Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ PRÝÐISVEIÐI hefur verið á Þing- völlum síðustu vikur og ýmist tala menn um ívið smærri fisk heldur en í fyrra, eða hreinlega vænni. Það fer því greinilega eftir dagsforminu og engu öðru. Hafa veiðst þó nokkrar bleikjur á bilinu 4–5 pund. Nokkur uggur og urgur er þó í mörgum veiðimönnum sem stunda Þingvalla- vatn og er talað um að vaxandi hópur veiðimanna stundi urriðaveiðar með mörgum stöngum og sérmeðhöndl- aðri beitu. Þar sé á ferðinni hópur sem stundað hefur Veiðivötn þar sem slíkar veiðar eru stundaðar, sér- staklega í Litlasjó. Lýsingarnar á veiðiskapnum eru þannig að menn eru með allt að 4–6 stangir hangandi í svokölluðum let- ingjum og úti í vatni liggi krókar beittir makríl sem gjarnan hefur verið geymdur á ofni svo sem eina nótt fyrir notkun til að beitan úldni dálítið þannig að stafi af henni girni- legum dauni fyrir gráðuga urriða. Er jafnvel haft fyrir satt að fleiri krókar en einn skrýði hverja línu í sumum tilvikum. Er því jafnvel fleygt að úðað sé WD40 ryðhreinsi- olíu á beituna til að hún gefi frá sér brák og aukinn geðslegan daun sem laðar að rándýrin í undirdjúpunum. Hermt er að veiðar þessar hafi byrj- að í fyrra ef ekki jafnvel enn fyrr. Voru dæmi um að menn væru að fá upp í 12 urriða á einni nóttu og tröllasögur hafa heyrst í vor og sum- ar þar sem menn hafa verið að raða dauðum stórurriðum í plastpoka eða í bátsbotna, fiskum allt að 18 pund- um. Af litlu að taka Áhyggjur manna stafa af því að lítið er af urriða í vatninu sem kunn- ugt er, þetta er stofn í útrýming- arhættu, en hefur örlítið rétt við vegna seiðasleppinga síðustu árin. Vafalaust er erfitt að henda reiður á hvar sögur þessar hætta að vera hreinn sannleikur og fara út í ýkjur, en orðrómurinn er sterkur og nokkr- ir gamalreyndir Þingvallakappar sem Morgunblaðið ræddi við sögðu málið alvarlegt og niðurdrepandi og dæmi voru um að menn íhuguðu að hætta veiðiskap í Þingvallavatni. Jóhannes Sveinsbjörnsson for- maður Veiðifélags Þingvallavatns sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki heyrt af þessu, en það þýddi ekki að allt væri með felldu, bændur hefðu ekki mikil sam- skipti við stangaveiðimennina. „Við vitum að brögð eru að því að menn fari í vatnið í óleyfi og eru kannski ekki alltaf að haga sér eins og maður vildi, en um þessar veiðar hef ég ekki heyrt og get því ekki staðfest neitt.. Þetta er hins vegar mjög alvarlegt mál ef rétt er, því lagt hefur verið út í kostnað og vinnu við að efla urriða- stofninn í vatninu. Það þarf að at- huga hvort þessar fréttir eru á rök- um reistar, efla eftirlitið og athugandi væri að leita eftir ábend- ingum frá stangaveiðimönnum sem verða varir við eitthvað misjafnt af þessu tagi,“ sagði Jóhannes. Urgur og uggur í Þingvallakörlum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/HÓ Páll Magnússon með fyrsta laxinn úr Blöndu, 12 punda hrygnu. BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráð- herra, fjallar um samningaviðræð- urnar sem nú standa fyrir dyrum um varnarsamstarfið í pistli á heimasíðu sinni og gagnrýnir Bandaríkjastjórn fyrir að nálgast viðræðurnar á tæknilegum forsend- um fremur en pólitískum. Björn segir frá því þegar Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Vestur- Þýskalands, barðist harkalega fyrir því að knýja í gegn samþykki fyrir því að Bandaríkjamenn fengju að geyma nifteindasprengjur á her- svæðum sínum í Þýskalandi. Eftir að Schmidt hafði barist hatramm- lega