Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 9

Morgunblaðið - 07.06.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2003 9 Laugavegi 63 sími 5512040 30-80% afsláttur af inni- og útikerum, skálum, súlum o.fl. á löngum laugardegi Glæsilegur sumarfatnaður Kjólar, dress og jakkar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Langur laugardagur 20% afsláttur af undirfötum frá Marie Joe Póstsendum Fyrir helgi Stuttbuxur og ermalausir bolir Stærðir 36-42 og 44-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag til kl. 18 Sumarlagerútsala Allt að 70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum meðan útsalan stendur Augustsilk Augustsilk  Sölusýning á Grand Hóteli v. Sigtún í dag, laugardag, frá kl. 12-17 Peysusett og v-hálsmálspeysur. Pashminur og organzadúkar. Langerma bómullarnáttföt. Kremin frá Natures Gate. Engin kort www.laxmann.com föstudaginn 20. júní til mánudagsins 23. júní sími 562 1000 www.utivist.is Aukaferð í Lónsöræfi Fararstjóri Gunnlaugur Ólafsson Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, langan laugardag frá kl. 10-17. Hrásilkið er komið aftur! Náttúruhvítt og drapplitað Ýmis tilboð Bókahilla (95 þ.) Sófi (125 þ.) o.fl. Pottery Barn borðstofusett f. 6 (50 þ.) Upplýsingar í síma 820 0595 Til sölu HALDINN var sérstakur kynning- arfundur á vegum Landsbjargar og umferðarstofu, á Kvartmílubraut- inni í Hafnarfirði sl. fimmtudag, þar sem ungir alþingismenn fengu m.a. að taka þátt í bremsu- vegalengdarmælingum. Að sögn Jóhanns K. Jóhanns- sonar, verkefnisstjóra hjá Lands- björg, er brýnt að ungt fólk sé sér meðvitandi um þá staðreynd að erf- itt getur reynst að stjórna bíl sem kominn er á ákveðinn hraða ef eitt- hvað óvænt gerist. „Afleiðingarnar af því þegar menn lenda í bílslysi á miklum hraða eru hrikalegar. Menn eru ekki aðeins að stefna eig- in lífi í hættu heldur allra í kringum sig. Það er fyrir utan eignatjón sem af þessu hlýst. Allir sem fara út í umferðina eru dauðlegir og slysin gera aldrei boð á undan sér,“ segir hann. Á myndinni má sjá ungu þing- mennina Guðlaug Þór Þórðarson og Dagnýju Jónsdóttur búa sig und- ir ökuprófið. Blásið til umferðar- átaks Morgunblaðið/Arnaldur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og tilraunir til þjófnaða, skjalafals og fjársvik. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn í 12 mánaða fangelsi en Hæstiréttur leit til þess að brotin voru mörg og vörðuðu sum tölu- verðar fjárhæðir. Hafði maðurinn, sem var síbrotamaður, margsinnis verið dæmdur fyrir ýmis auðgunar- brot, meðal annars í Hæstarétti ár- in 2001 og 2002. Samkvæmt sakavottorði manns- ins hefur hann frá árinu 1975 geng- ist undir fjórar sáttir og hlotið 37 refsidóma, þar af fimm vegna um- ferðarlagabrota og 32 fyrir ýmis hegningarlagabrot, einkum þjófnað, fjársvik og skjalafals. Í dómi Hæstaréttar segir að með þessum dómsmálum hafi hann hlotið óskil- orðsbundið fangelsi í samtals 19 ár og 9 mánuði. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Bragi Steinarsson vara- ríkissaksóknari sótti málið og verj- andi mannsins var Hilmar Ingi- mundarson hrl. 18 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota LÝSTAR kröfur í þrotabú Ís- lenskra ævintýraferða nema tæp- um 80 milljónum króna en skipta- fundur fór fram á föstudag í seinustu viku. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota í febrúar sl. en skömmu áður hafði ferðaskrifstofuhluti rekstrarins verið seldur fyrirtæk- inu Íslandi DMC, sem rekur ferða- skrifstofuna Destination Iceland, og við sölu afþreyingarferða tók Afþreyingarfélagið ehf. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar lögmanns, sem er skipta- stjóri þrotabúsins, á eftir að taka endanlega afstöðu til allra krafna en aðeins hluti þeirra hefur verið samþykktur. Af nærri 80 milljóna króna lýstum kröfum nema for- gangskröfur rúmum 42 milljónum og almennar kröfur eru upp á tæp- ar 37 milljónir króna. Meðal stórra kröfuhafa eru Búnaðarbanki Ís- lands, BSÍ Hópferðabílar, Ísjepp- ar, Olís, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Arngrímur Hermanns- son, einn eigenda Íslenskra ævin- týraferða og stofnandi Addís á sínum tíma. Næsti skiptafundur hefur verið boðaður 30. júní næst- komandi. Íslenskar ævintýraferðir urðu til í upphafi árs 2001 við sameiningu ferðaþjónustufyrirtækjanna Add- ís, Bátafólksins, Langjökuls og Vélsleðaleigunnar Geysis. Síðar sama ár keypti fyrirtækið svo inn- anlandsdeild Samvinnuferða- Landsýnar úr þrotabúi þess félags. Fyrirtækið bauð upp á afþreying- arferðir fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, þ.á m. bátasiglingar, jeppaferðir og vélsleðaferðir, auk almennrar ferðaskrifstofuþjón- ustu. Ísland DMC ehf. er í eigu stærstu sérleyfishafa á ferðum til og frá Reykjavík, auk Knúts Ósk- arssonar og nokkurra smærri hlut- hafa, og er til húsa í Umferðarmið- stöðinni, BSÍ. Afþreyingarfélagið er í eigu nokkurra einstaklinga er stundað hafa jeppaferðir á hálend- ið. Þrotabú Íslenskra ævintýraferða Lýstar kröfur tæpar 80 milljónir LANDSVIRKJUN hefur samið við hóp sjö íslenskra og erlendra fyr- irtækja um eftirlit með bygging- arframkvæmdum við Kárahnjúka- virkjun. Tilboð hópsins hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna, að frátöldum virðisaukaskatti. Í fyrirtækjahópn- um eru Mott McDonald Ltd., sem er í forsvari, Norconsult AS, Sweco International AB, Línuhönnun, Hnit, Fjarhitun og Coyne et Bell- ier. Eftirlitið nær yfir verk sem varða stíflurnar við Kárahnjúka, að- rennslisgöng og göng að Jökulsá í Fljótsdal. Tvö tilboð bárust frá fyr- irtækjahópum sem tóku þátt í út- boði að undangengnu forvali sl. vet- ur, að því er fram kemur á vef Kárahnjúkavirkjunar. Samið um eftirlit við Kárahnjúka ♦ ♦ ♦ mbl.is VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.