Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Í HÁDEGINU í gær var dregið í bikarkeppni karla og kvenna. Hjá konunum í undanúrslit en í 8-liða úrslit hjá körlunum. Ljóst er að krýndur verður nýr bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki því Fylkir, bikarmeistari karla, og KR, bikarmeistari kvenna, eru bæði dottin úr leik. Hjá konunum mætast Breiðablik og ÍBV annars vegar og Stjarnan og Valur hins vegar. Í karlaflokki fær 1. deildarlið Vík- ings KA í heimsókn. Skagamenn taka á móti Grindavíkingum, Vals- menn fara í Hafnarfjörð og leika við FH og Reykjavíkurrisarnir KR og Fram mætast í Vesturbænum. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur við að fá ÍBV í undanúrslitum og hlakkar til leiksins: „Við erum mjög ánægð hjá Breiðabliki, leikurinn smellpassar inn í dagskrána á pæjumótinu okk- ar. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur að undanförnu og stefna liðs- ins er að sjálfsögðu að vinna bik- arinn. Ég efast ekki um að þetta verði skemmtilegur leikur því við lékum úti í Eyjum fyrir stuttu og töpuðum í miklum markaleik.“ Undanúrslit kvenna Stjarnan - Valur Breiðablik - ÍBV Leikur Stjörnunnar og Vals fer fram 17. júlí en leikur Breiðabliks og ÍBV hinn 18. júlí. Stórleikur 8-liða úrslita karla fer fram á Akranesi. Þar mætast Skagamenn og Grindvíkingar. Fyr- irliði ÍA, Gunnlaugur Jónsson, var alsæll með að hafa fengið Grinda- vík á heimavelli: „Við Skagamenn eigum góðar minningar úr viður- eignum okkar við Grindvíkinga í bikarkeppni því að við sigruðum þá í fyrra og árið 2000,“ sagði Gunn- laugur. 8-liða úrslit karla Víkingur - KA ÍA - Grindavík FH - Valur KR - Fram Leikirnir fara fram 20. og 21. júlí. Skagamenn fá Grindvíkinga í heimsókn í bikarkeppninni ÍSLENSKA karlalandsliðið í hand- knattleik mætir Slóvenum í fyrsta leik sínum á EM í handknattleik sem fram fer í Slóveníu í byrjun næsta árs. Dregið var í riðla á dögunum og er Ísland með heimamönnum, Ung- verjum og Tékkum í riðli. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn heimamönnum 22. janúar en leikir C-riðils, sem íslenska liðið er í, fara fram í borginni Celje. Daginn eftir, föstudaginn 23. janúar, mætir ís- lenska liðið Ungverjum og á sunnu- deginum verður leikið við Tékka. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram og taka með sér þau stig sem þau fengu í riðlinum á móti þeim þjóðum sem komast einnig áfram úr viðkomandi riðli. Heimamenn í fyrsta leik Lítið fór fyrir virðingu FH-kvennafyrir Íslands- og bikarmeistur- um KR þegar þær sóttu meistarana heim í Vesturbæinn í gærkvöldi og framan af var það frekar KR-inga að verjast en augnabliks and- varaleysi kostaði þó FH tvö mörk á tveimur mínútum. Það náði þó ekki að slá gestina út af laginu en þeir áttu samt ekkert svar við seiglu KR- inga sem unnu 4:2. Fyrstu 20 mínúturnar gáfu FH- ingar ekki þumlung eftir og spiluðu mun betur en gekk lítið að fá færi. Vesturbæingar sýndu þolinmæði og á 21. mínútu kom Þórunn KR í 1:0 með skalla eftir hornspyrnu og mín- útu síðar lék Ásthildur Helgadóttir það eftir. Hafnfirðingum var brugðið og KR fékk nokkur færi en FH náði aftur upp baráttu. Á 7. mínútu síðari hálfleiks var El- ínu Svavarsdóttur brugðið inni í teig svo dæmd var vítaspyrna sem Krist- ín Sigurðardóttir notaði til að minnka muninn í 2:1. Það dugði til að koma KR af stað og Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði með skalla eft- ir horn en þremur mínútum síðar minnkaði Elín muninn þegar hún nýtti varnarmistök KR til að skora í autt markið af 35 metra færi. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR í 4:2 á 84. mínútu. Kristín fékk aftur tækifæri til að skora úr vítaspyrnu eftir að togað var í Elínu inni í teig en Þóra B. Helgadóttir varði vítið með tilþrif- um út við stöng. „Við vorum óheppnar að taka ekki stig af þeim,“ sagði Elín eftir leikinn en hún átti prýðisleik. „Við ætluðum okkur að taka þær og það var engin virðing fyrir þeim. Það var örlítið einbeitingarleysi en við héldum áfram. Það var gott fyrir okkur að sýna að við getum staðið í toppliði.