Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 41 til ykkar og var það alveg stórkost- leg upplifun, og var þá ætlunin að fara annað hvert ár en aldrei varð úr því, þess vegna situr hátíðin svo sterk í minningum okkar. Þegar gosið hófst varst þú stadd- ur á Akureyri og náðir ekki í þína nánustu úti í Eyjum og gleymi ég aldrei þeirri nótt er þú hringdir í mig og lést mig vita um gosið. Var alls staðar mikil ringulreið. Síðan kom Halldóra með stelp- urnar til okkar og var oft þröngt um okkur heima, en við erum mikl- ar systur og allt gekk vel upp. Þú og Bergur fóruð til Eyja til að bjarga því sem bjargað varð. Á meðan þið biðuð eftir að kom- ast til Eyja, þá fenguð þið viðlaga- sjóðshús og virtist það svaka stórt í augum barnanna. Þá tókst þú þig til og bjóst heilt jólasveinaþorp á stofugólfinu, og held ég að mín börn gleymi því aldrei. Þið hjónin voruð með lítinn kofa í Þrastaskógi og voru margar gleði- stundirnar þar. Síðan byggðuð þið glæsilegan bústað á Flúðum sem átti að vera griðastaður í ellinni, en ekki fer allt sem ætlað er. Við fórum okkar fyrstu utan- landsferð saman, við vorum eins og unglingar og mun sú ferð aldrei gleymast, því ég held að þó margar aðrar ferðir hafi verið farnar, þá skilji hún mest eftir í hugum okkar. Á sextugsafmæli þínu var haldin heljarinnar veisla, og sá maður þá hversu vinmargur þú varst. Þú átt yndisleg börn og barna- börn, sem þú sást ekki sólina fyrir. Þú varst besti afi í heimi, og í þín- um huga var ekkert of gott fyrir þau. Halldóra mín, þið hjónin voruð sérstaklega samrýnd, fóruð og gerðuð allt saman, því er þetta þér enn þá erfiðara. En við vitum að þú átt í börnum þínum og fjölskyldum mikinn stuðning. Elsku Halldóra, Stefanía, Ásta María, Una Sigrún, tengdasynir og barnabörn, við viljum votta ykkur innilegustu samúð okkar. Megi Guð halda verndarhendi yfir ykkur. Nú Guð ég von’að gefi af gæsku sinni frið, að sársaukann hann sefi af sálu allri bið. (I.T.) Margrét og Bergur. Hlýja og rósemi fylgir því þegar sólin sest við Eyjar blár, þegar sól- stafirnir baða Vestmannaeyjar, þessa steinmenn í hafinu sem láta svo lítið yfir sér í fjarlægðinni en iða af lífi og fjöri við innstu rætur. Þó vill enginn að sólin setjist of fljótt, því allt á sinn stað og sína stund og tilgangur er með öllu sem Guð leggur til þótt oft sé það æðra mannlegum skilningi. Það var eins og sólin félli fyrir tímann að frétta af fráfalli Valda í Kinn og sál- arkornið hringsnýst í spurn en fær engin svör. Úr suðrinu fljúga sólskinsstafir og sumarið heilsar um strönd og ver. Öllum þykir gott að eiga von á því, öllum þykir gott að eiga von á hlýju viðmóti, hvetjandi orði, áræði og djörfung, finna vinarþel í hvers- dagsþrasinu sem á fyrst og fremst að vera skemmtilegt, en er því mið- ur stundum leiðinlegt því það eru of margir sem vita allt og eru hlaðnir fordómum upp fyrir haus. Valdi í Kinn var gangandi dæmi um vinarþel af bestu gerð, frábær drengur sem lagði að jöfnu að hugsa um lítilmagnann og hugsa stórt inn í framtíðina, nýta hugs- unina, höndina, hamingjuna. Valli í Bragganum, pabbi Valda, lægði í mér prakkararostann þegar ég naut þess að vinna með honum í bæjarvinnunni ungur peyi. Hann var góður kennari og eftirminnileg- ur og það hefur verið eftirtekt- arvert hvað öll börnin í þessari stóru fjölskyldu hafa verið dugmik- il, jákvæð og gefandi í samfélaginu. Þegar Ástvaldur Valtýsson stofn- aði fiskvinnslufyrirtækið Kinn í Vestmannaeyjum ásamt Halldóru Sigurðardóttur konu sinni og fjöl- skyldu fór hann sér að engu óðs- lega. Það var hvorki ausið úr bankabókum né lánasjóðum. Bankabækurnar voru ekki til og í bankaviðskiptum var betra að hafa borð fyrir báru. En allt óx þetta af hinu góða vegna mikillar