Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Bremen, La Fayette, Berlin og Luetjens koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, og jóga, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 14– 15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 12 hárgreiðsla. Korpúlfar, Grafar- vogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13, frjáls handa- vinna, og billjard 13.30, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl 14–16. Pútt- mótinu frestað til 15. júlí. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 fjölbreytt dagskrá, veitingar í kaffi Bergi. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 silkimálun, handavinnustofan op- in, Gullsmári, Gullsmára 13. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9. 30–kl. 12. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 opin vinnustofa og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og opin vinnustofa, kl. 14 fé- lagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Brúðubíllinn verður í dag þriðju- daginn 10. júní kl. 10 við Hamrahlíð. Á morgun miðvikudaginn 11. júní kl. 10 í Skerja- firði við Reykjavík- urveg og kl. 14 á Kjal- arnesi. Minningarkort Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings orlofsvikum fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.-fim. kl.10-15. Sími 568-8620. Bréfs. 568-8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftir- töldum stöðum: í síma 588- 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafn- arfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Í dag er þriðjudagur 10. júní, 161. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yð- ar verði fullkominn. (Jóh. 16, 24.)     Vefþjóðviljamönnumurðu samkeppnismál að umfjöllunarefni á föstudaginn. Að þeirra mati skiptir mestu máli að hömlur séu í lágmarki á mörkuðum. Þá sé ekki aðalatriði hversu mörg fyrirtækin séu.     Gefum þeim orðið:„Verslunin Vísir á Blönduósi hætti rekstri um mánaðamótin og er Kaupfélag Húnvetninga, sem raunar er orðið að hlutafélagi, þar með eina matvöruverslun stað- arins. Kaupfélag Hún- vetninga keypti Vísi og í ljósi reynslunnar má furðu sæta að samkeppn- isyfirvöld skuli ekki hafa gert athugasemd við „markaðsráðandi stöðu“ Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi.     Ef marka má úrskurðiSamkeppnisstofnunar um samruna fyrirtækja og fækkun þeirra á markaði má ætla að stofnunin telji að nú hafi Kaupfélagið öll ráð bæj- arbúa í hendi sér, því á þeim markaði sem skil- greina má „mat- vörumarkað Blönduóss“ er kaupfélagið nú eitt um hituna.     Með því að skilgreinamarkaði þröngt má nefnilega fá út hverja þá niðurstöðu sem sam- keppnisyfirvöldum þókn- ast, og það gera þau gjarna til að hafa afskipti af eðlilegri þróun í við- skiptum á markaði.     Staðreyndin er þó vita-skuld sú að „mat- vörumarkaður Blöndu- óss“ er ekki markaðsskilgreining sem máli skiptir frekar en ýmsar aðrar alltof þröng- ar skilgreiningar mark- aðar. Íbúar Blönduóss eru ekkert ofurseldir kaupfélaginu, þeir geta til dæmis verslað í öðrum bæjarfélögum. Ætli kaupfélagið að smyrja duglega á vöruverð munu íbúarnir versla annars staðar, ýmist með því að sækja vörurnar sjálfir eða láta senda sér þær.     Niðurstaðan af óhóf-legri álagningu, það er að segja álagningu sem markaðurinn þolir ekki, gæti líka verið sú að aftur skapaðist tæki- færi fyrir samkeppni. Nauðsynleg forsenda þess að markaðsöflin séu virk er ekki að mikill fjöldi keppi sín á milli hverju sinni, heldur miklu frekar að engar hömlur séu á samkeppni.     