Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN 20 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HVER man ekki misgengi launa og fjárskuldbindinga hér á árum fyrr? Fjölmargir, alltof margir lentu í því að verð- trygging stór- hækkaði lán þeirra og að nokkrum tíma liðnum voru áhvílandi lán á íbúðum orðin mun hærri en markaðs- verð íbúðanna. 90% húsnæðislán og verðtrygging fara ekki saman, hættan er alltof mikil. Í þessu sambandi er ekki hægt að benda til 90% lána hjá öðrum þjóðum, þar er ekki verðtrygging. Æ, æ, enn og aftur Nýtt afl gerði það að einu af sínum aðalmálum í nýgenginni kosningabaráttu að sett yrði vel- unnin heildarlöggjöf um fjár- magnsmarkaðinn. Of lítið var hlustað á það, þótt Morgunblaðið sé nú að taka fyrir einstaka þætti málsins. Ljóst er að hækkun hús- næðislána mun í það minnsta fyrst um sinn hækka verð á fast- eignamarkaði. Það mun vænt- anlega síðan kalla á auknar bygg- ingar og aukið framboð með tímanum. 90% verðtryggð lán munu í verðbólguskoti hækka lán- in og unga fólkið mun fljótlega skulda meira en það á. Hafa menn ekkert lært af reynslunni? Reynslusaga margra af misgeng- istímabilinu er hræðileg. Menn misstu allt sem þeir áttu og stóðu jafnvel gjaldþrota eftir. Verst var þetta úti á landi þar sem fast- eignaverð var lágt. Verðtryggingu burt Nýtt afl var með það baráttu- mál að verðtrygging verði felld niður. Verðtryggingin er fyrst og fremst til þess að tryggja hag fjármagnseigenda. Lántakandinn tekur alla áhættuna. Verðkönnun var gerð þegar spænsku gúrkurn- ar voru uppseldar, neysluverðs- vísitalan hækkaði og lán lands- manna hækkuðu um 500 m kr. Þegar lottómiðarnir hækkuðu hækkuðu skuldir landsmanna um hundruð milljóna króna. Verðtrygging er líka hemill á hagstjórn, hún framlengir verð- hækkanir eins mánaðar fram í þann næsta og viðheldur skrúf- unni. Þegar verðtryggð húsnæð- islán eru orðin 90% getur mis- gengi markaðsverðs fasteigna og fjárskuldbindinga beinlínis gert fólk eignalaust. Erlendur banki Oft er rædd nauðsyn þess að auka samkeppni á fjármagnsmark- aði. Vextir hér eru mun hærri en í nágrannalöndum og verður það að mestu rakið til óhagkvæmni lána- stofnana, væntanlega vegna smæðar og lítillar samkeppni. Nú er ljóst að erlendir fjárfestar sækjast eftir kaupum á hús- bréfum, verðtryggð, ríkisábyrgð og háir vextir. Salan virðist ná 30 milljörðum suma mánuði til er- lendra aðila. Erlendur banki sem fengi að lána til húsnæðimála á þessum kjörum mundi væntanlega koma hingað og setja hér á fót starf- semi. Þar með væri samkeppni aukin. Lækkun vaxta er miklu meira hagsmunamál fyrir marga en lækkun skatta. Endurskoðun laga um fjármagnsmarkað Nýtt afl hvetur til endurskoð- unar laga um fjármagnsmarkað og þá í heild. Þar er af mörgu að taka. Ég nefni lög um hlutafélög og reikningshald þeirra, lög um sjálfseignarstofnanir, tjónasjóði tryggingafélaga, lífeyrissjóði, skattalöggjöf o.s.frv. Nýtt afl var í kosningabaráttunni sem hrópand- inn í eyðimörkinni varðandi þetta og margt annað. Nú virðist mér Morgunblaðið ætla að gera þessi mál að sínum og er það vel. Gríð- arlegar hættur leynast í veikri löggjöf um fjármálamarkað sem er í óðfluga leysingu. Við eigum marga hæfa menn á þessu sviði. Ríkisstjórnin á að setja á lagg- irnar vinnuhóp slíkra manna til þess að fara yfir málin í heild. Nýtt afl mun ekki skorast undan að taka þátt í slíkri vinnu. 90 % húsnæðislán og verðtrygging Eftir Guðmund G. Þórarinsson Höfundur er formaður Nýs afls. STJÓRN Leikfélags Reykjavík- ur braut blað í íslenskri leiklist- arsögu 30. janúar 2002. Þá sam- þykktu tveir stjórnarmenn, Jó- hann G. Jóhannsson og Ögmundur Jó- hannesson, gegn mótmælum þriðja stjórnarmanns, að segja upp lista- mönnum sem verið höfðu í starfi hjá félaginu í 35-40 ár. Núverandi stjórn, Jóhann G. Jóhannsson, Marta Nordal og Theodór Júl- íusson, samþykkti síðan frekari uppsagnir eldri listamanna Leik- félags Reykjavíkur 30. apríl 2003, án athugasemda. Til grundvallar uppsögnunum í janúar 2002 lá minnisblað fram- kvæmdastjóra með viðmið- unarreglum um hvaða lágmarks- vinnu leikarar þyrftu að skila „til að halda eða öðlast fastráðningu.