vinnu, út- sjónarsemi og fyrirhyggju og þori til að takast á við það óvænta og sigra áhættuna. Allt sem Valdi í Kinn gerði var til fyrirmyndar. Það var aldrei tjaldað til einnar nætur, aldrei tjaslað upp á hlutina. Þeir voru gerðir vel þótt það gengi hæg- ar en vonir stóðu til, en það var alltaf notað besta efni, bestu hug- myndir og það hefur verið stórkost- legt að fylgjast með því hve fjöl- skyldan hefur verið samhent og hvetjandi í uppbyggingu fyrirtækis sem hefur metnað og skilar gæða- vöru í heimsklassa. Til að mynda hefur það ekkert farið á milli mála að Valdi og Magnús tengdasonur hans voru vel samstíga í vinnslunni. Þá er það til dæmis alveg klárt að árið er ekki byrjað nema maður sé búinn að fá saltfisk frá Valda í Kinn og því er ekki lokið nema upp sé færð skata frá Valda í Kinn. Stundum þurfa menn að lifa af á bragði minninganna, en Guð gefi að Kinn blómgist og dafni hjá góðri og harðsækinni fjölskyldu. Við Valdi vorum með ýmsar hugmyndir og verkefni til að vinna úr. Því verður haldið áfram svo lengi sem lifir en sárt er að sjá á bak þessum góða dreng svo langt um aldur fram. Megi góður Guð leiða eftirlifandi, Halldóru, dæturnar Stefaníu, Ástu Maríu og Unu Sigrúnu, fjölskyldur þeirra, vini og vandamenn. Megi sól hvers dags flæða um minningar frá samskiptum og samveru með hinum góða dreng sem lét svo vel að taka snarpt á í starfi og leik en átti alltaf ankerisfestu í hlýju og rósemi. Árni Johnsen. Fallinn er í valinn einn af okkar ágætustu félögum. Það var vissu- lega óvænt harmafregn sem barst okkur Akógesfélögum í Vest- mannaeyjum fyrir stuttu að félagi okkar Valdi í Kinn hefði fallið frá. Valdi var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann var einn af þessum harðduglegu jöxlum sem settu sinn svip á mannlífið í Eyjum. Í Akógesfélagið gekk hann fyrir rúmum tíu árum og var hann okkur mikill og góður félagi. Valdi rak Fiskverkunina Kinn og naut Akóges góðs af því eins og ugglaust fleiri. Þorláksmessuveislurnar sem félagið hefur staðið fyrir í seinni tíð voru nánast alfarið verk Valda sem verkaði fiskinn og bauð upp á glæsilegar kræsingar við góðan orðstír. Skarð er fyrir skildi nú við frá- fall Valda í Kinn. Við félagarnir í Akóges viljum þakka honum fyrir samfylgdina sem þó varð alltof stutt og minnumst góðs félaga. Eiginkonu hans og fjölskyldu send- um við innilegar samúðarkveðjur. Akógesfélagar í Vestmannaeyjum. Nú þegar ég sest niður og skrifa minningarorð til Valda vinar míns kemur upp í huga minn: Þetta er rangur dómur. Oft sátum við Valdi saman og ræddum um knattspyrnu og eru mér minnisstæð orð Valda, þegar hann sagði að þjálfari sem ekki stefndi að sigri væri ekki sig- urvegari. Þegar ég kom fyrst til þín 15 ára gamall, óharðnaður ungling- ur, sýndir þú mér hvernig ætti að sigra. Þú tókst mig með þér upp í Kervíkurfjall að veiða lunda. Einn- ig er mér minnisstætt þegar ég hjálpaði þér við að laga garðinn þinn, já, það voru engin vettlinga- tök eða þegar við múruðum húsið þitt að utan og ekki hættir þú þó blæddi úr fingrum þínum. Það var einhvern veginn aldrei inni í mynd- inni hjá þér að gefast upp. Valdi. Nú er komið að leikslok- um, þá getur enginn sigrað nema almættið, sama hver sigurviljinn er. Elsku Halldóra, Stefanía, Ásta María, Una Sigrún og fjölskyldur. Megi Guð veita ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum, og geyma fyrir okkur minningu um mikinn sigur- vegara. Birnir. VEGNA mistaka í vinnslu birt- ist röng mynd með minningar- greinum um Jón Benediktsson á blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu í gær, 6. júní. Myndin var af Jóni Benediktssyni sem lést fyrir um hálfu ári. Um leið og við birtum hér réttu myndina, þá sem átti að birtast með minn- ingargreinunum