Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, krafðist þess í gær að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, bæðist formlega afsökunar á ummælum sem hann lét falla í Evr- ópuþinginu í garð þýsks þing- manns, Martin Schultz, í fyrradag. Berlusconi bauð Schultz hlutverk „capo“ eða fangavarðar í fangabúð- um nasista í ítalskri kvikmynd. Schröder sagði ummæli Berluscon- is „algerlega óviðunandi“. Leiðtogar stærstu flokkanna á Evrópuþinginu ræddu í gær hver formleg og opinber viðbrögð þings- ins við ummælum Berlusconis ættu að vera. Að loknum tveggja stunda viðræðum varð niðurstaðan sú að Pat Cox, forseti þingsins, skyldi ræða við forsætisráðherrann til að komast að „sanngjarnri og yfirveg- aðri niðurstöðu“. Þannig náðu íhaldsmenn, samherjar Berluscon- is, að hindra að forsætisráðherrann þyrfti að biðja Evrópuþingið opin- berlega afsökunar en þess höfðu evrópskir sósíalistar krafist. „Ann- aðhvort verður lögð fram afsökun- arbeiðni eða samskipti þingsins og formannsins bíða verulega hnekki,“ sagði Gary Titley, fulltrúi breska Verkamannaflokksins á þinginu. Cox sagðist í viðtali við írska rík- isútvarpið í gær óttast „erfiðleika- tíma“ innan stofnana Evrópusam- bandsins (ESB) vegna málsins en kvaðst jafnframt vonast til að stofnanirnar byggju yfir nægilegri „visku og hæfni“ til að láta málið ekki trufla vinnu sína í framtíðinni. Berlusconi neitaði að taka um- mælin til baka er Cox fór fram á það við hann á miðvikudag og sagði þau einungis hafa verið „kaldhæðn- islegan brandara“. Sakar stjórnarand- stöðuna um samsæri Forsætisráðherrann kenndi í gær vinstrisinnaðri stjórnarand- stöðu ríkisstjórnar sinnar um þá diplómatísku örðugleika sem um- mæli hans hafa haft í för með sér. „Þetta var rækilega undirbúið af stjórnarandstöðunni,“ sagði hann án þess að skýra orð sín nánar. Berlusconi hefur áður sagt stjórnarandstöðuna hafa komið af stað gagnrýnisöldu í Evrópu vegna nýrra ítalskra laga sem veita for- sætisráðherranum friðhelgi gagn- vart lögum þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt vegna spill- ingarákæru á hendur honum. Það voru einmitt þessi lög sem Schultz gagnrýndi Berlusconi fyrir á mið- vikudag er forsætisráðherrann lét hin umdeildu orð falla. Evrópskir fjölmiðlar hneykslaðir Evrópskir fjölmiðlar brugðust flestir ókvæða við ummælum Berl- usconis í Evrópuþinginu í fyrra- dag. Þannig sagði þýska blaðið Tagesspiegel ummælin ekki ein- ungis hafa verið axarskaft heldur sýnt hinn rétta Berlusconi. „Slíkar uppákomur gerast ekki fyrir til- viljun,“ sagði blaðið. Í sama streng tók spánska blaðið El Periodico sem sagði forsætisráðherrann hafa „sýnt sitt rétta andlit“ í þinginu. Þá atyrtu grískir fjölmiðlar Berl- usconi líkt og flestir aðrir en leið- toginn lét ummælin falla aðeins degi eftir að Ítalir tóku við forsæti í ESB af Grikkjum. Ríkisstjórn landsins vildi þó ekki láta hafa neitt eftir sér um uppákomuna. Í heimalandi Berlusconis voru flestir fjölmiðlar einnig óvægnir í garð leiðtoga síns. Þannig sagði dagblaðið La Repubblica fram- komu hans sýna hversu mikill við- vaningur hann sé í starfi stjórn- málamanns. Ein af fáum jákvæðum umfjöllunum sem atvikið fékk var í dagblaði sem fyrrum talsmaður Berlusconis, Guiliano Ferrera, stýrir. Í leiðara blaðsins í gær sagði Ferrera: „Það var gott hjá forsætisráðherranum að kalla hr. Schultz fangavörð. Hinn sósíalíski fulltrúi kom fram við hann eins og afbrotamann.“ Alessandra Mussolini, barna- barn Benito Mussolinis fyrrum ein- ræðisherra á Ítalíu, varði ummæli Berlusconis í gær. Alessandra, sem situr á þingi fyrir hinn hægri- sinnaða flokk Allianza Nazional, sagði forsætisráðherrann hafi brugðist eðlilega við árásum á ítölsku þjóðina. „Þegar ráðist er á Berlusconi er ráðist á Ítalíu vegna þess að hann er forsætisráðherra okkar, valinn af ítölsku þjóðinni,“ sagði hún. Hún bætti þó við að Berlusconi hefði betur þagað en að láta fyrrnefnd ummæli falla. Schröder krafði Berlusc- oni um afsökunarbeiðni Berlín, Strassborg, Brussel, Róm. AFP. AP. AP Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, grípur um andlit sér á fundi Ítalska verslunarráðsins í Róm í gær. „Capos “– fangaverðir nasista ÞEGAR Silvio Berlusconi sagði Martin Schultz vera tilvalinn í hlutverk „capo“ í kvikmynd um fangabúðir á tímum nasista var hann ekki að líkja þingmanninum við fangaverði nútímans. Berlusc- oni hæddist í fyrradag að fleiri fulltrúum á Evrópuþinginu en það var vísun hans í „capo“ sem vakti reiði. Í fangabúðum nasista í síð- ari heimsstyrjöldinni voru „capos“ fangaverðir sem nasistar völdu sérstaklega