Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI NÚ er skólaárinu lokið og nemendur halda út í sumarið. Skóla Ísaks Jónssonar var slitið í gær en þar er venja að kveðja skólann með söng. Nemendur í átta ára bekk hafa lokið sínu síðasta ári við skólann og báru af því tilefni sérstaka út- skriftarhatta eins og sjá má á myndinni. Útskrift- araðallinn dró ekki af sér í lokalaginu, „Þótt þú langförull legðir“. Morgunblaðið/Sverrir Skólinn kvaddur með söng „EINELTIÐ byrjaði um fjögurra eða fimm ára aldur. Ég ólst upp hjá stjúpmóður minni sem ég á mikið að gjalda, hún var ekta fín kona. En sá var gallinn á henni að hún var smámælt og þaðan kom eineltið. Það var verið að herma eftir henni og skella því á mig. Af því að ég heiti Nikolaj, þá var allt- af hrópað „Fúþi hæ Nikolæ!“ Hún kallaði mig nefnilega alltaf Fúsa, því henni var illa við Nikolaj- nafnið.“ Þetta segir Sófus Bertelsson, tæplega níræður Hafnfirðingur sem hefur ritað sögu byggða á ein- elti sem hann varð fyrir í æsku. Sófus segir nafnið Nikolaj vekja svo slæmar tilfinningar að hann hafi reynt alla sína ævi að láta það hverfa. „Í barnaskóla var alltaf, bæði á göngunum og úti á leikvanginum, verið að uppnefna mig með hróp- um. Þetta fór mjög illa í mig, og ekki nóg með að þarna væru börn að uppnefna mig, heldur var líka fullorðið fólk að herma eftir fóstru minni. Kennararnir hlógu bara að þessu og fannst ekkert að því. Á unglingsárunum leiddi ég margoft hugann að því að segja skilið við þennan heim og eineltið.“ Glataði æskuást vegna eineltis Sófus hefur gefið út ljóðabækur og skáldsögu um kreppuárin í Hafnarfirði. „Ég ákvað það þegar ég var í barnaskóla að ég ætlaði að verða ljóðskáld og rithöfundur þegar ég yrði stór,“ segir Sófus. Eineltið olli afar djúpri vanlíðan hjá Sófusi. „Ég var sendur sjö, átta ára í sveit og þar var lítil telpa sem ég gætti og gerði mjög vel við. En svo tíu árum seinna kom ég aftur á bæinn. Þá var þessi stúlka orðin sautján ára og ég varð ofsalega hrifinn af henni, en ég vildi ekki fara í samband við hana, því ég vildi ekki láta eineltið mitt bitna á henni. Ég hélt henni því alltaf frá mér. Um það snýst sagan sem ég skrifaði. Ég missti af þessari fallegu stúlku út af einelt- inu. Svo fór ég til Danmerkur 1937 og náði þar smásambandi við sjálf- an mig og fékk að vera í friði. Ég kynntist konunni minni þegar ég kom heim aftur og hef lifað ágætu lífi síðan.“ Sófus var mikill íþróttamaður og myndarlegur ungur maður og er stofnmeðlimur í Haukum. Hann ber því skýrt vitni að það þarf ekki að vera frábrugðinn eða skrýtinn til að verða fórnarlamb eineltis. En eineltið lifir lengi og fyrir átta árum flutti gamall skólafélagi Sófusar í þjónustuíbúð í sömu blokk og Sófus. „Og þá hitti ég hann aldrei svo á göngunum að hann hrópaði ekki „Fúþi hæ Nikolæ!“ á eftir mér, áttræður maðurinn.“ 88 ára gamall Hafnfirðingur skrifar bók um einelti sem hann hefur orðið fyrir á lífsleiðinni „Vildi skilja við þennan heim og eineltið“ Morgunblaðið/Golli Sófus Bertelsson lenti ungur í einelti sem særði hann djúpt. Hann vonar að frásögn sín veki fólk til umhugsunar og gagnist Regnbogabörnum. ALDREI hafa borist jafnmargar umsóknir um nám við Kennaraháskóla Íslands og nú í vor en vegna fjárhagsramma skólans getur hann aðeins tekið við þriðjungi hópsins. Nemendum við Kennaraháskóla Íslands hefur fjölgað verulega á undanförnum þremur árum og eru þeir nú um 2.200. Sam- kvæmt upplýsingum frá skólanum bárust samtals 1.517 umsóknir frá 1.350 einstak- lingum um nám í grunndeild, en miðað við fjárhagsramma skólans er gert ráð fyrir að um 480 þeirra fái skólavist. 