í gær, biðjum við aðstandendur þeirra nafnanna innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum. Jón Benediktsson myndhöggvari. LEIÐRÉTT Drengur er fallinn um aldur fram aðeins 18 vetra, frændi sem með sinni framkomu heillaði mig og minnti mig mikið á bróður minn, föður hans sem líka dó um aldur fram, ætíð þegar ég hitti frænda minn þá fannst mér að bróð- ir minn væri kominn aftur, svo líkir voru þeir. Nú er þessi samlíking horfin og ég syrgi, ég syrgi þig og alla þá sem fóru í blóma lífsins og gerðu mitt líf fátækara. Þinn frændi Konráð. Elsku Bikki. Nú er þinni baráttu lokið og nú getur þú hvílst. Minnumst þín með bros í hjarta og þakklæti. Við söknum þín og þökkum þér allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Megi Guð gefa fjölskyldu þinni og öðrum aðstandendum styrk í þess- ari miklu sorg. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Birna Sif og fjölskylda. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Í dag kveð ég vin minn og skóla- bróður til margra ára, Birki Frey Ragnarsson. Minningabrotin streyma fram þótt samferðatíminn hafi verið stuttur, Birkir nýlega orð- inn átján ára. Við Birkir kynntumst í leikskóla á Egilsstöðum. Hann var svona grall- ari eins og ég og við urðum fljótt mjög góðir vinir. Við vorum alls ekki alltaf tilbúnir að fara inn og föndra, nei þá var nú skemmtilegra að fá að vera úti í fótbolta eða að drullumalla. Allt var betra en að þurfa að fara inn og þar sem hann Birkir var hvers manns hugljúfi höfðum við okkar yfirleitt fram. Okkur fannst voðalega gott að vera saman og við gátum alltaf fundið okkur eitthvað að gera. Það var farið í hjólatúra upp í Egils- staðaskóg eða farið að veiða síli. Við gerðum bara allt það sem kátir og lífsglaðir strákar gera, ég man ekki eftir því að við höfum nokkurn tíma rifist. Þessi ár liðu við leik og engar áhyggjur. Við uxum úr grasi og það voru haldnar rosalegar afmælis- veislur hjá Birki á hverju ári. Já því- líkar veislur. Við fórum svo hér í barnaskóla og lentum í sama bekk. Saman fórum við að æfa skíði og fótbolta og skíðaíþróttin vann hug okkar. Við vorum á skíðum allan veturinn, fórum saman á mót og auðvitað á Andrésar Andarleikana. Pabba og mömmu fannst aldrei neitt mál að hafa Birki með okkur, hann var svo einstaklega stilltur og prúður. Pabba og honum kom alveg einstaklega vel saman, pabbi hélt mikið upp á Birki og Birki fannst BIRKIR FREYR RAGNARSSON ✝ Birkir FreyrRagnarsson fæddist 2. mars 1985. Hann lést 3. maí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Egils- staðakirkju 12. maí. pabbi alveg frábær kall. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þessi ferða- lög en ein er samt langsterkust. Við ætl- uðum í kapp niður Hlíðarfjall á Akureyri og brunuðum af stað. Við vorum alveg hníf- jafnir, litum hvor á annan og sprungum úr hlátri, flæktum skíðun- um saman og fórum á hausinn. Hvað við hlógum og það var svo gaman. Það var líka alltaf gaman á fót- boltaæfingum og ég man hvað Birk- ir var glaður þegar hann var kosinn maður æfingarinnar. Birkir var al- veg einstaklega góður við hana litlu systur mína. Þótt ég væri stundum þreyttur á henni nennti Birkir alltaf að tala við hana og hjálpa henni ef þurfti, enda sá sú stutta ekki sólina fyrir honum. Svona er Birkir í minningunni. Kátur, lífsglaður, kurteis og prúður strákur. Birkir fór svo í skóla suður og smám saman minnkuðu sam- skipti okkar, en þótt við færum hvor í sína áttina vorum við samt alltaf vinir og spjölluðum saman þegar við hittumst og alltaf yljaði bjarta bros- ið hans Birkis. Ég hitti hann síðast tveimur dög- um áður en hann dó og þá var hann, eins og alltaf, voða hress. Ég mun alltaf muna eftir þessum árum með Birki og á eftir