Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 6
Þeim Trausta Kristinssyni, Baldri Jónssyni og Kristni Traustasyni, sem þarna eru á bryggjunni í Ólafs- firði, þótti heldur betur breyting hafa orðið á kosningaloforðunum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Birgir Ingimarsson, niðri í brunninum, Rögnvaldur Egilsson, til vinstri, og Ólafur Kárason spjölluðu um fyrirhugaða frestun Héðinsfjarðarganga. geta sætt sig við,“ sagði Ólafur. Smiðirnir nefndu að rætt hefði ver- ið um að bjóða út gerð jarðganga fyr- ir austan og norðan samtímis en síðar hætt við það og hvor göng um sig boðin út. „Það er auðvelt að lesa leik- inn núna. Það hefur kannski þá þegar verið ætlunin að fara ekki út í fram- kvæmdir hér fyrir norðan og menn haldið því leyndu fram yfir kosn- ingar.“ Félagarnir líktu frestun fram- kvæmda við rothögg. Menn hefðu beðið lengi eftir bættum samgöngum og enginn efaðist um að göngin yrðu lyftistöng fyrir allt Eyjafjarðar- svæðið. „Siglfirðingar voru að und- irbúa sig undir að sjá allt annað landslag, breyttar forsendur fyrir bú- setu hér og höfðu trú á að samgöngu- bætur myndu efla samfélagið og sáu þetta byggðalag sem vænlegan kost til búsetu,“ sagði Ólafur. Enginn þeirra þremenninga hafði trú á að þau rök sem færð hafa verið fyrir frestun stæðu. „Við kaupum ekki þessi rök, það er afar ósennilegt að stjórnmálamenn hafi ekki vitað af því að þensla skapaðist í kjölfar fram- kvæmda fyrir austan fyrr en rétt núna,“ sögðu þeir og bættu við að framkoma stjórnmálamanna í garð Siglfirðinga væri með ólíkindum. „Íbúarnir hafa treyst því að göngin yrðu gerð og margir búið áfram í bænum vegna þeirra. Það velta ef- FEÐGARNIR Trausti Kristinsson, skipstjóri á Kleifabergi, og Kristinn Traustason „uppgjafasjómaður“ eins og hann kallaði sig voru að renna fyr- ir fisk á bryggjunni á Ólafsfirði í gær. „Mér finnst hálfeinkennilegt að lofa öllu fögru fyrir kosningar og breyta svo um stefnu. Ég held þetta hljóti að hafa legið fyrir löngu fyrir kosn- ingar,“ sagði Kristinn. „Ég held að okkar ágætu stjórnmálamenn hljóti að hafa séð þessa þenslu sem verður í kjölfar framkvæmda fyrir austan fyr- ir. Þeir eru varla færir um að stjórna landinu ef þetta kemur þeim á óvart og þeir eru að uppgötva þessa þenslu núna.“ Trausti sagði að göng um Héðins- fjörð, milli Ólafsfjarðar og Siglu- fjarðar kæmu öllu Eyjafjarðarsvæð- inu til góða. Þau væru ekki einkamál íbúa þessara byggðalaga og með göngum sem tengdu Siglufjörð við Eyjafjörð sköpuðust mikil tækifæri. Feðgarnir nefndu að margir hefðu horft til þess að fá atvinnu í tengslum við gerð ganganna og því væri frest- un þeirra mikil vonbrigði. „Það kæmi mér nú ekki á óvart þó búið væri að blása þessa framkvæmd endanlega af, mér sýnist allt stefna í það og maður trúir því mátulega að bara sé um frestun að ræða,“ sagði Trausti. Baldur Jónsson, athafnamaður í Ólafsfirði, sagði frestun framkvæmda mikil vonbrigði. „Eigum við alltaf að sitja á hakanum?“ spurði hann og vís- aði til þess að þessum framkvæmdum hefði verið lofað ár eftir ár og menn beðið þolinmóðir. Því hefðu íbúar byggðalaganna glaðst þegar verkið var boðið út í vor. „Þá áttum við ekki von á öðru en af þessu yrði, þannig að frestunin er mikið áfall,“ sagði Bald- ur. „Þetta virðist bara hafa verið kosningabrella. Ég trúi því ekki að Blöndalinn sé að svíkja kjósendur sína hér, það hefur í það minnsta ekki verið honum ljúft að koma fólki í þetta uppnám.“ Fólk var dapurt Þeir Ólafur Kárason, Rögnvaldur Egilsson og Birgir Ingimundarson voru við vinnu sína á Siglufirði í gær- dag og voru sammála um að það hefði verið dökkur dagur í sögu Siglu- fjarðar þegar fregnir bárust af frest- un framkvæmda við Héðinsfjarðar- göng. „Fólk er bara harmi slegið og íbúunum hér finnst þeir hafa verið sviknir. Andrúmsloftið hér var eins og orðið hefði stórslys, menn voru daprir og niðurdregnir,“ sagði Ólaf- ur. Þeir félagar sögðu að fólk hætti að treysta orðum stjórnmálamanna eftir svona uppákomu, þeir hefðu komið hver á eftir öðrum á kosningafundi í vor og rætt um fyrirhugaðar fram- kvæmdir og tækifæri sem sköpuðust í framhaldi þeirra. „Nú trúa menn orðið engu og flestir telja fullvíst að ekkert verið af framkvæmdum, það sé búið að slá þær alveg af. Það er eins víst,“ sagði Birgir. Vinnufélagar hans tóku í sama streng. „En samt langar mann að trúa því að einhver lausn finnist á þessu máli sem allir laust einhverjir því fyrir sér hvort nokkuð þýði lengur að bíða eftir sam- göngubótum og fara annað,“ sagði Birgir. Hann nefndi einnig að ein af forsendunum fyrir því að Siglu- fjörður er með í Norðausturkjör- dæmi væri tenging um jarðgöng inn í Eyjafjörð. „Við áttum með göng- unum að tilheyra Eyjafirði, en núna finnst manni bara eins og við höfum verið skilin eftir hér, Siglfirðingar, á endastöð.