“ Í þessum viðmiðunarreglum felst „að til að LR hafi efni á að hafa fastráðna leikara“ þurfi leikarar að leika í a.m.k. þremur uppfærslum á ári. Leikarar eldri en 55 ára og leikkonur eldri en 50 ára þurfa að leika í a.m.k. 2,4 uppfærslum á ári! Síðan var lagður fram nafnalisti yfir þá sem ekki voru taldir hafa uppfyllt þessi skilyrði undangengin þrjú leikár og lagt fyrir stjórnina að samþykkja uppsagnir þeirra. Minnihluti stjórnar mótmælti þess- um forsendum sem ranglátum; verkefnafjöldi leikara væri háður ákvörðunum leikhússtjóra og „nýt- ingartölur“ sýndu ekki annað en að leikhússtjóri hefði brugðist þeirri skyldu sinni að nýta starfskrafta leikhússins. Meirihluti stjórnar féllst hins vegar á þessar viðmið- unarreglur og gerði þær að sínum með því að samþykkja tillögur leikhússtjóra um uppsagnir leik- ara. Nú er eftirfarandi spurningum beint til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur: 1. Hefur stjórn LR fellt þessar viðmiðunarreglur úr gildi eða sam- þykkt aðrar í þeirra stað til að styðjast við þegar uppsagnir leik- ara eru ákveðnar? 2. Hafi fyrrnefndar reglur ekki verið felldar úr gildi, hvers vegna var þá ekki farið eftir þeim við síð- ustu uppsagnir leikara 30. apríl 2003? 3. Er stjórninni kunnugt um að af þeim leikurum, sem nú eru fast- ráðnir og ekki hefur verið sagt upp eru einungis þrír sem uppfylla skilyrðin „til að halda eða öðlast fastráðningu“ samkvæmt umrædd- um viðmiðunarreglum stjórn- arinnar? 4. Ef viðmiðunarreglurnar eru ekki lengur grundvöllur uppsagna leikara væri þá ekki ástæða til að taka til endurskoðunar þær upp- sagnir sem ákveðnar voru á grund- velli þeirra fyrir rúmu ári? 5. Hefur stjórnin hugleitt hversu margir leikarar væru á föstum samningum í landinu ef viðlíka reglum hefði verið fylgt hjá öðrum atvinnuleikhúsum undanfarin ár? 6. Þar sem stjórn LR hefur ekki starfað eftir sínum eigin viðmið- unarreglum er spurt hvort þær hafi átt að vera „einnota“ og aðeins til þess gerðar á sínum tíma að falla að tilteknum einstaklingum? Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur: Uppsagnir leikara Eftir Sigurð Karlsson Höfundur er leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur ✝ Birna KristbjörgBjörnsdóttir fæddist í Vík í Héð- insfirði 11. maí 1918. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 3. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Björn Ásgrímsson, f. 29.6. 1885, d. 22.4. 1943, og Anna Lilja Sig- urðardóttir, f. 19.9. 1890, d. 3.12. 1964. Systkini hennar eru Ása María, Sigurður Halldór, Ásgrímur Guðmundur, Halldóra Guðrún, Stefanía Sól- ey, Stefán Zophanías, sem öll eru látin, en á lífi eru Sigurlaug Soffia er dvelst á Dalbæ á Dal- vík og Kristín Ingibjörg sem er búsett í Reykjavík. Birna giftist 25. desember 1940 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Gunnari Björnssyni, sjó- manni á Ólafsfirði, f. 22.10. 1919. Foreldrar hans voru Sig- fríður Björnsdóttir, f. 18.2. 1897, d .3.10. 1978, og Björn Einar Friðbjörnsson, f. 21.2. 1896, d. 22.10. 1924. Birna og Gunnar eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Stúlka, f. andvana í sept- ember 1940; 2) Björn, f. 6.7. 1942, kvæntist Klöru Gestsdótt- ur sem er látin. Eignuðust þau sex börn og 15 barnabörn. Sam- býliskona Björns er Sigríður Olgeirs- dóttir og á hún þrjú börn; 3) Sævar, f. 3.8. 1943, kvæntist Rannveigu Önnu Hallgrímsdóttur, eiga þau fjögur börn og átta barna- börn. Þau slitu samvistum. Sam- býliskona Sævars er Ólöf Lilja Stef- ánsdóttir og á hún tvo syni og þrjú barnabörn; 4) Birg- ir, f. 16.9. 