgismanna Suu Kyi um síðustu helgi og þúsunda stuðningsmanna herforingjastjórn- arinnar og leiddu til handtöku henn- ar. Yfirvöld segja fjóra hafa látið lífið en orðrómur er um að allt að 60 manns hafi fallið. Þá eru sumir sjón- arvottar að atvikinu sagðir vera í fel- um af ótta við refsiaðgerðir herfor- ingjastjórnarinnar. Fulltrúi SÞ kominn til Burma „Óþokkar“ á vegum stjórnvalda sagðir standa að baki handtöku Suu Kyi Washington. AFP. Razali Ismail GRUNUR leikur á að þýski stjórn- málamaðurinn Jürgen Möllemann hafi framið sjálfsmorð en hann lést í fallhlífarstökki á fimmtudag. Talsmaður lögreglu sagði í gær að enn væri unnið að rannsókn málsins en svo virtist sem Mölle- mann hefði losað sig við fallhlífina. Vitni bæru að Mölleman hefði opn- að aðalfallhlíf sína eftir að hafa kastað sér út úr flugvél ásamt níu öðrum í um 4.000 metra hæð. Svo virðist sem hann hafi ekki gert til- raun til að opna varafallhlífina. Einn þeirra sem stukku með Mölle- mann fullyrti að fallhlíf hans hefði opnast eðlilega, hana hefði auðveld- lega mátt þekkja. Mölleman var reyndur fallhlífar- stökkvari en stökkið afdrifaríka stökk hann yfir heimabæ sínum Marl í Rheinland-Westphalen. Annette Marberth-Kubicki, lög- fræðingur Möllemanns, sagði í gær að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að hann hefði haft sjálfsvíg í huga. Möllemann hafði verið sviptur þinghelgi um hálftíma áður en hann stökk út úr flugvél- inni vegna ásakana um svik og brot á lögum um fjáröflun stjórnmála- flokka. Hann var varaformaður Frjálslynda demókrataflokksins þar til í fyrra er flokkur hans beið ósig- ur í þingkosningum. Framdi Möllemann sjálfsmorð? Berlín. AFP. VÍSINDAMENN frá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni (IAEA) komu til Íraks í gær í fyrsta skipti frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réð- ust á landið í mars sl. Vísindamenn- irnir munu dvelja í Írak í tvær vikur en þeim hefur verið falið að gera leggja mat á hverju kunni að hafa verið stolið úr stærstu kjarnorku- framleiðslustöð landsins. Þeir munu hins vegar ekki taka þátt í leitinni að gereyðingarvopnum. Vísindamennirnir eru komnir til Íraks vegna þess að hætta er talin á því að Írakar sem búa í nágrenni Tuwaitha-orkustöðvarinnar í útjaðri Bagdad kunni að hafa orðið fyrir geislun eftir að lýður fór um stöðina og stal þar öllu steini léttara í varg- öldinni sem ríkti í Írak eftir fall Saddam-stjórnarinnar. Þá óttast margir að geislavirk efni hafi komist í hendur hópa eins og al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, sem kynnu að hafa áform um að búa til svokallaða „skítuga sprengju“. Vísindamenn IAEA komnir til Íraks Bagdad. AFP. BANDARÍKJAMENN hafa til- kynnt að herafli þeirra verði dreg- inn til baka frá herlausa svæðinu á milli Suður- og Norður-Kóreu og fluttur suður fyrir Seoul, höfuð- borg S-Kóreu. Óttast margir S-Kóreumenn að landið verði fyrir vikið berskjaldaðra en áður. Áratugum saman hafa S-Kór- eubúar litið á veru bandarískra hermanna á svæðinu sem trygg- ingu fyrir því að Bandaríkin myndu skerast í leikinn ef óvinur- inn í norðri gerði árás. N-Kórea er fimmta stærsta her- veldi heims og eru tveir þriðju hlut- ar hersins staðsettir við landamær- in við S-Kóreu. Á einu augnabliki gæti stórskotalið þeirra látið þús- undum sprengna rigna yfir Seoul, sem er aðeins í 60 km fjarlægð frá landamærunum. Hermálafræðing- ar hafa bent á að fyrir