Ef ríkið myndi til dæm-is banna öðrum en kaupfélaginu á staðnum að reka verslun væri allt önnur staða komin upp, enda er skortur á sam- keppni og einokun jafnan afleiðing afskipta ríkisins en ekki afleiðing af markaðsstarfsemi,“ segir á andriki.is. STAKSTEINAR Hvenær er samkeppni á markaði? Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur jafnan gaman af viðtölum við Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfara, eins og því sem nafni hans, Guðmundsson, tók á Sýn í síðustu viku. Guðjón er skeleggur maður og skemmtilegur og úr verður jafnan gott sjónvarps- efni. Að þessu sinni fóru nafnarnir um víðan völl enda framtíð Guðjóns Þórðarsonar nokkuð óljós. Hann hefur verið atvinnulaus í um ár, eft- ir að Stoke City sagði honum upp, og talaði Guðjón meðal annars um þá reynslu, sem hann hefur ekki kynnst í annan tíma. Sagði hann það erfitt fyrir mann sem kominn er af vinnusömu fólki að vera án at- vinnu. Vonandi rætist þar úr sem fyrst. Raunar tók Guðjón að sér tíma- bundið verkefni sem þjálfari hjá Start í Noregi í millitíðinni en ílent- ist ekki. Varla að undra því Guðjón gefur Norðmönnum ekki háa ein- kunn á sparksviðinu. Segir þá ófag- lega og upp til hópa ekkert betri en okkur Íslendinga í fótbolta, þó tals- vert meira sé lagt í sparkið þar ytra. Þá sé ekki einu sinni hægt að fá kaffibolla á norskum völlum. „Þegar ég bað um kaffi horfðu menn á mig eins og ég væri geim- vera,“ sagði Guðjón og bætti við að hér heima væri alls staðar heitt á könnunni. Meira að segja í 3. deild. Önnur góð saga var frá Hampd- en Park í Glasgow, þar sem Íslend- ingar sóttu heim Skota fyrr á árinu. Þá lýsti Guðjón því þegar ungur sonur hans, Tjörvi, skammaðist sín fyrir landann eftir að íslenska liðið jafnaði leikinn. Tjörvi er tíður gest- ur á sparkvöllum á Englandi og þekkir því sæg söngva, sem sungn- ir eru liðum til dýrðar. Honum þótti það því heldur klént þegar ís- lensku áhorfendurnir hófu upp raust sína: Ísland, Ísland! Í viðtali þessu bar Guðjón lof á annan son sinn, Jóhannes Karl, sem lék með Aston Villa í ensku knattspyrnunni á síðustu leiktíð. Réttilega. Jóhannes Karl hefur burði til að verða mjög góður knattspyrnumaður. Duglegur, kraftmikill og afburða skotmaður. Víkverja fannst Guðjón þó skjóta yfir markið þegar hann réttlætti tveggja fóta tæklinguna sem Jó- hannes fékk rautt spjald fyrir gegn Birmingham. Menn hefðu komið að máli við sig eftir leikinn og sagt Jó- hannes mann að meiri. Þetta sýndi að honum væri ekki sama. Vildi ekki tapa. Það er auðvitað mann- legt að verja börnin sín en þetta er misskilningur hjá Guðjóni. Um- rædd tækling var eitt ljótasta brot sem Víkverji sá í ensku knatt- spyrnunni í fyrra og það er vont þegar Jóhannes Karl – og aðrir sparkendur – fá þau skilaboð að glæfraleikur af þessu tagi sé merki um hreysti og karlmennsku. Öðru nær. Það er forgangsverkefni að útrýma tveggja fóta tæklingum úr knattspyrnu. Þær geta mjög auð- veldlega valdið slæmum meiðslum, jafnvel örkumlað menn. Sem betur fer hlutust ekki meiðsli af í þetta sinn og Jóhannes Karl á að læra af reynslunni. Það eru óteljandi leiðir aðrar til að sýna sigurvilja og hreysti. Þar fyrir utan gera menn sjaldnast mikið gagn þegar búið er að vísa þeim af velli. Morgunblaðið/Árni Torfason Ísland, Ísland! Æ, æ! Fáein orð um Mæðrastyrksnefnd MÍNAR aðstæður fjár- hagslega eru mjög bág- bornar, en alltaf