“ Þeir félagar ræddu einnig um að atvinnuástand væri viðkvæmt í sjáv- arútvegi, en vinnsla á rækju er uppi- staðan í atvinnu í bænum á þeim vett- vangi. Rækjuvinnslan hefði átt undir högg að sækja síðustu misseri og byggðalaginu hefði ekki veitt af þeirri innspýtingu sem orðið hefði í atvinnu- lífi staðarins með framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng. Fyrir neðan allar hellur hvernig komið er fram við okkur „Fólk er í einu orði sagt afskaplega ósátt, eiginlega alveg brjálað,“ sögðu vinkonurnar Guðrún Björnsdóttir og Kristrún. Báðar eru fæddar og upp- aldar í bænum og hafa búið þar alla sína tíð. Kaupmaðurinn sagði að fátt væri meira rætt í versluninni en tíð- indin um frestun framkvæmda við göngin. „Þetta er algjört reiðarslag fyrir okkur og fólki finnst það svikið,“ sagði Eysteinn fisksali. Kristrún sagðist um árabil hafa starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn, „en nú er mér skapi næst að segja mig úr flokknum, ég er að velta því fyrir mér,“ sagði hún. „Þessar fréttir virka sem rothögg, sérstaklega á unga fólkið sem hefur sest að í bænum í þeirri von að sam- göngur yrðu bættar innan tíðar,“ sögðu þær stöllur. Kristrún sagðist þannig hafa hvatt sín börn til að koma aftur heim á Sigló, því þar væri fram- tíðin björt og gulltryggt að göng yrðu gerð um Héðinsfjörð þannig að stutt yrði í alla þjónustu til Akureyrar. „Það er fyrir neðan allar hellur hvernig komið er fram við okkur,“ sagði hún. Þær sögðust ekki gefa mikið fyrir að með frestun væri verið að slá á þenslu sem yrði að einhverjum miss- erum liðnum. „Það er bara verið að slá ryki í augun á okkur, þetta eru mjög veik rök og ég held menn trúi þeim almennt ekki,“ sagði Guðrún. Þær vinkonur sögðust engan veginn geta sætt sig við frestun fram- kvæmdanna nú, um tveimur mán- uðum eftir kosningar, en áður en menn gengu að kjörborði hefði aldrei verið talað um annað en að hafist yrði handa á tilsettum tíma. Fólk hefði verið fullt bjartsýni á framtíðina, en nú hefðu svo sannarlega orðið um- skipti þar á. „Siglfirðingar eru of- boðslega reiðir og maður finnur að íbúarnir hérna eru hættir að treysta stjórnmálamönnum, sem virðast bara lofa öllu fögru og svíkja það svo um leið.“ Við höfum verið höfð að fíflum Jóhann Jónsson, sem í eina tíð gerði við tennur Siglfirðinga, átti er- indi í Rafbæ við Aðalgötuna síðdegis í gær og tóku þeir Júlíus Hraunberg verslunarmaður tal saman, en að þeirra sögn er um fátt annað rætt manna á milli en frestun Héðinsfjarð- arganga. „Við erum að bera saman bækur okkar, menn eru að því á hverju horni og öllum líst jafnilla á. Það er sama í hvaða stjórnmálaflokki menn eru, í þessu máli eru bæjarbúar allir sammála. Fólki líst illa á og finnst það svikið,“ sagði Jóhann. Þeir höfðu rætt um til hvaða úr- ræða væri hægt að grípa og nefndu að hugmyndir hefðu komið fram um að bæjarbúar sýndu hug sinn með því að flagga í hálfa stöng, bera sorgar- bönd og þá væri ekki úr vegi að loka verslunum bæjarins. Raunar setti bæjarlistamaðurinn, sem þeir félagar kölluðu svo, Brynja Baldursdóttir, upp sorgarband í gær og þótti við hæfi. „Ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft okkur að fíflum, þetta er orðin 13 ára barátta fyrir þessum göngum og ekk- ert bólar á efndum, þetta eru svik á svik ofan. Það er bara ekkert að marka þessa stjórnmálamenn. Þeir virðast ekki menn til að standa við þau orð sem látin voru falla á kosn- ingafundum fyrir skömmu. Við höfum verið dregin á asnaeyrunum árum saman,“ sagði Júlíus. Jóhann nefndi að fyrir kosningar hefðu stjórnarliðar nefnt að ekkert gæti komið í veg fyrir að göngin yrðu gerð nema þá að Samfylkingin kæm- ist í ríkisstjórn. Bæjarbúar hefðu trú- að þessu, „og framsóknarstrákurinn flaut örugglega inn á þing vegna þess.