Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ER einungis dreift úr lofti um 5% af því magni áburðar og fræja sem dreift var þegar Landgræðsla ríkisins var sem öflugust við upp- græðslu á áttunda áratugnum. Þá flaug landgræðsluvélin Páll Sveins- son með um 2.200 tonn af áburði og fræjum á sumrin þegar mest var en nú stendur til að dreifa um 118 tonn- um. Þessi mikli munur þýðir þó ekki að dregið hafi verið úr framkvæmd- um heldur hefur starfsemin breyst og framkvæmdir að miklu leyti verið færðar til bænda og annarra aðila á landsbyggðinni, að sögn Sveins Run- ólfssonar landgræðslustjóra. „Sú tilhögun hefur gefist vel og við ánægð með þróunina. Þó er svo sum staðar að engin jarðbundin tæki komast yfir með góðu móti, þá kemur sér vel að hafa Pál Sveinsson.“ Langt í að Ísland verði aftur eins og við landnám Sveinn segir að raungildi fjárveit- inga til landgræðslu sé ívið meira nú en á áttunda áratugnum þegar þjóð- argjöfin var gefin, en svo nefndist fjárveiting sem Alþingi veitti til land- græðslu í tilefni 1100 ára afmæli Ís- landsbyggðar 1974. Hins vegar sé mjög langt í að Íslendingar endur- heimti þau landgæði sem hér voru fyrir 1100 árum. „Auðvitað hefur mikið áunnist síðustu áratugi og gróður víða í framför en ég verð þó að játa að þá staðreynd eigum við meira góðu tíðarfari að þakka en öflugu landgræðslustarfi.“ En er hægt að gera landið viði vax- ið eins og það var við landnám? „Nei, ekki meðan fólk býr í land- inu, þá hvorki getum við það né vilj- um. Við ætlum að nýta með sjálbær- um hætti þetta fallega en hrjóstuga land og ber skylda til að vernda jarð- vegsauðlindina á þeim svæðum sem búseta okkar hefur gert að auðnum. Hins vegar er hvergi á stefnuskrá að rækta upp náttúrulegar auðnir þótt þær hafi verið grónar við landnám.“ Hann segist stundum heyra frá fólki að landgræðslustarfið hafi geng- ið svo vel að ekki sé þörf á að gera meira en hann telur slíkt af og frá. Víða sé verk að vinna og ekki megi slaka á. Hann telur að Íslendingar standi faglega og tæknilega nokkuð vel í uppgræðslustarfinu en þyrftu að gera miklu meira. „Við eigum langt í land með að geta horft kinnroðalaust í augu afkomenda okkar varðandi landnýtingu. Vissulega hefur mikið áunnist til dæmis hvað varðar beit hrossa og sauðfjár, en þó eru allt of mörg hrossahólf enn ofnýtt og sauð- fjárrækt ekki alls staðar með sjálf- bærum hætti.“ Hann segist vonast til að það horfi til bóta með tilkomu gæðastýringar í búvörusamningi um sauðfjárafurðir. Hækkun fjárveitinga í landgræðsluáætlun Sveinn bendir á að í 12 ára land- græðsluáætluninni sem nú er unnið eftir sé gert ráð fyrir að fjárveiting til starfseminnar hækki nokkuð árlega og því beri að fagna. Í þeirri áætlun sé m.a. lögð áhersla á uppgræðslu á helstu eldfjallasvæðum landsins. Þar má nefna fjölmörg svæði í Þingeyj- arsýslum, Mývatnssveit og í ofan- verðum Rangárvalla- og Árnes- sýslum. Starfsemin sé hins vegar mest á láglendi þar sem stærsta verkefnið sé unnið í samstarfi við 600 bændur víðsvegar um landið. Starfsemi Landgræðslunnar hefur tekið miklum breytingum síðustu ár Dreifing úr lofti er aðeins um 5% af því sem áður var Morgunblaðið/RAX Landgræðsluvélin Páll Sveinsson dreifir í sumar um 118 tonnum af fræi og áburði en á árum áður var dreift um 2.200 tonnum. BELGÍSKUR ferðamaður, kona um sjötugt, hlaut opið