Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 10.15 B.i. 16. X-ið 977 SG DV Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! Sýnd kl. 5.40 og 8. B.i. 14. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.  HK DV  SV MBL  X-ið 977 Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. „Hrottalegasta mynd síðari ára!“ NICHOLSON SANDLER www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16 Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. MIKIÐ var um dýrðir í New York á sunnudag en þá fór fram Tony-verð- launaafhendingin sem er virtasta verðlaunaathöfn leikhússlífsins í Bandaríkjunum en athöfninni er sjónvarpað í beinni útsendingu um landið allt. Áberandi var að samkynhneigð var áberandi þema, bæði í þeim verkum sem hlutu verðlaun og einn- ig í máli og gjörðum þeirra sem við verðlaunum tóku. Verðlaun sem besta leikritið fékk verkið Take Me Out, sem á íslensku gæti kallast Út vil ek, en verkið seg- ir frá atvinnumanni í hafnabolta sem kemur út úr skápnum með samkynhneigð sína. Verðlaunin fyr- ir besta söngleikinn hlaut verkið Hairpsray (Hárlakk) sem skartar drag-klæddum karlmanni í aðal- hlutverki. Þeir Marc Shamian og Scott Wittman sem fengu verðlaun fyrir bestu útsetningu í söngleiknum Hár- lakk brugðu á leik líkt og Adrien Brody og Hale Berry gerðu við Ósk- arsverðlaunaafhendinguna. Þeir Marc og Scott eru ekki aðeins félagar í starfi heldur einnig kærastar og sagði sá fyrrnefndi þegar þeir tóku við verðlaununum: „Við megum ekki gifta okkur en mig langar að lýsa yfir ást minni til þín og mig langar að eyða ævinni með þér“ áður en hann rak Scott rómantískan rembingskoss. Alls sankaði söngleikurinn Hár- lakk að sér átta verðlaunum og Take Me out fékk þrenn en leikverkið Long Day’s Journey Into Night var einnig áberandi þetta kvöldið og fékk þrenn verðlaun, meðal annars fyrir besta karl- og kvenleikara í aðalhlut- verki leikrits. Harvey Feirstein flutti brot úr verkinu Hárlakk við afhendingu Tony verð- launanna en hann hlaut verðlaun sem besti karl-leikari í söngleik. Reuters Söngleikurinn Hárlakk fékk flest verðlaun Hýrt yfir Tony- verðlaununum HRAÐSKREIÐIR bílar og fönguleg fljóð virðast eiga upp á ballborðið hjá bandarískum kvikmynda- húsagestum þessa helgina því myndin Of fljót, of fífldjörf („2 Fast, 2 Furious“) með þeim Paul Walker og Tyrese Gibson í aðalhlutverkum þaut beint á toppinn og mjakaði furðufiskamyndinni Leitin að Nemo („Finding Nemo“) niður í annað sæt- ið. Of fljót, of fífldjörf er framhaldið af myndinni Hin fljótu og fífldjörfu („The Fast and the Furious“) segir frá hópi bílaglanna sem spana um götur Miami. Brian O’Conner snýr aftur, sviptur starfi sínu sem lög- reglumaður, til vinar síns og skúrksins Roman Pearce. Þeir taka að sér að flytja illa fengið fé fyrir stórglæponinn Verone en O’Conner hefur í raun það markmið að koma Verone í hendur hins langa arms laganna. Annars eru fáar nýjar myndir efst á aðsóknarlistanum en 2. til 6. sölu- hæstu myndirnar hafa allar verið á listanum um nokkurt skeið. Athygli vekur að X-mennin eru enn svo of- arlega sem í 7. sæti og skyldi engan furða enda hressileg og ævintýraleg mynd sem fellur vel í kramið. Matr- ix endurhlaðið er í 5. sæti og seldist fyrir hátt í 700 milljónir króna svo heildarsölutekjur myndarinnar vestanhafs eru nú orðnar vel yfir 18,5 milljarðar króna. Að sama skapi hafa X-mennin selt fyrir rúm- lega 15 milljarða. Athygli vekur sömuleiðis að myndin Beygð’ann eins og Beckham (Bend it Like Beckham) situr enn á lista og hefur verið þar um nokkurt langt skeið eða alls um 13 vikur en myndin var sýnd mun seinna í kvik- myndahúsum vestanhafs en í Evr- ópu og hefur verið fáanleg á mynd- bandi hérlendis síðan í desember. Myndir sem vænta má að geri það gott á næstu vikum og þoki mynd- unum sem fyrir eru úr sæti eru með- al annars myndin um hinn græna Hulk, Englar Kalla gefa í botn, („Charlie’s Angels: Full Throttle“) Tortímandann 3 („Terminator 3: Rise of the Machines“) og vitaskuld sagan af ljóskunni hjartgóðu: Lög- leg ljóska 2 („Legally Blonde 2: Red, White & Blonde“). Þeir Paul Walker og Tyrese leika fífldjarfa ökufanta í myndinni Of fljót, of fífldjörf sem fór beint á toppinn vestra.                                                                                      !!" #  $    "% & %'  '             ()* +(), *)- *.). ,)* +)/ .)0 )1 )0 *-), ()* *+.)0 *-0)0 +0)* +-)0 //)1 0+)0 ,)- *-), 0)( Lítið um sviptingar í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum Glannarnir bruna beint á toppinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.