“ Félagarnir töldu að stjórn- arliðar hefðu logið út atkvæði í byggðalaginu með svikum og prett- um. Þeir Júlíus og Jóhann töldu ekki ólíklegt að búið væri að slátra fyrir- huguðum framkvæmdum, ekkert yrði úr verkefninu. „Það er sjálfsagt löngu búið að ákveða að hætta við, maður sér það núna, eða hvers vegna var hætt við að bjóða bæði jarð- gangaverkefnin út í einu eins og átti að gera?“ Siglfirðingar taka frestun framkvæmda við Héðinsfjarðargöng illa „Siglfirðingar eru ofboðslega reið- ir,“ sögðu þær Kristrún Halldórs- dóttir og Guðrún Björnsdóttir sem létu reiðina þó ekki aftra sér frá því að ná í soðningu hjá Eysteini. Andrúmsloftið í bænum líkt og orðið hefði stórslys Siglfirðingar eru afar ósáttir við að fram- kvæmdum við gerð Héðinsfjarðarganga hefur verið frestað til ársins 2006. Margrét Þóra Þórsdóttir var á Siglufirði í gær og spjallaði við fólk á förnum vegi. FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARRÁÐ Ólafsfjarðar og Siglufjarðar funduðu í gær og samþykktu ályktun vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að fresta framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng: Gríðarlegt áfall „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um frestun framkvæmda við Héðinsfjarðargöng, sem til- kynnt var í gær, er gríðarlegt áfall fyrir alla íbúa við Eyja- fjörð. Þessi einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar gengur þvert á yfirlýsta stefnu hennar í byggðamálum og kemur bæjar- ráði Ólafsfjarðar í opna skjöldu, sér í lagi í ljósi yfirlýsinga ein- stakra ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna allt síðastliðið ár, að ekki sé talað um undan- farnar vikur og mánuði. Héðinsfjarðargöng hafa verið lengi í undirbúningi og var ákvörðun um gerð þeirra tekin á grundvelli rannsókna um arð- bærni og mikilvægis þeirra fyrir Eyjafjarðarsvæðið og landið allt. Allar rannsóknir sýna að jarðgöngin eru arðbær sam- göngubót og ein meginforsenda þess að það markmið byggða- stefnu ríkisstjórnarinnar að styrkja Mið-Norðurland sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið náist. Markmiðið með gerð Héð- insfjarðarganga er að stækka og efla mikilvægasta atvinnu- og vaxtarsvæði á landsbyggðinni þannig að það verði eftirsóknar- verður valkostur til búsetu.“ Miklar væntingar „Miklar væntingar eru bundnar við þessa framkvæmd og vonbrigðin því gífurleg. Héðinsfjarðargöng eru mikil- væg forsenda fyrir auknu sam- starfi og sameiningu sveitarfé- laga við Eyjafjörð. Sveitar- stjórnarmenn í Eyjafirði hafa þegar tekið fyrstu skrefin í auknu samstarfi á grundvelli þessara samgöngubóta og hafa uppi áætlanir um enn frekara samstarf og sameiningu en með ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur sú vinna verið sett í upp- nám. Það var nógu erfitt fyrir íbúa Ólafsfjarðar að sætta sig við fyrstu frestunina en þeir teystu stjórnvöldum og löguðu sig að breyttum aðstæðum. Af hverju skyldu þeir gera það aft- ur? Bæjarráð Ólafsfjarðar fellst ekki á þau rök ríkisstjórnarinn- ar að framkvæmdum verði að fresta nú vegna þenslu. Íbúar svæðisins hafa ekki orðið varir við umrædda þenslu og ekkert bendir til þess að efnahagslegt umhverfi í þjóðarbúskapnum hafi breyst svo á tveimur mán- uðum að það gefi nú skyndilega tilefni til endurskoðunar og frestunar á þessari mikilvægu samgöngubót. Slík endurskoðun hefði þá fremur átt að leiða til þess að verkinu yrði flýtt en seinkað. Bæjarráð Ólafsfjarðar treystir því að Alþingi Íslend- inga og ríkisstjórnin láti ekki íbúa hér á Tröllaskaganum bera herkostnaðinn af framkvæmd- um annars staðar á landinu. Bæjarráð Ólafsfjarðar fer fram á viðræður við forystu- menn ríkisstjórnarinnar, for- sætis- og utanríkisráðherra, nú þegar og gerir jafnframt þær kröfur til þingmanna kjör- dæmisins að þeir vinni með sveitarstjórnarmönnum og íbú- um Eyjafjarðar að því að ríkis- stjórnin endurskoði afstöðu sína.“ Ályktun bæjarráðs Ólafsfjarðar og Siglufjarðar Frestunin mikil von- brigði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.