Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!!!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HEFUR eitthvað breyst eftir alþing-
iskosningarnar? Fáir hafa tekið eftir
því að fjórflokkakerfið er komið á
knén. Fáir sjá það „afrek“ vinstri
grænna að opna gullna hliðið fyrir
Sjálfstæðisflokknum enn einu sinni.
Þetta eru sorgleg örlög fólks sem
hvorki skilur veruleikann né sagn-
fræðina. Davíð og Halldór fengu um-
boð til að skipta gífurlegum fjármun-
um sem renna gegnum ríkissjóð á
næstu 5–10 árum. – Eða hvað? Fram-
sókn er ekki lengur bandingi Sjálf-
stæðisflokksins. Verkefni Samfylk-
ingarinnar er að sækja Framsókn úr
heiðnabergi íhaldsins með trúverð-
ugri framkomu og vináttu bestu
manna í báðum flokkum. Einnig þarf
Samfylkingin að sækja inn í það
tómarúm sem fer ört stækkandi af
utanflokkskjósendum. Og ungu
glæsilegu þingmennirnir eiga strax
eftir kosningaglamrið að tala saman
og vinna saman.
Í kosningabaráttunni kom fljótt
upp hin hefðbundna þreyta sem
flokkarnir skapa. Flokksfólki er
smalað saman en hver flokkur hefur
kjarna af „tryggum“ flokksmönnum
sem annaðhvort eru með ættarskoð-
un eða meinlausir sakleysingjar sem
einn þekktur borgari lýsti á þennan
hátt forðum tíð: „Ég er alveg ópóli-
tískur og kýs bara Sjálfstæðisflokk-
inn!“ Kjósendur urðu núna fljótt leið-
ir og pirraðir á síbyljunni í stjórn-
málamönnunum og þegar lokahrinan
byrjaði þraut þolinmæðina hjá mörg-
um. Algengustu svör voru, ef stjórn-
mál bar á góma: „Sami rassinn undir
öllum“ og „Þeir stela allir.“ Þetta
þýðir á venjulegu máli að allt félagslíf
og flokksáhugi er dauður hversdags-
lega. Því fyrr sem Samfylkingin skil-
ur þetta, því betra. Hér þarf að koma
til nýtt heilarok eins tekið er dæmi
um hér í greininni.
Ég ætla að gagnrýna Samfylk-
inguna málefnalega, grundvallarat-
riðin, en ég ætla ekki að tína spörð.
Ég álít að málflutningur og tillögu-
flutningur Samfylkingarinnar á al-
þingi eigi að benda á það raunsæja og
framkvæmanlega, en ekki yfirboð
eða gaspur. Þjóðin mun svara kallinu
ef mál eru rökrædd og skilgreind inn-
an ramma veruleikans. Og ég mun
gagnrýna flokkinn ef kosningaloforð
verða ekki nefnd öðruvísi en í áróð-
ursskyni.
Tökum dæmi um kosningaloforð:
60+ var „kosningaloforð“. Hér var
verið að sá í nýjan og frjóan svörð
sem legið hefur í órækt hjá flokknum
um áratugi. Ef framhald 60+ verður
það eitt að fyrir næstu kosningar
verður fyrst annar fundur, þá missir
fólkið traustið á flokknum: „Sami
rass!“ Og ef hinir 20 þingmenn Sam-
fylkingarinnar binda ekki enda á þá
kolsvörtu sögu Íslendinga að níðast á
eldra fólki og skapa því í þess stað
ytri skilyrði til að lifa með sjálfsvirð-
ingu og deyja með reisn þá missir
fólk trú á flokknum.
Það hefur enginn tíma til að bíða. Á
þeim grunni sem nú er fyrir hendi er
það skylda Samfylkingarinnar að
ganga alla leið og endurnýja og bæta
velferðarþjóðfélagið og sýna pólitískt
hugrekki þegar höggva þarf á hnúta.
Með þeim pólitíska liðsauka sem
Samfylkingunni hefur nú bæst er
hægt að breyta nýju öldinni í nýtt æv-
intýri, en það má engan tíma missa.
HRAFN SÆMUNDSSON,
Gullsmára 9,
201 Kópavogi.
Ég styð Samfylkinguna
en er óflokksbundinn
Frá Hrafni Sæmundssyni, fv. at-
vinnumálafulltrúa í Kópavogi
NÝLEGA hafa á þessum vettvangi
birst mismunandi viðhorf til bifreiða-
aksturs eldri borgara, sem er enn ein
sönnun þess að við eftirlaunaþegar
erum ekki einsleitur hópur.
Flestum er okkur mikils virði að
geta nýtt okkur hagræði einkabíls
sem lengst. Þó var réttilega bent á að
við ættum ekki að láta okkur vaxa í
augum kostnað við notkun leigubíla,
því að kostnaður við eign og rekstur
einkabíls er mjög mikill.
Sjálf erum við oft illa dómbær á
eigið ágæti sem bílstjórar og kenn-
um gjarna öðrum um ef við lendum í
umferðaróhöppum. Þegar aðstand-
endur fara að hafa áhyggjur af okkur
í umferðinni getur það valdið tog-
streitu eða ósætti innan fjölskyld-
unnar um hvort við megum áfram
aka. Ýmsar breytingar geta orðið á
hæfni okkar með hækkandi aldri, svo
sem lakari sjón eða heyrn, stirðari
hreyfingar eða minni viðbragðsflýt-
ir. Á maður sem fengið hefur heila-
blóðfall eða heilaskaða af áverka eða
maður með vitglöp að hafa ökuleyfi?
Eldra fólk bjargar sér oft með því að
velja sér akstursleiðir sem það þekk-
ir vel og með því að aka hægar, sem
aðrir ökumenn kunna oft illa að meta
og getur aukið slysahættu.
Ég óska eftir ákveðnari reglum
um ökuleyfi aldraðra. Mér þykir
vægi læknisvottorða of mikið við
endurnýjun ökuskírteina, því að á
þeim er aðeins vottað um sjón og
heyrn, hvort útlimir og limaburður
sé eðlilegur og hvort viðkomandi
hætti til aðsvifa eða krampa. Meta
þyrfti einnig hæfni til að spjara sig í
umferðinni. Mér þætti til bóta að
skylda lækna til að mæla með prófun
á ökuhæfni þeirra sem þeir efast um
að séu nægilega öruggir bílstjórar.
Lögregluyfirvöld myndu síðan
ákveða ökuleyfið eftir vottorðum
læknis og ökukennara. Öllum í um-
ferðinni væri líka til aukins öryggis
að þeir sem endurtekið lenda í um-
ferðaróhöppum væru skyldaðir til að
undirgangast slíka prófun á öku-
hæfni.
HALLDÓR HALLDÓRSSON,
lauk starfsævi sem
öldrunarlæknir 2001,
Grundargerði 7a, 600 Akureyri.
Akstursöryggi
aldraðra
Frá Halldóri Halldórssyni lækni