Morgunblaðið - 10.06.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 10.06.2003, Síða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 15 w w w .js h. is ÞAÐ SEM ER GRÆNT* VERÐUR EKKI RAUTT *LITURINN HVERFUR EN VÖRNIN EKKI. AÐ öllum líkindum mun losun gróðurhúsalofttegunda aukast í iðnríkjum heims á næstu árum þrátt fyrir alþjóðasáttmála á borð við Kyoto-bókun Samein- uðu þjóðanna (SÞ) um viðbrögð vegna hækkandi hitastigs í and- rúmsloftinu. Þessar niðurstöður, sem koma fram í nýrri skýrslu SÞ, voru gerðar opinberar á ráðstefnu 190 aðildarríkja sam- takanna um breytingar í lofts- lagi sem haldin var í Þýskalandi nýverið. Þar voru ræddar ítar- legar áætlanir um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta kom fram á fréttavef BBC. Talin aukast um 10% Í skýrslunni er því spáð að með sama áframhaldi muni los- un gróðurhúsalofttegunda hafa aukist um 10% í iðnríkjum heims 2010. Þá kemur fram að árið 2000 hafi þróuðum ríkjum heims tekist að ná einu af fyrstu markmiðum Kyoto-bókunarinn- ar, þ.e. að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda í magn sam- bærilegt því sem losað var 1990. Þrátt fyrir að þessu markmiði hafi verið náð jókst losun veru- lega í ríkjum á borð við Banda- ríkin og Ástralíu sem hafa neit- að að fullgilda sáttmálann. Jafnframt hafa ríki eins og Kanada og Japan, sem þegar hafa fullgilt Kyoto-bókunina, séð í gegnum fingur sér með að þar fari losun gróðurhúsaloft- tegunda vaxandi. Enn fremur er því lýst í skýrslunni að nú þegar efnahagur í ríkjum Austur-Evr- ópu er farinn að vænkast og að- ildarríki SÞ spá því að losunin aukist líti ekki út fyrir að fram- tíðarmarkmiðum Kyoto-bókun- arinnar verði náð. „Þessar nið- urstöður sýna svo ekki verður um villst að öflugrar og meira skapandi stefnu er þörf,“ sagði Joke Waller-Hunt, fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar. Beðið eftir Rússum Þrátt fyrir að Kyoto-sáttmál- inn, sem var undirritaður árið 1997, sé farinn að hafa áhrif á aðgerðir ríkja heims gegn hækkandi hitastigi í andrúms- loftinu hefur hann enn ekki ver- ið gerður fullgildur af að minnsta kosti 55 aðildarríkjum SÞ en það er nauðsynlegt til að hann verði að alþjóðalögum. Þess er nú beðið að Rússar full- gildi sáttmálann. Hann mun þá verða að lögum sem gerir harð- ari aðgerðir gegn losun gróð- urhúsalofttegunda í heiminum mögulegar. Losun gróð- urhúsaloft- tegunda eykst STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreusögðust í gær ætla að koma sér uppkjarnavopnum ef Bandaríkjamenn létu ekki af „fjandsamlegri stefnu sinni“ gagnvart landinu. Er þetta í fyrsta sinn sem kommúnistastjórnin í Norður-Kóreu viðurkennir opin- berlega að hún hyggist framleiða kjarnavopn. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta áréttaði í gær kröfuna um að Norður-Kóreumenn hættu þróun kjarnavopna og sagði að almenningi í Norður-Kóreu staf- aði mest hætta af stjórninni í Pyong- yang. Norður-kóreska fréttastofan KCNA sagði að með því að koma sér upp kjarnavopnum gæti stjórnin minnkað fjárframlögin til hersins verulega og notað féð til að bæta lífs- kjörin í landinu. Stjórnin kvaðst vera tilbúin að hætta við að framleiða kjarnavopn ef Bandaríkjamenn breyttu stefnu sinni. „En haldi Bandaríkjamenn áfram að ógna Norður-Kóreu með kjarnavopnum í stað þess að láta af fjandsamlegri stefnu sinni gagnvart stjórninni í Pyongyang á hún einskis annars úrkosti en að byggja upp kjarnorkuherafla,“ sagði í frétt KCNA. N-Kóreumenn hafa sakað Bandaríkjastjórn um að vera að und- irbúa fyrirbyggjandi árás á landið. Fréttastofan sagði að markmiðið væri ekki að ógna öðrum ríkjum, heldur að auka öryggi landsins með fælingarstefnu, minnka hefðbundna heraflann og nota féð sem sparast til að bæta lífskjör almennings. Norður-Kórea Kveðst ætla að framleiða kjarnavopn Seoul. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.