Bandaríkja- menn sé ekki viturlegt að hafa svo margar landgönguliðasveitir ná- lægt stórskotaliði óvinarins þar sem stór hluti þeirra myndi falla á fyrstu klukkustundunum ef N-Kórea gerði árás. Bandaríkja- stjórn telur að þótt heraflinn flytj- ist suður fyrir Seoul verði samt sem áður hægt að bregðast tafar- laust við árás frá N-Kóreu, það verði jafnvel auðveldara en áður. S-Kóreumenn áhyggjufullir Bandaríkin flytja herlið sitt til Seoul. AP. TÍBESKI trúarleiðtoginn Dalai Lama sést hér ásamt danska for- sætisráðherranum, Anders Fogh Rasmussen, yfirgefa opinberan móttökustað forsætisráðuneyt- isins í Kaupmannahöfn í gærdag. Dalai Lama átti fund með Rasmussen í gær en nokkuð hafði verið rætt um það í Danmörku fyrir heimsókn hans hvort rétt væri að forsætisráðherrann tæki á móti honum. AP Dalai Lama í Danmörku ELLEFU manns, þar af níu börn, fórust þegar sprenging varð í fjöl- býlishúsi í Grosní, höfuðborg Tétsn- íu, aðfaranótt gærdagsins. Þrjú börn til viðbótar voru flutt á sjúkrahús að sögn tétsneskra ráðamanna. Talið er að gassprenging hafi vald- ið slysinu en upphaflega var óttast að um hryðjuverk væri að ræða þar sem nokkrar mannskæðar sprengju- árásir hafa verið gerðar í Tétsníu að undanförnu. Að sögn embættis- manna hefur sá möguleiki verið úti- lokaður. Fjöldi íbúða eyðilagðist í spreng- ingunni en um 15 manns bjuggu í húsinu. Í liðnum mánuði létust 78 manns í landinu í tveimur sjálfsmorðsárásum sem gerðar voru með þriggja daga millibili. Þá fórust 20 manns á fimmtudag þegar kona sprengdi sprengju, sem hún bar á sér, við strætisvagn rétt utan við tétsnesku landamærin. Ellefu fórust í sprengingu í Tétsníu Moskva. AFP. ♦ ♦ ♦ JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við Bandaríkjaþing að stjórn- völdum verði gert kleift að herða enn frekar á hryðjuverka- vörnum í landinu. Ashcroft kom fyrir þingnefnd í fyrradag og hvatti þingheim þá til að útvíkka nýja löggjöf um varnir gegn hryðjuverkum, Föður- landslögin svokölluðu, þannig að yf- irvöldum yrði gert enn auðveldara að festa menn, sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum, í varðhald um óákveðinn tíma. Jafnframt vill Ashcroft að yfirvöldum verði gert kleift að fara oftar fram á dauðadóm yfir sakborningum í dómsmálum er tengjast hryðjuverkum. Fyrr í vikunni var gerð opinber skýrsla dómsmálaráðuneytisins um meðferð yfirvalda á þeim sem hnepptir voru í varðhald vegna gruns um aðild að hryðjuverkunum 11. september 2001. Sagði þar að bandarísk yfirvöld hefðu brotið á réttindum hundraða innflytjenda sem handteknir voru. Ashcroft sagðist fyrir þingnefnd- inni hafa „ákveðinn skilning“ á þeirri gagnrýni sem fram kæmi í skýrslunni – sem unnin var af sér- stökum eftirlitsaðila sem starfar innan dómsmálaráðuneytisins. Engu að síður sagði hann nauðsyn- legt að herða enn frekar á reglum, sem kveðið er á um Föðurlandslög- unum; enda væru í þeim „glufur sem hryðjuverkamenn gætu nýtt sér“. Þingmenn Repúblikanaflokksins þökkuðu Ashcroft vel unnin störf en demókratar lýstu aftur á móti nokkrum áhyggjum vegna þess hvernig Föðurlandslögin hefðu ver- ið framkvæmd og veltu fyrir sér hvort verið væri að brjóta á lýðrétt- indum fólks í nafni þjóðaröryggis. Vill herða enn á löggjöf um hryðjuverkavarnir Demókratar spyrja hvort brotið sé á lýðréttindum fólks í nafni þjóðaröryggis Washington. AP, The Washington Post. John Ashcroft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.