“ KNATTSPYRNA 2. deild karla: Helgafellsvöllur: KFS - Léttir ..................19 3. deild karla: Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. - Númi.......20 Tungubakkavöllur: ÍH - Afríka.................20 Í KVÖLD Athugasemd Vegna umfjöllunnar um leik KR og ung- mennaliðs ÍA í blaðinu í gær hefur Morg- unblaðið verið beðið um að koma eftirfar- andi athugsasem á framfæri: „Aðstoðardómari sá þegar Einar Þór Daní- elsson skallaði í andlit Þórðar Birgissonar og upplýsti dómara leiksins um það sem gerðist. Hins vegar var ekki hægt að gera neitt frekar í málinu á leikvellinum þar sem Einari Þór hafði þegar verið vikið af leik- velli með rautt spjald.“ KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: KR – FH .....................................................4:2 Þórunn Helgadóttir (20.), Ásthildur Helga- dóttir (21.), Hólmfríður Magnúsdóttir (67.), Hrefna Jóhannesdóttir (84.) – Kristín Sig- urðardóttir (52.), Elín Svavarsdóttir (70.). Staðan: KR 7 6 1 0 31:5 19 Valur 7 5 1 1 21:9 16 ÍBV 7 5 0 2 31:10 15 Breiðablik 7 5 0 2 23:15 15 FH 8 2 0 6 5:25 6 Stjarnan 6 1 0 5 7:18 3 Þróttur/Haukar 5 1 0 4 6:24 3 Þór/KA/KS 7 1 0 6 5:23 3 Markahæstar: Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR ............14 Ásthildur Helgadóttir, KR .......................10 Olga Færseth, ÍBV ......................................9 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV ............... 8 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Breiðablik .. 7 Elín Anna Steinarsdóttir, Breiðablik ........ 6 Mhairi Gilmour, ÍBV ...................................6 Laufey Ólafsdóttir, Valur ...........................6 Dóra Stefánsdóttir, Valur........................... 4 2. deild karla Víðir – Fjölnir ............................................1:2 KS – Tindastóll ..........................................1:2 ÍR – Selfoss................................................2:0 Völsungur – Sindri ....................................4:3 Staðan: Völsungur 8 8 0 0 32:10 24 Fjölnir 8 6 0 2 24:13 18 Selfoss 8 4 1 3 15:9 13 ÍR 8 4 1 3 15:12 13 KS 8 4 1 3 14:13 13 Víðir 8 4 0 4 10:11 12 Tindastóll 8 2 1 5 13:19 7 KFS 7 2 0 5 13:24 6 Léttir 7 1 1 5 6:23 4 Sindri 8 0 3 5 9:17 3 3. deild, A-riðill: Deiglan – Drangur ....................................5:4 Staðan: Víkingur Ó 6 6 0 0 19:3 18 Skallagr. 6 4 0 2 18:10 12 Númi 6 3 2 1 19:15 11 BÍ 6 3 1 2 13:15 10 Bolungarvík 5 2 0 3 11:12 6 Deiglan 7 2 0 5 13:25 6 Grótta 7 1 2 4 10:12 5 Drangur 7 1 1 5 12:23 4 3. deild, B-riðill: Freyr – Leiknir R......................................0.5 Árborg – Ægir ...........................................5:3 Reynir S. – Hamar ....................................4:0 Staðan: Leiknir R. 7 6 1 0 33:4 19 Reynir S. 7 5 2 0 27:3 17 Árborg 7 3 2 2 21:12 11 ÍH 6 3 1 2 12:11 10 Freyr 7 3 0 4 10:17 9 Hamar 7 2 1 4 7:19 7 Afríka 6 1 0 5 4:23 3 Ægir 7 0 1 6 7:32 1 3. deild, C-riðill: Vaskur – Neisti H......................................5.3 Magni – Reynir Á. .....................................0:2 Staðan: Vaskur 6 5 0 1 17:5 15 Magni 6 3 2 1 13:6 11 Reynir Á 6 3 2 1 8:7 11 Hvöt 6 1 2 3 6:8 5 Neisti H. 6 1 2 3 8:12 5 Snörtur 6 0 2 4 6:20 2 3. deild, D-riðill: Einherji – Fjarðabyggð............................0:1 Staðan: Fjarðabyggð 7 5 0 2 18:8 15 Höttur 7 4 1 2 13:7 13 Neisti D. 6 3 1 2 7:10 10 Huginn 7 3 0 4 14:15 9 Einherji 6 2 0 4 7:11 6 Leiknir F. 7 2 0 5 9:17 6 1. deild kvenna, A-riðill: HSH – Þróttur/Haukar2 ..........................1:3 Staðan: Breiðablik 2 5 5 0 0 37:6 15 Fjölnir 6 4 0 2 18:14 12 HK/Víkingur 5 3 1 1 15:5 10 RKV 6 3 1 2 17:17 10 ÍR 6 3 0 3 26:14 9 Þróttur/Haukar 2 6 1 0 5 7:30 3 HSH 6 0 0 6 8:42 0 Patrekur var dæmdur í keppnis-bann eftir síðasta leik sinn með Tusem Essen í þýsku 1. deildinni í handknattleik en þá varð honum það