fyrir þessu máli, með ærnum pólitískum tilkostnaði, ákvað Carter Bandaríkjaforseti að hætta við þessi áform. Björn segist í pistli sínum minnast þess hve Schmidt var misboðið vegna framgöngu Carters í þessu máli. „[H]öfðu kanslarinn og samstarfmenn hans oft á orði, að varasamt gæti verið að treysta Bandaríkjastjórn, þegar teknar væru mikilvægar hernaðar- legar ákvarðanir, sem menn teldu að byggðust á gagnkvæmu trausti. Bandaríkjamenn litu þannig á, að þeir gætu gengið fram á einhliða forsendum,“ segir dómsmálaráð- herra í pistli sínum. Pólitískur þráður Björn segir að Íslendingar hafi kynnst svipuðu viðmóti í samskipt- um sínum við Bandaríkjamenn. „Áhersla okkar á pólitískt samráð og gagnkvæmni virðist koma Bandaríkjamönnum í opna skjöldu, þótt þeir hafi til þessa áttað sig á nauðsyn slíkra vinnubragða að lok- um,“ segir í pistli Björns. Hann segir Bandaríkjastjórn nálgast varnarsamstarfið við Íslendinga á „þröngum tæknilegum forsendum“ í stað þess að meðhöndla það á „stórpólitískum forsendum.“ Björn segir bréf George W. Bush, Banda- ríkjaforseta, til Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, vera til marks um að pólitískur þráður sé nú kominn í væntanlegar viðræður á milli Bandaríkjanna og Íslands um við- veru og viðbúnað bandaríska hers- ins á Íslandi. Björn Bjarnason gagnrýnir Bandaríkjastjórn í pistli á vefsíðu Nálgast viðræðurnar á tæknilegum forsendum FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta í Reykjavík brugðu sér á dögunum í kajakferð út á Þingvallavatn í sólskins- blíðu og áðu við Arnarklett, sem stendur eins og þumall upp úr vatninu. Skátar eru fjallamenn góðir og reyndu sig við klettinn með ágætis árangri. Sett var upp ör- yggislína áður en klifrið hófst og var kolli klettsins náð innan stundar. Ekki er vitað til þess að kletturinn hafi verið klifinn áður úr kajak. Arnarklettur klifinn TALIÐ er að elding hafi kveikt í húsi í Hveragerði á sunnudag. Eld- ur kom upp í millilofti og logaði upp í þakið en slökkviliðið í Hveragerði var fljótt á vettvang og tókst að koma í veg fyrir stórtjón. Engu að síður urðu miklar skemmdir vegna reyks og vatns. Í kjölfar skýfalls voru miklar eld- ingar í Hveragerði á sunnudag og skömmu fyrir klukkan fjögur fékk slökkviliðið í Hveragerði tilkynn- ingu um að eldur væri laus í húsinu. Sæmundur Ingibjartsson, vara- slökkviliðsstjóri, segir að talið sé að eldingu hafi slegið niður með þeim afleiðingum að kviknað hafi í út frá rafmagni. Sæmundur segir að rífa hafi þurft þakið af að hluta og opna gafl til að komast að eldinum. Húsið hafi fyllst af reyk og eldurinn magnast fljótt en slökkviliðið hafi verið fljótt á staðinn og slökkt eld- inn. Ofboðsleg sprenging Hilmar Hinriksson er í slökkvilið- inu og fór beint á staðinn en ekki á stöðina þegar útkallið kom. „Ég sá að eldurinn var hjá pabba og ég hugsaði bara um að drífa mig á staðinn,“ segir hann. „Hann sagði mér að hann hefði verið að horfa á sjónvarpið þegar rafmagnið hefði farið af,“ bætir Hilmar við og segist sannfærður um að kviknað hafi í útfrá eldingu. Miklar eldingar hafi verið á svæðinu og símar í nágrenn- inu farið úr sambandi. „Það kom of- boðsleg sprenging,“ segir hann. „Það var skýfall og svo kom þetta svaka skot á eftir.“ Talið að elding hafi kveikt í Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Rífa þurfti þakið af að hluta og opna gafl til að komast að eldinum. Íbúðarhús í Hveragerði skemmdist illa í eldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.