263 sóttu um nám í framhaldsdeild og var 173 umsækj- endum boðið nám en hafna varð 90 manns. Umsóknir um nám í grunndeild skólans skiptast þannig að 708 sóttu um grunn- skólakennaranám, 327 um kennsluréttinda- nám, 270 um leikskólakennaranám, 100 um þroskaþjálfanám, 76 um íþróttafræðinám og 36 um tómstundafræðinám. Metaðsókn að Kennara- háskóla Íslands Hafna verður um 1.000 um- sækjendum ÞRÁTT fyrir að verð á ýsu hafi lækkað frá um fimmtungi og upp í helming á fiskmörkuðum hefur það ekki lækkað í búðum. Fisksal- ar segjast meðal annars verða að bæta sér upp mögur ár með því að lækka ekki verðið en segja einnig að ýmis kostnaður, einkum flutningskostnaður, hafi aukist mikið. Verð á stórri línuýsu, slægðri, er 22,4% lægra nú en á sama tíma í fyrra. Meðalverð slægðrar ýsu (all- ir stærðarflokkar) í maí 2002 var gildi. „Frá um miðju ári 2001 fram til áramóta 2002 hafði aldrei verið eins hátt fiskverð í sögu fiskmark- aðanna og þá fengum við stundum lítið sem ekkert fyrir okkar flök út úr versluninni á sama tíma og kjúklingar og svínakjöt voru gef- ins,“ segir Eiríkur, „þannig að það var mjög erfitt tímabil og það er í góðu lagi þótt verð hafi ekki lækk- að alveg í samræmi við það sem ætti að geta verið í dag.“ skýringarinnar á mismun inn- kaupsverðs og útsöluverðs,“ segir Helgi Helgason, einn eigenda Fiskbúðar Hafliða, „og ég tel þessa álagningu eðlilega.“ Eiríkur Auðunn Auðunsson hjá Fiskbúðinni Vör segir að búðin hafi lækkað verð sinnar vöru um 100–400 krónur kílóið í október í fyrra og að sú lækkun sé enn í 185 krónur en er nú 97 krónur, sem þýðir 48% lækkun. Gengismunur og offramboð Að sögn Gunnars Bergmanns, sölustjóra hjá Fiskmarkaði Ís- lands, hefur verð stórrar ýsu lækk- að um 30% í samræmi við gengið í maí í fyrra og svo núna. „Mögur ár í rekstri eru hluti Fisksalar segjast vera að bæta sér upp mögru árin Verð á ýsu út úr búð lækkar ekki þrátt fyrir lækkun á fiskmörkuðum  Verðlækkun/13 ÓLAFUR Elíasson myndlistarmað- ur tekur þátt í tvíæringnum í Fen- eyjum fyrir Danmerkur hönd nú þegar hann verður opnaður að viku liðinni, en hann er nú haldinn í fimm- tugasta sinn. Nokkur hugmynda- fræðileg umskipti hafa verið boðuð, þar sem nýr sýningarstjóri, Franc- esco Bonami, er nú við stjórnvölinn í fyrsta sinn, en hann hefur beint sjón- um sínum að því hvernig áhorfand- inn er virkjaður til meðvitaðrar af- stöðu og/eða þátttöku í sýningunni. Ólafur segir í viðtali við Morgun- blaðið að þema tvíæringsins í ár, „Draumur og árekstrar, alræðisvald áhorfandans“, hafi vissulega haft mótandi áhrif á verk sitt, „Blinda skálann“. „Ekki síst vegna þess að í þemanu felst ekki sú hugsun að sýn- ingin sjálf og virkni hennar út á við sé þungamiðjan heldur er sjónum beint að áhorfandanum sjálfum sem því virka afli sem mótar sýninguna. Þetta eru eiginlega umskipti á því sem við eigum að venjast á myndlistarsýningum.“ „Alræðis- vald áhorf- andans“ í Feneyjum  Skynhrif/Lesbók 4–5 FYRSTA ferðahelgi sumarsins er gengin í garð en að sögn lögreglu var umferðin út úr Reykjavík nokkuð þung í gær. Hún gekk ekki áfallalaust fyrir sig því fimm bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi á móts við Rauðhóla um kvöldmatarleytið. Árekst- urinn var harður og voru tveir fluttir á slysadeild. Að sögn lögreglunnar var ívið meiri umferð um Vesturlandsveginn en Suðurlandsveginn. Þeir sem fara vestur munu sennilega hreppa besta veðrið því þar gæti hitinn farið í 16 til 17 stig, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Annars er ekki spáð bjartviðri um helgina, heldur súld eða rigningu norðan- og austanlands og skúrum sunnan- og vestanlands en gæti þó rofað til. Morgunblaðið/Golli Fyrsta ferða- helgi sumarsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.