Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 2003 21 ára aldri. Þar kynntust þið afi en hann var fósturbarn á Kleifunum eins og þú. Og svo morgnana sem við sátum og spjölluðum, meðan ég var að borða morgunmatinn áður en ég fór í skólann, og oft áttirðu nýsteiktar kleinur eða bakaða köku í ábæti. Og um alla krakkana sem komu til að fá Birnukleinur, er lyktina lagði út á sumrin þegar þú varst að steikja kleinur. Og enn í dag ber ég allar kleinur alltaf saman við þínar og enginn stenst samanburðinn. Og myndirnar þínar sem ég er með upp um alla veggi og flestir afkom- endur þínir, sem eru orðnir ansi margir eða 59 held ég, beinir niðjar auk sex stjúpbarna. Tíminn á vorin þegar ég og Birna systir komum í skyldusundið til Ólafsfjarðar. Það eru góðir tímar að minnast. Nú hef- ur maður ekkert nema minningar, nú ert þú farin á önnur mið og hittir vonandi alla sem eru farnir á undan þér, mömmu þína og pabba, Lillu, mömmu, Björn Ingvar og systkini þín. Vonandi hef ég rétt fyrir mér að það sé eitthvað hinum megin eða eins og Alli afi sagði: Við fákæn leggjum flest af stað í ferð sem einkum snýst um það að leita margs á lífsins braut, þar lán og óhöpp falla í skaut. Sú braut er hvorki bein né slétt, samt bjargast allt sé stefnan rétt , hvar endar hún fæst ekkert val, því ungur má, en gamall skal. Þeim leið til baka engin er sem yfir landamærin fer, en víst ég tel, að vinar hönd þar vísi inn á sólarströnd. (Aðalsteinn Ólafsson) Mer finnst þessar vísur segja allt en kannski ætti nú bara að kalla þetta sálm, svo fallegt er þetta. Jæja, ég vildi nú skrifa miklu meira um þig en það er erfitt því af mörgu er að taka og myndi blaðið ekki duga ef við öll skrifuðum það sem við vildum. En gott þótti mér að hafa komið til ykkar afa daginn áður en þú kvaddir og geta kvatt þig og faðmað afa aðeins. Hér er lítil langömmustelpa sem biður að heilsa og segir að nú sé langamma engill á himninum hjá Guði. Elsku Gunnar afi, pabbi, Sævar, Biggi, Gunni og Siggi (englarnir hennar ömmu), ég votta ykkur og öllum öðrum afkomendum mína innilegustu samúð. Guð geymi ykkur. Ragna Árný Björnsdóttir. Elsku amma Birna. Nú þegar þú hefur kvatt okkur í síðasta sinn, rifjast upp fyrir okkur allar ferð- irnar sem við bræðurnir áttum á Ólafsveginn til ykkar afa. Svo oft vorum við á ferðinni vetur og sumar að rútan stoppaði oftast við hliðið hjá ykkur þegar við vorum um borð. Það var alltaf yndislegt að dvelja hjá ykkur. Margar voru þær kvöldstundirnar sem við sátum og hlustuðum á sögurnar þínar sem þú þreyttist aldrei á að segja okkur. Sögurnar um Héðinsfjörðinn og Kleifarnar þegar þú varst lítil stúlka þar í fóstri, ásamt mörgum öðrum sögum. Alltaf varstu eitthvað að stússa. Það liggur við að maður heyri enn tifið í prjónunum og glamrið í köku- fötunum og ætíð voru það hlýjar hendur sem tóku á móti okkur þeg- ar við komum inn, þó útgangurinn á drengjunum hafi ekki alltaf verið glæsilegur eftir daginn. Elsku amma, það voru ávallt sæl- ir bræður sem komu klifjaðir af ull- arbrókum, sokkum, vettlingum og kleinum heim á Dalvík. Guð geymi þig. Gunnar og Haukur, Dalvík. Elsku amma. Það eru margar hlýjar og skemmtilegar minningar sem komu í huga mér þegar ég sett- ist niður til að skrifa þér þessa kveðju. Það var alltaf gott að koma á Ólafsveg 18 til ömmu og afa, alltaf voru til nýsteiktar kleinur og annað góðgæti. Ég gisti margar nætur hjá þér og afa þegar ég var yngri og voru það yndislegir tímar. Ég man eftir einu sumrinu þegar við Hanna frænka vorum hjá ykkur og þú tókst þig til við að kenna okk- ur að prjóna og hekla. Prjóna- skapnum náði ég en heklið hafði ég bara ekki í mér. Manstu hvað mér þótti Bangsímonsparibaukurinn þinn fallegur og þú varst svo ynd- isleg að skipta við mig og er gaman að segja þér að hann er enn uppi í hillu hjá mér. Elsku amma, ég veit þér líður vel á þeim stað sem þú ert á núna. Ég kveð þig með söknuði en þær ynd- islegu minningar sem ég á um þig fá mig til að brosa. Mig langar til að kveðja þig með lítilli morgunbæn sem þú fórst með á hverjum morgni og kenndir mér þegar ég var yngri og hefur hún fylgt mér síðan. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesú veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér að ganga í dag svo líkist þér. Elsku afi minn, pabbi, Sævar, Siggi, Biggi og Bjössi. Megi guð vera með ykkur og styrkja ykkur í sorg ykkar. Elsku amma mín. Guð blessi þig og varðveiti. Blessuð sé minning þín. Þín Dagbjört Anna. Í dag kveðjum við langömmu á Ólafsfirði. Við vorum svo heppin að eiga fjórar langömmur og þrjá langafa þegar við vorum lítil, og eigum miklar minningar um þau öll. Fyrir sjö og hálfu ári kvöddum við langafa á Blönduósi, fyrir fimm ár- um langömmu og langafa á Akur- eyri, svo í september 2001 og jan- úar 2002 langömmurnar á Blönduósi og nú langömmu á Ólafs- firði. Núna er langafi á Ólafsfirði einn eftir af þessum stóra hópi sem við vorum svo rík að eiga að. Það er ekki sjálfgefið að eiga langömmur og langafa á lífi og við erum ákaflega þakklát fyrir að hafa átt þau svona mörg. Í dag kveðjum við Birnu lang- ömmu okkar með sárum söknuði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku Gunnar langafi, við vottum þér og öllum öðrum aðstandendum innilegustu samúð okkar. Þórir Ingi, Anna Lilja og Björn Ólafur, Grindavík. Elsku amma, það er sár söknuð- ur sem ég upplifi núna þegar þú hefur kvatt. Þær voru ófáar stund- irnar sem ég var hjá þér þegar ég var að alast upp. Ég á yndislegar minningar um þann tíma sem ég var hjá ykkur afa. Ég vil þakka fyr- ir allar stundirnar hjá ykkur. En orð eru lítils megnug og ég ætla því að nota það að setja hér á blað vers, sem þér þótti vænt um, en þar er af nógu að taka. Þú kunnir ógrynni bæna sem þú kenndir okkur barna- börnunum þegar við vorum lítil og hér set ég vers eftir Hallgrím Pét- ursson en þér þótti alltaf svo vænt um ljóð og sálma eftir hann: Jesús, af hjarta þakká ég þér, þú, Jesús, varst í dag með mér, gef þú mér, Jesús, glatt og rótt, góða og sæla værðarnótt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. Elsku afi minn, orð megna lítils, en við vottum þér okkar innilegustu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þig og styðja. Elsku pabbi minn, Sævar, Biggi, Gunni, Siggi og allir aðrir aðstandendur, við vottum ykkur öllum innilegustu samúð. Birna Kristbjörg og Jóhann Þröstur. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og langar mig að þakka þér allar þær mörgu stundir sem eru mér nú sem ljúfar minn- ingar sem við áttum saman heima á Ólafsfirði. Mitt lán var að eiga ömmu af þeirri kynslóð sem hafði lifað ólíka tíma og allan þann hafsjó af sögum sem amma sagði mér mun ég geyma í huga mínum og deila þeim svo með mínum börnum. Það var sama þótt maður kæmi kaldur eða svangur til ömmu Birnu, alltaf átti hún hlýjar hendur til að nudda kalda putta og tær, og það var alltaf til eitthvað nýbakað í köldu geymsl- unni, því aldrei sat amma auðum höndum. Það var gaman að hlusta á ömmu tala um strákana sína og oft spurði maður ömmu hvort það hefði ekki verið erfitt að vera með fimm stráka á átta árum og alltaf svaraði amma: „Strákarnir mínir, þeir voru svo góðir,“ og þetta lýsir ömmu best. Elsku afi, ég veit að þetta er erf- itt fyrir þig eftir öll ykkar yndis- legu ár saman en ég veit að góður guð tekur vel á móti ömmu. Orðstír fagur aldei deyr, óhætt má það skrifa. Á söguspjöldum síðar meir saga þín mun lifa. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku amma mín, hafðu þökk fyr- ir allt. Guðrún Dröfn Birgisdóttir og fjölskylda. hans fórst í sjóslysi. Faðir okkar hafði ávallt sterkar taugar til æsku- stöðva sinna og varð honum tíðrætt um þær. Sem unglingur fór hann á vertíð í Vestmannaeyjum og notaði afrakst- urinn til leigu á smábát sem hann gerði út frá Þórshöfn ásamt félaga sínum. Hann fluttist síðar til Reykjavíkur, þar sem hann bjó æ síðan, en á þeim tímamótum fór ekki framhjá neinum að hér var á ferð mikill dugnaðarforkur sem var óhræddur við að taka áhættu og lifa lífinu til fullnustu, bæði í leik og starfi. Við komuna til Reykjavíkur hóf hann nám í húsgagnasmíði og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1955 og meistaraprófi 1959 með afburðaár- angri. Hann hafði enn ekki lokið námi er hann fjárfesti með banka- láni í notuðum trésmíðavélum og hóf sinn eigin atvinnurekstur, með tvær hendur tómar. Fyrirtæki hans, BÁ húsgögn í Brautarholtinu, dafn- aði vel og rétt um þrítugt var hann þegar kominn með um 30 manns í vinnu og blómlegan rekstur, en á þeim tímapunkti var fyrirtækið ann- að stærst sinnar tegundar á land- inu. Árið 1963 fékk hann úthlutað stórri lóð við Skeifuna í Reykjavík, og þar reisti hann veglegt húsnæði fyrir starfsemi sína. Þegar innflutn- ingur á húsgögnum fór vaxandi hætti hann rekstri húsgagnasmíða- verkstæðisins og stofnaði fyrirtækið Iðnspón hf., sem hann starfrækti til fjölda ára. Fyrirtækið sérhæfði sig í innflutningi og sölu á húsgagnalakki og spónaefnum. Uppbygging húsnæðisins sem stendur við Skeifuna var líf hans og yndi. Hann leigði þar út verslunar- og skrifstofuhúsnæði fyrir ýmsa að- ila og fyrir nokkrum árum rættist langþráður draumur hans um stækkun þess er þar bættist við önnur hæð. Á þessum tímamótum var heilsan þó ekki eins og best varð á kosið. Hann fékk heilablóð- fall seint á níunda áratugnum sem gerði það að verkum að hann gat ekki verið eins virkur og hann ósk- aði sér en bjartsýni hans og jákvæði í garð veikinda sinna gaf honum ómælda trú á að allt færi vel. Faðir okkar var mikill fagurkeri og hafði gott auga fyrir myndlist. Á fyrri hluta ævi sinnar ferðaðist hann mikið og þar valdi hann ekki hefðbundna áfangastaði þess tíma. Hann sigldi um hin heitu höf, valdi skíðastaði sem aðrir létu sig dreyma um og á þessum ferðalögum var aldrei neitt til sparað. Hann var ör- látur jafnt við vini sem vandamenn og gaf oftar en hann þáði. Hann var einnig lengi mikill áhugamaður um skák, tók þátt í skákmótum og vann þar til nokkurra verðlauna. Fyrir nokkrum árum eignaðist hann sumarbústað á fallegum stað við Apavatn. Þessi eign var honum einkar kær og áttum við þar margar góðar og friðsælar stundir saman ásamt barnabörnunum. Minning- arnar um þessar ferðir eru okkur mjög dýrmætar. Þegar horft er til baka sjáum við eljusaman og atorkumikinn mann, óeigingjarnt ljúfmenni, með glettin tilsvör og gamansemina ætíð innan seilingar. Föður sem studdi við bak- ið á sínum og hjálpaði til á þann hátt sem honum var fært. Faðir okkar eignaðist ellefu barnabörn sem hann naut góðra samvista við og vildi allt fyrir þau gera. Kunnum við honum miklar þakkir fyrir. Minningin um þig, elsku pabbi, mun lifa í hjarta okkar og hafðu þökk fyrir allt. Börnin. Hvíl þú í friði, faðir minn, Mikill er missir og söknuðurinn. Minning um þig er munur minn. Þig kveð ég nú með kossi á kinn. Sigurbjörn. Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki að þú sért farinn frá mér en ég er viss um að þér líður vel þar sem þú ert nú. Ég kveð þig með miklum söknuði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Guð blessi þig, þín Barbara. Ég minnist bróður míns með miklum söknuði. Þar fór góður og gegn drengur ágætra verka. Hann var strax á unga aldri mikill hag- leiksmaður og hafði mikinn áhuga á trésmíði en á þeim árum var ekki auðhlaupið að því að komast á samning í handverksgreinum. En bróðir minn lagði hart að sér til að komast til þess náms sem hugur hans stóð til. Hann fór á sjó átján ára gamall til að afla fjár til náms- ins og gekk það vel, að 1954 hóf hann nám í húsgagnasmíði hjá litlu verkstæði hér í borg. En lærlings- launin voru lág og hann þurfti meira til framfærslu, hann skapaði sér þá aðstöðu sjálfur í bílskúr og smíðaði eldhúskolla og gekk vel. Síðar fékk hann leigt stærra hús- næði og bætti við vélum og var kominn með fólk í vinnu enda dugn- aður hans og útsjónarsemi mikil. Birgir bróðir lauk svo námi sínu og hóf sjálfstæðan rekstur, fyrst á einni hæð í Brautarholti 6 sem hann byggði upp og bætti síðan tveim hæðum ofan á. Síðar fór hann svo í að koma sér upp 2.000 ferm. hús- næði í Skeifunni 8, enda var hann bæði vinnusamur og áræðinn í framkvæmdum og svo kom sonur hans þar einnig að verki. 21 árs kvæntist hann Þóreyju Sigurbjörnsdóttur en hún þá 18 ára og var það veglegt brúðkaup en fóstursystir Þóreyjar gifti sig um leið og gaf séra Bjarni brúðhjónin saman. Þau Þórey slitu síðar sam- vistum, en börn þeirra eru fjögur. Birgir eignaðist einnig tvö önnur börn. Þetta er allt hið mesta mann- kostafólk og farnast vel í lífinu. Fyrir um 15 árum fékk Birgir bróðir heilablóðfall, en náði sér aft- ur að nokkru, en hann átti góða að þar sem voru börn hans uppkomin og vel menntuð og Ágúst sonur hans byggingatæknifræðingur sér um allar framkvæmdir og rekstur eignanna. Birgir var mikill og góður félagi og greiðvikinn mjög, vildi hvers manns vanda leysa, rausnarlegur og stórhuga, því báru t.d. gjafir hans gott vitni. Við systkinin höfum mikils misst í bróður okkar, en við vorum alltaf svo stolt af honum og finnum fyrir djúpum söknuði við fráfall hans og sárt er til þess að hugsa, að hann skyldi ekki fá notið lengur alls þess sem hann hafði byggt upp og lagt mikið á sig fyrir sitt fólk. Með miklum söknuði kveð ég kæran bróður og bið alls góðs börn- um hans og öðrum þeim sem honum voru kærir. Guð blessi þína góðu minningu, kæri bróðir. Unnar Ágústsson. Elsku afi. Margar minningar eigum við um þig sem gafst okkur hlýju, þú situr nú við guðs hlið og byrjar lífið að nýju. Við áttum með þér góðar stundir sem við munum geyma, þótt ekki verði fleiri fundir við aldrei munum þér gleyma. Minning þín mun ávallt lifa. Þín barnabörn, Elva Björk Ágústsdóttir, Ágúst Ingi Arason, Ari Birgir Ágústsson, Guðni Agnar Ágústsson og Sigríður Margrét Ágústsdóttir. Ó, afi. Farinn ertu frá mér, í himnaríki þú fórst. Þótt líði þér vel samt vil ég þig hjá mér. Því miður öllum ber að ljúka starfi sínu hér. Einu mun ég ei gleyma, heldur geyma, stundum okkar saman. Þótt þær væru fáar, þá vildi ég þær fleiri, þá væru þær svo góðar. Ég veit þú bíður mín, en ég mun ætíð sakna þín. Ástarkveðjur, þín Guðrún. Kæri afi minn. Núna er víst kom- ið að leiðarlokum hjá okkur. Mér þykir sárt að hafa ekki fengið tæki- færi til þess að kveðja þig. Ég er viss um að þú hefur það gott þar sem þú ert núna. Ég held bara í þær minningar sem við áttum sam- an. Þegar ég var lítill varstu alltaf að segja mér sögur frá æskuárum þínum. Ég hafði mjög gaman af þeim. Þegar ég varð eldri var sam- band okkar minna en mér þótti allt- af gott að koma í heimsókn til þín. Við sátum bara saman og sögðum mest lítið en samt var þetta svo þægileg þögn. Mér þykir vænt um þig, afi minn, og ég á eftir að hugsa oft til þín. Mér finnst erfitt að kveðja þig. Þinn dóttursonur, Birgir. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.