1945, kvæntur Hrefnu Axelsdóttur og eiga þau tvær dætur og sex barnabörn; 5) Gunnar, f. 8.7. 1948, kvæntur Stellu Báru Hauksdóttur, eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn, 6) Sig- urður, f. 25.10. 1949, kvæntur Ólínu Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barna- börn. Birna ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs en var þá sett í fóstur til hjónanna Gunnars og Guðrúnar á Búð- arhóli á Kleifum í Ólafsfirði. Hún var hjá þeim þar til hún giftist Gunnari og var heima- vinnandi húsmóðir alla tíð. Útför Birnu Kristbjargar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur og komin til þeirra sem eru farnir á undan. Þegar ég hugsa til baka og minn- ist allra stundanna með þér og vetr- arins sem ég var hjá ykkur afa man ég helst eftir sögunum þínum um lífið í Héðinsfirði en þangað leitaði hugur þinn mikið þó að þú værir ekki gömul þegar mamma þín fylgdi þér yfir fjöllin á Kleifarnar þar sem þú ólst upp í fóstri frá níu BIRNA KRISTBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR ✝ Birgir Ágústssonfæddist á Fá- skrúðsfirði 2. októ- ber 1933. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 2. júní síð- astliðinn. Foreldrar Birgis voru Ágúst Lúðvíks- son, f. 2. ágúst 1902 á Hafnarnesi í Fá- skrúðsfirði, d. 12. maí 1936, og Marta Sveinbjörnsdóttir, f. 11. júlí 1908 á Eyj- ólfsstöðum í Fossár- dal, d. 20. janúar 1999. Systkini Birgis eru: 1) Selma, f. 15. ágúst 1928, maki Uni Guð- mundur Hjálmarsson Diego; 2) Halla, f. 23. nóvember 1929, maki Þorvaldur Guðmundsson; 3) Haraldur, f. 8. maí 1932, d. 19. mars 1972; 4) Unnar, f. 9. nóv- ember 1934. Hálfsystkini Birgis, sammæðra, eru: 5) Ágúst Heiðar Sigurðsson, f. 23. október 1938, maki Sigrún Júlíusdóttir; 6) Sig- ríður Emilsdóttir, f. 23. júní 1948, maki Pálmi Stefánsson. Birgir kvæntist Þóreyju Sig- urbjörnsdóttur, f. 13. júní 1935, 23. maí 1954. Þau skildu árið 1962. Börn þeirra eru: 1) Stein- unn Björk, f. 10. júlí 1954, með BA-próf í félagsfræði og mast- erspróf í sálfélagslegri ráðgjöf. Sonur Steinunnar er Birgir Sig- urðsson, f. 11. júní 1982; 2) Ágúst, f. 16. maí 1957, tækni- fræðingur, maki Jóhanna Her- mansen, f. 28. maí 1954. Börn þeirra eru: Elva Björk, f. 26. maí 1980, maki Ágúst Ingi Arason f. 18. júní 1979, Ari Birgir, f. 23. maí 1987, Guðni Agnar, f. 2. ágúst 1990, og Sigríður Margrét, f. 14. ágúst 1996; 3) Krist- ín, f. 1. apríl 1960, garðyrkjufræðing- ur, maki Heiðar Sigurðsson, f. 19. maí 1958. Börn þeirra eru: Þórey, f. 3. apríl 1989, Marta, f. 16. mars 1993, og Vignir, f. 11. mars 1995. Sonur Heiðars er Heiðar Ingi, f. 21. ágúst 1985; 4) Sigurbjörn, f. 8. febrúar 1962, læknir, maki Helga Sigurðar- dóttir, f. 18. ágúst 1963. Börn þeirra eru: Friðrik, f. 1. sept- ember 1988, og Guðrún, f. 1. mars 1991. Birgir átti einnig Helga, f. 24. ágúst 1967, lækni, með Fanneyju Helgadóttur, f. 4. janúar 1944. Dóttir Helga er Fanney, f. 11. nóvember 1997, móðir hennar er Sesselja Þóra Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1965. Birgir var til nokkura ára í sambúð með Önnu Maríu Lár- usdóttur, f. 19. mars 1946. Dóttir þeirra er Barbara Linda, f. 29. júní 1971, ljósmyndari. Birgir var húsgagnasmíða- meistari að mennt og rak í ára- tugi eigið húsgagnasmíðaverk- stæði. Hann byggði verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Skeifunni og var í mörg ár þar með eigið fyrirtæki og leigusölu. Útför Birgis fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Elskulegur faðir okkar lést eftir skamma sjúkrahúsdvöl í kjölfar bráðaveikinda. Hann var fæddur og uppalinn í Bræðraborg á Fáskrúðs- firði og var næstyngstur fimm al- systkina, en hann átti einnig tvö yngri hálfsystkini. Hann var aðeins um þriggja ára gamall þegar faðir BIRGIR ÁGÚSTSSON Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 www.casa.is                       !  MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.