ökklabrot þegar hún datt á göngustíg við Gullfoss á fimmtudagskvöld. Konan var að ganga af neðri pallinum við fossinn þegar hún datt með fyrrgreindum afleiðingum. Læknir frá Laugarási á Skeiðum var sóttur og í kjölfarið var hin slasaða flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem gert var að sárum hennar. Ökklabrotnaði við Gullfoss LANDSÍMINN gerði nýlega nokkr- ar breytingar á gjaldskrá sinni í kjöl- far úrskurðar Póst- og fjarskipta- stofnunar frá 23. apríl um lækkun á heildsölugjaldi inn í farsímanet Landsímans. Meðal annars lækkar kostnaður við símtöl úr heimasímum í farsíma um 12,4 prósent við þessar breytingar. Þegar kostnaður við símtöl milli al- menna og GSM-kerfisins er borinn saman við símtöl innan hvors kerfis fyrir sig kemur í ljós að mínútugjald þegar hringt er á milli kerfanna er nokkuð hærra en mínútugjöld innan GSM-kerfisins og almenna kerfisins samanlögð. Verð á mínútugjaldi sím- tala milli kerfa hjá bæði Símanum og Og Vodafone er tæpum 4 kr. hærri en mínútugjald innan GSM-kerfisins. Mínútukostnaður við landlínusímtöl er tæpar 2 krónur hjá hvoru fyrir- tæki og þannig standa eftir rúmar tvær krónur. Munur á heildsölu- og smásöluverði Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir hlutverk stofnunarinnar vera að fylgjast með heildsöluverðum mark- aðsráðandi fjarskiptafyrirtækja og veita aðhald með þeim. Heildsölu- verðin eru kostnaðarverð þjónust- unnar fyrir smásöluálagningu og samanstanda af útreiknuðum kostn- aði fjarskiptafyrirtækjanna vegna mismunandi þjónustu í mismunandi símkerfum. Hér sé hins vegar um að ræða smásöluverð sem er ákvörðun hvers fyrirtækis fyrir sig í sam- keppni á markaðinum. Þannig heyri smásöluverð almennt ekki beint und- ir Póst- og fjarskiptastofnun, heldur snúi það að frjálsri smásöluverðlagn- ingu fjarskiptafyrirtækja til neyt- enda. Á þessu er reyndar sú undan- tekning að ýmis grunnþjónusta Landssímans sem kölluð er alþjón- usta verður að standast samanburð við nágrannalönd í verðum. Miklar fjárfestingar í GSM-kerfi Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landsímans, segir orsakir þess að dýrara sé að hringja milli kerfa en innan kerfis liggja m.a. í því að notendur annars kerfisins þurfi í raun að greiða fyrir afnot af hinu kerfinu. „Viss kostnaður felst í því að hleypa símtölum úr fastlínunni inn í farsímakerfin og öfugt. Kerfin eru sjálfstæð og mega ekki borga hvort annað niður. Viðskiptavinur í GSM- kerfinu borgar mánaðargjald af sín- um síma sem rennur til uppbygging- ar og reksturs GSM-kerfisins, en sá sem er með fastlínusíma borgar mán- aðargjald sem rennur til uppbygg- ingar og reksturs talsímakerfisins. Aukaálagningin á símtöl milli kerfa skýrist meðal annars af því að not- andi er að greiða til uppbyggingar hins kerfisins.“ Þessi tilhögun hjá Símanum er í samræmi við það sem almennt tíðk- ast hjá öðrum símafélögum. Heiðrún segir þróunina í fjar- skiptatækni og þekkingu hafa verið mjög öra undanfarin ár og fjárfest- ingar í þessum kerfum miklar. „Mikill kostnaður hefur farið í að setja upp farsímakerfið og miklar fjárfestingar liggja að baki því. Við erum einnig að byggja mikið upp á landsbyggðinni auk þess sem verið er að aðlaga kerfið ýmsum nýjungum og þróun á sviði fjarskiptatækni.