að sakna hans mikið. Öllum ættingjum og vinum Birkis sendum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Þórarinn Máni Borgþórsson. Nú ertu farinn, Bikki minn, af þessari jörð, ég komst því miður ekki í jarðarförina til að kveðja þig og því langar mig að kveðja þig og minnast þín með því að hripa niður nokkur orð. Ég man alltaf eftir þér þegar þú varst lítill og lékst þér í fótbolta með okkur strákunum úti í garði, þessi óþrjótandi orka sem þú bjóst yfir þá og hafðir allt til lokadags var ein- stök, það var alveg sama hversu miklu stærri og sterkari við strák- arnir vorum, þú keyrðir í okkur al- veg þar til þú varst orðinn örmagna og jafnvel þá varstu ennþá ekki tilbúinn að gefast upp. Svona varstu, ákveðinn að láta aldrei í minni pokann og hversu mjög sem líkurnar voru á móti þér hafðirðu alltaf þessa aukaorku sem fáir búa yfir. Birkir lenti í óheppilegum að- stæðum á erfiðasta tíma í lífi hvers ungs manns, þegar hann er að mót- ast og er hvað áhrifagjarnastur og varð hann fyrir því að ánetjast þess- um lyfjum sem áttu eftir að móta líf hans og að lokum draga til dauða. Líf Bikka var mikil þrautaganga, en hann hafði bjartsýni og hrein- leika í hjarta sem fáir búa yfir sem gerði það að verkum að hver sem varð þeirrar lukku aðnjótandi að kynnast honum vel mun muna og hafa sérstakan stað í hjarta sínu geymdan sérstaklega fyrir hann. Það er erfitt að lýsa í orðum hversu vænt mér þótti um þig, Bikki minn, en ég leit og hef alltaf litið á þig sem nokkurs konar litla bróður, og þykir mér einstaklega sárt að kveðja þig og vita að ég mun aldrei aftur hitta þig hérna megin, en ég hafði alltaf óbilandi trú á þér og var þess fullviss að þín biði ekkert nema björt framtíð, en þó geturðu farið með þá vitneskju að við sem þekkt- um þig munum aldrei gleyma þér. Vonandi bíður þín eitthvað fallegt og gott hinum megin og megi sál þín lifa að eilífu í hjarta okkar. Með söknuði kveð ég þig, Bikki minn, og bið fyrir innilegar sam- úðarkveðjur til móður þinnar Kötu og fjölskyldu. Kær saknaðarkveðja, Ólafur Þ. (Óli Steini). Kæri vinur minn. Ég sakna þín ósegjanlega mikið. Ég trúi varla ennþá að þú sért far- inn, en ég veit að þú ert á betri stað núna, á stað sem við hittumst á seinna. Þú varst góður vinur, vinur sem hægt var að segja allt og alltaf fékk maður góð og skemmtileg svör til baka sem létu manni líða betur, sannur vinur. Ég mun aldrei gleyma þér, þú hefur átt svo stóran þátt í lífi mínu á skrítinn hátt. Þótt við hittumst ekki oft vegna fjarlægðar þá gleymi ég aldrei persónuleika eins og þér og vináttu eins og okkar, hún er ógleymanleg. Ég mun alltaf minnast þín fallega. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elín Rún. Kæri Birkir. Ég sit hér í flugvél á leið til Egils- staða. Erindi mitt er ekki auðvelt. Mér þykir leitt að svona þurfi til að fá mig til Egilsstaða eftir allan þennan tíma. Ég vildi að tíminn hefði leyft okkur að kynnast. En ég er viss um að við gerum það einn daginn, þar sem þú ert núna. Ég er viss um að þú ert í Nangijala eins og Ljónshjarta og við hittumst þar þegar ég kem þangað því ég er viss um að slíkir staðir eru til fyrir fólk eins og okkur sem á eftir að kynnast betur. Annars á ég yndislega minningu um brúnhærðan 3 ára hnokka með stór brún augu sem stalst út á stíg- vélum og náttfötunum. Þegar hann fannst úti að leika sér skildi hann ekki allt fjaðrafokið, „hann hafði bara skroppið út að leika“. Kæri Birkir, lífið hefur ekki verið þér auðvelt en ég veit að einn daginn hittumst við í Nangijala og spjöllum um það sem á daga okkar hefur drifið. Elsku Kata og allir. Guð gefi ykk- ur styrk til að takast á við sorgina. Kær kveðja, Bergþóra Eiðsdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.