þegar ég hef komið til Mæðrastyrks- nefndar hef ég mætt mikilli hlýju og mikla hjálp hef ég fengið hjá þeim. Þessar konur vinna mikla vinnu fyrir þá sem bágstaddir eru og alltaf eru þær hlýjar og vingjarnlegar þegar maður kemur þangað. Oft er röðin það löng að hún nær langt vestur úr og hljóta þær að vera að niðurlotum komnar eftir daginn. Þess vegna vil ég biðja eitthvert fyrirtæki þarna úti, sem getur séð sér það fært, að styrkja þessar konur með einnar viku fríi. Þær eiga það svo sannarlega skilið fyrir óeig- ingjarnt starf í þágu þeirra sem þurfa á hjálpinni að halda. Vonandi að þær geti fengið að njóta sín saman án þess að þær þurfi að borga fyrir það sjálfar. Mikið þakklæti sendi ég þeim fyrir allt sem þær hafa gert fyrir mig. Vona ég að þessi skrif mín megi verða til þess að einhver sjái sér fært um að leyfa þeim að njóta sín eftir erf- iðisvinnu, sem öll er unnin í sjálfboðastarfi. Guð blessi ykkur. Með kærri kveðju og miklu þakklæti, Sveinbjörg Haraldsdóttir Þakkir HÉR með langar mig að þakka fyrir frábæra þjón- ustu þegar ég var farþegi, 8. og 26. maí, í flugvél sem flutti okkur til Frankfurt og til baka. Sérstakar þakkir færi ég flugstjóran- um. María Martha Albertsdóttir Samtök stríðsbarna FYRIR nokkuð mörgum árum síðan voru starfandi hér á landi samtök stríðs- barna. Samtökin aðstoðuðu fólk við að hafa uppi á her- mönnum sem höfðu dvalist hér á landi. Nú langaði mig til að vita hvort einhver gæti gefið mér upplýsingar um þessi samtök og haft þá samband við Velvakanda eða í síma 698 7738. Dýrahald Perla er horfin PERLA er hvít, frekar lítil, 4 ára læða og hvarf frá heimili sínu að Heiðargerði 29b í Vogum á Vatnsleysu- strönd miðvikudaginn 4. maí sl. Hún er mjög mann- elsk og gæti hafa farið inn í einhvern kjallara eða skúr eða jafnvel tekið sér far með einhverjum bíl. Perlu er sárt saknað og viljum við biðja fólk að hafa augun hjá sér og athuga í bílskúra, kjallara og þ.h. Perla var með rauða ól og nafnspjald þegar hún hvarf, einnig er hún eyrnamerkt með grænum lit. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um Perlu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 564 1041, 899 3661 eða 896 1041. Fundarlaun í boði. Síamsköttur tapaðist KISAN okkar, síamsköttur með blá augu, tapaðist frá heimili sínu að Tunguvegi 100, 108 Reykjavík, mið- vikudaginn 4. júní sl. Þeir sem hafa séð til kattarins eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 822 0180. Einnig biðjum við ykkur um að kíkja í kjallarann/bíl- skúrinn hjá ykkur. Hún er innikisa og kann því ekki að bjarga sér úti. Eyrnamerk- ing kattarins er: R-2120 Hennar er sárt saknað. Erla VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Krakkar að leik í Árbæjarlaug. LÁRÉTT 1nágrennis, 8 forræði, 9 votlendið, 10 tíni, 11 skilja eftir, 13 fífl, 15 hugmyndaríkur, 18 harmar, 21 tré, 22 dáin, 23 geld, 24 viðvikinu. LÓÐRÉTT 2 drápi, 3 vefja í göndul, 4 þylja, 5 samviskubit, 6 þvættingur, 7 vendir, 12 skordýr, 14 bólstur, 15 drukkin, 16 ysta brún, 17 dreg í efa, 18 mennta- stofnunar, 19 skjátu, 20 tóbak. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 doppa, 4 banna, 7 gikks, 8 túðan, 9 alt, 11 aurs, 13 iður, 14 útboð, 15 bugt, 17 anda, 20 bik, 22 kólga, 23 umboð, 24 rausa, 25 reiða. Lóðrétt: 1 digna, 2 púkar, 3 assa, 4 bætt, 5 næðið, 6 Agnar, 10 lubbi, 12 sút, 13 iða, 15 búkur, 16 guldu, 18 nebbi, 19 auðga, 20 bara, 21 kurr. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.