á að hrækja í átt að dómara í kapp- leik. Bannið kom í veg fyrir að Pat- rekur gæti gengið til liðs við Bidasoa nú í sumar, en hann gerði samning við félagið skömmu eftir áramót með það í huga að leika með því frá og með haustinu. Þýska handknatt- leikssambandið neitaði að skrifa upp á félagsskiptin sökum bannsins sem gilti til 24. nóvember. Patrekur og umboðsmaður hans Wolfgang Gutschow freistuðu þess að fá bann- inu hnekkt með því að fara með mál- ið fyrir vinnuréttardómstól Þýska- lands þar sem þeir töldu leikbannið stríða gegn lögum ESB um frjálst flæði vinnuafls. „Í stuttu máli þá tók dómstóllinn undir rök okkar í málinu, dæmdi bannið ógilt og skyldaði þýska hand- knattleikssambandið að skrifa undir félagsskipti Patreks til Spánar. Það getur því ekkert komið í veg fyrir að Patrekur fái félagsskipti og verði orðinn leikmaður Bidasoa áður en langt um líður. Þannig getur hann staðið við sinn hluta samkomulags- ins við spænska félagið,“ sagði Gutschow þegar Morgunblaðið tal- aði við hann í gær. Hefði niðurstaðan orðið á hinn veginn gat Bidasoa sagt upp samn- ingi sínum við Patrek sem þar með hefði staðið uppi atvinnulaus. „Það er að sjálfsögðu þungu fargi af mér létt nú þegar þetta er í höfn enda varðaði þetta ekki bara mig og atvinnu mína heldur fjölskyldu mína einnig,“ sagði Patrekur sem er staddur í sumarleyfi hér á landi en segist fara til Spánar 19. júlí en æf- ingar hjá Bidasoa hefjast tíu dögum síðar. Gutschow segist hafa strax og nið- urstaðan lá fyrir talað við forsvars- menn Bidasoa og þeir séu eins og fleiri í sjöunda himni með að málið skuli vera til lykta leitt á þennan já- kvæða hátt. Þeir gangi nú í málið og óski eftir að þýska sambandið undir- riti nauðsynlega pappíra sem varða félagsskiptin. Patrekur segist alltaf hafa verið viss um sigur í málinu og því hafi hann fyrir nokkru flutt búslóð sína frá Essen til Spánar þar sem hann hefur tryggt sér og fjölskyldu sinni húsnæði, en Patrekur gerði tveggja ára samning við Bidasoa. Patrekur sagðist vera þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið í málinu, ekki síst frá fyrrverandi vinnuveitendum sínum í Tusem Ess- en. „Þeir hjá Essen studdu fullkom- lega við bakið á mér frá fyrsta degi og greiddu götu mína eins og þeim var mögulegt þótt þeim bæri engin skylda til þess þar sem ég var ekki lengur á þeirra snærum. Það sýnir kannski öðru fremur að ég hef komið félaginu að ég skil eftir mig góðar minningar hjá þeim sem stýra félag- inu og það er gott til þess að vita. Hins vegar ollu viðbrögð HSÍ mér nokkrum vonbrigðum. Eftir að hafa leikið 210 landsleiki með íslenska landsliðinu átti ég ekki von á hiki á þeim bænum og þar væri sagt að skoða yrði málið,“ segir Patrekur sem m.a. var settur út úr íslenska landsliðinu sem lék nokkra lands- leiki í lok maí og byrjun júní sl. „Ég ætla hins vegar ekki að erfa þetta við nokkurn mann. Nú er þetta að baki og ég get haldið áfram að leika hand- knattleik og einbeitt mér að því að standa mig sem best með nýju liði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, at- vinnumaður í handknattleik. Patrekur Jóhannesson vann mál fyrir vinnuréttardómstóli Þýskalands gegn þýska handknattleikssambandinu vegna hálfs árs keppnisbanns Fær félagaskipti Morgunblaðið/Golli Patrekur Jóhannesson handknattleiksmaður leikur með Bidasoa á Spáni næstu tvö árin. „ÉG er mjög ánægður með þessa niðurstöðu enda tryggir hún að ég geti sinnt mínu starfi óhindrað hér eftir sem hingað til, þetta er algjör draumur,“ sagði Patrekur Jóhannesson, handknattleiksmaður, sem í gær vann dómsmál sem hann rak fyrir vinnuréttardómstóli Þýskalands gegn þýska hand- knattleikssambandinu, en sam- bandið hafði meinað honum um félagaskipti til Bidasoa á Spáni á grundvelli þess að hann hefði ekki lokið við að taka út sex mánaða keppnisbann sem hann var dæmdur í á vormánuðum. Stefán Stefánsson skrifar FH stóð lengi í KR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.