“ Heiðrún bendir einnig á að síma- kostnaður sé með því lægsta sem gerist meðal OECD-ríkjanna. „Ís- lendingar búa við ein lægstu síma- gjöld sem þekkjast meðal OECD- ríkjanna. Við erum lægst í talsíma- kostnaði og mjög neðarlega í farsímakostnaði. Verðlagsþróun á mínútuverði í farsíma hefur einnig verið ör niður á við undanfarin ár og allar líkur eru á því að slík þróun haldi áfram, þó eitthvað sé um að sömu verð ríki í almenna kerfinu og GSM-kerfinu.“ Skýringar á kostnaðarmun vegna símtala milli kerfa Símtöl úr heimasíma í GSM lækka um 12,4% MIKIL rigning og rok var í Mýrdalnum um miðja vikuna, eftir óvenju- sólríkan maí eru Mýrdælingar orðin óvanir vætunni. En þessir erlendu ferðamenn sem voru staddir í Vík létu veðrið ekki á sig fá. Reynisdrangar og sjórinn hafa alltaf sama aðdráttarafl hvernig sem viðrar og til að ná góðri mynd af Dröngunum urðu félagar mannsins að halda hattinum á höfði hans til að hann fyki ekki út í veður og vind. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Myndað í Víkurfjöru Fagradal. Morgunblaðið. ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra afhenti íbúum nýrra íbúða Blindrafélagsins lykla að íbúðunum á fimmtudaginn. Íbúðirnar eru í húsakynnum félagsins í Hamrahlíð 17 og eru sérstaklega hannaðar með þarfir blindra og sjónskertra í huga. Félagsmenn Blindrafélagsins geta leigt íbúðirnar en nú þegar eru komnir leigjendur í fimm þeirra. Framkvæmdir við íbúðirnar hóf- ust á síðasta ári og hafa tekist vel í alla staði. Morgunblaðið/Sverrir Árni Magnússon afhendir Haraldi G. Hjálmarssyni lykla að nýrri íbúð. Nýjar íbúðir fyrir blinda og sjónskerta SAMTÖK náttúruverndarsinna á Norðurlandi (SUNN) hafa sent frá sér ályktun þar sem þau fagna tveim- ur skýrslum, annars vegar um drög að náttúruverndaráætlun og hins vegar áfangaskýrslu nefndar um stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæða norðan Vatnajökuls. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá eru skýrslurnar byggðar á rann- sóknum á vettvangi og samtölum við heimamenn. Í ályktuninni kemur m.a. fram að gerð skýrslnanna skapi tals- verða atvinnu og starfsstöð frá Um- hverfisstofnun í Jökulsárgljúfrum gefi vonandi tóninn um uppbyggingu slíkra stöðva víðar. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, for- maður SUNN, segist hæstánægður með vinnubrögðin við gerð þessara skýrslna. „Okkur finnst ekki endilega vera komið nóg af skýrslum þó að það sé gott að skrifa þær. Við viljum að þessar skýrslur verði notaðar því að nú er þekking til staðar til þess að grípa til aðgerða,“ segir Ingólfur. Vilja að skýrslurn- ar verði notaðar ÍBÚAR Bessastaðahrepps hafa skil- að mestu magni á hvern íbúa af not- uðum dagblöðum í endurvinnslu. Þetta kemur fram á nýrri heimasíðu Gámaþjónustunnar, www.gamar.is sem Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra opnaði á fimmtudag. Síðan er ætluð bæði viðskiptavinum til hag- ræðis og einnig þeim sem starfa við eða hafa áhuga á umhverfismálum. Hver íbúi í Bessastaðahreppi hefur á tímabilinu frá áramótum út apríl skil- að 6,71 kg af dagblaðapappír í endur- vinnslu, en meðaltalið á hvern íbúa á landinu er um 4,9 kg. Íbúar Gríms- nes- og Grafningshrepps eru manna duglegastir við að skila inn notuðum fernum og hefur hver íbúi skilað um 0,9 kg af fernum á sama tímabili. Hver íbúi end- urvinnur 6,7 kg af dagblöðum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.