til að niðurlægja og pynda aðra fanga. Oft urðu glæpamenn fyrir valinu og voru „capos“ fyrirlitnir jafnt af föng- unum sem nasistunum sjálfum. Þeir fengu þó betri meðferð en aðrir fangar. Að því er fram kemur í orðabók sem var tekin saman í Bandaríkj- unum um helför gyðinga voru gyðingar oft valdir í þetta hlut- verk til að valda deilum meðal fanganna. Þá segir Ben Gurion University í Ísrael orðið „capo“ hafa verið notað um undirtyllur í röðum gyðinga sem unnu fyrir stjórn nasista. Miðstöð Simon Wiesenthal kveður orðið hafa ver- ið notað yfir fanga sem SS- sveitirnar létu stjórna vinnu ann- arra fanga en orðið „capo“ er ein- mitt komið úr latínu þar sem það merkir sá sem stjórnar. Á tímum nasista litu sumir á „capo“ sem samstarfsmenn nas- ista en aðrir töldu þá fórnarlömb sorglegra kringumstæðna sem reyndu að komast af við hörmu- legar aðstæður og gerðu sitt besta til að hjálpa öðrum gyðingum. Seinheppnir þjófar Stokkhólmi. AP. FYRIR tvo sænska þjófa var gær- dagurinn helst til mikill óhappa- dagur. Þeir byrjuðu daginn á að ræna verslun og hesthús í Suður- Svíþjóð þar sem þeir náðu góðum gripum. En lögreglan átti auðvelt með að finna þá því reiðhjól stóð út úr skottflóttabílsins. Auk þess höfðu kumpánarnir sett á hann bílnúmer sem þeir höfðu stolið af öðrum bíl, en sá var eftirlýstur. Tvíeykið var því fljótlega stöðvað af lögreglu sem tók eftir hjólinu og eftirlýsta bílnúmerinu rétt ut- an við bæinn Marieholm. Báðir voru handteknir en áður en tókst að færa þá í fangageymslur fékk annar hjartaáfall en hinn floga- veikiskast. Hinir seinheppnu glæpamenn voru því báðir sendir á sjúkrahús en voru eftir það færðir á lögreglustöðina. DESKÖTTUR hlýjar sér við hitann frá lampa í Taronga-dýragarðinum í Sydney í Átralíu. Þar hefur hita- stig ekki verið lægra í sjö ár, en það fór niður í 12 gráður í gær. Starfsmenn dýragarðsins hafa því þurft að grípa til þess ráðs að setja upp hitalampa hjá deskött- unum sem eru vanir mun meiri hita, en heimkynni þeirra eru í Angola, Namibíu, Suður-Afríku og Suður-Botswana. Reuters Hlýjar sér við lampa í kuldanum ÞRÍR Írakar biðu bana og tíu banda- rískir hermenn særðust á fjórum stöðum í Írak í gær, í sprengingu í bæ norðaustan við Bagdad og þrem- ur árásum á bandaríska hermenn. Nokkrir Írakar særðust, þeirra á meðal sex ára drengur, að sögn sjón- arvotta og bandarískra herforingja. Sprenging varð í bænum Baq- ouba, um 55 km norðaustan við Bagdad, þegar bæjarbúar söfnuðust saman til að mótmæla handtöku sjía- klerks. Íraki beið bana í sprenging- unni og fimm særðust. Bandarískur herforingi í bænum sagði að hand- sprengja hefði sprungið í höndum eins mótmælendanna og talið væri að hann hefði ætlað að kasta henni yfir vegg í kringum byggingar her- námsliðsins. Bandarískir hermenn skutu svo að mótmælendunum til að dreifa þeim og fjórir Írakar særðust. Fregnir hermdu að bandarískir hermenn hefðu ráðist inn í hús sjía- klerks í Baqouba í fyrrinótt og hand- tekið hann, son hans og átta aðra. Bremer biður um aðstoð Sex bandarískir hermenn særðust í sprengjuárás á jeppa þeirra í bæn- um Ramadi, hundrað km vestan við Bagdad. Sjónarvottar sögðu að tveir menn hefðu kastað sprengju á jepp- ann, en bandarískir herforingjar sögðu að hann hefði ekið á sprengju. Síðar í gærmorgun var sprengju skotið á bílalest bandarískra her- manna í miðborg Bagdad og þrír þeirra særðust. Sjónarvottar sögðu að hermennirnir hefðu hafið skothríð eftir sprenginguna, skotið saklausan vegfaranda til bana og sært nokkra. Bandarískir hermenn urðu einnig fyrir árás leyniskyttu í vesturhluta Bagdad og einn þeirra særðist. Her- mennirnir skutu árásarmanninn til bana og særðu sex ára dreng sem var með honum, að sögn talsmanns bandaríska herliðsins í Bagdad. Alls hafa 67 bandarískir hermenn beðið bana í Írak frá 1. maí þegar banda- rísk stjórnvöld lýstu því yfir að öllum meiriháttar hernaðaraðgerðum væri lokið í landinu. Að minnsta kosti 26 hermannanna féllu í árásum Íraka. Hermt var í gær að Paul Bremer, leiðtogi hernámsstjórnarinnar, hafi óskað eftir liðsauka vegna árásanna. Bandaríska dagblaðið The Phila- delphia Inquirer hafði eftir ónafn- greindum embættismönnum í Wash- ington að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði tekið beiðnina til athugunar. Ekkert lát á árásum á bandaríska herliðið í Írak Þrír Írakar bíða bana og tíu hermenn særast Reuters Ungir Írakar rífa hér í sundur eyðilagða bandaríska herbifreið sem sprengju hafði verið skotið á í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Bagdad. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.