Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Byggðamálaráðherra fer létt með að redda þessu, nóg ætti nú að vera eftir af kosninga- veisluföngunum. Þjónustumiðstöðin Sjónarhóll Sameinuð erum við sterkari SJÓNARHÓLL ernafnið sem valið hef-ur verið á væntan- lega þjónustumiðstöð fyrir börn með sérþarfir og fjöl- skyldur þeirra. Nafnið vís- ar til þess að þjónustumið- stöðin ætlar að veita fjölskyldum barna með sér- þarfir yfirsýn yfir réttindi þeirra og hvernig þær geti leitað réttar síns. En um leið vísar nafnið til ævin- týrahetjunnar Línu Lang- sokks. Á heimili hennar, Sjónarhól, gerðist ýmislegt sem var kraftaverki líkast. Og þar lyfti söguhetjan grettistökum þegar nauð- syn krafði. Í dag, laugardag, verður væntanleg starfsemi þjón- ustumiðstöðvarinnar Sjón- arhóls kynnt á hátíð í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Hátíðin hefst kl. 14 og verður þar margt skemmtiatriða, auk þess sem grillað verður ofan í gesti. Ragna K. Marinósdóttir er for- maður sjálfseignarstofnunarinnar Góðra handa, sem ætlar að reka þjónustumiðstöðina Sjónarhól. „Sjónarhóll er samstarfsverkefni fjögurra félaga, Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, Þroskahjálpar, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Foreldra- félags barna með AD/HD, sem áð- ur hét Foreldrafélag misþroska barna. Þrjú þessara félaga höfðu í bígerð að setja á laggirnar þjón- ustumiðstöðvar, en nú höfum við ákveðið að sameina krafta okkar og erum sannfærð um að með því móti getum við boðið mun betri þjónustu en ella.“ – Hvert verður hlutverk þjón- ustumiðstöðvarinnar? „Það er mikið áfall fyrir fjöl- skyldur þegar í ljós kemur að barn er með langvinnan og alvar- legan sjúkdóm, eða á við aðra sambærilega erfiðleika að etja. Oft á fólk erfitt með að átta sig á hvert það getur leitað eftir upp- lýsingum og hver réttur þess er. Þar að auki hefur það oft ekki mikla orku til að leita víða eftir upplýsingum, það á nóg með sitt eftir áfallið sem greining barnsins hefur óhjákvæmilega í för með sér. Ofan á áhyggjur af barninu bætast oft áhyggjur af fjárhags- legu öryggi fjölskyldunnar. Á Sjónarhóli ætlum við að reyna að svara öllum þeim spurningum sem koma upp, veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf og koma á sam- skiptum milli foreldra sem eiga við svipaðan vanda að glíma. Sál- félagslegur stuðningur og ráðgjöf við fjölskyldur barna með sérþarf- ir getur haft mikið forvarnargildi. Erfiðleikar í fjölskyldum sumra hópa þessara barna geta verið mjög fjölþættir og miklir. Þetta mun verða þáttur í starfsemi þjónustumiðstöðvar, þar sem ljóst er að þörfin er til staðar.“ – Hve margir eiga aðild að þessum fjórum félögum? „Að þessum fjórum félögum stendur mjög breiður hópur, því vandamálin eru afar mismunandi. Um- hyggja, Þroskahjálp og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eru í raun regnhlífarsamtök með um 40 aðildarfélög, sem öll vinna að bættum hag barna. Alls nær starfsemi þessara félaga, auk Foreldrafélags barna með AD/ HD, til 4–5000 barna hér á landi.“ – Hvar verður þjónustumið- stöðin til húsa? „Það er ekki ljóst enn. Í haust, eða nánar tiltekið laugardaginn 8. nóvember, njótum við liðsinnis Ríkisútvarpsins við landssöfnun og við vonum að þjóðin hjálpi okk- ur að kaupa húsnæði fyrir þjón- ustumiðstöðina. Við leitum einnig til stjórnvalda eftir stuðningi. Ætlun okkar er að kaupa sameig- inlegt húsnæði fyrir Umhyggju, Þroskahjálp, Styrktarfélag lam- aðra og fatlaðra og AD/HD félagið og að þjónustumiðstöðin sé snerti- flögur félaganna. Ég er viss um að starf félaganna allra verður öfl- ugra þegar þau hafa stuðning hvert af öðru. Margir foreldrar eru í þeim sporum að vera í fleiri en einu þessara félaga, svo flutn- ingur starfsemi þeirra á einn stað er allra hagur.“ – Hvaða viðbrögð hafa félögin fengið við hugmyndinni um Sjón- arhól? „Viðbrögðin hafa bara verið á einn veg, fólk er mjög ánægt með þetta framtak okkar. Það á bæði við um félagsmenn okkar og ýms- ar þær stofnanir og félagasamtök sem við eigum samskipti við. Allir gera sér grein fyrir að sameinuð erum við sterkari. Við höfum öll unnið að sama marki, að bæta hag þessara fjölskyldna, og það mun- um við gera áfram.“ – Hvað ætlið þið að gera á há- tíðinni í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum í dag? „Við ætlum að ná sem flestum félagsmönnum okkar saman og kynna drauminn um Sjónarhól, sem verður að veruleika ef þjóðin styður við bakið á okk- ur í landssöfnuninni í haust. Þeir félags- menn, sem ekki hafa þegar nálgast aðgöngu- miða á skrifstofu Þroskahjálpar, geta fengið að- göngumiða við innganginn í Laug- ardal. Auk skemmtiatriða og grillsins fáum við ýmsa góða gesti. Sigmundur Ernir Rúnarson talar fyrir hönd foreldra og biskup Ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, ætlar að taka þátt í hátíðinni með okkur. Ég hvet alla, félagsmenn sem aðra, til að fjölmenna í Laug- ardalinn í dag.“ Ragna K. Marinósdóttir  Ragna K. Marinósdóttir er fædd í Reykjavík 23. mars árið 1955. Hún er leikskólakennari að mennt. Ragna hefur setið í stjórn Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, frá 1993 og hefur verið formaður félagsins í tæp þrjú ár. Hún er einnig for- maður sjálfseignarstofnunarinn- ar Góðra handa, sem hyggst opna þjónustumiðstöð um mál- efni langveikra barna. Eiginmað- ur Rögnu er Bjarni Ragnarsson. Þau eiga tvö börn á lífi, Ragnar, 27 ára, og Hrönn, 17 ára. Fjölskyldur fá yfirsýn af Sjónarhóli ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 13 89 06 /2 00 3 28 sm 40 sm 48 sm 990 kr. 1.990 kr. 2.990 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 13 90 06 /2 00 3 álfar og dvergar Ótrúlegt verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.