Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 27 Tjarnarskóli Stofnaður 1985 Ljúfir unglingar í eldgömlu húsi Við höfum fjórar annir, reglubundið námsmat og heimanámstíma á stundaskrá. Við sendum nemendum og foreldrum tölvupóst a.m.k. þrisvar í viku um heimanámið, skólalífið og fleira. Nemendur okkar vinna fjögur metnaðarfull rannsóknar-verkefni á hverjum vetri. Hjá okkur eru fámennir bekkir. Góður námsgrunnur skiptir máli! Innritun í 8. og 9. bekk stendur yfir. Hafið samband í síma eða tölvupósti. Tjarnarskóli, Lækjargötu 14b, 101 Rvík. Símar 562 4020 og 551 6820 tjarnar@ismennt.is www.tjarnarskoli.is Geðröskun barna og unglinga? Nýjar leiðir í forvarnarstarfi Rektor Háskóla Íslands og sendi- ráð Frakklands á Íslandi bjóða til fyrirlestrar prófessors Antoine Guedeney í Hátíðasal Háskóla Ís- lands á morgun, miðvikudaginn 11. júní 2003 kl. 17.15. Fjallað verður um geðröskun barna og unglinga og nýjar leiðir í forvarnarstarfi. Einnig verða fyrirspurnir og um- ræður. Antoine Guedeney er einn þekktasti barnageðlæknir Frakka, hann er prófessor við Bichat- Claude Bernard háskólasjúkrahúsið í París, sálgreinir og varaforseti WAIMH (World Association for Infant Mental Health), segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn er hluti af Jules Verne áætlun um vís- indasamstarf milli Frakklands og Íslands. Hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Fróðleikur um kryddjurtir og grænmeti í Grasagarðinum Grasagarður Reykajavíkur í sam- starfi við Café Flóruna stendur fyr- ir ókeypis kvöldfræðslu í júní undir yfirskriftinni „Græn matarmenn- ing“ þar sem tekin verða fyrir tvö efni, annars vegar fróðleikur um kryddjurtir og hins vegar mat- reiðsla á grænmeti. Á morgun, miðvikudaginn 11. júní kl. 20 kem- ur Ingólfur Guðnason krydd- jurtabóndi í Café Flóruna í garð- skála Grasagarðsins og fræðir fólk um kryddjurtir; eiginleika ein- stakra tegunda og notkun þeirra í mat og drykk auk þess sem gestum gefst kostur á að bragða á hinum ýmsu jurtum. Á MORGUN Rangt haft eftir Í viðtali við Margréti Hallsdóttur jarðfræðing á sunnudag var rangt haft eftir í setningunni: „Yfirleitt nær tíðni á grasfrjói hámarki í júlí en nú telur Margrét að líklegt sé að grasfrjó nái hámarki í vikunni.“ Hið rétta er að Margrét telur „að líklegt sé að grasfrjó byrji í vikunni“. Þetta leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT Fyrirlestur og kynning um stafa- göngu Ísland á iði og Íþrótta- bandalag Reykjavíkur standa fyrir fræðslufyrirlestri um stafgöngu í dag, þriðjudaginn 10. maí, kl. 17– 19, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð). Erindi halda Cris Griffin sjúkraþjálfari, Jóna Hildur Bjarna- dóttir íþróttakennari og þjálfari hjá Almenningsíþróttadeild Fram og Aki Karihtala forseti Alþjóða staf- göngusambandsins. Í lokin verður þátttakendum boðið út fyrir þar sem farið verður yfir grunntækni í stafgöngu. Fyrirlestrarnir eru á ensku (Chris og Aki) og opnir öllu áhugafólki um heilsueflingu al- mennings s.s. læknum, hjúkr- unarfræðingum, sjúkraþjálfurum, íþróttafræðingum, íþróttakennurum og þjálfurum. Þátttaka er án end- urgjalds. Nánari upplýsingar á www.isisport.is Franskra sjómanna og þýskra hermanna minnst í Fossvogs- kirkjugarði Á morgun, miðviku- daginn 11. júní, mun heiðursfylking þýska og franska flotans leggja krans í Fossvogskirkjugarði að minnismerki drukknaðra franskra sjómanna svo og að minnismerki þýskra hermanna, sem féllu í síðari heimstyrjöldinni. Frá og með deginum í dag, og til föstudagsins 13. júní heimsækir þýsk-frönsk flotadeild Reykjavík. Skipin Bremen, Lütjens, Berlin og Lafayette munu leggjast að bryggju í Sundahöfn. Dagana 11. og 12. júní er almenningi gefinn kostur á að skoða skipin Bremen og Lütjens kl. 14 – 17. Á NÆSTUNNI LÖGREGLAN lýsir eftir vitnum að árekstri á föstudag, 9. júní sl. en á tímabilinu 0.30 til 11.30 var ekið á rauða bifreið af gerðinni Lancia með númerið MD-258 þar sem hún stóð á bifreiðastæði gegnt Tryggvagötu 4. Tjónvaldur var á rauðri bifreið og var henni ekið af vettvangi. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband við Lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum SIGLINGASTOFNUN Íslands veitir árlega á hátíðisdegi sjómanna sérstaka viðurkenningu fyrir fram- kvæmd á öryggisreglum og góða umhirðu skips. Viðurkenningin á að vera hvatning fyrir áhöfn og eigend- ur skipa til að halda vöku sinni gagn- vart umgengni og öryggisbúnaði skipa. Áhöfn og eigendur skipanna: Freyju RE 38, Friðriks Bergmanns SH 240, Framness ÍS 708, Árbaks EA 5, Ásgríms Halldórssonar SF 250, Gulltopps ÁR 321 og Þorsteins Gíslasonar GK 2 hlutu viðurkenn- ingu Siglingastofnunar Íslands á sjó- mannadaginn 1. júní 2003. Viðurkenningar til skipa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.